Fréttablaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 44
 19. apríl 2006 MIÐVIKUDAGUR28 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. PIERRE CURIE (1859-1906) LÉST ÞENNAN DAG „Radíum gæti orðið mjög hættulegt í höndum glæpamanna.“ Pierre Curie og Marie kona hans fengu nóbelsverðlaun, meðal annars fyrir rannsóknir sínar á radíum. Á þessum degi árið 1943 hófst uppreisn í gyðingahverfinu í Varsjá. Nasistar komu hverfinu á koppinn árið 1940 og fluttu þangað gyðinga sem lifðu við sérlega bág kjör. Sumarið 1942 bjó hálf milljón gyðinga á 340 hektara svæði í Varsjá sem var umkringt hlöðnum veggjum og gaddavír. Í júlí 1942 hófu SS-sveitinar svo brottflutning fá gyðingahverfinu til útrýmingarbúðanna í Treblinka. Meira en fimm þúsund gyðingar voru fluttir á degi hverjum fram í september og voru þá einungis 55 þúsund íbúar eftir í hverfinu. Brottflutningunum fylgdi vitaskuld mikil óánægja og fóru þeir fáu íbúar sem eftir voru í hverfinu að taka sig saman og skipuleggja varnir. Í byrjun janúar 1943 kom Himmler, foringi SS- sveitanna, í heimsókn í gyðinga- hverfið og ákvað að átta þúsund gyðingar til viðbótar skyldu fluttir til Treblinka. Um leið og þetta spurðist út fóru varnarsveitirnar í gang og gyðingarnir sem eftir voru börðust og földu sig. Tilraunum þýsku hermannanna lauk nokkrum dögum seinna án árangurs. Þetta fór vitaskuld í taugarnar á yfirmönnum SS-sveitanna og Himmler ákvað í tilefni afmælis Hitlers hinn 20. apríl að hefja endanlegan brott- fluttning allra gyðinga frá hverfinu. Uppreisnin hófst á nýjan leik og börðust gyðingarnir hetjulega við vel vopnaða þýska hermenn. Andspyrnan stóð í fjórar vikur, þangað til síðasti gyðingurinn var fluttur til útrýmingar í Treblinka. ÞETTA GERÐIST: 19. APRÍL 1943 Uppreisn gyðinga hefst í Varsjá GYÐINGAHVERFIÐ Í VARSJÁ MERKISATBURÐIR 1246 Haugsnessfundur er háður í Skagafirði með þeim afleið- ingum að um hundrað manns féllu og er þetta talin mannskæðasta orrusta Íslandssögunnar. 1917 Leikfélag Akureyrar er stofn- að sem áhugamannafélag. 1923 Alþýðubókasafn Reykjavíkur tekur til starfa og heitir það nú Borgarbókasafn Reykja- víkur. 1954 Börn í Akureyrarkirkju fermast í hvítum kyrtlum en það hafði ekki verið til siðs hér á landi. 1956 Leikkonan Grace Kelly giftist Rainier þriðja af Mónakó. 1961 Innrásinni við Svínaflóa lýkur. 1995 168 deyja í sprengingu í Alfred P. Murrah-bygging- unni í Oklahoma-borg. Anna Eggertsdóttir, Álakvísl 27, lést mánudaginn 17. apríl. Fanney Sigurlaugsdóttir, Helgu- braut 27, Kópavogi, lést sunnu- daginn 16. apríl. Guðrún Guðmundsdóttir (Bíbí), Hjarðartúni 7, Ólafsvík, lést að kvöldi laugardagsins 15. apríl. Lára Jakobsdóttir, Syðri-Reykjum, Biskupstungum, lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurlands föstudaginn 14. apríl. Líney Arndís Pálsdóttir lést laugardaginn 15. apríl. Njáll Símonarson, Bólstaðarhlíð 68, lést á Landspítala Fossvogi laugardaginn 15. apríl. Sigrún Magnúsdóttir lyfjafræð- ingur lést á líknardeild LSH í Kópavogi aðfaranótt föstudagsins langa 14. apríl. Sigurður Breiðfjörð Halldórsson, Akurbraut 11, Innri Njarðvík, lést á páskadag, 16. apríl, á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja. Sveinn Mýrdal Guðmundsson, Elliheimilinu Grund, Hringbraut 50, lést á heimili sínu föstudaginn langa 14. apríl. 13.00 Gestur Guðjónsson, Hjalla- braut 33, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaða- kirkju. 13.00 Helgi Jóhannesson, fyrrverandi aðalgjaldkeri, Hæðargarði 29, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju. 13.00 Unnur Erlendsdóttir, Lyng- brekku 11, Kópavogi, verður jarðsungin frá Digranes- kirkju. 13.30 Ingi Steinar Guðlaugsson, frá Miðsamtúni, verður jarð- sunginn frá Möðruvöllum í Hörgárdal. 14.00 Hreggviður Hermanns- son læknir, Nónvörðu 14, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju. 15.00 Sigþrúður Jórunn Tómas- dóttir verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju. Kaffihúsið Tíu dropar er rótgróinn staður með ungum áherslum. Í októb- er tóku fjórar ungar konur; Þuríður Helga Kristjánsdóttir, Þorgerður Egilsdóttir, Tinna Ásgeirsdóttir og Brynja Björk Hinriksdóttir, við rekstri Tíu dropa sem er í kjallaranum á Laugavegi 27 en kaffihúsið er eitt það elsta í miðbæ Reykjavíkur. Í vikunni opnuðu þær á ný eftir breytingar sem heppnuðust sérlega vel að sögn Þuríð- ar Helgu. „Staðurinn er bjartari núna og mið- uðu breytingarnar að því að koma stemningunni betur á framfæri,“ segir Þuríður Helga. Á veggjum kaffihúss- ins hanga myndir með sál og í glugg- unum sitja enn munir með sögu. Því þarf enginn að óttast að yfirbragð staðarins hafi breyst þó að ferskar pensilstrokur hafi farið um veggina. „Við höfðum allar fjórar verið lengi í þessum bransa og þekktum því allar til reksturs svona kaffihúss,“ segir Þuríður Helga um ástæður þess að vin- konurnar ákváðu að hella sér út í rekst- urinn. „Svo sáum við bara kaffihúsið auglýst og okkur fannst þetta spenn- andi verkefni.“ Tvær konur höfðu rekið kaffihúsið áður en þær stöllur tóku við og því má segja að sannkallað kvennaveldi ríki á Tíu dropum. Þuríður Helga viðurkennir að hafa ekki oft farið inn á kaffihúsið áður en þær tóku við rekstrinum. „Allir vita hvar Tíu dropar eru en það eru kannski ekki margir sem ákveða að koma við. Stefnan á næstunni er að gera staðinn sýnilegri og í rauninni löngu kominn tími til að gera það.“ Aðspurð segist Þuríður Helga ekki óttast samkeppnina við önnur kaffi- hús á Laugaveginum. Tíu dropar sé kaffihús með sérstöðu og andrúmsloft sem hvergi sé að finna annars staðar. „Það er alltaf gaman að koma í vinnuna á morgnana,“ bætir hún brosandi við. Fastakúnnahópinn er mjög stór og segir Þuríður Helga að það hafi komið þeim skemmtilega á óvart. „Þetta er allskonar fólk. Hingað kemur mikið af fólki á miðjum aldri sem er kannski að vinna hérna í kring og fær sér morgun- mat eða hádegismat.“ Hún segir því að varlega verði farið í breytingar svo allir verði ánægðir. Hefðbundnar íslenskar kaffiveit- ingar hafa löngum verið sérstaða Tíu dropa og ætla vinkonurnar áfram að bjóða upp á það. „Við ætlum samt að fara í breytingar á matseðli og í sumar kemur kannski prentaður matseðill,“ segir Þuríður Helga. Einnig hefur sú nýbreytni verið tekin upp eftir andlits- lyftinguna að viðskiptavinum er boðið upp á þráðlausa nettengingu. Því má með sanni segja að gamli tíminn mæti þeim nýja á kaffihúsinu Tíu dropum. ■ KAFFIHÚSIÐ TÍU DROPAR: OPNAÐ Á NÝ EFTIR BREYTINGAR Gamli tíminn mætir þeim nýja KAFFIHÚSIÐ TÍU DROPAR Síðan í október hafa þær Þuríður Helga Kristjánsdóttir, Þorgerður Egilsdóttir, Tinna Ásgeirsdóttir og Brynja Björk Hinriksdóttir séð um rekstur kaffihússins Tíu dropa á Laugavegi. Á myndina vantar Brynju Björk. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ANDLÁT JARÐARFARIR Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Gísli K. Sigurðsson bifreiðarstjóri, Mjósundi 15, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 21. apríl kl. 13.00. Marta Ormsdóttir Sigurður Gíslason Ásbjörg Joana Skorastein Kristín Gísladóttir Ellert V. Harðarson Júlíus Aron Ellertsson Rakel Ósk Ellertsdóttir Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför Hjördísar Óskarsdóttur frá Hrísey. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og starfsfólks Landspítala - Háskólasjúkrahúss. Bjarni Sigurgrímsson Hafsteinn Ómar Ólafsson Lára Jónsdóttir Margrét Ólafsdóttir Sigurjón Sigmundsson og barnabörn. Ástkær sonur okkar, bróðir og mágur, Sigurður Gíslason Fífumóa 3e, Njarðvík, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugar- daginn 15. apríl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 21. apríl kl. 11.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast Sigurðar er bent á Björgunarsveitina Suðurnes. Gísli Sigurðsson Árný Dalrós Njálsdóttir Njáll Trausti Gíslason Heiða Adólfsdóttir Gísli Árni Gíslason Anna Rún Oddsdóttir Jóhann Gíslason. Ástkær faðir minn, afi, langafi og sambýlismaður, Valdimar Þ. Einarsson skipstjóri og útgerðarmaður, verður jarðsunginn föstudaginn 21. apríl kl. 13.00 frá Áskirkju. Guðjón Valdimarsson María Svava Guðjónsdóttir Emil Örn Víðisson Alma Emilsdóttir Valdimar Örn Emilsson Halla Steingrímsdóttir. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.