Fréttablaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 29
][ Svala Björgvinsdóttir söng- kona bjó í Los Angeles í rúmt ár og hefur verið mikið þar síðan hún flutti heim aftur. Svala var síðast í Los Angeles í fyrrasumar. „Ég fer svo örugg- lega aftur þangað núna í sumar, en það er ekki alveg ákveðið ennþá,“ segir hún. Svala fer reglulega til borgar- innar og er mjög hrifin af henni. „Ég bjó í LA í rúmlega ár og mynd- aði þá sterk tengsl við borgina. Eftir að ég flutti heim aftur hef ég farið þangað á hverju sumri og er alltaf í nokkra mánuði í einu. Veðr- ið er náttúrlega frábært þarna og veitingahúsin æðisleg og svo er mjög gaman að fara út að skemmta sér. Þegar maður er búinn að búa á einhverjum stað í einhvern tíma þá togar hann alltaf dálítið í mann.“ Á meðan Svala bjó í Los Angel- es kynntist hún mörgum sem hún hefur haldið sambandi við eftir að hún kom heim. „Ég á mikið af vinum þarna og þeir hafa oft lánað mér íbúð til að vera í þegar ég hef komið út, sem hefur verið mjög þægilegt. Þegar ég fer í frí er ég ekki mikið fyrir að fara á ein- hverja ferðamannastaði og í skoð- unarferðir. Mér finnst miklu meira frí í því að fara eitthvert þar sem ég þekki til og er eins og heima hjá mér.“ Eins og heima hjá sér í Los Angeles Svala Björgvinsdóttir þekkir vel til í Los Angeles. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Áhugamenn um íslenska ferðamennsku geta kíkt á Ferðalangur á Heimaslóð 2006 á morgun og kynnt sér hvað er í boði fyrir komandi sumar. Ferðalangur á Heimaslóð er sannkölluð hátíð fyrir ferðafíkla. Þetta er í þriðja sinn sem þessi viðburður er haldinn og hefur markmið hennar síðustu þrjú ár verið að hvetja almenning til að kynnast þeirri fjölbreytni sem ferðaþjónusta á Íslandi hefur upp á að bjóða. Dagurinn er skipu- lagður af Höfuðborgarstofu í góðri samvinnu við Ferðamála- samtök höfuðborgarsvæðisins auk fjölmargra aðila í ferðaþjón- ustu. Dóra Magnúsdóttir, markaðs- stjóri ferðamála hjá Höfuðborg- arstofu, segir þennan viðburð vera farinn að festa sig í sessi. „Fólk er farið að kannast við það að margir skemmtilegir ferða- tengdir atburðir eru í boði á sum- ardaginn fyrsta,“ segir Dóra. „Þetta hefur opnað augu fólks fyrir því hversu ferðaþjónustan er fjölbreytt og hana þarf ekki að sækja langt út fyrir höfuðborg- ina. Það er svo margt sem leynist við túnfótinn sem við höfum kannski ekki kannað nógu vel. Ferðaþjónustan er ekki eingöngu í boði fyrir erlenda ferðamenn heldur einnig fyrir almenning.“ Á morgun, sumardaginn fyrsta, gefst almenningi kostur á að taka þátt í Ferðalangi á Heima- slóð og munu fjölmörg fyrirtæki og stofnanir í ferðaiðnaðinum kynna þjónustu sína og afþrey- ingu en auk þess verða í boði ýmsar uppákomur. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Meðal annars verða farnar þrjár stuttar kynnisferðir með hópbíl- um og leiðsögn út fyrir höfuð- borgina og bera ferðirnar heitið „Orka og undirheimar“, „Adren- alín og útivera“ og „Vatnsból og víkingar“. Dagskrárliðirnir „Á ferð og flugi“ og „Sigldur ferða- langur“ eru sérlega áhugaverðir. Þar er boðið upp á stutt útsýnis- flug, hestaferðir, kajaksiglingu, sjóstangaveiði og hvalaskoðun og undir heitinu „Hraustur ferða- langur“ verður farið í skemmti- legar gönguferðir. Einnig verður farið í Laugavegsgöngu hina skemmri úr þvottalaugunum og niður Laugaveginn í boði Ferða- félags Íslands, en einnig verður boðið upp á göngu á Hengilinn, álfagöngu og miðborgargöngu. „Mörg ferðaþjónustufyrirtæki opna sínar dyr upp á gátt á þess- um degi og annaðhvort fella niður greiðslur eða veita afslátt af þjónustu sinni,“ segir Dóra. „Þennan dag ættu allir að geta haft efni á útsýnisflugi, hvala- skoðun eða rútuferðum. Við von- umst til að þetta verði til að vekja áhuga fólks á að kynna sér meira hvað er í boði í íslenskri ferða- þjónustu.“ Dagskrána má sjá í heild sinni á www.ferdalangur.is. johannas@frettabladid.is Ferðalangur á Heimaslóð Dóra Magnúsdóttir, markaðsstjóri ferða- mála hjá Höfuðborgarstofu, segir Ferðalang á Heimaslóð vera kjörið tækifæri fyrir fólk til að kynna sér ný áhugamál og útivist. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Meðal þess sem í boði verður á Ferðalangi á Heimaslóð 2006 eru siglingar og hvalaskoð- unarferðir með Eldingu. Gó›ar sumargjafir á frábæru ver›i Línuskautar ABEC 7 legur St.: 38-44 Faxafeni 8 • 108 Reykjavík • sími 534 2727 F E R ‹ A V E R S L U N Erum a› taka upp miki› úrval af sumarvörum. Línuskautar ABEC 5 legur St.: 27-29, 30-33, 34-36 Hjálmur og hlífar Olnbogi, úlnli›i & hné 4.995 6.995 9.995 Línuskautar ABEC 7 legur St.: 37-45 Opi› sumardaginn fyrsta frá kl. 11.00 - 15.00 i i l. . . 2.9952.995 Skemmti/óvissu/skoðunarferðir í Köben? Fyrir íslenska hópa með íslenskum heimamanni. Tekið upp á ýmsu... Sími: 004525623140 email: finnbogi_thorkell@hotmail.com Hringvegurinn er 1.381 km að lengd. Það þyrfti þrjátíu hringvegi til að ná hringinn í kringum jörðina, alla 40.000 kílómetrana. Dagsferð á Þyril sumardaginn fyrsta. Ferð í samvinnu við Ferðalang á heimaslóð 2006. Brottför frá BSÍ kl. 10.30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.