Fréttablaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 29
][
Svala Björgvinsdóttir söng-
kona bjó í Los Angeles í rúmt
ár og hefur verið mikið þar
síðan hún flutti heim aftur.
Svala var síðast í Los Angeles í
fyrrasumar. „Ég fer svo örugg-
lega aftur þangað núna í sumar, en
það er ekki alveg ákveðið ennþá,“
segir hún.
Svala fer reglulega til borgar-
innar og er mjög hrifin af henni.
„Ég bjó í LA í rúmlega ár og mynd-
aði þá sterk tengsl við borgina.
Eftir að ég flutti heim aftur hef ég
farið þangað á hverju sumri og er
alltaf í nokkra mánuði í einu. Veðr-
ið er náttúrlega frábært þarna og
veitingahúsin æðisleg og svo er
mjög gaman að fara út að skemmta
sér. Þegar maður er búinn að búa á
einhverjum stað í einhvern tíma
þá togar hann alltaf dálítið í
mann.“
Á meðan Svala bjó í Los Angel-
es kynntist hún mörgum sem hún
hefur haldið sambandi við eftir að
hún kom heim. „Ég á mikið af
vinum þarna og þeir hafa oft lánað
mér íbúð til að vera í þegar ég hef
komið út, sem hefur verið mjög
þægilegt. Þegar ég fer í frí er ég
ekki mikið fyrir að fara á ein-
hverja ferðamannastaði og í skoð-
unarferðir. Mér finnst miklu
meira frí í því að fara eitthvert
þar sem ég þekki til og er eins og
heima hjá mér.“
Eins og heima hjá
sér í Los Angeles
Svala Björgvinsdóttir þekkir vel til í Los
Angeles. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
Áhugamenn um íslenska
ferðamennsku geta kíkt á
Ferðalangur á Heimaslóð 2006
á morgun og kynnt sér hvað er
í boði fyrir komandi sumar.
Ferðalangur á Heimaslóð er
sannkölluð hátíð fyrir ferðafíkla.
Þetta er í þriðja sinn sem þessi
viðburður er haldinn og hefur
markmið hennar síðustu þrjú ár
verið að hvetja almenning til að
kynnast þeirri fjölbreytni sem
ferðaþjónusta á Íslandi hefur upp
á að bjóða. Dagurinn er skipu-
lagður af Höfuðborgarstofu í
góðri samvinnu við Ferðamála-
samtök höfuðborgarsvæðisins
auk fjölmargra aðila í ferðaþjón-
ustu.
Dóra Magnúsdóttir, markaðs-
stjóri ferðamála hjá Höfuðborg-
arstofu, segir þennan viðburð
vera farinn að festa sig í sessi.
„Fólk er farið að kannast við það
að margir skemmtilegir ferða-
tengdir atburðir eru í boði á sum-
ardaginn fyrsta,“ segir Dóra.
„Þetta hefur opnað augu fólks
fyrir því hversu ferðaþjónustan
er fjölbreytt og hana þarf ekki að
sækja langt út fyrir höfuðborg-
ina. Það er svo margt sem leynist
við túnfótinn sem við höfum
kannski ekki kannað nógu vel.
Ferðaþjónustan er ekki eingöngu
í boði fyrir erlenda ferðamenn
heldur einnig fyrir almenning.“
Á morgun, sumardaginn
fyrsta, gefst almenningi kostur á
að taka þátt í Ferðalangi á Heima-
slóð og munu fjölmörg fyrirtæki
og stofnanir í ferðaiðnaðinum
kynna þjónustu sína og afþrey-
ingu en auk þess verða í boði
ýmsar uppákomur. Allir ættu að
geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Meðal annars verða farnar þrjár
stuttar kynnisferðir með hópbíl-
um og leiðsögn út fyrir höfuð-
borgina og bera ferðirnar heitið
„Orka og undirheimar“, „Adren-
alín og útivera“ og „Vatnsból og
víkingar“. Dagskrárliðirnir „Á
ferð og flugi“ og „Sigldur ferða-
langur“ eru sérlega áhugaverðir.
Þar er boðið upp á stutt útsýnis-
flug, hestaferðir, kajaksiglingu,
sjóstangaveiði og hvalaskoðun og
undir heitinu „Hraustur ferða-
langur“ verður farið í skemmti-
legar gönguferðir. Einnig verður
farið í Laugavegsgöngu hina
skemmri úr þvottalaugunum og
niður Laugaveginn í boði Ferða-
félags Íslands, en einnig verður
boðið upp á göngu á Hengilinn,
álfagöngu og miðborgargöngu.
„Mörg ferðaþjónustufyrirtæki
opna sínar dyr upp á gátt á þess-
um degi og annaðhvort fella niður
greiðslur eða veita afslátt af
þjónustu sinni,“ segir Dóra.
„Þennan dag ættu allir að geta
haft efni á útsýnisflugi, hvala-
skoðun eða rútuferðum. Við von-
umst til að þetta verði til að vekja
áhuga fólks á að kynna sér meira
hvað er í boði í íslenskri ferða-
þjónustu.“
Dagskrána má sjá í heild sinni
á www.ferdalangur.is.
johannas@frettabladid.is
Ferðalangur á Heimaslóð
Dóra Magnúsdóttir, markaðsstjóri ferða-
mála hjá Höfuðborgarstofu, segir Ferðalang
á Heimaslóð vera kjörið tækifæri fyrir fólk
til að kynna sér ný áhugamál og útivist.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Meðal þess sem í boði verður á Ferðalangi á Heimaslóð 2006 eru siglingar og hvalaskoð-
unarferðir með Eldingu.
Gó›ar sumargjafir
á frábæru ver›i
Línuskautar
ABEC 7 legur
St.: 38-44
Faxafeni 8 • 108 Reykjavík • sími 534 2727
F E R ‹ A V E R S L U N
Erum a› taka upp miki›
úrval af sumarvörum.
Línuskautar
ABEC 5 legur
St.: 27-29, 30-33, 34-36
Hjálmur og hlífar
Olnbogi, úlnli›i & hné
4.995
6.995
9.995
Línuskautar
ABEC 7 legur
St.: 37-45
Opi› sumardaginn fyrsta
frá kl. 11.00 - 15.00
i
i
l. . .
2.9952.995
Skemmti/óvissu/skoðunarferðir
í Köben?
Fyrir íslenska hópa með íslenskum
heimamanni. Tekið upp á ýmsu...
Sími: 004525623140
email: finnbogi_thorkell@hotmail.com
Hringvegurinn er 1.381 km að lengd. Það þyrfti
þrjátíu hringvegi til að ná hringinn í kringum jörðina,
alla 40.000 kílómetrana.
Dagsferð á Þyril
sumardaginn fyrsta.
Ferð í samvinnu við Ferðalang á
heimaslóð 2006. Brottför frá BSÍ kl. 10.30