Fréttablaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 6
6 19. apríl 2006 MIÐVIKUDAGUR VINNUMARKAÐUR Sáttafundur í kjaradeilu ófaglærðs starfsfólk á dvalar- og hjúkrunarheimilum var haldinn í gær. Á sáttafundinum var ákveðið að fara í samanburð á samningum ófaglærðra við Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu annars vegar og Reykjavíkurborg- ar hins vegar. „Það eru engin stórtíðindi af þessum fundi. Menn reyndu að átta sig á því hvernig þeir ættu að standa að þessum málum og hvaða tölur þyrfti að skoða,“ sagði Sigurð- ur Bessason, formaður Eflingar, eftir fundinn. „Það voru engar stór- ar ákvarðanir teknar en menn lýstu yfir vilja til að finna lausn á þessu máli.“ Ófaglærðir starfsmenn á hjúkr- unarheimilum lögðu niður störf í tvo daga í byrjun apríl til að undir- strika kröfur um launahækkanir til jafns við starfsfólk í sambærileg- um störfum hjá sveitarfélögum. Á næsta fundi sem hefur verið boðað- ur á föstudag verður reynt að bera saman laun í sams konar störfum. Rúmlega þúsund félagsmenn Eflingar starfa hjá fyrirtækjum í heilbrigðisþjónustu. Áður höfðu samninganefndirnar hist á óform- legum fundi fyrir páska. - ghs HEILBRIGÐISMÁL Landlæknis- embættið hefur nú til athugunar mögulega vaxandi tíðni sýkinga í hornhimnu augna af völdum til- tekins svepps, fusarium. Er það í framhaldi af fyrirspurn frá lækn- ingatækjadeild skrifstofu fram- kvæmdastjórnar Evrópubanda- lagsins þessa efnis. Talinn er möguleiki á að sveppa- sýkinguna megi rekja til notkunar á augnlinsuvökva frá fyrirtækinu Bausch and Lomb af tegundinni ReNu. Linsuvökvi þessi mun vera mikið seldur hér á landi. Hér á landi eru engin tilvik þekkt um hornhimnubólgu af völdum þessa svepps á undan- förnum vikum og mánuðum. Land- læknisembættið mun fylgjast áfram með málinu og grípa til frekari aðgerða ef nauðsyn kref- ur. - jss Landlæknisembættið: Sýking tengd linsuvökva FISKELDI Samherji hefur ákveðið að flytja þorskeldi sitt á Norðfirði yfir í Mjóafjörð. Fyrirtækið hyggst, á vegum Sæsilfurs, setja laxaseiði á ný í kvíar í firðinum á næsta ári. Jafnframt hefur Samherji ákveðið að byggja upp lúðu-, sandhverfu- og bleikjueldi í Öxarfirði og ætlar í því skyni að reisa þar 4.000 fer- metra nýbyggingu. Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja, segir afar mikil- vægt að fá staðfestingu á því að ríkisstjórnin ætli að beita sér fyrir því að stærstu fiskeldisfyrirtækin, sem háð eru raforku allan sólar- hringinn, njóti áfram þeirra raf- orkutaxta sem gilda í dag. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum fyrir páska að veita árlega 25 milljónum króna til kynbóta á eldisþorski. Þetta er talið afar mik- ilvægt og forsenda þess að gera þorskeldi arðbært í framtíðinni. Jafnframt samþykkti ríkis- stjórnin 10 milljóna króna stuðn- ing á ári næstu þrjú árin til mark- aðs- og sölustarfs fyrir eldisbleikju sem þykir jafnvel fýsilegri kostur í fiskeldi hér á landi en laxeldi. Rannsóknarfé til kynbóta og sölu- starfs í þágu fiskeldis verður úthlutað í gegn um AVS-sjóðinn sem miðar að því að auka verð- mæti sjávarfangs. „Fiskeldi er þekkingar- og tækniiðnaður. Sá peningur sem í þetta fer gagnast vísindasamfélag- inu og svo aftur okkur framleið- endum þannig að þetta er afar jákvætt,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson. Undir þetta tekur Guðbergur Rúnarsson hjá Lands- sambandi fiskeldisstöðva. „Þetta stappar stálinu í fiskeldismenn. Varðandi þorskeldi er þetta það sem menn hafa verið að bíða eftir í mörg ár, að fá góðan stuðning til nokkurra ára. Svo eru þarna fyrir- heit um að hemja raforkuverðið til stórra eldisfyrirtækja og það er ein af grunnforsendunum fyrir áfram- haldandi rekstri.“ „Þetta áréttar að við höfum mikla trú á framtíð þessarar atvinnugreinar, sem er enn á þró- unar- og rannsóknastigi. Því viljum við styðja rannsóknir og kynbæt- ur,“ segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sem kynnti aðgerðir ríkisstjórnarinnar í fisk- eldismálum í gær ásamt Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra, sem hét áframhaldandi stuðningi við kynbætur á bleikju á Hólum í Hjaltadal. johannh@frettabladid.is Ríkið styrkir fiskeldi um tugi milljóna Forsvarsmenn fiskeldis í landinu fagna stuðningi stjórnvalda við kynbætur og sölustarf í fiskeldi. Þeir telja að ákvarðanir um aukið fé til kynbóta geti ráðið úrslitum um þorskeldi í framtíðinni. Fiskeldi Sæsilfurs í Mjóafirði heldur velli. BLAÐAMANNAFUNDUR UM FISKELDI Forsvarsmenn þorskeldis fagna ákaft ákvörðun stjórnvalda um fjárstuðn- ing til kynbóta. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÞORSTEINN MÁR BALDVINSSON GUÐBERGUR RÚNARSSON Mannskæð lestarslys Hraðskreið lest lenti í árekstri við litla rútu í Jakarta höfuðborg Indónesíu í gær með þeim afleiðingum að átta farþegar rútunnar fórust. Að sögn yfirvalda hafði ökumað- ur rútunnar ekki sinnt stöðvunarskyldu við lestarteinana. Þetta var annað lestarslysið þar í landi á einni viku, en á laugardag fórust 13 manns og yfir 25 slösuðust þegar tvær lestir skullu saman á Jövu. Ferja sökk Ferja með sextíu manns innanborðs sökk í aftakaveðri undan ströndum Indónesíu í gærmorgun. Allir nema einn farþeganna komust lífs af, að sögn yfirvalda. Fólkinu var ýmist bjargað í björgunarbáta eða því tókst að synda til lands. INDÓNESÍA Fyrsti sáttafundur í kjaradeilu ófaglærðra á dvalar- og hjúkrunarheimilum: Samanburður á næsta fundi Á SAMNINGAFUNDINUM Ákveðið var að bera saman störf á næsta fundi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Slys í Mexíkó: 57 fórust þegar rúta ók út af BRETLAND Bretar reyna þessa dag- ana að átta sig á tveimur líkfund- um, og hvernig á því stendur að líkin hafi ekki fundist fyrr. Lík Joyce Vincent, 40 ára gam- allar konu sem bjó í London í hús- næði fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi, fannst í janúar á þessu ári, en lögregla telur líklegt að hún hafi látist af eðlilegum orsökum í desember árið 2003, því óopnaðar jólagjafir fundust við hlið líkamsleyfa konunnar. Kveikt var á sjónvarpinu og hitinn var enn á í íbúðinni, og sögðust nágrannar ekki hafa tekið eftir neinni óeðlilegri lykt en að oft sé vond lykt í húsinu vegna eitur- lyfjaneytenda sem stundum dvelja í því. Fjölskylda Vincent, þar með talið systur hennar, mættu í rétt- arrannsóknina í síðustu viku, en enginn hafði lýst eftir henni. Lögreglan í Cornwall lýsir nú eftir fólki sem þekkti Sally Shear- ing, konu á sextugsaldri, sem fannst nýverið í kjallara húss í Liskeard. Óvíst er hvenær Shear- ing lést, en síðast sást til hennar í janúar 2003. Shearing bjó í húsinu við hliðina á því sem hún fannst í en lögregla telur að lát hennar hafi átt sér eðlilegar orsakir. Húsið sem Shearing fannst í hefur staðið autt um langa hríð. - smk Lík tveggja kvenna finnast í Bretlandi: Látnar í tvö og þrjú ár BRETLAND Breska lögreglan rannsakar lát tveggja kvenna sem talið er að hafi látist árið 2003, en lík þeirra fundust nýverið. Málin eru ekki tengd.NORDICPHOTOS/AFP Hröð fjölgun könnuð Hröð fjölgun íbúa af erlendum uppruna í fellunum í Efra-Breiðholti og barna í Fellaskóla var tekin til umræðu í velferðarráði Reykja- víkurborgar fyrir páska. Ákveðið var að láta kanna málið og taka málið svo aftur fyrir á fundi ráðsins. REYKJAVÍKURBORG KJÖRKASSINN Fórstu á skíði um páskana? Já 8% Nei 92% SPURNING DAGSINS Í DAG Er rétt hjá ríkinu að styrkja fiskeldi? MEXÍKÓ, AP Fimmtíu og sjö fórust þegar ökumaður rútu missti stjórn á henni á þjóðvegi í Mexíkó á mánudag með þeim afleiðingum að rútan féll ofan í 200 metra djúpt gil. Slysið varð nærri Maltrata, í um 200 kílómetra fjarlægð frá Mex- íkóborg. Líklegt þykir að ökumað- urinn hafi ekið of hratt og að bíllinn hafi þarfnast viðgerðar. einnig voru farþegar of margir. Eingöngu þrír farþeganna lifðu slysið af og liggja þeir allir þungt haldnir á sjúkrahúsi. Líkin voru flutt í nálægan leikfimisal, og í gær mættu harmi slegnir aðstandendur þangað og reyndu að bera kennsl á ástvini sína. - smk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.