Fréttablaðið - 19.04.2006, Síða 6
6 19. apríl 2006 MIÐVIKUDAGUR
VINNUMARKAÐUR Sáttafundur í
kjaradeilu ófaglærðs starfsfólk á
dvalar- og hjúkrunarheimilum var
haldinn í gær. Á sáttafundinum var
ákveðið að fara í samanburð á
samningum ófaglærðra við Samtök
fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu
annars vegar og Reykjavíkurborg-
ar hins vegar.
„Það eru engin stórtíðindi af
þessum fundi. Menn reyndu að átta
sig á því hvernig þeir ættu að
standa að þessum málum og hvaða
tölur þyrfti að skoða,“ sagði Sigurð-
ur Bessason, formaður Eflingar,
eftir fundinn. „Það voru engar stór-
ar ákvarðanir teknar en menn lýstu
yfir vilja til að finna lausn á þessu
máli.“
Ófaglærðir starfsmenn á hjúkr-
unarheimilum lögðu niður störf í
tvo daga í byrjun apríl til að undir-
strika kröfur um launahækkanir til
jafns við starfsfólk í sambærileg-
um störfum hjá sveitarfélögum. Á
næsta fundi sem hefur verið boðað-
ur á föstudag verður reynt að bera
saman laun í sams konar störfum.
Rúmlega þúsund félagsmenn
Eflingar starfa hjá fyrirtækjum í
heilbrigðisþjónustu. Áður höfðu
samninganefndirnar hist á óform-
legum fundi fyrir páska. - ghs
HEILBRIGÐISMÁL Landlæknis-
embættið hefur nú til athugunar
mögulega vaxandi tíðni sýkinga í
hornhimnu augna af völdum til-
tekins svepps, fusarium. Er það í
framhaldi af fyrirspurn frá lækn-
ingatækjadeild skrifstofu fram-
kvæmdastjórnar Evrópubanda-
lagsins þessa efnis.
Talinn er möguleiki á að sveppa-
sýkinguna megi rekja til notkunar
á augnlinsuvökva frá fyrirtækinu
Bausch and Lomb af tegundinni
ReNu. Linsuvökvi þessi mun vera
mikið seldur hér á landi.
Hér á landi eru engin tilvik
þekkt um hornhimnubólgu af
völdum þessa svepps á undan-
förnum vikum og mánuðum. Land-
læknisembættið mun fylgjast
áfram með málinu og grípa til
frekari aðgerða ef nauðsyn kref-
ur. - jss
Landlæknisembættið:
Sýking tengd
linsuvökva
FISKELDI Samherji hefur ákveðið
að flytja þorskeldi sitt á Norðfirði
yfir í Mjóafjörð. Fyrirtækið hyggst,
á vegum Sæsilfurs, setja laxaseiði
á ný í kvíar í firðinum á næsta ári.
Jafnframt hefur Samherji ákveðið
að byggja upp lúðu-, sandhverfu-
og bleikjueldi í Öxarfirði og ætlar í
því skyni að reisa þar 4.000 fer-
metra nýbyggingu.
Þorsteinn Már Baldvinsson, for-
stjóri Samherja, segir afar mikil-
vægt að fá staðfestingu á því að
ríkisstjórnin ætli að beita sér fyrir
því að stærstu fiskeldisfyrirtækin,
sem háð eru raforku allan sólar-
hringinn, njóti áfram þeirra raf-
orkutaxta sem gilda í dag.
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi
sínum fyrir páska að veita árlega
25 milljónum króna til kynbóta á
eldisþorski. Þetta er talið afar mik-
ilvægt og forsenda þess að gera
þorskeldi arðbært í framtíðinni.
Jafnframt samþykkti ríkis-
stjórnin 10 milljóna króna stuðn-
ing á ári næstu þrjú árin til mark-
aðs- og sölustarfs fyrir eldisbleikju
sem þykir jafnvel fýsilegri kostur
í fiskeldi hér á landi en laxeldi.
Rannsóknarfé til kynbóta og sölu-
starfs í þágu fiskeldis verður
úthlutað í gegn um AVS-sjóðinn
sem miðar að því að auka verð-
mæti sjávarfangs.
„Fiskeldi er þekkingar- og
tækniiðnaður. Sá peningur sem í
þetta fer gagnast vísindasamfélag-
inu og svo aftur okkur framleið-
endum þannig að þetta er afar
jákvætt,“ segir Þorsteinn Már
Baldvinsson. Undir þetta tekur
Guðbergur Rúnarsson hjá Lands-
sambandi fiskeldisstöðva. „Þetta
stappar stálinu í fiskeldismenn.
Varðandi þorskeldi er þetta það
sem menn hafa verið að bíða eftir í
mörg ár, að fá góðan stuðning til
nokkurra ára. Svo eru þarna fyrir-
heit um að hemja raforkuverðið til
stórra eldisfyrirtækja og það er ein
af grunnforsendunum fyrir áfram-
haldandi rekstri.“
„Þetta áréttar að við höfum
mikla trú á framtíð þessarar
atvinnugreinar, sem er enn á þró-
unar- og rannsóknastigi. Því viljum
við styðja rannsóknir og kynbæt-
ur,“ segir Einar K. Guðfinnsson
sjávarútvegsráðherra sem kynnti
aðgerðir ríkisstjórnarinnar í fisk-
eldismálum í gær ásamt Guðna
Ágústssyni landbúnaðarráðherra,
sem hét áframhaldandi stuðningi
við kynbætur á bleikju á Hólum í
Hjaltadal. johannh@frettabladid.is
Ríkið styrkir fiskeldi
um tugi milljóna
Forsvarsmenn fiskeldis í landinu fagna stuðningi stjórnvalda við kynbætur og
sölustarf í fiskeldi. Þeir telja að ákvarðanir um aukið fé til kynbóta geti ráðið
úrslitum um þorskeldi í framtíðinni. Fiskeldi Sæsilfurs í Mjóafirði heldur velli.
BLAÐAMANNAFUNDUR UM FISKELDI
Forsvarsmenn þorskeldis fagna ákaft
ákvörðun stjórnvalda um fjárstuðn-
ing til kynbóta. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ÞORSTEINN MÁR
BALDVINSSON
GUÐBERGUR
RÚNARSSON
Mannskæð lestarslys Hraðskreið
lest lenti í árekstri við litla rútu í Jakarta
höfuðborg Indónesíu í gær með þeim
afleiðingum að átta farþegar rútunnar
fórust. Að sögn yfirvalda hafði ökumað-
ur rútunnar ekki sinnt stöðvunarskyldu
við lestarteinana. Þetta var annað
lestarslysið þar í landi á einni viku, en
á laugardag fórust 13 manns og yfir 25
slösuðust þegar tvær lestir skullu saman
á Jövu.
Ferja sökk Ferja með sextíu manns
innanborðs sökk í aftakaveðri undan
ströndum Indónesíu í gærmorgun. Allir
nema einn farþeganna komust lífs af, að
sögn yfirvalda. Fólkinu var ýmist bjargað
í björgunarbáta eða því tókst að synda
til lands.
INDÓNESÍA
Fyrsti sáttafundur í kjaradeilu ófaglærðra á dvalar- og hjúkrunarheimilum:
Samanburður á næsta fundi
Á SAMNINGAFUNDINUM Ákveðið var að bera saman störf á næsta fundi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Slys í Mexíkó:
57 fórust þegar
rúta ók út af
BRETLAND Bretar reyna þessa dag-
ana að átta sig á tveimur líkfund-
um, og hvernig á því stendur að
líkin hafi ekki fundist fyrr.
Lík Joyce Vincent, 40 ára gam-
allar konu sem bjó í London í hús-
næði fyrir konur sem beittar hafa
verið ofbeldi, fannst í janúar á
þessu ári, en lögregla telur líklegt
að hún hafi látist af eðlilegum
orsökum í desember árið 2003, því
óopnaðar jólagjafir fundust við
hlið líkamsleyfa konunnar. Kveikt
var á sjónvarpinu og hitinn var
enn á í íbúðinni, og sögðust
nágrannar ekki hafa tekið eftir
neinni óeðlilegri lykt en að oft sé
vond lykt í húsinu vegna eitur-
lyfjaneytenda sem stundum dvelja
í því. Fjölskylda Vincent, þar með
talið systur hennar, mættu í rétt-
arrannsóknina í síðustu viku, en
enginn hafði lýst eftir henni.
Lögreglan í Cornwall lýsir nú
eftir fólki sem þekkti Sally Shear-
ing, konu á sextugsaldri, sem
fannst nýverið í kjallara húss í
Liskeard. Óvíst er hvenær Shear-
ing lést, en síðast sást til hennar í
janúar 2003. Shearing bjó í húsinu
við hliðina á því sem hún fannst í
en lögregla telur að lát hennar hafi
átt sér eðlilegar orsakir. Húsið
sem Shearing fannst í hefur staðið
autt um langa hríð. - smk
Lík tveggja kvenna finnast í Bretlandi:
Látnar í tvö og þrjú ár
BRETLAND Breska lögreglan rannsakar lát
tveggja kvenna sem talið er að hafi látist
árið 2003, en lík þeirra fundust nýverið.
Málin eru ekki tengd.NORDICPHOTOS/AFP
Hröð fjölgun könnuð Hröð fjölgun
íbúa af erlendum uppruna í fellunum í
Efra-Breiðholti og barna í Fellaskóla var
tekin til umræðu í velferðarráði Reykja-
víkurborgar fyrir páska. Ákveðið var að
láta kanna málið og taka málið svo aftur
fyrir á fundi ráðsins.
REYKJAVÍKURBORG
KJÖRKASSINN
Fórstu á skíði um páskana?
Já 8%
Nei 92%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Er rétt hjá ríkinu að
styrkja fiskeldi?
MEXÍKÓ, AP Fimmtíu og sjö fórust
þegar ökumaður rútu missti stjórn
á henni á þjóðvegi í Mexíkó á
mánudag með þeim afleiðingum að
rútan féll ofan í 200 metra djúpt gil.
Slysið varð nærri Maltrata, í um
200 kílómetra fjarlægð frá Mex-
íkóborg. Líklegt þykir að ökumað-
urinn hafi ekið of hratt og að bíllinn
hafi þarfnast viðgerðar. einnig voru
farþegar of margir.
Eingöngu þrír farþeganna lifðu
slysið af og liggja þeir allir þungt
haldnir á sjúkrahúsi. Líkin voru
flutt í nálægan leikfimisal, og í gær
mættu harmi slegnir aðstandendur
þangað og reyndu að bera kennsl á
ástvini sína. - smk