Fréttablaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 50
 19. apríl 2006 MIÐVIKUDAGUR34 Jazzhátíð Garðabæjar verður nú haldin í fyrsta sinn með formlegum hætti og hefst með tónleikum að kvöldi sumardagsins fyrsta. Garðabær hefur fóstrað marga af þekktari djasstónlistarmönnum þjóðarinnar um lengri eða skemmri tíma og munu níu fornir og nýir Garðbæingar verða í forgrunni á hátíðinni, þar á meðal Björn Thor- oddsen, Haukur Gröndal, Óskar Guðjónsson og Sigurður Flosason. Sá síðastnefndi er núverandi bæj- arlistamaður Garðabæjar og einn af skipuleggjendum dagskrárinnar. „Þetta er fyrsta reglulega djasshá- tíðin í Garðabæ sem síðan verður vonandi vísir að árvissum við- burði,“ segir Sigurður en hann er sjálfur aðfluttur Garðbæingur. Hann segir að tónlistarlífið sé gott í bænum. „Hér er gróskumikið mannlíf og það koma margir góðir tónlistarmenn úr Garðabæ,“ útskýr- ir Sigurður og áréttar að hátíðin gangi nú út á að stefna þessu góða fólki saman hvort sem það er inn- fætt eða aðflutt. „Áherslan á hátíðinni er á nýja Garðbæinga og á fjölbreytta djass- tónlist. Djasstónlist hefur mjög breitt svið og það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Við erum til dæmis með mjög hefð- bundna og aðgengilega tónlist en líka ansi framsækna og fríska músík og allt þar á milli.“ Alls verða sex tónleikar haldnir, tvennir hvern dag og fara þeir allir fram í sal Tónlistarskólans í Garða- bæ í Kirkjulandi 11. Að kvöldi sum- ardagsins fyrsta ríður Kvartett Sigurðar Flosasonar á vaðið ásamt Kristjönu Stefánsdóttur söngkonu og fagnar útkomu nýs geisladisks, Hvar er tunglið?, en þar má finna frumsamin lög eftir Sigurð við texta Aðalsteins Ásbergs Sigurðs- sonar. Að þeim tónleikum loknum munu systkinin Ragnheiður og Haukur Gröndal flytja íslensk þjóðlög í nýjum útsetningum. Á föstudaginn verður dagur gít- arsins en kl. 20 hefjast sólótónleik- ar Hilmars Jenssonar þar sem hann leikur eigin tónsmíðar á kassagítar. Síðan munu þeir Björn Thoroddsen og Jón Rafnsson taka við og leika ásamt sveiflukóngi danska klarinettsins, Jörgen Svare. Dagskránni lýkur á laugardag með kokteil af slagverksspuna og leikhústónlist þar sem Matthías Hemstock og Pétur Grétarsson troða upp kl. 15.00 og flytja ófyrir- sjáanlega slagverks- og raftónlist- arblöndu en bræðurnir Óskar og Ómar Guðjónssynir fylgja þeim síðan eftir með þjóðlegri leikhús- tónlist úr leikritinu um Sölku Völku kl. 16.15. Forsala miða á dagskrána er í útibúi Glitnis í Garðabæ en almenn miðasala verður við inngang klukkustund fyrir tónleika. kristrun@frettabladid.is Hátíðardjass í Garðabæ KVARTETT SIGURÐAR FLOSASONAR OG KRISTJANA STEFÁNSDÓTTIR SÖNGKONA Útgáfutónleikar í Tjarnarsal Ráðhússins í kvöld og opnun Jazzhátíðar Garðabæjar á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/ GVA Menn eiga það til að leita langt yfir skammt því oft virðist grasið grænna í næstu sýslu eða nágranna- landi þegar kemur að skipulagi ferða og frítíma. Höfuðborgarstofa og Ferðamálasamtök höfuðborgar- svæðisins taka nú höndum saman í þriðja sinn og kynna ferðatengda þjónustu á höfuðborgarsvæðinu á sumardaginn fyrsta. Fjölmörg fyr- irtæki og stofnanir munu opna sínar dyr í tilefni dagsins og kynna þá afþreyingu sem í boði er í borginni og nágrenni hennar en dagskrárliðir eru ýmist ókeypis eða með veruleg- um afslætti. Á og við höfuðborgarsvæðið má til dæmis velja á milli þriggja stuttra kynnisferða með hópbílum og leiðsögn á íslensku út fyrir borg- ina en einnig verður boðið upp á skipulagðar gönguferðir, til dæmis Laugavegsgöngu hina skemmri úr þvottalaugunum og niður Laugaveg- inn í boði Ferðafélags Íslands, göngu á Hengilinn, álfagöngu og miðborg- argöngu. Í dagskrárliðunum „Á ferð og flugi“ og „Sigldur, ferðalangur“ er boðið upp á stutt útsýnisflug, hestaferðir, kajaksiglingu, sjóst- angaveiði og hvalaskoðun og mun hafnarsvæðið í miðborg Reykjavík- ur verða með líflegasta móti. Margt fleira er í boði og dag- skrána hægt að nálgast á www.fer- dalangur.is en henni verður að auki dreift í öll hús á höfuðborgarsvæð- inu í dag. - khh VIÐEYJARSIGLINGAR Á SUMARDAGINN FYRSTA Það er margt í boði innan borgar- markanna. Lítum okkur nær HVAÐ? HVENÆR? HVAR? APRÍL 16 17 18 19 20 21 22 Miðvikudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Kvartett Sigurðar Flosasonar heldur útgáfutónleika í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur ásamt Kristjönu Stefánsdóttur söngkonu.  20.00 Marilee Williams, Haukur Páll Haraldsson og Donald Wages flytja amerískar söngperlur í Salnum í Kópavogi. ■ ■ SKEMMTANIR  23.00 Upplyfting spilar á Kringlukránni. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.15 Guðmundur A. Guðmundsson , fuglafræðingur Náttúrufræðistofnun Íslands, flytur fræðsluerindi: „Margæsir á ferð og flugi“ á Hrafnaþingi Náttúrufræðistofnunar, í sal Möguleikhússins við Hlemmtorg í Reykjavík. ■ ■ FUNDIR  12.00 Opinn hádegisfundur Vísindafélags Íslendinga og Reykjavíkurborgar um fuglaflensu í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. ■ ■ DANSLIST  20.00 DANSleikhúsið sýnir Fallinn engil eftir Irmu Gunnarsdóttur og I’m FINE eftir Höllu Ólafsdóttur og Nödju Hjorton. Sýnt er í Borgarleikhúsinu. ■ ■ UPPÁKOMUR  21.00 Söngkonan Margrét Sigurðardóttir syngur og bregður á leik í margmiðlunarsýningunni The Big Cry í Kassanum við Lindargötu. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. SUMARGJAFIR FYRIR BÖRNIN 20% AFSLÁTTUR AF BARNASETTUM VERÐ: 5.520,- BARNASETT 4-7 ÁRA VERÐ ÁÐUR: 6.900,- HOLE IN ONE • BÆJARLIND 1-3 • SÍMI: 577 4040 • WWW.HOLEINONE.IS VERÐ: 7.120,- BARNASETT 7-10 ÁRA VERÐ ÁÐUR: 8.900,- VERÐ: 10.320,- BARNASETT 10-12 ÁRA VERÐ ÁÐUR: 12.900,- ka ld al jó s 20 06 10 - 18 10 - 16 12 - 16 Opnunartími: Mán - fös................... Laugardaga............... Sunnudaga................ [TÓNLIST] UMFJÖLLUN Það er alltaf hálfgert ævintýri að hlusta í fyrsta skipti á plötur The Flaming Lips. Þetta er svo vand- virk sveit að bara það að fá disk- inn sjálfan í hendurnar er spenn- andi. Svo, áður en maður setur sjálfan diskinn í, er það ágætis fimm mínútna veisla að lesa yfir lagaheitin. Hvaða sveit önnur kemst upp með það að kalla lögin sín My Cosmic Autumn Rebellion eða The Wizard turns on the giant silver flashlight and puts on his werewolf moccasins? Tónlistin er alveg í takt við þessi súru lagaheiti. Mig grunar að liðsmenn The Flaming Lips eigi sér lítið líf utan tónlistarinn- ar. Það kæmi mér ekkert á óvart ef þeir byggju allir saman í hljóð- verinu og litu ekki dagsins ljós fyrr en þeir hefðu klárað plötu. Þessi tók tvö ár í vinnslu og er framúrskarandi í útsetningum og vinnslu. The Flaming Lips er gædd þeim einstaka hæfileika að geta gefið hverju lagi líf fyrir sig. Það er að segja, nánast hvert ein- asta lag er í öðrum hljóðheimi en það sem á undan var. Þannig hljómar upphafslagið, The Yeah yeah yeah song, eins og The Boy least likely to á sýru og The Sound of failure minnir mig alltaf á und- arlegan hátt á Led Zeppelin lagið frábæra No quartet. Önnur lög eru nokkuð beint áframhald af síðustu plötu Flaming Lips, Yoshimi battles the pink robots. Nokkuð daðrað við fönk og elektróník hér og þar en alltaf ofan á þann rokkgrunn sem sveitin hefur. Lagasmíðar eru nokkuð svipaðar, undarlega lag- lausar laglínur ofan á nýstárleg- an hrærigraut hljóða frá annarri plánetu þar sem öllum reglum hefur verið hent út um gluggann. Textarnir eru svo kafli út af fyrir sig. Sérvitringurinn Wayne Coyne býður upp á heimsspeki- legar vangaveltur um eðli manns- ins, eins og í fyrsta útvarpsslag- aranum, eða heilabrot um tilvist guðs. Allt þetta með grípandi popptóna sveimandi undir. Hér og þar er svo minnst á dægur- hetjur á borð við Britney Spears, Gwen Stefandi eða Donald Trump. Textarnir eru reyndar líka góð lesning yfir róandi tebolla. The Flaming Lips hefur aldrei fengið þá virðingu meðal almenn- ings sem hún eiga skilið að fá. Ég leyfi mér að efast um að það séu margar jafnháþróaðar sveitir og þessi að æla út jafn mögnuðum plötum með nokkurra ára milli- bili. Ég er byrjaður að trúa því að liðsmenn The Flaming Lips séu ekki mennskir. Að minnsta kosti ekki lengur. Þetta hljómar stund- um of fullkomið. Vélmennin hafa tekið hetjur okkar yfir og stjórna núna ferðinni. Ég kvarta ekki, því þetta er eðalplata. Ef þetta væri fyrsta plata hljómsveitar, hefði sú sveit getað íhugað heimsyfir- ráð. Birgir Örn Steinarsson Geimóperan heldur áfram THE FLAMING LIPS: AT WAR WITH THE MYSTICS Niðurstaða: Enn önnur frábær plata frá The Flaming Lips. Þó þessir menn þrammi sinn stíg ekki varlega virðast þeir ekki getað misstigið sig. Álíka súr og síðasta plata með nokkrum popplögum á milli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.