Fréttablaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 19. apríl 2006 19 Blaðið birti úttekt sína í gær en í henni er stiklað á stóru á helstu atriðum efnahagsmála landsins. Talsvert hefur verið fjallað um stöðu mála í evrópskum fjölmiðl- um síðustu vikur og mánuði en minna borið á umfjöllun í vestur vegi. Blaðamanni New York Times lék forvitni á að vita hvernig efnahagsástandið í landinu end- urspeglaðist í eftirspurn eftir bílum en Askja er með umboð fyrir Mercedes Bens. Blaðakon- an leit því við á skrifstofu Skarp- héðins og spurði hann spjörunum úr. „Ég sagði henni að þetta óör- yggi sem nú ríkir hafi ekki veru- leg áhrif á söluna hjá okkur. Ég held að okkar viðskiptavinir hafi vel efni á kaupum sínum. Hins vegar lýsti ég því fyrir henni að það er ekki langt síðan flest réðist af því hvernig fiskaðist en það hefur heldur betur breyst.“ Á meðal heimildarmanna sem leitað var til eru Halla Tómasdótt- ir, framkvæmdastjóri Viðskipta- ráðs, Nicolas Bouzou, aðalhag- fræðingur Xerfi stofnunarinnar í París og Þórður Friðjónsson for- stjóri Kauphallar Íslands. Greinin er nokkuð ítarleg og segir frá því að hagkerfi landsins hafi þanist gríðarlega út á síðustu árum og nú séu uppi vangaveltur um að það hafi ofhitnað. „Ég get alltaf átt von á því að fá inn til mín forstjóra stærstu fyr- irtækja og ráðherra svo mér brá ekkert að fá til mín blaðamann frá New York Times,“ segir Skarp- héðinn. „Þetta var bara létt spjall hjá okkur,“ bætir hann við og við- urkennir að vissulega hafi þetta kitlað hégómagirndina. En þó virðist hann taka þessu af miklum gáska. „Ég spila körfubolta með nokkrum hagfræðingum og hátt- settum bankamönnum og nú get ég sagt þeim að ef þeir vilji ein- hver ráð þá geti þeir leitað til mín þar sem búið er að skipa mér á bekk með helstu efnahagssér- fræðingum þjóðarinnar. Svo hefur Kári bróðir minn sem er arkitekt lengi gortað sig af umfjöllun um teikningar sínar á Hótel Búðum í Times Magazine. Nú er ég búinn að skáka honum,“ segir hann og hlær við. jse@frettabladid.is Frá Gljúfrasteini að Gróttu Í tilefni sumardagsins fyrsta efnir Mann- ræktin Atorka til ferðar frá Gljúfrasteini í Mosfellssveit að Gróttu á Seltjarnarnesi á morgun. Þátttakendur geta hjólað, hlaupið eða farið á línuskautum, allt eftir því sem hentar hverjum og einum. Fólk getur ýmist farið alla leið, slegist í hópinn eða helst úr lestinni á miðri leið. Það er Gunnlaugur B. Ólafsson í mannræktinni Atorku sem stendur að ferðinni sem áætlað er að taki um fimm klukkustund- ir. Hefst hún við Gljúfrastein klukkan 10.30 og er stefnt að því að vera við Íþróttasvæðið við Varmá klukkan 11.30, við Korpu klukkan 12.30, í Elliðaárdal klukkan 13.30, í Nauthólsvík klukkan 14.30 og koma að Gróttu um 15.30. Opið verður í vitanum og fræðasetrinu og hægt að kaupa veitingar. Gunnlaugur starfrækir Atorku þar sem meðal annars fæst leiðsögn í rope-yoga. Hann segir tækjasali vissulega góða til síns brúks en best sé að njóta hreyfingar úti í náttúrunni. Hefur hann merkt fjölda gönguleiða á fellum, fjöllum og heiðum í nágrenni Mosfellsbæjar og stendur að auki fyrir nokkurra daga gönguferðum um hálendið að sumarlagi. Skarphéðinn Eiríksson, bílasali í Öskju, er meðal heimildarmanna í úttekt Bandaríska stórblaðsins New York Times á efna- hagsástandinu á Íslandi. Bílasali álitsgjafi New York Times SKARPHÉÐINN EIRÍKSSON Bílasalinn tekur því með glensi að vera á meðal heimildar- manna í grein New York Times um efnahagsástandið hér á landi. Þar er hann í hópi innlendra sem erlendra sérfræðinga á efnahagssviðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 3 22 79 04 /2 00 6 Jamis Capri 2.0 20”, 6-9 ára, ástell, 6 gíra Verð 19.990 kr. Jamis Capri 2.4 24”, 7-12 ára, álstell, 7 gíra Verð 22.990 kr. Jamis Fester 2.0 20”, 6-9 ára, álstell, 6 gíra Verð 19.990 kr. út í vorið 20% Hjólaðu afsláttur Verðlaunaframleiðandinn Jamis Þú færð hjólin frá bandaríska verðlaunaframleiðandanum Jamis aðeins í Útilíf. Ár eftir ár hefur Jamis fengið verðlaun fyrir hjól sín, m.a. sæmdarheitið besta hjólið, enda þykir Jamis sameina ótrúleg gæði og hagstætt verð. Það er hvergi slegið af gæðunum í Jamis barnahjólum. Öll hönnunin miðar að því að öryggi barnanna okkar sé sem mest. Stellin eru t.d. sérstaflega lág við sætið til að auðvelda barninu að ná tökum á hjólinu. Og svo spillir ekki fyrir hvað hjólin eru flott. af öllum barnahjólum og línuskautum á miðvikudag og sumardaginn fyrsta. Jamis Lady Bug 12”, 2-5 ára Verð 11.990 kr. Jamis Fester 2.4 24”, 8-12 ára, álstell, 21 gíra, framdempari Verð 22.990 kr. Jamis Hot Rod 12”, 2-5 ára Verð 11.990 kr. Jamis Miss Daisy 16”, 3-6 ára Verð 12.990 kr. Jamis Laiser 2.0 20”, 5-9 ára álstell, fótbremsa Verð 14.990 kr. Þátttakendur í páskavöku Húsa- víkurkirkju fengu ekki einasta andlega næringu þessa páskana heldur var líka gælt við bragð- lauka þeirra. Var fólki boðið að bragða lamba- kjöt frá Norðlenska að páskavök- unni lokinni og var almennt gerð- ur góður rómur að ketinu. Þekkt er að kirkjugestir gæði sé á veitingum eftir messur en sjaldgæft að lambakjöt sé á borð- um Boðið upp á kjöt í kirkjunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.