Fréttablaðið - 20.04.2006, Page 69

Fréttablaðið - 20.04.2006, Page 69
FIMMTUDAGUR 20. apríl 2006 53 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? APRÍL 17 18 19 20 21 22 23 Fimmtudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  17.00 Margrét Bóasdóttir söng- kona flytur 10 Biblíuljóð eftir tékk- neska tónskáldið Antonin Dvorák á dagskrá Kirkjulistahátíðar í Seltjarnarneskirkju ásamt Hrefnu Eggertsdóttur píanóleikara.  20.00 Graduale Nobili heldur tónleika í Langholtskirkju. Á efn- isskránni eru Maríuverk - íslensk og erlend. Stjórnandi er Jón Stefánsson.  20.00 Kvartett Sigurðar Flosasonar heldur útgáfutónleika ásamt Kristjönu Stefánsdóttur á Jazzhátíð í Garðabæ. Tónleikarnir verða haldnir í sal Tónlistarskóla Garðabæjar í Kirkjulundi 11.  21.00 Djasskvartettinn Skófílar spilar á Kaffi Kúltúr í Alþjóðahúsinu. Aðgangseyrir 1000 kr.  21.15 Ragnheiður og Haukur Gröndal leika íslensk þjóðlög í nýjum útsetningum á Jazzhátíð í Garðabæ. Tónleikarnir verða haldnir í sal Tónlistarskóla Garðabæjar í Kirkjulundi 11.  22.00 Hljómsveitin Fræ heldur sína fyrstu tónleika á skemmtistaðnum Sirkus við Klapparstíg. ■ ■ OPNANIR  Harpa Hrund Njálsdóttir opnar sýninguna Hvað er einn litningur á milli vina? og sýnir fallegar og skemmtilegar ljósmyndir af börnum með Downs-heilkenni á Veggnum á 1. hæð, framan við myndasal Þjóðminjasafnsins. ■ ■ SKEMMTANIR  Hammond-hátíð verður sett á Djúpavogi, fjölbreytt dagskrá alla helgina. ■ ■ SÍÐUSTU FORVÖÐ  15.00 Síðasta sýningarhelgi á verkum finnsku listakonunnar Elinu Bortherus, Þórs Vigfússonar og Rúríar í Gerðasafni. Leiðsögn verð- ur um sýninguna á sumardaginn fyrsta kl. 15 en sýningum lýkur á sunnudag. ■ ■ UPPÁKOMUR  14.00 Dagskrá í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesi. Dúó Stemma flytur nokkur lög, Berglind Gunnarsdóttir les eigin ljóð og Helga Pálína Brynjólfsdóttir sýnir silkisjöl.  15.00 Fjölskyldudagur í Minjasafninu á Akureyri. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla aldurshópa.  11.00 Sungið og leikið á Þjóðminjasafni Íslands. Opið hús verður allan daginn og fjölbreytt dag- skrá fyrir fjölskyldur, blöðrur og sum- argjafir. Opið frá 11-17 og aðgangur ókeypis. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. Sumarið er lögformlega komið og með síhækkandi sól rennur upp hláturtíð í Borgarleikhúsinu. Til stendur að kæta geð leikhúsgesta með ýmsum hætti en í næstu viku hefst dagskráin með pompi og prakt með sérstakri opnunarhátíð. Í tilefni þessa koma meðal annars gestir frá Leikfélagi Akureyrar og sýna gamanleikinn Fullkomið brúðkaup, farsinn Viltu finna milljón? verður frumsýndur og helstu grínarar landsins munu troða upp á Stóra sviðinu. Á opnunarhátíðinni verður opnuð skopmyndasýninga á verk- um Hugleiks og Sigmund og mun Ilmur Stefánsdóttir myndlistar- kona taka lagið með hljómsveit sinni og sýna ýmsa gjörninga/hluti sem fjöllistahópurinn CommonN- onsense hefur búið til. Allur ágóði af opnunarhátíðinni rennur síðan til Umhyggju - félags til stuðnings langveikum börnum. Leikarar úr Leikfélagi Reykja- víkur verða með óvænta uppákomu sem tengist gömlum áramóta- skaupum Sjónvarpsins og mun félagið einnig etja kappi við Leik- félag Akureyrar í keppninni um Bananabikarinn í leikhússport- keppni. Borgarleikhúsið mun líka standa fyrir sérstöku hláturnám- skeiði í umsjón Ástu Valdimars- dóttur í tengslum við hátíðina. Tenórinn, hin vinsæla sýning Guð- mundar Ólafssonar verður sýnd á ný á Litla sviðinu og leikritið Belg- íska Kongó eftir Braga Ólafsson verður sýnt á Nýja sviðinu en sýn- ingin er að ljúka sínu þriðja leik- ári fyrir fullu húsi. -khh Hýrna brár landans ÓVÆNTAR UPPÁKOMUR OG ENDURKOMUR Í BORGARLEIKHÚSINU Guðmundur Ólafs- son fer á kostum í Tenórnum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.