Fréttablaðið - 23.04.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.04.2006, Blaðsíða 6
6 23. apríl 2006 SUNNUDAGUR Innri friður – Innri styrkur Sjálfsefling – lífstíll til framtíðar Helgarnámskeið verða haldin í náttúruvænu og heimilislegu umhverfi að Fögruhlíð í Fljótshlíð. Helgar í boði: 12. - 14. maí, konur 9. - 11. júní, konur Leiðbeinandi er: Bergþóra Reynisdóttir, geðhjúkrunar- fræðingur MSc Helstu markmið eru að: • Byggja upp grunnundirstöðu í sjálfsþekkingu • Auka innri styrk • Efla samskiptahæfni • Kynnast mætti fyrirgefningar og kærleikans í samskiptum • Læra að leysa árekstra með lausnarmiðaðri sýn • Upplifa áhrifamátt kyrrðar og hugarróar • Kveðja ,,það liðna” með jákvæðu hugarfari • Læra að lifa ,,í Núinu” Eftirfylgd Þátttakendum er boðið upp á mánaðarlega fundi í Kópavogi, í þrjú skipti eftir námskeiðið. Styrkir V.R. ásamt fleiri stéttarfélögum, styrkir félagsmenn til þátttöku á námskeiðinu. „Ég hef farið á mörg sjálfstyrkingarnámskeið en þetta námskeið hefur tekið hvað best á því hvað maður sjálfur er mikilvægur í að skapa og hlúa að eigin vellíðan, bæði í einkalífi og í starfi.“ Lilja E Nánari upplýsingar á www.liljan.is og í síma 8636669. DANMÖRK. Hlutfall innflytjenda sem eru virkir á vinnumarkaði í Danmörku hefur aukist síðustu ár. Tæplega helmingur innflytj- enda, sem ekki er með vestræn- an bakgrunn, er nú á vinnumark- aðnum, en fyrir níu árum var hlutfallið þrjátíu og fjögur pró- sent. Ennþá er töluverður munur á atvinnuþátttöku Dana og þessa hóps innflytjenda því samkvæmt frétt Politiken í gær eru þrír af hverju fjórum Dönum með vinnu. Þar kemur líka fram að lítið atvinnuleysi í landinu skýri að hluta til aukninguna. ■ Innflytjendur í Danmörku: Fleiri taka þátt í atvinnulífi DANMÖRK Norskt flutningaskip sigldi í fyrradag fram á léttklædd- an mann á fleka á sjónum milli Noregs og Danmerkur. Í fyrstu vildi maðurinn ekki segja til nafns en við yfirheyrslu kom í ljós að hann er tæplega fimmtugur Suður- Afríkubúi. Haft er eftir skipstjóra skipsins sem fann manninn að hann hafi sagst hafa verið um borð í ensku skipi þegar hann var neyddur út á flekann. Maðurinn hefur ekki viljað staðfesta þá sögu við lögreglu og segist hafa verið á flekanum í fjóra daga. -ks Neyddur frá borði: Fannst einn á reki á fleka BRETLAND, AP Meðan kosningabar- áttan stóð yfir í Bretlandi á síðasta ári greiddi Verkamannaflokkur- inn jafnvirði um einnar milljónar króna fyrir hárgreiðslu á Cherie Blair, eiginkonu forsætisráðherr- ans. Frá þessu skýrði breska dag- blaðið The Times. „Og hvað með það?“ sagði tals- maður Verkamannaflokksins á föstudag, en vildi þó ekki stað- festa fréttina. „Frú Blair vann af frábærum krafti í kosningabarátt- unni. Hún er gífurlega vinsæl í flokknum, og ekki gleyma því að við sigruðum.“ - gb Breski Verkamannaflokkurinn: Hárgreiðslan kostaði stórfé ÁSAMT LJÚDMÍLU PÚTÍN Cherie Blair með forsætisráðherrafrú Rússlands í Moskvu- heimsókn árið 2003. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LUNDÚNIR, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti tjáði Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, rétt fyrir upphaf innrás- arinnar í Írak fyrir rúmum þremur árum, að hann ætti frek- ar að hætta við þátttöku Breta í innrásinni en að hætta á fall rík- isstjórnar sinnar. Þetta kemur í viðtali við Bandaríkjaforseta sem Lundúnablaðið Daily Telegr- aph birti í gær. George W. Bush sagðist hafa stungið upp á þessu í símatali við Tony Blair, er sá síðarnefndi stóð frammi fyrir því að fjöldi þingmanna Verkamannaflokks- ins setti sig upp á móti innrás kæmi ekki til ný ályktun örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna. „En þá sagði hann [Blair] við mig,“ hefur Daily Telegraph eftir Bush, „ég verð með, jafnvel þótt það kunni að kosta mig völd- in.“ Neðri deild breska þingsins studdi ákvörðun Blairs um að taka þátt í innrásinni. Mikill meirihluti bresks almennings var hins vegar á móti henni og málið skaðaði Blair verulega heima fyrir. Talsmenn Tony Blairs vildu að svo stöddu ekkert tjá sig um þessi ummæli Bandaríkjafor- seta í gær. - aa Bandaríkjaforseti tjáir sig um aðdraganda Íraksstríðsins: Ráðlagði Blair að hætta við BANDAMENNIRNIR BLAIR OG BUSH Blair kaus að sögn Bush að hætta frekar á að tapa völdum heima fyrir en hætta við þátttöku í innrásinni. NORDICPHOTOS/AFP Stéttarfélög. Efling-stéttarfélag mótmælir því að með frumvarpi til laga um atvinnuleysistryggingar, séu gerðar breytingarnar sem leiða til þess að sam- skipti stéttarfélaganna við atvinnulausa félagsmenn sína verði rofin. Efling skorar á Alþingi að koma í veg fyrir að þessi þáttur frumvarpsins nái fram að ganga. ATVINNULEYSI BANDARÍKIN, AP Fyrrverandi yfir- maður aðgerða bandarísku leyni- þjónustunnar CIA í Evrópu sakar ráðamenn í Hvíta húsinu um að hafa stungið undir stól upplýsing- um frá leyniþjónustunni um að engin gereyðingarvopn væru í Írak; strax haustið 2002 hafi verið ákveðið að ráðast inn í Írak. „Stefnan var mörkuð. Stríðið í Írak var í uppsiglingu og þeir [ráðamenn í Hvíta húsinu] voru að leita eftir leyniþjónustuupplýsing- um sem féllu að þeirri stefnu,“ segir Tyler Drumheller í frétta- skýringaþættinum 60 mínútur sem sendur verður út í kvöld. - aa Fyrrverandi CIA-maður: Vitneskju hag- rætt fyrir stríð SJÁVARÚTVEGUR Verð sem íslensk- ar verksmiðjur greiða fyrir grás- leppuhrogn er of lágt til að standa undir veiðunum. Þetta segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda sem gagnrýnir íslensku verk- smiðjurnar fyrir að greiða ekki heimsmarkaðsverð til sjómanna. „Við höfum hvatt okkar veiði- menn til að selja grásleppuhrogn- in fyrir ekki minna en fjörutíu og átta þúsund krónur á tunnuna. Þessar þrjár íslensku verksmiðj- ur, Vignir Jónsson, ORA og Fram Foods eru tilbúnar að borga frá 31 þúsund upp í fjörutíu þúsund fyrir tunnuna,“ segir Örn. Hann hefur áhyggjur af afleiðingum þess að sjómenn taki þessu lága verði sem þeim er boðið. „Hærra verð er forsenda fyrir því að hægt sé að stuðla að hærra heims- markaðsverði. Verðið sem íslensku verksmiðjurnar bjóða hefur líka leitt til þess að þátttaka í veiðum er í algjöru lágmarki.“ Hvatning til veiðimanna um að taka ekki boðum undir heims- markaðsverði hefur einnig komið frá Siglufirði þar sem söluaðili erlendis kaupir allt sem veiðist fyrir 525 evrur á tunnu. „Siglfirð- ingar eru fyrirmynd annarra veiðimanna hér á Íslandi,“ segir Örn. Forsvarsfólk íslensku verk- smiðjanna þriggja, Vignis Jóns- sonar á Akranesi, ORA og Fram Foods, vildu ekkert tjá sig um málið í gær. annat@frettabladid.is Íslenskar verksmiðjur gagnrýndar fyrir að greiða of lágt verð til sjómanna: Tap á grásleppuveiðum SMÁBÁTAR AÐ VEIÐUM Að sögn Arnar Pálssonar, framkvæmdastjóra Landssambands smá- bátaeigenda, borgar sig ekki fyrir veiðimenn að halda á grásleppuveiðar fyrir verðið sem íslenskar verksmiðjur bjóða þeim fyrir hrognin. FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁN ÍRAK, AP Jalal Talabani, forseti Íraks, fól í gær Jawad al-Maliki formlega að annast myndun nýrr- ar ríkisstjórnar. Írakska þingið kom í gær saman til að hleypa af stað nýju pólitísku sáttaferli, með það að markmiði að lægja öldurn- ar og græða sár í samskiptum ólíkra trúar- og þjóðernishópa í landinu. Með því að þingið kom loks saman og að fundið er forsætis- ráðherraefni sem allar helstu fylkingar geta stutt, er stórum áfanga náð eftir margra mánaða pattstöðu í stjórnarmyndunarum- leitunum og sívaxandi átök milli fylkinga sjía-múslima, súnní- araba og Kúrda sem jafnvel stefndu í að verða að hömlulausu borgarastríði. Al-Maliki hefur nú þrjátíu daga til að koma saman ríkisstjórn og fá hana samþykkta af þinginu. Þingið endurkaus Talabani for- seta, en hann er Kúrdi. Súnní- arabinn Mahmoud al-Mashhadani var kjörinn þingforseti. Varafor- setar verða sjíinn Khalid al-Attiy- ah og Kúrdinn Aref Tayfour. Fyrsta embættisverk Talaban- is eftir endurkjörið var að fela al- Maliki stjórnarmyndunarumboð- ið, en hann var tilnefndur af flokkabandalagi sjía-múslima eftir að Ibrahim al-Jaafari, frá- farandi forsætisráðherra, lét undan kröfum um að hann véki. Viðleitni al-Jaafaris til að verða áfram forsætisráðherra á hinu nýhafna kjörtímabili Íraksþings höfðu hleypt illu blóði í marga súnní-araba og Kúrda og valdið því að tilraunir til myndunar þjóð- stjórnar stóðu í stað síðustu mán- uði. Vonir eru bundnar við að þjóð- stjórn sjía, súnnía og Kúrda muni verða fær um að koma böndum á uppreisnina sem skæruliðar úr röðum súnnía eru virkastir í, og stilla til friðar í þeim átökum sjía og súnnía sem geisað hafa síðustu mánuði. Takist það vonast Banda- ríkjamenn til að geta kallað herlið sitt heim frá Írak. - aa SÁTTIR FORINGJAR Jalal Talabani, nýendurkjörinn Íraksforseti, og forsætisráðherraefnið Jawad al-Maliki heilsast á Íraksþingi í Bagdad í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Al-Maliki falið að mynda stjórn í Írak Íraksþing kom saman í gær og kaus í nokkrar helstu valdastöður, eftir að pattstaðan um myndun nýrrar ríkisstjórnar leystist í kjölfar ákvörðunar al-Jaafari fráfarandi forsætisráðherra að sækjast ekki eftir því að fara fyrir væntanlegri þjóðstjórn. KJÖRKASSI Ætlarðu að eyða sumarleyfinu í útlöndum? já 42,9 nei 57,1 Myndir þú kjósa þjóðernisflokk? Segðu þína skoðun á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.