Fréttablaðið - 23.04.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.04.2006, Blaðsíða 12
 23. apríl 2006 SUNNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Pétur Gunnarsson og Trausti Hafliðason. RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Vagnhöfða 23 - Sími 590 2000 Seltjarnarnesi KT verslun Akureyri Njarðarnesi S. 466 2111 Bestu dekkin í USA 8 ár í röð Tire Review Magazine Hágæða jeppadekk Fínt eða gróft munstur. Mikið úrval af stærðum. Gerið gæða og verðsamanburð Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5. Fimm ár eru ekki langur tími, allra síst í sögu dagblaðs. Engu að síður hefur ótrúlega mikið gerst á fyrstu fimm árunum í sögu Fréttablaðsins og líklega hefði enginn getað séð fyrir þá stöðu sem blaðið hefur í dag þegar fyrsta tölublað þess kom út fyrir fimm árum. Úrtöluraddir voru sterkar en við- tökur almennings við blaðinu þeim mun betri og vitanlega höfð- um við sem ráðin voru til starfa á þessu nýja blaði einnig fulla trú á að dagblað í ókeypis dreifingu gæti unnið sér sess á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Þrátt fyrir það grunaði áreiðan- lega engan að einungis þremur árum frá upphafi útgáfunnar yrði Fréttablaðið mest lesna dagblað landsins og að á fimm ára afmælinu hefði það fest sig í sessi með þeim hætti sem raun ber vitni. Í upphafi kom Fréttablaðið út fimm sinnum í viku og var 24 síður hvert tölublað. Nú kemur blaðið út alla daga vikunnar og raunar næstum hvern einasta dag ársins því útgáfuhlé í kring- um hátíðir eru í algeru lágmarki og útgefnar síður á dag eru frá 40 og fara upp fyrir 100 þegar allra mest lætur. Eins og heiti Fréttablaðsins gefur til kynna var frá upphafi lagt upp með að fréttir væru meginuppistaða í blaðinu. Frá þeirri stefnu hefur ekki verið horfið þótt hlutfall frétta hafi vissulega minnkað með aukinni stærð. Frá upphafi var einnig lagt upp með þá grunnhugsun að fréttir væru fréttir óháð því hvort fjallað er um atburði sem eiga sér stað hérlendis eða erlendis. Á þeim fimm árum sem útgáfa Fréttablaðsins spannar hefur ýmislegt breyst á íslenskum dagblaðamarkaði. Leiða má líkur að því að sumar þær breytingar séu tilkomnar vegna áhrifa frá Fréttablaðinu, beint eða óbeint. Á forsíðu Morgunblaðsins eru til dæmis nú birtar bæði fréttir af innlendum vettvangi og erlend- um í stað þess að áður voru þar eingöngu erlendar fréttir, og Morgunblaðið kemur nú út á mánudögum sem það gerði ekki áður. Velgengni Fréttablaðsins á vafalaust einnig þátt í því að fjórða íslenska dagblaðið, Blaðið, bættist við á síðasta ári, blað sem er í ókeypis dreifingu eins og Fréttablaðið. Á Fréttablaðinu hefur frá upphafi verið leitast við að birta sem gleggsta mynd af samfélaginu á hverjum tíma. Stundum hefur gustað um blaðið í samfélagsumræðunni enda ekki von á öðru þegar um er að ræða fjölmiðil sem þróast jafnhratt og Fréttablaðið. Fréttastefna blaðsins hefur þó frá upphafi verið hófsöm og í anda þess að blaðið er óboðinn gestur á heimilum landsmanna. Ekki verður þó annað sagt en að lesendur hafi tekið gestinum vel og fyrir það ber að þakka á þessum tímamótum. Segja má að Fréttablaðið hafi nú slitið barnsskónum. Það þýðir þó ekki að blaðið muni ekki halda áfram að mótast. Við sem að Fréttablaðinu stöndum viljum stöðugt leitast við að gera betur. Á sama hátt hljóta lesendur blaðsins að gera vaxandi kröfur til þess með auknum aldri þess og þroska. Það er og verður keppikefli ritstjórnar Fréttablaðsins að halda áfram að þróa blaðið og efla enn frekar samband okkar við lesendur og traust þeirra í okkar garð. ■ SJÓNARMIÐ STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR Í dag eru fimm ár liðin frá því að fyrsta tölublað Fréttablaðsins kom fyrir sjónir lesenda. 23. apríl 2001 „Frá upphafi var einnig lagt upp með þá grunn- hugsun að fréttir væru fréttir óháð því hvort fjallað er um atburði sem eiga sér stað hérlendis eða erlendis.“ Bensínverð og græningjar Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra sendi Jóni Bjarnasyni, þingmanni VG, pillu í umræðum um gjaldtöku ríkis- sjóðs af bensíni í þinginu á föstudag. Eins og fleiri stjórnarandstöðuþingmenn krafðist Jón þess að stjórnvöld drægju úr gjaldtöku af bensíni til þess að lækka verðið. Fjármálaráðherra svaraði Jóni og sagði að það væri líklega einsdæmi í heiminum að þingmaður græningja- flokks vildi lækka bensínverð og stuðla þannig að aukinni bílaumferð. Algeng- ara hefur verið að græningjar vilji hækka bensínverð til þess að draga úr bílaum- ferð og auka almenningssamgöngur. Kirkjan og kennitölurnar Þjóðkirkjumenn eru eðlilega í vörn gagnvart þeim sem gagnrýna skipun sóknar- prests í Reykjanesbæ í andstöðu við fjölmenna undirskriftar- söfnun. Kirkjunnar menn vilja ekki gera lítið úr því að séra Sigfús B. Ingvason, sá sem hafnað var, njóti mikils stuðnings enda sé hann hinn mætasti maður. Þeir draga hins vegar í efa að hlutur sóknarbarna í undirskriftarsöfnuninni sé jafnmikill og látið er að liggja. Söfnun- in fór fram á netinu og þátttakendur þurftu ekki að skrá kennitölu. Þeir sem verja skipun séra Skúla Ólafssonar segja að talsvert hafi verið um fólk búsett utan prestakallsins á listanum. Þjóðkirkjumenn segjast hins vegar vongóðir um að þessi mikli áhugi á undirskriftasöfnuninni skili sér í blómlegu kirkjustarfi á næstunni. Stóra sardínumálið Öllum að óvörum bárust þær fréttir til landsins í gær að Íslendingar eru orðnir aðilar að langvinnri alþjóðadeilu um það hvort Vestur-Sahara eigi að vera sjálfstæð eða hluti af Marokkó. Sjálfstæðishreyfingin Polisario hefur áratugum saman barist gegn yfirráðum Marokkóstjórnar og sakar nú Sjólastöð- ina og fleiri íslensk sjávarútvegsfyrirtæki um sjóræningjaveiðar á sardínu undan ströndum Vestur-Afríku. Marokkó- menn seldu Íslendingum sardínu kvótann en Polisario véfengir rétt Marokkómanna til að ráðstafa kvótanum og sakar íslensku útgerðina um arðrán á fátækri smáþjóð í svörtustu Afríku. petur@frettabladid.is Danski bankinn hefur birt nýja skýrslu um íslenskt efnahagslíf. Sem fyrr eru frændur okkar svart- sýnir á stöðu mála hér og spá öllu illu. Ekki er örgrannt um að það læðist að manni sú hugsun að í hverri hrakspá þeirra felist ósk um aðra verri. Það sem vakti mesta athygli mína í greiningu þeirra hjá danska banka voru hugleiðingar um vaxtastefnu Seðlabankans. Þeir láta að því liggja að stýrivextir þurfi að hækka gríðarlega umfram það sem nú er og það muni jafnvel ekki duga til að koma böndum á verðbólgu. Þessi skoðun vekur upp spurningar um áhrif stýrivaxta og vaxtastefnu Seðlabankans undanfarin ár. Of snemma af stað? Verðbólga undanfarin misseri á sér tvær meginuppsprettur. Annars vegar hækkun á húsnæði og hins vegar hækkun á olíuverði. Ef þessir tveir liðir eru teknir út úr verð- bólgumælingum þá hefur verð- bólgan hér lengstum verið innan þeirra marka sem Seðlabankanum er gert að halda henni. Af hverju skyldi þetta skipta máli? Vegna þess að það er algengt að seðlabankar eins og til dæmis sá bandaríski, sá evrópski og sá breski haldi húsnæð- inu fyrir utan verðbólgumæling- una. Rökin sem meðal annars Greenspan notaði eru þau að hús- næði telst til eigna og seðlabanki eigi ekki að láta slíkar verðbreyt- ingar hafa áhrif á vaxtastefnu sína. Hlutabréf eru annar flokkur eigna og hlutabréfavísitalan er ekki látin hafa áhrif á verðbólgumælingu. En ef hægt er að færa rök fyrir því að húsnæði eigi að mælast í verðbólgu þá eru rök fyrir því að hlutabréf eigi að gera það líka. Það eru vissu- lega rök fyrir því að mæla verð- bólgu með húsnæði, en það eru líka sterk rök fyrir því að gera það ekki. Það er því eðlilegt að spyrja hvort Seðlabankinn hafi farið of snemma af stað í vaxtahækkanir sínar og of hratt. Of hátt? Háir vextir þýða mikinn vaxtamun við Evrópu og Bandaríkin. Mikill vaxtamunur þýðir að öðru jöfnu mikið innflæði erlendra peninga vegna þess að hægt er að græða á því að breyta erlendum peningum í íslenskar krónur og stinga vaxta- mismuninum í vasann. Kosturinn við mikið innflæði af erlendum peningum er sá að við það styrkist krónan og þar með minnkar verð- bólguþrýstingur vegna ódýrari inn- flutnings. En gallinn er að neysla eykst, útflutningurinn tapar og erlend lántaka eykst. Síðast nefndi þátturinn er kannski mikilvægast- ur. Þar sem verðbólga án húsnæðis og olíu er lág er augljóst að fyrir- tæki geta illa ýtt hærri kostnaði út í verðlagið. Hærri fjármagnskostn- aður vegna hærri vaxta þvingar því fyrirtæki til mæta því með því að fjármagna sig í erlendri mynt. Þetta gildir jafnvel um fyrirtæki sem hafa allar tekjur sínar í íslensk- um krónum. Þetta getur sett hag- kerfið úr jafnvægi og um leið grafið undan stýrivöxtum sem stjórntæki. Spurningin er hvort Seðlabankinn hafi með því að hækka vextina svona mikið og svona snemma, valdið óeðlilegri spennu í hagkerf- inu. Hvernig hefðu vextirnir orðið ef íslenski bankinn hugsaði eins og sá bandaríski, evrópski og breski? Hagvöxtur lítill 2007 Spurningin sem Seðlabankinn stendur frammi fyrir er væntan- lega þessi: Hversu vel virka stýri- vextir bankans við þær aðstæður sem nú eru? Ef koma á í veg fyrir verðbólgu þá geta stýrivextirnir gert tvennt. Annars vegar geta þeir slegið á þenslu í hagkerfinu og hins vegar geta þeir dregið að erlent fjármagn og styrkt þannig gengið. Það tekur töluverðan tíma fyrir stýrivextina að hafa áhrif á efna- hagsstarfsemina, oft er talað um rúmlega 12 mánuði eða svo. Með öðrum orðum, stýrivöxtum í dag er ætlað að fást við ástand sem er fyrirsjáanlegt á næsta ári. Nú eru stýrivextir mjög háir. En spá um hagvöxt á næsta ári er ekki allt of góð. Spáð er að hann verði 2,6%. Það er því líklegt að Seðlabankinn sé að beita stýrivöxtunum fyrst og fremst til að hafa áhrif á gengið. En þá vaknar erfið spurning sem Seðlabankinn mun væntanlega svara á næstu mánuðum. Tryggja háir vextir að gengið hætti að síga? Virka stýrivextirnir rétt? Ef vextir verða svo háir að markað- urinn missir trúna á að hagkerfið standi undir þeim þá fara vextirnir að virka öfugt við það sem þeim er ætlað. Spákaupmenn sem vilja græða á vaxtamun gera sér grein fyrir því að ef hagkerfið missir styrk sinn þá veikist krónan. Mjög háir vextir veikja hagkerfið til lengdar og hagvöxtur er frekar lítill á næsta ári. Ef spákaupmenn hafa ekki trú á íslenska hagkerfinu þá skiptir ekki máli þótt vaxtamunur- inn vaxi og vaxi, þeir taka ekki áhættuna sem fylgir því að breyta erlendri mynt í íslenskar krónur. Fyrr eða síðar mun Seðlabankinn þurfa að lækka vexti aftur. Spurn- ingin er einungis hvenær það verð- ur skynsamlegra heldur en að halda áfram að hækka þá. Vandasamt verkefni Í DAG VEXTIR OG VERÐBÓLGA ILLUGI GUNNARSSON Það eru vissulega rök fyrir því að mæla verðbólgu með hús- næði, en það eru líka sterk rök fyrir því að gera það ekki. Það er því eðlilegt að spyrja hvort Seðlabankinn hafi farið of snemma af stað í vaxtahækk- anir sínar og of hratt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.