Fréttablaðið - 23.04.2006, Page 70

Fréttablaðið - 23.04.2006, Page 70
 23. apríl 2006 SUNNUDAGUR26 Eldri borgarar í Reykjavík Stjórnmálafundur Almennur fundur með forystumönnum framboðanna í Reykjavík verður haldinn á Hótel Sögu, Súlnasal föstudaginn 28. apríl kl. 14.00. Dagskrá fundarins: Á fundinum munu forustumenn stjórnmálaflokkanna sem fram bjóða í Reykjavík flytja framsöguerindi um stefnumál sinna flokka og svara síðan fyrirspurnum fundarmanna. Framsögumenn verða Björn Ingi Hrafnsson, Dagur B. Eggertsson, Ólafur F. Magnússon, Svandís Svavarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Eldri borgarar fjölmennið og verið virk í umræðunni um eigin málefni! Félag eldri borgara í Reykjavík N† VÖRU- OG fiJÓNUSTU- SKRÁ Á VISIR.IS/ALLT ... sem flig vantar til a› hefja n‡tt líf F í t o n / S Í A Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu fengið Fréttablaðið. En til vonar og vara skaltu klippa þetta símanúmer út og hringja í það ef Fréttablaðið kemur einhverntímann ekki. 550 5000 Ekkert blað? - mest lesið Markaðskóng- ar landsins vita ýmis- legt enda afskaplega menntaðir og vel að sér. Hugs- ið ykkur: þeir vita nákvæmlega hvað fólk vill sjá, heyra og hlusta á, því annars væru þeir líka aldrei að birta, sýna eða spila neitt af því sem við fáum að sjá, heyra og hlusta á hér á okkar ágæta landi. Þeir og þær eru mjög uppteknir/ar af því að hafa áhyggjur af hvað fólkið í úthverf- unum þolir. Að þeirra mati er fólk frá Breiðholti, Grafarvogi, Kópavogi og öðrum afkimum höfuðborgarinnar með einhvern sérstakan smekk sem þolir aðeins ákveðna hluti. Ég hef til dæmis komist að því á undanförnum árum hér á klakanum að „úthverf- in“ vilji aðeins sjá ólistrænar tískumyndir, kjaftasögur, slúður um frægt fólk, mikla litadýrð, hver á hvaða húsgagn, hver er með hverjum, hver líkist hverj- um og hver sé sætastur, kyn- þokkafyllstur eða best klæddur . Ég hef líka komist að því að úthverfin vilja ekki melankólsk- ar tískumyndir eftir framúr- stefnulega nýja hönnuði, daufa liti, fallega hönnun, umfjöllun um listir, viðtöl við fólk sem er ekki nógu frægt, óskiljanlega list eða gagnrýni. Of mikill jaðar fyrir jaðar stórborgarinnar Reykjavíkur. Ég hef heyrt ótal mörg dæmi um þetta úti um allan bæ. Fólki er sagt að „úthverfa- fólkið muni ekki skilja þetta“ og því sé ekki þess virði að koma þessu á framfæri. En ég spyr bara: hvers eiga úthverfin að gjalda? Hvaða veruleika á að fela fyrir þeim? Hver segir að Breið- hyltingar vilji eitt og ekki annað? Eða að hinir, á landsbyggðinni eða í miðbænum eða hverjir sem það nú eru, vilji ekki hitt. Úthverfafólk, ég vona að þið vitið af þessu. Markaðsgúrúarnir hafa ykkur alltaf efst í huga. Vona að þið njótið. STUÐ MILLI STRÍÐA Hvers eiga úthverfin að gjalda? ANNA MARGRÉT BJÖRNSSON VELTIR FYRIR SÉR BREIÐHYLTSKUM SMEKK ��������� ������������������ ����������� ��������� �������������������� ����������������� �������������� ��������������� ���� ��������� ������������ ���������� ��������� ������������ ������������ ������������ ������������� ���������� ������ ������������� ������������� ��������� ��� ��������������� ������������ ������� ����������������������������� ���������������������������� ��������� �������� ���� ����� ������������ ����������� ��������� ����� ���������

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.