Fréttablaðið - 23.04.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.04.2006, Blaðsíða 8
 23. apríl 2006 SUNNUDAGUR Navision Small Business er öflugur viðskiptahugbúnaður sem heldur utan um allar viðskipta- og fjárhagsupplýs- ingar fyrirtækisins og gefur þér skjótan aðgang að öllu sem þú þarft að vita til þess að hámarka framlegð og ná fram hagræðingu í rekstri. • Fjárhagsgrunnur • Fjárhagsbókhald • Viðskiptamenn • Sölureikningar • Lánardrottnar • Birgðir Maritech er eitt stærsta hugbúnaðarfyrirtæki landsins með skrifstofur í Kópavogi og á Akureyri. Hjá okkur starfar stór hópur vel menntaðra sérfræðinga sem notar upplýsingatæknina til þess að hjálpa þér að ná betri árangri. Maritech hefur þróað fjölda viðbóta við Navision viðskiptahugbúnaðinn sem eru lagaðar að þörfum íslenskra fyrirtækja. Einfalt og þægilegt viðmót Einföld uppsetning Íslenskar handbækur Staðlaðir bókhaldslyklar Miklir stækkunarmöguleikar Tenging við aðrar lausnir Fjöldi viðbótarlausna Microsoft samhæft Aðgangur að þjónustuborði Fjöldi námskeiða í boði Hringdu núna í síma 545-3200 Fjárfesting til framtíðar Þú þarft að þekkja eigin rekstur til að geta keppt við aðra Verð frá kr. 130.900* Öll verð eru án vsk. *Verð miðast við einn notanda Flokkur Innlausnartímabil Lokagjaldagi Innlausnarverð* 1995 1.fl. B 10 ár 2.5.2006 146.582kr. Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs Innlausnarverð er höfuðstóll og verðbætur.* Reykjavík, 22. apríl 2006 Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram hjá Lánasýslu ríkisins, Borgartúni 21, 2. hæð, hjá Seðlabanka Íslands, Kalkofnsvegi 1 Reykjavík, og bönkum og sparisjóðum um land allt. 1995 1.fl. B 10 ár 2.5.2006 73.291kr. 1995 1.fl. B 10 ár 2.5.2006 1.465.824kr. Árgreiðslumiði nafnverð 100.000 50.000 1.000.000 kr. kr. kr. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI INNFLYTJENDAMÁL Stjórnmálamenn telja að litla hættu á að þjóðernis- sinnaður stjórnmálaflokkur fái hljómgrunn meðal þjóðarinnar. Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, ótt- ast ekki gettómyndun og telur að það sé enginn grundvöllur fyrir stjórnmálaflokk. Hún segir að málefni innflytjenda séu alltaf til umræðu og stefnumótunar gæti á ýmsum stöðum í löggjöfinni. „Ég veit ekki hvað menn eiga við þegar þeir tala um stefnuleysi í innflytjendamálum. Ég veit ekki hvort það er hægt segja að það sé stefnuleysi þegar menn móta ýmis mál í löggjöfinni þó að það sé ekki með stórum og digrum yfirlýsing- um. Þetta eru almennar yfirlýs- ingar um að við viljum taka vel á móti því fólki sem vill búa með okkur.“ „Það eru gagnkvæmir hags- munir í því að fólk fái fræðslu og geti talað tungumálið og það er ákveðin hætta á gettóum og ein- angrun ef fólk flytur hingað og fær ekki fræðslu um tungumálið, menningu og samfélagið. Ég held að menn þurfi að taka þetta mál upp og gera það án fordóma og án þess að vera stimplaðir „rasistar“. Mér hefur stundum fundist keim- ur af því,“ sagði Magnús Stefáns- son, formaður þingflokks Fram- sóknarflokksins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur ekki óeðlilegt að fólk leiti saman sem eigi sameiginlegt þjóð- erni og menningu. Ekkert slæmt þurfi að vera við það ef fólkið ein- angrast ekki. „Það þarf líka gæta að því að hlutfall nýbúabarna í skólum og leikskólum fari ekki yfir ákveðið mark og að það sé sæmilega góð blöndun í skólum og leikskólum.“ Steingrímur J. Sigfússon, for- maður vinstri-grænna, telur Íslendinga þurfa á öllu öðru að halda en að stofna sérstakan stjórnmálaflokk til að ala á andúð og óvild í garð útlendinga. „Það væri sorgardagur á Íslandi ef slíkt gerðist,“ segir hann. „Á Íslandi eiga innflytjenda- vandamál sér ekki nokkra hlið- stæðu við það sem má sjá í Noregi. Ég sé ekki að þetta sé neitt vanda- mál hér. Útlendingar standa sig vel hérna og hafa komið með margt gott inn í íslenskt samfélag. Ég sé enga þörf fyrir að stofna sérstakt framboð erlendra ríkis- borgara,“ segir Magnús Þór Haf- steinsson, formaður þingflokks frjálslyndra. ghs@frettabladid.is Lítil hætta á rasistaflokki Fulltrúar stjórnmálaflokkanna telja innflytjenda- mál í ágætum farvegi hér á landi og óttast ekki að þjóðernissinnaður stjórnmálaflokkur fái stuðning. STEFNUMÓTUN Í INNFLYTJENDAMÁLUM Stjórnmálamennirnir taka lítt undir það að stefnu- mótun vanti í innflytjendamálum. Hennar gæti víða, til dæmis í löggjöfinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BRETLAND Óánægja með ráðandi stjórnmálaflokka hefur valdið því að allt að fjórðungur breskra kjós- enda íhugar að kjósa Breska þjóð- ernisflokkinn, BNP, en eitt aðal- baráttumál þessa jaðarflokks á hægri vængnum er að stöðva straum innflytjenda til Bretlands. Þessar eru niðurstöður rannsóknar sem gerð var á vegum Joseph Rowntree Charitable Trust, stofn- unar sem veitir fé til ýmissa verk- efna í félagsmálum í Bretlandi. Í rannsóknarskýrslunni er greint frá því að allt að 25 prósent breskra kjósenda segi það koma til greina fyrir sig að kjósa BNP. Fréttavefur breska ríkisút- varpsins BBC hefur eftir tals- manni BNP að niðurstöður skýrsl- unnar endurspegluðu „spennu“ í röðum kjósenda vegna fjölmenn- ingarsamfélagsins svonefnda. En Andy Burnham, talsmaður breska innanríkisráðuneytisins, sagðist telja stuðninginn við BNP mjög bundinn við einstök kjör- dæmi, og hann væri að sínu viti að miklu leyti óánægjufylgi. En skýrslan endurómar þann ótta sem atvinnumálaráðherrann Margaret Hodge hefur lýst af því að allmargir kjósendur kynnu að freistast til að kjósa BNP í sveitar- stjórnarkosningum sem fram fara í Englandi í maí. - aa Fjórðungur Breta íhugar að kjósa þjóðernisflokk: Óánægja með flokka ÓÁNÆGJUFYLGI Nick Griffin, leiðtogi BNP, flokks breskra þjóðernissinna. Eins og fram kemur í frétt hér á síðunni getur fjórðungur breskra kjósenda hugsað sér að styðja flokk hans. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.