Fréttablaðið - 23.04.2006, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 23.04.2006, Blaðsíða 80
Rodney Odrick hét bandarískur leikmaður sem hóf keppnis-tímabilið 1998 með Njarðvík- ingum. Odrick þessi stóð sig nokkuð vel í fyrstu tveimur leikjum tíma- bilsins, var með tæp 20 stig og 11 stoðsendingar að meðaltali í leik, en hörmulegt bílslys sem fjölskylda hans í Bandaríkjunum lenti í þar ytra varð til þess að Odrick fékk sig leyst- an undir samningi hjá Njarðvík. Nú varð að hafa hraðar hendur. Njarðvík átti, eins og ævinlega er á þessum tíma, í hatrammri samkeppni við granna sína í Keflavík, og því nauðsynlegt að hafa góðan erlendan leikmann í liðinu. Friðrik Ingi Rún- arsson var þjálfari Njarðvíkur á þessum tíma. „Við þurftum að fá nýjan Kana sem fyrst og mér barst í hendurnar svokölluð „highlight“-spóla af Brent- on frá þeim tíma sem hann var í háskólaboltanum í Bandaríkjunum og í Finnlandi. Þarna var um að ræða hávaxinn bakvörð sem hafði allan pakkann – frábær skytta, fór vel með boltann og spilaði góða vörn. Við ákváðum að fá hann til okkar, þó að reynslan sanni að svona myndbönd geti verið blekkjandi. En það er skemmst frá því að segja að Brenton féll inn í þetta samfélag hjá okkur í Njarðvík um leið,“ segir Friðrik Ingi þegar hann rifjar upp komu Brent- ons. Frábær fyrirmynd Sjálfur man Brenton þetta eins og það hafi gerst í gær. „Ég var á mála hjá félagi á Kýpur þetta haust en hlutirnir virtust ekki ætla að ganga upp svo að ég bað um að fá að fara. Ég var búinn að búa hjá þáverandi unnustu minni í um mánuð þegar umboðsmað- urinn minn hringdi og sagðist vera búinn að finna lið fyrir mig á Íslandi. Ég stökk inn í næstu vél og fór frá Ítalíu til New York, pakkaði hlýjum fötum niður í ferðatösku og hélt til Íslands. Ég var í flugvél í tæpa 20 tíma og kom til Íslands kvöldið eftir að símtalið barst.“ Flestir körfuboltaspekingar eru sam- mála um að Brenton sé einhver albesti erlendi leikmaður sem komið hefur hingað til lands. Friðrik Ingi lýsir Brenton sem „algjörum öðlingi“ og segir hann vera frábæran fulltrúa körfuboltans . „Menn tala gjarnan um BRENTON SVÍFUR VÆNGJUM ÞÖNDUM Í október verða liðin átta ár síðan körfuboltamaðurinn Brenton Joe Birmingham kom fyrst til Íslands. Hugmyndin var að spila körfubolta með Njarðvík, sem og hann gerir enn, en Brenton varð svo hugfanginn af landi og þjóð að nú getur hann hvergi annars staðar hugsað sér að vera. Vignir Guðjónsson ræddi við Brenton um körfuboltann og íslenska fjölskyldulífið. BRENTON BIR- MINGHAM: Hefur spilað með Njarðvík allan sinn feril á Íslandi fyrir utan eitt tímabil þar sem hann var í her- búðum Grindavíkur. Það ár varð Brenton bikarmeistari með þeim gulklæddu og hafnaði í 2. sæti í Íslandsmótinu. SUNNUDAGSVIÐTALIÐ BRENTON BIRMINGHAM FÓTBOLTI Tottenham og Arsenal gerðu 1-1 jafntefli á Highbury í gær í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Robbie Keane kom Tottenham yfir í líflegum leik liðanna sem hafði allt til alls til að vera frábær knattspyrnu- leikur. Thierry Henry, sem byrj- aði óvænt á varamannabekknum, jafnaði metin á lokamínútum leiksins og þar við sat en Edgar Davids var vikið af velli undir lokin. Arsene Wenger, stjóri Arsen- al, var ekki sáttur við markið sem Tottenham skoraði en þeir hvítklæddu héldu áfram leik þrátt fyrir að Emmanuel Eboue lægi óvígur á vellinum. Wenger varð æfur og lét öllum illum látum á hliðarlínunni og hellti sér yfir Martin Jol, kollega sinn hjá Tottenham, og varamennina á bekknum. „Að mínu mati er hrein skömm að þessu. Michael Carrick hikaði þegar hann sá hvað var í gangi, hann sá vel að tveir leikmenn höfðu rekist saman og lágu eftir á vellinum. Hann hefði getað sent boltann út af. Hafi þeir sem voru á varamannabekk Tottenham virkilega ekki séð þetta, eða þá að þeir séu að ljúga til um það, þá eru það mér mikil vonbrigði,“ sagði Wenger. Tottenham eru því með fjög- urra stiga forystu á Arsenal og á tvo leiki eftir en Arsenal á þrjá leiki eftir. - hþh Robbie Keane og Thierry Henry skoruðu sitt markið hvor í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni: Jafntefli í stórorrustunni um Lundúnaborg BARÁTTA UM BOLTANN Robbie Keane sleppur framhjá Robert Pires í leiknum í gær. Keane skoraði mark Tottenham í leiknum. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Rafael Benítez, knatt- spyrnustjóri Liverpool, var í skýj- unum yfir sigri sinna manna á Chelsea í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar. John Arne Riise kom Liverpool á bragðið með marki úr aukaspyrnu á 21. mínútu en veggur Chelsea opnaðist upp á gátt og Norðmaðurinn læddi bolt- anum framhjá Carlo Cudicini. Luis Garcia skoraði glæsilegt mark snemma í síðari hálfleik þegar hann setti boltann skemmti- lega í markvinkilinn utan víta- teigs og stuðningsmenn Liverpool á Old Trafford, sem voru í meiri- hluta á heimavelli Manchester United, ærðust úr fögnuði. Didier Drogba minnkaði muninn fyrir Chelsea eftir mistök hjá Riise og Jose Reina markmanni Liverpool og bæði lið hefðu getað skorað fleiri mörk. Joe Cole brenndi af úr sannkölluðu dauðafæri á mark- teig Liverpool á 94. mínútu en hann þrumaði boltanum yfir markið og trúði vart sínum eigin augum. Skömmu síðar var flautað til leiksloka og 2-1 sigur Liverpool var í höfn. „Ég verð að hrósa leikmönnum mínum en fyrst og fremst tel ég að stuðningur áhorfenda hafi veitt okkur innblástur til sigurs gegn Chelsea í leiknum. Þessir stuðn- ingsmenn eru þeir bestu í heimi og voru stórfenglegir allan leik- inn,“ sagði vígreifur Benítez eftir leikinn. „Mér fannst við eiga skilið að sigra. Við vorum betri í fyrri hálf- leiknum og í raun fyrsta klukku- tímann. Sóknarlotur þeirra dundu síðan á okkur, það var eitthvað sem við bjuggumst við þar sem þeir eru með frábært lið. Það var svekkjandi að fá á okkur mark en það gerði verkefnið enn erfiðara fyrir vikið. Jamie Carragher öskr- aði okkur áfram og við náðum að hanga á sigrinum áður en allt varð vitlaust,“ sagði Steven Gerrard fyrirliði Liverpool glaðbeittur eftir leikinn. hjalti@frettabladid.is Sigurinn var fyrir stuðningsmennina Liverpool er komið í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar eftir frækinn 2-1 sigur á Chelsea á Old Trafford í gær. Liverpool mætir Middlesbrough eða West Ham í úrslitaleiknum á Þúsaldarvellinum í Cardiff 13. maí. FYRSTA MARKIÐ John Arne Riise skorar hér fyrsta markið í gær. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES GRÍÐARLEGUR FÖGNUÐUR Stuðningsmenn Liverpool höfðu ríka ástæðu til að fagna í leikslok eftir sigur gegn Chelsea. NORDICPHOTOS/AFP Enska úrvalsdeildin: ARSENAL-TOTTENHAM 1-1 0-1 Robbie Keane (65.), 1-1 Thierry Henry (83.) BOLTON-CHARLTON 4-1 1-0 Rocardo Vaz Te (13.), 2-0 Kevin Davies (20.), 3-0 Jared Borgetti (30.), 3-1 Darren Bent (víti 73.), 4-1 Kevin Davies (88.) NEWCASTLE-WEST BROM 3-0 1-0 Nolberto Solano (29.), 2-0 Shola Ameobi (víti 39.), 3-0 Shola Ameobi (90.) PORTSMOUTH-SUNDERLAND 2-1 0-1 Tommy Miller (69.), 1-1 Svetoslav Todorov (72.), 2-1 Matthew Taylor (víti 87.) EVERTON-BIRMINGHAM 0-0 STAÐAN Í DEILDINNI: 1. CHELSEA 35 28 4 3 69:20 88 2. MAN.UTD. 35 24 7 4 68:31 79 3. LIVERPOOL 35 22 7 6 49:22 73 4. TOTTENHAM 36 17 11 8 51:36 62 5. ARSENAL 35 17 7 11 58:28 58 6. NEWCASTLE 36 16 6 14 46:42 54 7. BLACKBURN 35 16 6 13 46:42 54 8. BOLTON 35 14 10 11 47:39 52 9. WIGAN 35 15 6 14 42:45 51 10. WEST HAM 35 14 7 14 48:52 49 11. CHARLTON 36 13 8 15 41:49 47 12. EVERTON 36 13 7 16 31:47 46 13. BORO 34 12 7 15 47:55 43 14. MAN.CITY 34 12 4 18 40:41 40 15. ASTON VILLA 35 9 12 14 39:50 39 16. FULHAM 34 11 6 17 43:55 39 17. PORTSMOUTH 36 9 8 19 34:58 35 18. BIRMINGHAM 36 8 9 19 28:49 33 19. W.B.A. 36 7 8 21 29:55 29 20. SUNDERLAND 35 2 6 27 23:63 12 Markahæstu leikmenn: THIERRY HENRY, ARSENAL 23 RUUD VAN NISTLEROOY, MAN UTD 21 DARREN BENT, CHARLTON 18 ROBBIE KEANE, TOTTENHAM 16 FRANK LAMPARD, CHELSEA 16 WAYNE ROONEY, MAN UTD 16 MARLON HAREWOOD, WEST HAM 14 CRAIG BELLAMY, BLACKBURN 13 AIYEGEBENY YAKUBU, BORO 13 DIDIER DROGBA, CHELSEA 12 HENRY CAMARA, WIGAN 11 Enska 1. deildin CARDIFF-NORWICH 0-1 CRYSTAL PALACE-SOUTHAMPTON 2-1 HULL-PRESTON 1-1 IPSWICH-DERBY 2-0 LEEDS-CREWE 1-0 LECEISTER-PLYMOUTH 1-0 LUTON-SHEFFIELD UNITED 1-1 MILLWALL-BURNLEY 1-0 QPR-WATFORD 1-2 SHEFFIELD WED.-READING 1-1 STOKE-COVENTRY 0-1 WOLVES-BRIGTON 1-0 ÚRSLIT GÆRDAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.