Fréttablaðið - 23.04.2006, Blaðsíða 88
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
BEINN SÍMI Á SÖLUMENN : 530-2906 • 530-2907 • 530-2908
Iceland Express, Grímsbæ, Efstalandi 26, Sími 5 500 600
Fullorðinsverð frá:7.995 kr.
*Aðra leið með sköttum.
www.icelandexpress.is
VETURINN ER KOMINN!
Vetraráætlun Iceland Express er komin í sölu.
Flugáætlun Iceland Express fyrir næsta vetur er komin í sölu. Eðli málsins samkvæmt eru
ódýrustu sætin seld fyrst og því ráðlegt að bóka strax. Tryggðu þér lægsta fargjald til London,
Kaupmannahafnar, Frankfurt Hahn, Berlínar og Alicante næsta vetur.
Fyrstir koma, fyrstir fá! Bókaðu á www.icelandexpress.is
London, KaupmannahöfnFrankfurt Hahn, Berlín ogAlicante
VETRARÁÆTLUNIceland ExpressGildir frá 16. sept. 2006.
Áfangastaðir:
**Aðra leið með sköttum. Gildir fyrir börn 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum
27.-30. apríl
Á NASA við Austurvöll.
www.riteofspring.is
Í gær stóð ég í bókabúð á Lauga-vegi, með þúsund króna ávísun í
annarri hendinni og svitastokkið
enni og mig sundlaði. Málið er þetta:
Eins og aðrir fékk ég glaðning inn
um bréfalúguna í vikunni – þúsund
króna Þjóðargjöf frá forleggjurum,
bóksölum og Glitni. Ég varð vita-
skuld hæstánægður, því bækur eru
bestu gjafir sem hægt er að hugsa
sér (nema auðvitað ef maður þarf á
nýju líffæri eða einhverju svoleiðis
að halda).
ÉG ætlaði að verja lunganum af
gærdeginum í að velja réttu bókina
sem ég myndi lesa frá upphafi til
enda í dag, sem er jú Dagur bókar-
innar. Það er freistandi að trúa því að
sérstök kynngi hvíli á 23. apríl því
varla er það tilviljun að Shakespeare,
Cervantes, Gogol og Laxness – nokk-
ur af mestu skáldum heimsbók-
menntanna – hafi allir fæðst á þess-
um degi. Og gott ef sterkasti maður
heims, Magnús Ver Magnússon, á
ekki líka afmæli í dag. Ég verð
reyndar að játa að upphafning mín á
þessum tiltekna punkti dagatalsins
er ekki hlutlaus, því sjálfur fæddist
ég á þessum degi. Mér hefur meira
að segja verið lýst sem blöndu af
Kiljan og Magnúsi Ver; að ég hefði
skáldagáfu Magnúsar og vöðva-
massa hins.
ÞEGAR ég kom loksins í bókabúð-
ina dundi hins vegar ógæfan yfir;
úrvalið var yfirþyrmandi og valkvíði
á hæsta stigi tók af mér öll völd. Þá,
eins og fyrir guðlega forsjón, gekk
margverðlaunaður og ástsæll rithöf-
undur inn í búðina. Hann stakk hönd-
inni í innanávasa mógræna flauels-
jakkans sem hann var í og dró fram
Glitnisávísunina sína og var greini-
lega í sömu erindagjörðum og ég.
Þar sem höfundur þessi er rómaður
fyrir smekkvísi, fágun og greind
taldi ég það óbrigðult að fylgja
honum eftir og kaupa einfaldlega
sömu bók og hann. Ég veitti honum
eftirför í þrjú kortér. Lengst af stóð-
um við gegnt hvor öðrum og flettum
myndskreyttri útgáfu af DaVinci
lyklinum. Þegar hann áttaði sig á að
ég var að fylgjast með honum, varð
hann flóttalegur á svip og hraðaði
sér að nálægri hillu og fór að grufla í
ljóðabókum á tungum sem ég ekki
skil.
ÞAR fór það. Ég vafraði þarna um í
klukkustund í viðbót, en allt kom
fyrir ekki. Starfsfólkinu var greini-
lega hætt að standa á sama og þegar
afgreiðslukona spurði mig varfærn-
islega: „Ertu bara einn hérna, vinur?“
var mér nóg boðið. Ég gekk sneyptur
út og niðurlægður og bölvaði ávísun-
inni í hljóði. Sem ég gekk niður að
Lækjargötu blasti við útibú Glitnis
og mér varð hugsað til Bjarna
Ármannssonar. Ætli hann myndi
leyfa mér að nota ávísunina til þess
að borga inn á yfirdráttinn?
Allt þetta blek
�����������������������
����������