Fréttablaðið - 23.04.2006, Blaðsíða 83

Fréttablaðið - 23.04.2006, Blaðsíða 83
SUNNUDAGUR 23. apríl 2006 Skemmtilega dótabúðin Verið velkomin í stóran og rúmgóðan sýningarsal Gísla Jónssonar að Kletthálsi 13. Þar geturðu á einum stað skoðað hjólhýsi, tjaldvagna, fellihýsi, pallhús, báta, utanborðsmótora og margt, margt fleira. Við bjóðum aðeins upp á heimsþekkt vörumerki og gerum engar málamiðlanir í þeim efnum! Velkomin í skemmtilegustu dótabúð landsins! Dethleffs hjólhýsi. Skoðaðu hvern krók og kima – þá koma yfirburðirnir í ljós. Kletthálsi 13 // s. 587 6644 // www.gisli.is Camp-let Savanne Léttur og sterkur, fallegt nýtt fortjald, auðveldur í tjöldun, 13" dekk og margt fleira. Savanne er nýr og spennandi kostur. Starcraft RT fellihýsin, góð fyrir jeppann og betri fyrir fjölskylduna. Þú ferð lengra með Starcraft RT „off-road“ fellihýsið. Isabella fortjöld Fortjöldin sem Íslendingar þekkja af góðu einu. Mustang hestakerrur Glæsilegar hestakerrur frá framleiðanda Camp-let tjaldvagnanna. BRP fjórhjól Outlander 800 – Vinsælasta og aflmesta fjórhjólið. Eina fjórhjólið sem fæst í tveggja manna staðalútgáfu. Mikið af aukahlutum. Johnson-Evinrude utanborðsmótorar Utanborðsmótorar frá Johnson-Evinrude í öllum stærðum. Steady plastbátarnir eru úr níðsterku plastefni og sameina alla helstu kosti hefðbundinna plastbáta og slöngubáta. PANTAÐU ÞÍNA FERÐ Í SÍMA 5 100 300 Langferðir Holtasmára 1 201 Kópavogi Sími 5 100 300 Símbréf 5 100 309 Í samstarfi við Kínversk-íslenska menningarfélagið býður Kuoni einstaka ferð til Kína. Í ferðinni verða tvinnaðar saman heimsóknir til höfuðborgarinnar Beijing og undralandsins dulúðlega Tíbet. Ferðin er öllum opin en sætaframboð er mjög takmarkað. Íslenskur fararstjóri fer fyrir ferðinni. Nákvæm ferðalýsing liggur frammi á heimasiðu okkar, www.kuoni.is. Ævintýraferð til Kína og Tíbet 1.-15. ágúst Í BOÐI ER KYNNISFERÐAPAKKI Í BEJING MEÐ 4 KYNNISFERÐUM FYRIR 15.950 KR. Á MANN. VERÐ Á MANN Í TVÍBÝLI FRÁ MIÐAST VIÐ GENGISSKRÁNINGU 18. APRÍL. 294.555 kr. HANDBOLTI Leikurinn hófst með mikilli hörku, sérstaklega af hálfu heimamanna sem tóku fast á gest- um sínum í Ciudad Real. Ciudad komst í 2-0 en Portland gekk illa að finna glufur í vörn gestanna auk þess sem Arpid Sterbik, mark- maður Ciudad, átti einn besta leik sinn á ferlinum. Þessi frábæri markmaður hreinlega lokaði markinu og varði hvað eftir annað, úr hvaða færum sem var og fyrsta mark Portland kom ekki fyrr en eftir sex mín- útna leik. Á fyrstu 25 mínútum hálfleiksins skoruðu heimamenn aðeins þrjú mörk, sem verður að teljast ótrúlegt í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Kasper Hvidt, markmaður Portland, átti einnig frábæran dag og það var einungis honum að þakka að Ólafur og félagar afgreiddu ekki leikinn í fyrri hálf- leiknum. Þeir voru klaufar á tíðum og hefðu hæglega getað skorað fleiri en þau ellefu mörk sem þeir skoruðu í fyrri hálfleik. Þeir héldu Portland aftur á móti í aðeins sex mörkum, en á síðustu fimm mín- útum hálfleiksins tvöfölduðu þeir markatölu sína. Ivano Balic, hinn ógnarsterki Króati í liði Portland, náði sér engan veginn á strik. Hann er lykilmaður liðsins en átti hrein- lega slakan dag og hafði meiri áhyggjur af dómurum leiksins en lélegum leik liðs síns. Sóknar- leikur Portland var í molum og einstaklingar ætluðu sér um of í stað þess að vinna sem liðsheild. Lítil hreyfing var á boltalausum mönnum og vandræðaleg sóknin galt þess. Liðsmenn Ciudad lét kné fylgja kviði í síðari hálfleik og höfðu öll völd á vellinum og virtust þeim allir vegir færir. Sóknarleikur þeirra var þó ekki upp á sitt besta í fyrri hálfleik en eftir að Ólafur Stefánsson kom inn á eftir að hafa byrjað leikinn á bekknum, lagað- ist leikur liðsins til muna. Ólafur átti frábæran dag, skoraði fimm mörk og lagði upp mörk í sífellu fyrir félaga sína. Ciudad slakaði þó of mikið á undir lokin og Portland gekk á lagið. Þeir náðu að minnka mun- inn jafnt og þétt þegar þeim tókst loksins að sýna sínar réttu hliðar. Ciudad hafði yfir 21-12 en Port- land náði að minnka muninn í sex mörk áður en yfir lauk, 19-25. Ciu- dad stendur því með pálmann í höndunum fyrir síðari leikinn sem fer fram á ógnarsterkum heima- velli þeirra um næstu helgi þar sem Ólafur getur tryggt sér sinn annan Meistaradeildartitil eftir að hafa unnið hann undir stjórn Alfreðs Gíslasonar árið 2002 með Magdeburg. hjalti@frettabladid.is Ciudad Real með pálmann í höndunum Ólafur Stefánsson og félagar hans í Ciudad Real eru í góðri stöðu eftir fyrri leikinn gegn löndum sínum í Portland San Antonio í úrslitum Meistaradeildar- innar. Ciudad vann fyrri leikinn í gær, 25-19, þar sem Ólafur fór á kostum. SIARHEI RUTENKA Fagnaði sem óður maður í gær líkt og stuðningsmenn Ciudad sem dönsuðu stríðsdansa á pöllunum í Portland. NORDICPHOTOS/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.