Fréttablaðið - 23.04.2006, Page 83

Fréttablaðið - 23.04.2006, Page 83
SUNNUDAGUR 23. apríl 2006 Skemmtilega dótabúðin Verið velkomin í stóran og rúmgóðan sýningarsal Gísla Jónssonar að Kletthálsi 13. Þar geturðu á einum stað skoðað hjólhýsi, tjaldvagna, fellihýsi, pallhús, báta, utanborðsmótora og margt, margt fleira. Við bjóðum aðeins upp á heimsþekkt vörumerki og gerum engar málamiðlanir í þeim efnum! Velkomin í skemmtilegustu dótabúð landsins! Dethleffs hjólhýsi. Skoðaðu hvern krók og kima – þá koma yfirburðirnir í ljós. Kletthálsi 13 // s. 587 6644 // www.gisli.is Camp-let Savanne Léttur og sterkur, fallegt nýtt fortjald, auðveldur í tjöldun, 13" dekk og margt fleira. Savanne er nýr og spennandi kostur. Starcraft RT fellihýsin, góð fyrir jeppann og betri fyrir fjölskylduna. Þú ferð lengra með Starcraft RT „off-road“ fellihýsið. Isabella fortjöld Fortjöldin sem Íslendingar þekkja af góðu einu. Mustang hestakerrur Glæsilegar hestakerrur frá framleiðanda Camp-let tjaldvagnanna. BRP fjórhjól Outlander 800 – Vinsælasta og aflmesta fjórhjólið. Eina fjórhjólið sem fæst í tveggja manna staðalútgáfu. Mikið af aukahlutum. Johnson-Evinrude utanborðsmótorar Utanborðsmótorar frá Johnson-Evinrude í öllum stærðum. Steady plastbátarnir eru úr níðsterku plastefni og sameina alla helstu kosti hefðbundinna plastbáta og slöngubáta. PANTAÐU ÞÍNA FERÐ Í SÍMA 5 100 300 Langferðir Holtasmára 1 201 Kópavogi Sími 5 100 300 Símbréf 5 100 309 Í samstarfi við Kínversk-íslenska menningarfélagið býður Kuoni einstaka ferð til Kína. Í ferðinni verða tvinnaðar saman heimsóknir til höfuðborgarinnar Beijing og undralandsins dulúðlega Tíbet. Ferðin er öllum opin en sætaframboð er mjög takmarkað. Íslenskur fararstjóri fer fyrir ferðinni. Nákvæm ferðalýsing liggur frammi á heimasiðu okkar, www.kuoni.is. Ævintýraferð til Kína og Tíbet 1.-15. ágúst Í BOÐI ER KYNNISFERÐAPAKKI Í BEJING MEÐ 4 KYNNISFERÐUM FYRIR 15.950 KR. Á MANN. VERÐ Á MANN Í TVÍBÝLI FRÁ MIÐAST VIÐ GENGISSKRÁNINGU 18. APRÍL. 294.555 kr. HANDBOLTI Leikurinn hófst með mikilli hörku, sérstaklega af hálfu heimamanna sem tóku fast á gest- um sínum í Ciudad Real. Ciudad komst í 2-0 en Portland gekk illa að finna glufur í vörn gestanna auk þess sem Arpid Sterbik, mark- maður Ciudad, átti einn besta leik sinn á ferlinum. Þessi frábæri markmaður hreinlega lokaði markinu og varði hvað eftir annað, úr hvaða færum sem var og fyrsta mark Portland kom ekki fyrr en eftir sex mín- útna leik. Á fyrstu 25 mínútum hálfleiksins skoruðu heimamenn aðeins þrjú mörk, sem verður að teljast ótrúlegt í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Kasper Hvidt, markmaður Portland, átti einnig frábæran dag og það var einungis honum að þakka að Ólafur og félagar afgreiddu ekki leikinn í fyrri hálf- leiknum. Þeir voru klaufar á tíðum og hefðu hæglega getað skorað fleiri en þau ellefu mörk sem þeir skoruðu í fyrri hálfleik. Þeir héldu Portland aftur á móti í aðeins sex mörkum, en á síðustu fimm mín- útum hálfleiksins tvöfölduðu þeir markatölu sína. Ivano Balic, hinn ógnarsterki Króati í liði Portland, náði sér engan veginn á strik. Hann er lykilmaður liðsins en átti hrein- lega slakan dag og hafði meiri áhyggjur af dómurum leiksins en lélegum leik liðs síns. Sóknar- leikur Portland var í molum og einstaklingar ætluðu sér um of í stað þess að vinna sem liðsheild. Lítil hreyfing var á boltalausum mönnum og vandræðaleg sóknin galt þess. Liðsmenn Ciudad lét kné fylgja kviði í síðari hálfleik og höfðu öll völd á vellinum og virtust þeim allir vegir færir. Sóknarleikur þeirra var þó ekki upp á sitt besta í fyrri hálfleik en eftir að Ólafur Stefánsson kom inn á eftir að hafa byrjað leikinn á bekknum, lagað- ist leikur liðsins til muna. Ólafur átti frábæran dag, skoraði fimm mörk og lagði upp mörk í sífellu fyrir félaga sína. Ciudad slakaði þó of mikið á undir lokin og Portland gekk á lagið. Þeir náðu að minnka mun- inn jafnt og þétt þegar þeim tókst loksins að sýna sínar réttu hliðar. Ciudad hafði yfir 21-12 en Port- land náði að minnka muninn í sex mörk áður en yfir lauk, 19-25. Ciu- dad stendur því með pálmann í höndunum fyrir síðari leikinn sem fer fram á ógnarsterkum heima- velli þeirra um næstu helgi þar sem Ólafur getur tryggt sér sinn annan Meistaradeildartitil eftir að hafa unnið hann undir stjórn Alfreðs Gíslasonar árið 2002 með Magdeburg. hjalti@frettabladid.is Ciudad Real með pálmann í höndunum Ólafur Stefánsson og félagar hans í Ciudad Real eru í góðri stöðu eftir fyrri leikinn gegn löndum sínum í Portland San Antonio í úrslitum Meistaradeildar- innar. Ciudad vann fyrri leikinn í gær, 25-19, þar sem Ólafur fór á kostum. SIARHEI RUTENKA Fagnaði sem óður maður í gær líkt og stuðningsmenn Ciudad sem dönsuðu stríðsdansa á pöllunum í Portland. NORDICPHOTOS/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.