Fréttablaðið - 23.04.2006, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 23.04.2006, Blaðsíða 74
 23. apríl 2006 SUNNUDAGUR30 baekur@frettabladid.is HALLDÓR GUÐMUNDSSON > SKRIFAR UM BÓKMENNTIR Það er við hæfi að alþjóðlegur dagur bókarinnar, sem reyndar er líka fæð- ingardagur Halldórs Laxness, skipi virðingarsess í almanaki þjóðarinnar. Rithöfundar, útgefendur og bóksalar hafa undanfarin ár tekið höndum saman og efnt til fjölbreyttrar Viku bókarinnar og tengt hana þessum degi. Nú er blásið til viðamikillar herferðar undir heitinu Þjóðargjöf og er henni ætlað að hvetja til aukins lestrar barna og ungmenna enda er lestur í hefðbundnum skilningi undirstaða þekk- ingar, lykill að virkri og lýðræðislegri þátttöku í samfélaginu, forsenda þess að einstaklingar hafi burði til að meta upplýsingar og nýta þær í lífsbaráttunni. Tækifæri til að þroskast og ná árangri í leik og starfi byggjast meðal annars á lestrargetu og uppvaxandi kynslóðir þurfa að eiga greiðan aðgang að hinum mikla þekkingarforða sem bundinn er í bókum. Við vissum raunar harla fátt um uppruna okkar og sögu ef ekki hefði verið sú ástríða for- feðra okkar og formæðra að skrásetja frásagnir af náttúruhamförum og stórviðburðum og ekki síður sögur af lífi venjulegs fólks, af hversdagslífi og hvunndagshetjum. „Skáldskapur og bókment- ir hafa einlægt verið miðþýngdarstaður þjóðlífs á Íslandi,“ sagði Halldór Laxness. Margir hafa lýst áhyggjum af því að hinn bóklegi þráður sé að trosna og kunni jafnvel að slitna á komandi árum. Þeir benda á minnkandi lestur ungmenna á bókum og blöðum sem og vaxandi kröfur um einfaldari og myndríkari framsetningu á upplýsingum. Það er vitaskuld áhyggjuefni ef hefðbundinn bóklestur er að dragast saman, en breytt lands- lag menningar og kynslóðamunur fela líka í sér að á sama tíma og börnin lesa minna af bókum eru þau læsari á tölvur og tölvutexta og kunna betur að nýta sér upplýsingatækni en hinir eldri. Vinsældir sumra þeirra bóka sem út hafa komið á síðari árum og ætlaðar eru yngstu lesendunum hvetja okkur einnig til að horfa með bjartsýni fram á veg. Það gera líka kynni af fjölþættu starfi sem unnið er í skólum landsins þar sem börnin verða handgengin tungumálinu á fjölbreyttan hátt, tjá sig kröftuglega í máli og myndum, skrifa ritgerðir, yrkja ljóð, segja sögur, gefa út blöð og taka þátt í lestrarkeppnum. Ég færi íslenskum útgefendum og bóksölum bestu þakkir fyrir að hvetja fjölskyldur til að huga að bókakosti heimilanna og gefa sér stundir til að gleðjast saman yfir góðum sögum, fróðleik og ljóðum eða öðru því sem varðveitt er í bóka- skápnum. Ávarp forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar á Degi bókarinnar: Eflum bókakost heimilanna Á sautjándu öld voru tekin saman á Íslandi ein þrjú basknesk- íslensk orðasöfn og munu tvö af þeim varðveitt og brot af því þriðja. Þetta eru ekki stór söfn, rösklega sjö hundruð orð samtals, eins konar samtalsorðabækur, enda tekin saman til að gera Íslendingum kleift að skiptast á orðum við baskneska sjómenn sem sigldu alla leið frá svæðum Baska á Spáni og í Frakklandi til að veiða hval á Vestfjarðamiðum. Þetta eru einhver fyrstu basknesku orðasöfn sem gerð voru í veröldinni og þykja enn í dag merkilegar heimildir um einstætt tungumál. Það er ekki vitað hverjir tóku þau saman, sumir nefna Jón lærða Guðmundsson til sögunnar, aðrir Jón Arason prest í Vatnsfirði. Maður þarf að sjá fyrir sér aldraðan kennimann í þröngum torfbæ í afskekktum firði að skrifa hjá sér „Vocabula Biscaia“ einsog eitt safnið heitir í uppskrift Grunnavíkur-Jóns, til að setja sér fyrir sjónir þrekvirki íslenskra höfuna fyrri alda – að setja saman bækur þegar það eitt að lifa af var afrek útaf fyrir sig. Þannig hefur það lengst af verið í Suðursveit, undir hrikalegum jökli, andspænis hafnlausu úthafi, afgirt úfnum jökulám. Efnahags- lega var þessi búskapur eins öldum saman, það ríkti sautjánda öld fram á tuttugustu öld. Menn stunduðu sauðfjárbúskap þar sem stöðugt þurfti að hafa gát á því að kindur dræpust ekki í sjálfheld- um („svelti“ hét það á máli heimamanna), og reru til fiskjar á ára- bátum, eða börðust á þeim út í Hrollaugseyjar að rota sel. Samt fóstraði þessi sveit sagnalist og menningu sem til að mynda Þór- bergur Þórðarson, einn okkar merkustu höfunda, er sprottinn úr. Þótt hann hafi ungur farið að heiman á hann rætur sínar þarna: „Þetta er ættgengur fjandi“ sagði Einar Bragi í grein í tímaritinu Skaftfellingi (1991) um listamannsnáttúru Þórbergs. Sjálfur sagði Þórbergur að „úthafið himinblátt og frönsk fiski- skip undir fannhvítum voðum“ hafi snemma vakið með sér útþrá. Og ungur var hann kominn til Reykjavíkur að leita sér lærdóms og mennta og að lokum varð hann afkastamikill rithöfundur. En höf- undskapur hans, með öllum sínum ærslum, húmor og ólíkindalát- um, litaðist með árunum æ meir af heimþrá eftir þeirri sveit sem hann yfirgaf. Það fer því einstaklega vel á því að sveitungar hans og vensla- fólk, undir forystu Þorbjargar Arnórsdóttur og Fjölnis Torfasonar, skuli standa að því að byggja upp Þórbergssetur á Hala í Suður- sveit, þar sem sett verður upp sýning tileinkuð ævi hans og verkum, og stefna að því að opna í sumar (sjá www.thorbergur.is). Nútíminn er löngu kominn í Suðursveitina, og sveitin er sjálf í alfaraleið, hálf þjóðin brunar þar hjá á hverju sumri. En senn verður komin ástæða til að staldra við. Fólkið á staðnum hefur tekið upp merki þeirra sveitamanna sem forðum settu saman baskneskar orðabækur við erfiðar aðstæður, drifið menningarsetur upp á bakinu á sjálfu sér – og nú ríður á að þar til bærir aðilar veiti þeim þann stuðning sem þarf til að ljúka verkinu. Og um leið væri þarft að gera átak í útgáfu- málum Þórbergs, en nær engin verka hans eru nú fáanleg. Það er verið að vinna afrek á Hala sem rétt er að huga að á degi bókarinnar. Afreksverk á Hala Í dag verða Íslensku þýð- ingaverðlaunin afhent í annað sinn við hátíðlega at- höfn á Gljúfrasteini. Gauti Kristmannsson er formaður Bandalags þýðenda og túlka sem stendur að verðlaun- unum sem veitt eru með stuðningi Rithöfundasam- bands Íslands og Félags íslenskra bókaútgefenda. Þetta er í annað sinn sem verð- launin eru afhent en Ingibjörg Haraldsdóttir hlaut þau í fyrra fyrir þýðingu sína á bókinni Fjár- hættuspilaranum eftir Fjodor Dostojevskí. Gauti segist hafa fundið fyrir góðum viðbrögðum eftir síðustu afhendingu. „Það voru allir á því að þetta væri löngu tímabært og fólki fannst þetta vel heppnað.“ Hann nefnir einnig að umgjörðin á Gljúfrasteini hafi líka þótt viðeigandi. Halldór Laxness sé ekki aðeins einn þekktasti og mest þýddi rithöfundur Íslands heldur hafi hann einnig verið einn af bestu þýðendum landsins. Bandalag þýðenda og túlka var stofnað árið 2004 sem regnhlífar- samtök fyrir þá sem eitthvað hafa með þýðingar að gera en félagarn- ir, sem nú telja á annað hundrað, koma úr sjö ólíkum fagfélögum á borð við Félag atvinnuþýðenda, Rithöfundasambandið og Blaða- mannafélagið. Gauti útskýrir að bækurnar sem tilnefndar eru nú séu valdar með jafnaðarkosningu félagsmannanna. Tilnefndar bækur Þær fimm sem flest atkvæði hlutu voru Hæðir Macchu Picchu eftir Pablo Neruda í þýðingu Guðrúnar H. Tulinius, Báturinn langi og fleiri ljóð eftir Stanley Kunitz í þýðingu Hallbergs Hallmundssonar, Flug- drekahlauparinn eftir Khaled Hosseini í þýðingu Önnu Maríu Hilmarsdóttur, Barndómur eftir J. M Coetzee í þýðingu Rúnars Helga Vignissonar og Kertin brenna niður eftir Sándor Márai í þýðingu Hjalta Kristgeirssonar. Þriggja manna dómnefnd velur síðan milli þýðinganna fimm en hana skipa sigurvegari síðasta árs, Ingibjörg Haraldsdóttir, útvarpsmaðurinn Eiríkur Guðmundsson og ritstjóri Lesbókar Morgunblaðsins, Þröst- ur Helgason. Gróska í ljóðaþýðingum „Það er mjög ánægjulegt að í ár eru tvær ljóðabækur tilefndar,“ segir Gauti en ein ljóðabók var á lista síðasta árs. „Það er dálítil gróska í ljóðaþýðingum þó ekki beri mikið á því. Þær koma oft út hjá minni útgáfum en þá eru þetta oft gríðarlega góð skáld eins og raunin er núna.“ Þegar Gauti stóð fyrir samkeppni um ljóðaþýðing- ar í samstarfi við Lesbókina fyrir nokkrum árum komu viðtökurnar verulega á óvart. „Það komu inn mörg hundruð þýðingar, það eru ofboðslega margir að eiga við ljóðaþýðingar – bæði atvinnu- menn, skáld og þýðendur en líka áhugamenn. Þetta virðist vera miklu algengara en maður gerir sér grein fyrir,“ útskýrir hann. Engir pulsusalar Gauti áréttar að bækurnar sem verið er að skoða séu allt mjög merk rit og miklar bókmenntir en þótt stundum heyrist að það vanti fleiri þýðingar á heimsbókmennt- um megi ekki gleyma því sem gott er og vel gert. „Það spilar stóra rullu að Þýðingasjóður hefur stutt þýðingar á heimsbókmenntum sem seljast ef til vill ekki í stórum upp- lögum. Svo eru útgefendur ekki neinir metnaðarlausir pulsusalar og vilja gefa út góðar bókmenntir. Fólk sem vill læra þýðingar fer oft í slíkt nám vegna þess að það hefur lesið frábæra bók eða bókmenntir og vill kynna þær öðrum. Þetta hefur allt áhrif og líka samband mannsins við heimsbókmenntirnar sem ég held að allir þurfi og þrái,“ segir Gauti og nefnir einnig að hann haldi því fram að þjóðarbók- menntir þrífist á þýðingum. Verðlaunaathöfnin hefst á Gljúfrasteini kl. 16 í dag og mun hr. Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti, afhenda sigurvegaranum sig- urlaunin sem eru 300 þúsund krón- ur. Heiðursverðlaun Bandalags þýðenda og túlka verða einnig afhent í fyrsta sinn en þau hlýtur Sigurður A. Magnússon fyrir störf sín. kristrun@frettabladid.is Þýðingarmikil gróska METNAÐARFULLAR OG VANDAÐAR ÞÝÐINGAR VERÐLAUNAÐAR Í DAG Þjóðarbókmenntir þrífast á þýðingum. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN Í grænni kyrrð við stríðra strauma nið, strengleik er svæfir vegamóðri þrá, á stráum vorsins undir ungum greinum einförull gestur ríð ég hægt fram dalinn. Úr ljóðinu „Í grænni kyrrð“ eftir Snorra Hjartarsson úr fyrstu ljóðabók hans, Kvæði, frá 1944.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.