Fréttablaðið - 28.04.2006, Blaðsíða 34
28. apríl 2006 FÖSTUDAGUR6
Neytendasamtökin aðstoða
þá sem telja sig hlunnfarna í
viðskiptum sínum við verslan-
ir og önnur fyrirtæki. Ýmsar
reglur gilda sem almenningur
veit lítið um.
Hlutverk Neytendasamtakanna
er fyrst og fremst að standa vörð
um rétt og hagsmuni neytenda.
Samtökin bjóða upp á ýmsa ráð-
gjöf auk þess að taka fyrir þau
umkvörtunarefni sem á meðlim-
um þeirra brenna. Samkvæmt
Írisi Ösp Ingjaldsdóttur, lögfræð-
ingi neytendasamtakanna, berast
þeim árlega um 10.000 erindi.
Þessi erindi eru kvartanir, óskir
um ráðgjöf, óskir um milligöngu
og annað slíkt.
Ýmis lög gilda um verslun og
rétt neytenda, lög sem fæstum
neytendum er kunnugt um. Til að
mynda er 14 daga skilafrestur á
vörum sem keyptar eru í hús-
göngu- eða fjarsölu. Sé keypt göll-
uð vara á kaupandi almennt rétt á
að velja milli þess að láta laga
hana sér að kostnaðarlausu, eða fá
nýja vöru. Sé hinsvegar um dýra
vöru að ræða, og séu gallarnir
smávægilegir og auðlagaðir, getur
það talist ósanngjarn kostnaður
söluaðila að afhenda nýja vöru.
Neiti söluaðili að bæta gallaða
vöru er hægt að leita til Neytenda-
samtakanna. „Við reynum alltaf
að miðla málum. Fólk getur leitað
til okkar og fengið ráð,“ segir Íris.
„Við upplýsum það um rétt sinn
og oft er það nóg til að leysa
málin.“
Félagsmenn í Neytendasam-
tökunum fá frekari hjálp frá sam-
tökunum í málum sem ekki leys-
ast. „Við höfum samband við
viðkomandi seljanda annað hvort
símleiðis eða skriflega og reynum
að miðla málum. Sé það ekki nóg
er málum vísað til úrskurðanefnd-
ar en næsta stig eftir það eru dóm-
stólar,“ segir Íris. Úrskurðanefnd-
irnar eru nokkrar og fást þær við
mismunandi mál. Sú nefnd sem
flest mál fær inn á sitt borð er
úrskurðarnefnd í vátryggingar-
málum. „Hún er lang stærsta
nefndin. Málin skipta hundruðum
á ári en flest þeirra fjalla um sak-
arskiptingar í árekstrarmálum,“
segir Íris. „Næsta nefnd þar á
eftir um 20-30 mál á ári að fást
við.“
Íslendingar eru allra þjóða
duglegastir að nýta sér tilboð. Það
sparast svo mikið ef keypt er á til-
boði, jafnvel þótt varan sé óþörf.
Um tilboð gilda ýmsar reglur. Til
dæmis þarf upprunalegt verð vör-
unnar að koma fram í tilboðsaug-
lýsingu. „Neytandinn verður að
geta metið hversu gott tilboðið
er,“ segir Íris. „Ef þetta er ekki
gert, eða ef tilboð standast ekki,
er um brot á reglum um órétt-
mæta viðskiptahætti að ræða og
verið er að brjóta á rétti neyt-
enda.“
tryggvi@frettabladid.is
Íslendingar eru allra þjóða
duglegastir að nýta sér tilboð
Íris Ösp er lögfræðingur
Neytendasamtakanna.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
H&M Rowells hefur opnað
lagersölu í Fellsmúla 28.
Um er að ræða nýlegar flíkur á
dömur, herra og börn. 50% afslátt-
ur er af öllum vörum og opið er frá
11-19 alla daga.
„Þetta er stór
markaður fullur
af fötum,“ segir
Gunnar Jónsson,
forsprakki lager-
sölunnar. „Fatn-
aðurinn er til í
öllum stærðum
og það þekkja
allir Íslendingar
vörurnar frá
H&M og vita að
þar eru á ferð
vandaðar vörur.“
Þess má geta
til glöggvunar að Fellsmúli 28 er
gamla World Class-húsið.
Lagersala
H&M
Þetta bikini er frá
H&M.
Fram að 1. maí eru öll garð-
húsgögn í Garðheimum með
20% afslætti.
Framundan er löng helgi þar sem
1. maí ber upp á mánudag. Tilvalið
er að hefja vorverkin um helgina
og bjóða Garðheimar ýmis tilboð á
garðvörum, tólum og tækjum
þessa dagana.
Turbo-kalk, sem er sérstök
blanda á grasflötina til að hemja
mosavöxt og örva grasvöxt, er á
kynningartilboði, 990 krónur fyrir
12,5 kílóa poka. Limgerðisklippur
eru á 15% afslætti, pallahitarar á
20% afslætti og fjölmargar potta-
plöntur eru á tilboði.
Hægt er að fá mold og túnþök-
ur í Garðheimum. Allt sem til þarf
er að mæta með kerruna. Afgreitt
er til 18.00 alla daga. Garðheimar
eru til húsa í Stekkjarbakka 6 og
er síminn 540-3300.
Garðhúsgögn
með afslætti
��������������������������������
����������������������������������
�������������
������
�������������������
BORGARNESI S: 437 1240
1. Teg. 4124 Stærðir 36-42
4. Teg. 2076 Stærðir 39-47
2. Teg. 2316 Stærðir 39-47
3. Teg. 3112 Stærðir 36-42
Ítalskir
gæðaskór
á dömur og herra
Allir með
dempun
í hæl
1 dálkur 9.9.2005 15:17 Page 2