Fréttablaðið - 28.04.2006, Blaðsíða 74
28. apríl 2006 FÖSTUDAGUR42
tonlist@frettabladid.is
SMS LEIKUR
9. HVER VINNUR!
Vinningar verða afhendir hjá BT Sm
áralind. Kópavogi. M
eð því að taka þátt ertu kom
inn í SM
S klúbb. 99 kr/skeytið.
FRUMSÝND 28. APRÍL
MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
SENDU SMS SKEYTIÐ JA HOF Á
NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR
UNNIÐ MIÐA FYRIR TVO!
VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR FYRIR TVO
• DVD
MYNDIR • TÖLVULEIKIR • VARNINGUR
TENGDUR
MYNDINNI OG MARGT FLEIRA
1. RED HOT CHILI PEPPERSDANI CALIFORNIA
2. DR. MISTER & MR. HANDSOMEBOOGIE WOOGIE SENSATION
3. PEARL JAMWORLD WIDE SUICIDE
4. TONY THE PONYARMY OF THE SUN
5. THE RACONTEURSSTEADY AS SHE GOES
6. WULFGANGMACHINERY
7. 10 YEARSHEART IN A CAGE
8. THE STROKESHEART IN A CAGE
9. MAMMÚTÞORKELL
10. SHINEDOWNTHE HARDEST PART
X-LISTINN
TOPP TÍU LISTI X-INS 977
RED HOT CHILI PEPPERS Kaliforníu-
rokkararnir eru á toppi X-listans með
lag af væntanlegri plötu sinni, Stadium
Arcadium.
Í SPILARANUM HJÁ RITSTJÓRNINNI
Barði Jóhannsson: Haxan, Halli Reynis: Leiðin
er löng, Mammút: Mammút, Snow Patrol: Eyes
Open, Soul Jazz Recordings Presents: 500%
Dynamite og Bruce Springsteen: We Shall
Overcome-The Seeger Sessions.
HALLI REYNIS
TRÚBADOR
BARÐI JÓHANNSSON
Hljómsveitin fornfræga
frá Liverpool, Echo and the
Bunnymen, er ein þeirra
sem spila á Manchester-tón-
leikunum í Laugardalshöll
6. maí. Freyr Bjarnason
ræddi við gítarleikarann
Will Sergeant, sem man vel
eftir síðasta ferðalagi sveit-
arinnar til Íslands.
Echo and the Bunnymen, sem var
stofnuð árið 1978, kom til Íslands
og spilaði á tónleikum í Laugar-
dalshöllinni árið 1983 og hreifst
svo af landinu að á næstu hljóm-
plötu hennar, Porcupine, má sjá
hljómsveitina á umslaginu standa
við Gullfoss í vetrarskrúða.
Plöturnar Crocodiles (1980),
Heaven Up Here (1983), Porcupine
(1983) og Ocean Rain (1984) náðu
allar hylli gagnrýnenda og plötu-
kaupenda. Bandið gekk í gegnum
erfiðleika og breytingar á næstu
árum en frá 1997 hefur sveitin
starfað með upprunalegu meðlim-
unum utan trommuleikarans Petes
de Freitas, sem dó í mótorhjóla-
slysi árið 1989. Sveitin hefur gefið
út fjórar plötur síðan þá og sú nýj-
asta, Siberia, sem er sú níunda í
röðinni, hefur laðað að nýjan hóp
aðdáenda auk þeirra gömlu.
Pissfullir á hóteli
„Ég get ekki beðið eftir því að
koma til Íslands. Þetta er ekki
staður sem við getum heimsótt í
hverri viku og það er frábært að
vera þarna,“ segir gítarleikarinn
Will Sergeant með ekta Liverpool-
hreim í anda Bítlanna.
Hann man vel eftir dvöl sinni á
Íslandi fyrir 23 árum. „Þegar við
vorum búnir að spila á tónleikun-
um komum við aftur á hótelið og
allir voru orðnir pissfullir. Ég man
eftir því að einhver klifraði á ein-
hverju á bílastæðinu, einhverjum
stálskúlptúr, en það var ekki ég,“
segir hann og hlær.
„Ég man að við skemmtum
okkur vel. Okkur fannst líka skrít-
ið að það var bjart allan tímann og
svo sáum við líka norðurljósin
þarna í fyrsta sinn. Ég man líka
þegar við gerðum umslagið fyrir
Porcupine og ætluðum síðan að
fara heim frá Keflavík. Þá komst
vélin ekki af stað vegna frosts og
þeir reyndu þrisvar að fara í loftið
en náðu ekki nægum hraða. Í lokin
náðu þeir í reipi og við þurftum að
halda í það og fara aftur í biðsal-
inn. Þá fór rafmagnið af. Ég man
að ég var með Walkman-vasadiskó
á mér, sem voru nýkomin á mark-
að, og hlustaði á Captain Beef-
heart. Þetta var rosaleg lífsreynsla
sem hefur verið föst í minninu
allar götur síðan.“
Síðpönkarar og sýrurokkarar
Echo and the Bunnymen hefur
verið í tónleikaferð um heiminn að
undanförnu til að fylgja eftir nýj-
ustu plötu sinni. „Við verðum á
Spáni í næstu viku en erum núna á
leiðinni til Brasilíu og síðan förum
við til Argentínu. Síðan er Írland
eftir það og fjöldi annarra landa.
Við höfum spilað mjög vel saman
og öllum hefur liðið vel. Síðastlið-
in tvö ár hafa verið mjög góð hjá
okkur,“ segir Will.
Hann segist eiga erfitt með að
bera nýju plötuna saman við eldra
efni hljómsveitarinnar. „Ég tek
hverju lagi eins og það kemur
fyrir en mér finnst þetta góð plata,
ein af okkar allra bestu,“ segir
hann.
Echo and the Bunnymen hefur
verið lýst sem síðpönkhljómsveit
og kippir Will sér lítið upp við þá
nafngift. „Við urðum náttúrlega
vinsælir eftir pönkið, þannig að
þetta nafn á alveg rétt á sér. Við
höfum verið kallaðir alls kyns
nöfnum, til dæmis póstmódernist-
ar, síðpönkarar, sýrurokkarar,
nýbylgjurokkarar og eiginlega
öllum nöfnum sem til eru. Við
spáum samt ekkert í það heldur
gerum bara okkar hluti,“ segir
hann.
Í stuði með áhorfendum
Spurður segir Will að áhorfendur
eigi stóran þátt í að sveitin hefur
verið starfandi eins lengi og raun
ber vitni, í tæp þrjátíu ár. „Þegar
við spilum á tónleikum eru það
áhorfendurnir sem halda okkur
við efnið. Þegar þeir eru áhuga-
samir stöðnum við ekki. Ég hef
aldrei skilið það þegar fólk spyr af
hverju við spilum alltaf sömu
lögin aftur og aftur. Þegar maður
spilar fyrir þúsund manns sem
eru í góðri stemningu er bara ekki
hægt annað en að vera í stuði sjálf-
ur.“
Þekktustu lög Echo and the
Bunnymen eru The Killing Moon,
Silver, Bring on the Dancing
Horses og The Cutter. Að sögn
Wills mun sveitin spila flest gömlu
góðu lögin á tónleikunum í Höll-
inni auk nokkurra af nýju plötunni
og lofar hann hörkustuði í Höll-
inni. ■
Ísland er frábær staður
ECHO AND THE BUNNYMEN Hljómsveitin fornfræga frá Liverpool er á leiðinni til Íslands í
þriðja sinn.
> Plata vikunnar
The Vines: Vision Alley
„Þriðja breiðskífa The
Vines, og hennar fyrsta sem
tríós, er hin sæmilegasta
plata. Öllu meira um ball-
öður en áður og bítlaáhrifin
leyna sér ekki.“ BÖS
> popptextinn
„Fate
Up against your
will
Through the thick
and thin
He will wait until
You give yourself to
him“
Echo and the Bunnymen trúa á forlögin í
einu vinsælasta lagi sínu The Killing Moon.
Hljómsveitirnar Sprengju-
höllin og Hjaltalín spila
á Grand Rokki í kvöld.
Sprengjuhöllin hefur
starfað frá síðasta hausti
og hefur haldið nokkra
tónleika að undanförnu.
Meðlimir sveitar-
innar eru fjórir piltar
úr MH; þeir Bergur
Benediktsson gítarleikari,
Georg Kári Hilmarsson,
bassi, Snorri Helgason
gítarleikari og Sigurður
Tómas Guðmundsson
á trommur. Auk þeirra
hefur Atli Bollason nýgengið til liðs við sveitina sem
hljómborðsleikari. Þeir Bergur, Georg og Snorri
sjá jafnframt um sönginn. Áður voru þeir félagar,
sem eru á aldrinum 22 til 24 ára, meðal annars í
hljómsveitunum Bob og Saab.
Að sögn Bergs er
Sprengjuhöllin popp-
hljómsveit fyrst og fremst
þó að ýmis önnur áhrif
komi við sögu. „Það er
enginn bílskúrsbragur
á tónlistinni. Þetta er
melódískt og pínulítið
eins og folk-rokk,“ segir
Bergur. Hann segir að
sveitin hafi þegar tekið
upp nokkur lög en ekkert
þeirra sé ennþá komið í
umferð.
Hjaltalín spilar
melódíska og eilítið
lágstemmdari tónlist en Sprengjuhöllin með meiri
prog-rokk áhrifum.
Tónleikarnir í kvöld hefjast um klukkan 23.00
og er ókeypis inn. Er áhugafólk um nýja og áhuga-
verða íslenska popptónlist hvatt til að mæta.
Enginn bílskúrsbragur
Rokksveitin Dr. Spock hefur verið
iðin við kolann síðan hún sneri heim
úr velheppnuðu tónleikaferðalagi
sínu um Bandaríkin á dögunum þar
sem hún spilaði í Texas, Kaliforníu
og New York-ríki.
Dr. Phil, fyrsta plata Dr. Spock,
verður gefin út í Bretlandi á næst-
unni á vegum Smekkleysu. Sveitin
hefur einnig verið að vinna að
nýju efni og frumflytur á næst-
unni polkalagið The Evangelista.
Dr. Spock spilar á Ingólfstorgi
á mánudaginn og 3. maí mun
sveitin hita upp fyrir pönkarann
goðsagnakennda Iggy Pop og
The Stooges í Laugardalshöll.
Einnig er sveitin væntanleg í
sjónvarpsþáttinn Bak við böndin
á Sirkus. ■
Polkalag frumflutt á næstunni
DR. SPOCK Rokksveitin
ógurlega gaf út plöt-
una Dr. Phil á síðasta
ári við góðar undirtekt-
ir. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA