Fréttablaðið - 28.04.2006, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 28.04.2006, Blaðsíða 68
68 28. apríl 2006 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is ������������ ������������������� ������������ ���������������������������������������������������������� ��������������������������� F A B R IK A N 2 0 0 6 ����������������������������������� ������������������������� ������������������� ������������� ������������� ������������� ������������� ���������� �������������������������������������� ������������������������������� ��������������������������������� Kl. 16.00 Hláturtíð verður sett með formleg- um hætti í Borgarleikhúsinu. Allra handa uppákomur fyrir húmorista á öllum aldri, leiklist, tónlist, myndlist og gamanmál. Húmorslausir geta fengið tilsögn og hjálp frá fagaðilum. Allur ágóði opnunarhátíðarinnar rennur til Umhyggju, félags lang- veikra barna. ! > Ekki missa af... stórsveitamaraþoni á morgun. Átta stórsveitir af höfuðborg- arsvæðinu feykja þakinu af Ráðhúsi Reykjavíkur með þéttri dagskrá frá kl. 13-16.30. Aðgangur ókeypis. opnun í Listasafni Reykjanes- bæjar þar sem sex færeyskir frændur okkar opna málverka- sýningu kl. 18. Sýningin ber heitið „Í eygsjón“ en myndefnið er færeysk náttúra. Sýningin er opin alla daga frá 13-17.30. andspyrnuhreyfingu ljóta fólks- ins (AFL). Leikfélag Kópavogs sýnir óhuggulega fyndið og blóðugt leikrit um valdatog- streitu fallega fólksins og þess sem er aðeins óheppnara í framan. Listakonan og rithöfundurinn Björg Örvar opnar málverka- sýninguna „barnasaga/ fiskisaga“ í galleríi Animu í Ingólfsstræti í dag. „Þetta eru tvær myndaseríur sem ég nefni þessum nöfnum, þetta urðu vinnuheiti þegar á leið,“ segir Björg. Hún kveðst yfirleitt vinna út frá eins konar núll- punkti þegar hún málar. „Oftast þegar ég byrja hef ég bara í huga einhver form og liti eða myndbyggingu en svo fæ ég hugmyndir um hverju þau tengjast þegar ég mála. Ég byrja eins og það sé í fyrsta skipti sem ég mála.“ Myndirnar eru ávallt tengdar upplifunum hennar og tilfinningum en í verkunum vísar hún til óskilgreindra náttúruþátta. „Ég er ekki beint að færa land og líkama í mynd heldur upplifun mína af hvoru tveggja, hvaða tilfinningu það vekur hjá mér þegar náttúran fer að manni og frá manni um stund.“ Þetta er sautjánda einka- sýning Bjargar en hún hefur tekið þátt í fjölda samsýn- inga bæði hér heima og erlendis auk þess sem hún fæst við ritstörf. Sýningin verður opnuð kl. 17 í dag og stendur til 21. maí en gallerí Anima er opið fimmtudaga til föstudaga frá 12-17. - khh BJÖRG ÖRVAR SÝNIR TVÆR MYNDASERÍUR Listakonan málar óhlutbundnar náttúruupp- lifanir. Sporðaköst atómanna Píanóleikarinn Laufey Sigrún Har- aldsdóttir heldur tónleika í Salnum í Kópavogi í kvöld en tónleikarnir eru liður í útskriftartónleikaröð tónlistardeildar Listaháskóla Íslands. Laufey hóf nám í LHÍ haustið 2003 og lærði hjá Halldóri Haraldssyni og síðar hjá Peter Máté, hún hefur og tekið þátt í fjöl- mörgum masters-námskeiðum hjá ýmsum erlendum gestakennurum. Síðasta sumar spilaði hún með tríóinu Drýas sem starfaði á vegum Hins hússins og hélt tón- leika í Reykjavík og á Ísafirði. Laufey Sigrún leikur verk eftir Ludwig van Beethoven, Fréderic Chopin, Franz Liszt, Sjostakovítsj og Bach á tónleikunum auk fimmtán ungverskra bændadansa sem meistari Bartók byggði á safni ungverskra þjóðlaga. Aðgangur að tónleikana er ókeypis en þeir hefjast kl. 20.00. - khh Ungverskir dansar LAUFEY SIGRÚN HARALDSDÓTTIR PÍANÓ- LEIKARI Á næstu dögum verða fjöl- breyttar uppákomur og list- viðburðir úti um borg og bý á vegum hátíðar sem nefnist List án landamæra. Þátttak- endur á hátíðinni koma úr ýmsum áttum en eiga það sameiginlegt að hafa ríka sköpunarþörf, frumleika og framkvæmdagleði. Að hátíðinni standa Fjölmennt, fullorðinsfræðsla fatlaðra, Átak, félag fólks með þroskahömlun, Hitt húsið og Landssamtökin Þroskahjálp en þau hafa fengið til samstarfs við sig fjölbreyttan hóp af listamönnum úr ólíkum listgreinum. „Markmið hátíðar- innar er að fella niður landamæri og vinna á þeim ósýnilegu múrum sem víða eru uppi og þá sér í lagi um menningu og listir,“ segir Margrét M. Norðdahl, fram- kvæmdastýra hátíðarinnar, og áréttar að það sé hægt að njóta ólíkra hluta, sköpunin þarfnist ekki alltaf einhverra formerkja eða samhengis til þess að fólk geti notið hennar. „Sýnileiki ólíkra einstaklinga í menningu og list- um er mikilvægur, bæði fyrir samfélagið í heild sem og fyrir jaðarhópa sem einnig þurfa að eiga sér fyrirmyndir.“ Dagskráin í ár er með vegleg- asta mót en yfir tuttugu viðburðir verða skipulagðir víðs vegar um höfuðborgarsvæðið og einnig á landsbyggðinni en uppákomur verða á Selfossi, Akureyri, Egils- stöðum, Neskaupstað og Ísafirði. „Eiginleg dagskrá hófst á þriðjudaginn með málþingi sem gekk ofsalega vel,“ segir Margrét en fjölmargir fluttu erindi og sköpuðust að sögn líflegar umræður um landamæri menn- ingar og viðhorfa á þinginu. Á næstu dögum verða síðan margs konar uppákomur um allan bæ og úti á landsbyggðinni þar sem leik- list, myndlist, tónlist og bók- menntaviðburðir munu skipa stóran sess. „Í dag verður líka boðið upp á blint kaffihús í Hinu húsinu og síðar mun Hugarafl standa fyrir geðveiku kaffihúsi, en þar verður boðið upp á klikk- aðar kökur og brjálaða uppákomu, svona karnivalstemningu með þunglyndisívafi,“ segir Margrét og áréttar að þátttakendurnir hafi allir mjög góðan húmor. Listin brúar Margrét segir að mikil gróska sé í menningarlífi fatlaðra og ófatlaðra og lítið mál að fá fólk til samstarfs og bendir á að mörg áhugaverð samstarfsverkefni hafi orðið til. Eins og yfirskrift hátíðarinnar ber með sér brúar listin landamæri og á setningar- hátíðinni sem verður í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 17 verður til að mynda ljósmyndasýning, Þórar- inn Eldjárn og Skúli Steinar lesa úr verkum sínum, Bjöllukórinn flytur lag sem og þær Hugrún Dögg Þorfinnsdóttir, meðlimur í söngflokknum Blikandi stjörnum, og Ragnheiður Gröndal. Ágúst Guðmundsson, formaður Banda- lags íslenskra listamanna, flytur setningarávarp. Táknmálstúlkur mun þýða dagskráratriði og erindi yfir á táknmál. Sviðslistaveisla Á mánudaginn verður leiklist- arveisla í Borgarleikhúsinu þar sem sýnd verða brot úr leikritun- um Pókók sem Halaleikhópurinn sýnir, Viðtalinu sem sýnt er í Hafnarfjarðarleikhúsinu og leik- hópurinn Perlan sýnir söguna um Mídas konung. Þá verður líka frumsýnt dansverk sem danshóp- ur Sérsveitarinnar, sem starfar á vegum Hins hússins og Hreyfi- þróunarsamsteypunnar hefur unnið í sameiningu. Myndlistar- sýningar verða í Galleríi Tukt, á Sólon Íslandus og á Thorvaldsen, handverkssýning í Hinu húsinu og ljósmyndasýning í Hafnarborg og ljóðakvöld á Hressó í sam- starfi við Ljóð.is og Nýhil. „Þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin og stefnt er að því að þetta verði árlegur við- burður í menningarlífinu,“ segir Margrét og að allir sem vilja koma fram og sýna geti það og sýni þá frumkvæðið með því að leita eftir því, en aðstandendur hátíðarinnar standa ekki sjálfir að eiginlegum viðburðum. Frítt er inn á alla viðburði hátíðarinnar og eru allir velkomn- ir, nánari upplýsingar um dag- skrána má nálgast á heimasíðu Þroskahjálpar, www.throska- hjalp.is. kristrun@frettabladid.is Listin brúar landamærin MYNDLISTARFÓLK SÝNIR Í AUSTURSAL RÁÐHÚSSINS Listhátíðin List án landamæra hefst í dag með veglegri opnunarhátíð í Ráðhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.