Fréttablaðið - 28.04.2006, Blaðsíða 81
FÖSTUDAGUR 28. apríl 2006 49
FÓTBOLTI Mark Hughes, knatt-
spyrnustjóri Blackburn í ensku
úrvalsdeildinni, segir að það yrði
gríðarlegt áfall fyrir þjálfarastétt-
ina í Bretlandi ef Luis Felipe Scol-
ari yrði ráðinn landsliðsþjálfari
Englendinga. Hughes lét þau orð
falla í gær þegar fyrstu fregnir
bárust af því að enska knatt-
spyrnusambandið hefði boðið
Scolari starfið.
„Það yrði mikið áfall fyrir
breska þjálfara ef hann yrði ráð-
inn,“ sagði Hughes. „Það hefur
verið mikil umræða um nauðsyn
þess að næsti þjálfari komi héðan
og persónulega hafði ég gert mér
vonir um að sú yrði raunin,“ sagði
Hughes jafnframt en bætti því við
að ferilskrá Scolari væri eins og
best gerist.
„Hann hefur náð frábærum
árangri með landslið í gegnum tíð-
ina og rökin gegn því að breskur
þjálfari yrði ráðinn voru að fá
hæfasta þjálfarann í starfið. En
hvort Scolari eigi eftir að ná því
sama út úr leikmönnum sem koma
frá öðru landi og menningu, með
öðruvísi leikstíl og hugarfar en
hann hefur áður þekkt, verður að
koma í ljós.“ - vig
Mark Hughes:
Áfall fyrir
breska þjálfara
MARK HUGHES Yrði ekki ánægður með
ráðningu Scolari. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Sóknarmaðurinn Michael
Owen hefur æft af fullum krafti
með liði sínu Newcastle og hefur
fulla trú á að hann geti tekið þátt í
leik liðsins gegn Birmingham á
laugardag. Owen hefur verið frá
vegna meiðsla í tæpa fimm mán-
uði en hefur nú náð fullum bata og
vinnur í því af krafti að koma sér í
toppform fyrir HM í sumar.
„Æfingarnar hafa gengið mun
betur en ég átti von á, ég finn ekki
fyrir neinum sársauka og svo virð-
ist sem beinið sé að fullu gróið,“
segir Owen, sem vonast til að spila
á morgun. „Ég hef rætt við þjálf-
arann og það getur verið að ég fái
að spreyta mig síðustu tuttugu
mínúturnar.“ - vig
Michael Owen:
Með Newcastle
á morgun?
MICHAEL OWEN Búinn að ná sér í fætinum.
NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Luiz Felipe Scolari mun
að öllum líkindum taka að sér að
þjálfa enska landsliðið í knatt-
spyrnu eftir heimsmeistaramótið
í Þýskalandi í sumar. Scolari stýr-
ir nú landsliði Portúgal en hann er
57 ára gamall og verður samnings-
laus í sumar.
Brian Barwick, framkvæmda-
stjóri enska knattspyrnusam-
bandsins, var í Lissabon til að
ræða við Scolari, sem hefur gert
heiðursmannasamkomulag um að
skuldbinda sig ekki til neins starfs
fyrir mótið í sumar til að einbeita
sér að starfi sínu hjá Portúgal.
„Við vorum að ræða við Felipe,
sem var hluti af því að ráða nýjan
þjálfara,“ staðfesti Barwick í gær
en viðræðurnar við Scolari hófust
í raun í febrúar.
Scolari stýrði landsliði Brasilíu
til heimsmeistaratitils árið 2002
en FA mun funda hinn 4. maí og
vonast sambandið til þess að geta
tilkynnt um nýjan landsliðsþjálf-
ara daginn eftir. Talið er að árs-
laun Scolari verði um þrjár millj-
ónir punda, sem yrði mikil hækkun
frá launum hans í dag.
Scolari hefur stýrt liðunum
sem sendu England út úr síðustu
tveimur stórmótum; Brasilía lagði
Englandi að velli á HM 2002 og
varð síðan heimsmeistari. Þá slógu
heimamenn í Portúgal Englend-
ingar út á Evrópumótinu árið 2004
en í bæði skiptin var um átta liða
úrslit að ræða.
Ráðning Scolaris, ef af verður,
kemur sem blaut tuska í andlit
þeirra Englendinga sem vildu sjá
heimamann í stöðunni en Steve
McClaren og Sam Allardyce voru
hvað mest orðaðir við landsliðs-
þjálfarastöðuna sem Sven Göran-
Eriksson mun stíga úr eftir HM í
sumar. - hþh
Leit enska knattspyrnusambandsins að arftaka Sven-Göran Eriksson fer að ljúka:
Scolari boðið að taka við
SCOLARI Þarf líklega ekki að hugsa sig tvisvar um áður en hann svarar enska knattspyrnu-
sambandinu enda er starfið eitt það eftirsóttasta í heimi. NORDICPHOTOS/AFP
GOLF Ólöf María Jónsdóttir og
Birgir Leifur Hafþórsson standa í
ströngu þessa dagana en bæði
luku fyrsta keppnisdegi á Áskor-
endamótaröðum í golfi í gær. Ólöf
María er að keppa á opna Tenerife-
mótinu á Spáni en Birgir Leifur
keppir á sterku móti á Ítalíu.
Birgir Leifur lauk keppni í gær
einu höggi yfir pari en hann lék á
72 höggum. Hann fékk þrjá skolla
(+1) og tvo fugla (-1) á hringnum.
Birgir er í 82.-104. sæti af alls 168
kylfingum en bestu skor dagsins
komu frá tveimur Englendingum
sem deila efsta sætinu á sjö högg-
um undir pari. Þetta er fyrsta
mótið sem Birgir Leifur tekur þátt
í á þessu keppnistímabili en hann
endaði í 85. sæti á styrkleikalista
Áskorendamótaraðarinnar á síð-
asta ári, sem er besti árangur hans
á mótaröðinni til þessa.
Ólöf María náði sér engan veg-
inn á strik á fyrsta keppnisdegi
þrátt fyrir að sýna lipra takta inni
á milli. Ólöf María lauk keppni á
sjö höggum yfir pari en efstu
konur á mótinu voru tveimur
höggum undir pari. - hþh
Birgir Leifur og Ólöf María:
Bæði nokkuð
frá sínu besta
ÓLÖF MARÍA Er á Spáni þar sem hún keppir
á opna Tenerife-mótinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA