Fréttablaðið - 28.04.2006, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 28.04.2006, Blaðsíða 38
2 Ingibjörg er stór framleiðandi garð- plantna og er þekkt fyrir vandaða vöru. Hún hefur rekið eigin gróðr- arstöð í Hveragerði í 25 ár, ásamt fjölskyldu sinni, og er því búin að safna sér drjúgri reynslu í sarpinn af ræktun hinna ýmsu tegunda. Fyrri hluta ársins snýst líf hennar um garðplönturnar og þegar þeirri ver- tíð lýkur eru gróðurhúsin hreinsuð og vinna við jólastjörnurnar tekur við. Vinnudagurinn er langur hjá Ingibjörgu á þessum árstíma. Hún er með hundruð þúsunda plantna af ótal tegundum í uppvexti á svæði sem áður heyrði sjö gróðrarstöðv- um til. Tíu þúsund fermetrar eru undir plasti og gleri, auk þess sem hluti ræktunarinnar fer fram undir berum himni. „Það er að minnsta kosti enginn tími til að láta sér leið- ast,“ segir hún brosandi þegar hún er spurð út í verkefnin. Helst kveðst hún hafa slæma samvisku gagnvart yngstu dótturinni, sem hún kallar ellistyrkinn sinn, sem finnst stund- um erfitt að skilja af hverju mamma og pabbi þurfi alltaf að vera að vinna. Það er talsvert fyrir hverri plöntu haft, frá því að fræinu er sáð og þar til hún er tilbúin að fegra umhverf- ið með útsprungnum blómum. Hún þarf vatn að drekka með vissu milli- bili og æ meira vaxtarrými eftir því sem hún þroskast. Svo þarf að passa upp á hitastigið sem hvorki má vera of hátt né of lágt. Þó að jarð- varminn sé vinur litlu plantnanna hennar Ingibjargar og vorhret nái ekki til þeirra þá verða þær smátt og smátt að venja sig við svalann sem bíður þeirra þegar þær verða stórar. „Ég legg mikla áherslu á að herða plönturnar vel í uppvextinum, svo þær þrífist og dafni þegar í garðana er komið,“ segir ræktunarkonan. Spurð hvort bláleit blöð á stjúpum séu hreystimerki brosir hún góðlát- lega að fákunnáttu blaðamanns og segir bláa litinn til merkis um að plantan hafi orðið fyrir sjokki vegna kulda. Það þurfi hins vegar ekki að skaða hana til frambúðar. Mörg handtök eru við sáningu, grisjun og vökvun en ýmiss konar tækni léttir líka störfin. Sumum tegundum er sáð með vél og jafnvel priklað í stærri ílát með vél líka. Það er þó umhyggjan fyrir lífi þessara litlu plantna sem öllu máli skiptir og af henni á Ingibjörg nóg. Leggur áherslu á að herða plönturnar vel fyrir sumarið Til að við getum prýtt garðana okkar með hraustlegum og sællegum sumarblómum þarf fólk eins og Ingibjörgu Sigmundsdóttur í Hveragerði. Ingibjörg við vermireit með sumarnellikum. FRÉTTABLAÐIÐ/GUN Bakki með flauelsblómum sem bíða. Blómin yfir og allt um kring. ■■■■ { hús & garðar } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Falleg garðhúsgögn fást víða og það er einstaklingsbundið eftir hverju fólk er að leita. Á meðan einhverjir vilja vegleg tréhúsgögn vilja aðrir létt og þægileg húsgögn úr plasti sem auðvelt getur verið að færa til eftir þörfum. Flestir ættu þó að finna eitthvað við sitt hæfi því úrvalið er mikið í íslenskum verslunum. Húsgögn í garðinn Þegar vorar vilja flestir geta haft það huggulegt úti í garði í góða veðrinu. Garðhús- gögn úr Habitat. Heilan leikvöll eins og þennan hafa margir sumarhúsaeigendur slegið saman í, en svona leikvelli má fá fyrir minna en margir halda. Þessi leiktæki eru frá Barnsmiðjunni en í sumar verður hægt að kaupa hoppkastala þar. Vönduð og vottuð róla eins og þessi sem er frá Jóhanni Helga & co. er öruggt leik- tæki fyrir unga jafnt sem aldna. Leiktæki inni í einkagörðum eru alltaf að verða algengari og algeng- ari sjón og eru trampólínin án efa nærtækasta dæmið. Sala á litlum sem stórum leiktækjum hefur einn- ig aukist mjög undanfarin ár og eru ástæðurnar fyrir því tvær helstar. Hin mikla fjölgun sumarbústaða hérlendis hefur ýtt undir þörf fyrir fjölbreyttari afþreyingu við þá og eins hafa gæði leiktækjanna aukist og þau eru öruggari og skemmti- legri. Hreyfing er börnum holl og þess vegna er gaman þegar börnin geta skemmt sér um leið. Ekki spillir fyrir þegar leikurinn fer fram í öruggu umhverfi í garðinum heima. Örugg skemmtun í garðinum heima Gæði útileiktækja hafa aukist gífurlega á undanförnum árum sem gerir það að verkum að slík leiktæki eru ekki einungis raunhæfur heldur mjög skemmtilegur kostur í garðinn og við sumarbústaðinn. Þessi ungi en hressi piltur skemmtir sér greinilega vel við þessi útileiktæki. Þau er auðvelt að taka í sundur og flytja þannig á milli staða. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.