Fréttablaðið - 28.04.2006, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 28.04.2006, Blaðsíða 80
48 28. apríl 2006 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? APRÍL 25 26 27 28 29 30 1 Föstudagur ■ ■ SJÓNVARP  19.00 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  20.00 Motorworld á Sýn.  23.00 NBA á Sýn. Útsending frá leik í úrslitakeppninni. KR-ingar hafa náð samkomulagi við Benedikt Guð- mundsson um að hann taki að sér þjálfun meist- araflokks liðsins í körfubolta. Benedikt snýr því aftur á heimaslóðir en hann var um árabil þjálfari yngri flokka hjá KR áður en hann tók við liði Fjölnis fyrir þremur árum. Benedikt tekur við af Herberti Arnarssyni sem þjálfaði KR á nýafstaðinni leiktíð, en körfuknattleiksdeildin ákvað að framlengja ekki samninginn við hann. „Það er sannkallað gleðiefni að Benedikt skuli vera kominn aftur til KR. Hér á bæ eru menn mjög kátir,“ sagði Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, við Fréttablaðið í gær en Benedikt mun skrifa undir þriggja ára samning á næstu dögum. „Við ætlum reyndar að halda honum miklu lengur en það,“ bætti Böðvar við og hló við. „Hann er góður KR-ingur og þekkir innviði félagsins mjög vel. Við bindum miklar vonir við komu hans,“ sagði Böðvar. Auk þess að sjá um þjálfun meistara- flokksins er fyrirhugað að Benedikt hafi yfirumsjón með svokölluðum „elítuæfing- um“ hjá yngri leikmönnum félagsins, en þar mun 8-10 manna hópur æfa nokkrum sinnum í viku undir handleiðslu Benedikts og Inga Þórs Steinþórssonar, yfirþjálfara yngri flokka hjá KR. „Við teljum að slíkar aukaæfingar skili gríðarlega miklu til leikmanna. Benedikt hefur áður verið með leikmenn á aukaæfing- um sem síðan hafa náð frábær- um árangri, menn eins og Jón Arnór Stefánsson, Helga Má Magnússon og Magna Haf- steinsson,“ sagði Böðvar. Ekki náðist í Benedikt vegna málsins í gær en hann er erlendis í fríi. KÖRFUKNATTLEIKSDEILD KR: BÚIN AÐ RÁÐA NÝJAN MANN Í BRÚNA Benedikt kominn „heim“ FÓTBOLTI Bjarni Þór Viðarsson, unglingalandsliðsmaður og miðjumaður hjá Everton í ensku úrvalsdeildinni, segist munu verða tilbúinn í slaginn ef hann fær tækifæri með Everton í síð- ustu tveimur leikjum liðsins á tímabilinu, gegn Middlesbrough á morgun og gegn WBA um næstu helgi. David Moyes, knattspyrnu- stjóri liðsins, sagði við enska fjöl- miðla í fyrradag að það kæmi vel til greina að leyfa efnilegustu leikmönnum liðsins að spreyta sig í leikjunum sem eftir væru, og var Bjarni Þór einn þriggja leikmanna sem hann nefndi í því sambandi. Nýleg meiðsli miðju- mannsins Tim Cahill eru aðeins til þess að auka líkur Bjarna Þórs á að fá tækifæri en auk þess verð- ur Lee Carsley í banni á báðum leikjunum og þá er Mikel Arteta enn frá vegna meiðsla. Bjarni gerir sér góðar vonir um að vera valinn í átján manna hópinn sem fer í leikinn gegn Middlesbrough en það skýrist þó ekki fyrr en eftir æfingu í dag. „Ég tel ágætar líkur á því að ég verði valinn í hópinn og er að sjálfsögðu mjög spenntur. Ég er ánægður með frammistöðu mína með varaliðinu í vetur og finnst ég alveg eiga skilið að fá tæki- færi,“ segir Bjarni Þór. Hann telur að það skipti miklu máli að hann standi sig vel. „Þá sér stjór- inn að ég er tilbúinn og það er mikilvægt upp á næstu leiktíð að gera. Það yrði rosalega gaman að fá tækifæri og ég verð tilbúinn ef kallið kemur,“ sagði Bjarni Þór, en hann hefur einu sinni verið í leikmannahópi Everton í úrvals- deildinni, gegn Newcastle hinn 25. febrúar sl., en þá fékk hann ekki að spreyta sig. - vig Bjarni Þór Viðarsson inni í myndinni hjá Everton: Mikilvægt að standa sig ef kallið kemur BJARNI ÞÓR VIÐARSSON Gæti fengið að spila gegn Middlesbrough á morgun. > Njarðvík fyrsti kostur Friðrik Stefánsson, besti leikmaður Íslandsmótsins í körfubolta, segir ekkert hæft í þeim orðrómi að hann sé á leið frá Njarðvíkingum og þá hugsanlega til grannanna í Grindavík. Vangaveltur um að Friðrik kynni að vera á leið frá Njarðvík hafa lifað góðu lífi á spjall- rásum internetsins í nokkurn tíma en Friðrik segir að lítið vit sé í þeim. En engu að síður er samningur hans við Njarðvík að renna út og er ljóst að mörg lið munu hafa áhuga á að fá leikmanninn í sínar raðir. „Ég mun setjast niður með Njarðvíkinginum þegar við erum búnir að fagna. Það liggur ekk- ert á. En Njarðvík er fyrsti kostur og það hefur aldrei verið á stefnuskránni hjá mér að fara annað,“ bætti Friðrik við. KÖRFUBOLTI Íbúar Stykkishólms voru harmi slegnir þegar Bárður Eyþórsson ákvað að yfirgefa her- búðir Snæfells eftir ötult fimm ára starf hjá félaginu. Bárður var vítamínsprautan í körfuboltanum í Stykkishólmi en hefur nú tekið við ÍR. Margir töldu að erfitt yrði fyrir Snæfellinga að halda körfu- boltanum gangandi í Hólminum og leikmenn myndu flykkjast suður eftir brotthvarf Bárðar. Sú er þó ekki raunin. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins ætla Snæfellingar að reyna að fá Pál Axel Vilbergsson og Pál Kristinsson til liðs við sig frá Grindavík. Reynsluboltinn Páll Axel skoraði yfir tuttugu stig í leik fyrir Grindavík í vetur og var valinn í lið ársins af leikmönn- um og þjálfurum deildarinnar í lokahófi KKÍ um síðustu helgi. „Ég tel það ekki líklegt að ég yfirgefi herbúðir Grindvíkinga en ef mér býðst tilboð frá Snæfelli mun ég skoða það. Ég ætla ekki að neita neinu á þessu stigi málsins en þó eru mun meiri líkur á að ég verði áfram í Grindavík. Félagið vill hafa mig hér áfram og mér líður vel hér,“ sagði Páll Axel við Fréttablaðið í gær. Páll nafni hans Kristinsson sagðist ekki vera ákveðinn í því hvar hann spilaði á næstu leiktíð en báðir eru þeir á samningi hjá Grindavík. Snæfellingar munu ekki láta staðar numið í Grindavík heldur er Sigurður Þorvaldsson, sem lék með liðinu áður en hann hélt í atvinnumennsku í Hollandi, mjög ofarlega á óskalista félagsins. Sig- urður sagði í samtali við Frétta- blaðið í gær að hann hefði enn ekki gert upp við sig hvar hann hygðist spila á næstu leiktíð en viður- kenndi fúslega að Snæfell væri ofarlega í huga hans. Sigurður hefur játað því að mörg félög vilji fá hann í sínar raðir en líklegast er að ÍR og Snæ- fell berjist um landsliðsmanninn. Bárður er kominn til ÍR, sem er uppeldisfélag Sigurðar. Snæfellingar eru jafnframt í leit að erlendum þjálfara og hafa eyrnamerkt nokkra slíka sem lík- legt er að muni hefja viðræður við félagið á næstunni. Þeir eru þrír talsins og eru frá Ungverjalandi, Englandi og Bandaríkjunum en þeir munu allir hafa mjög gott orð á sér. Snæfellingar voru einnig að skoða annan Bandaríkjamann en hafa hætt við að fá hann til sín. Það er því ljóst að áframhald verður á því virka starfi sem hefur verið í körfuboltanum í Stykkis- hólmi undanfarin ár. hjalti@frettabladid.is Snæfellingar eru stórhuga fyrir næsta keppnistímabil Þótt hún hafi misst þjálfara sinn, Bárð Eyþórsson, er körfuknattleiksdeild Snæ- fells langt frá því að vera dauð úr öllum æðum. Þeir í Hólminum hyggjast ráða erlendan þjálfara og næla sér í feitustu bitana á leikmannamarkaðnum. TVEIR LANDSLIÐSMENN Þeir Páll Axel Vilbergsson og Páll Kristinsson hafa á undanförn- um árum sannað sig og eru tveir af albestu íslensku leikmönnunum í úrvalsdeildinni og myndu styrkja hvaða lið í deildinni sem er. Snæfellingar vilja fá nafnana úr Grindavík í Hólminn á næsta tímabili. FRÉTTABLAÐIÐ/VILLI FÓTBOLTI Stjórn knattspyrnudeild- ar FH stendur enn fast við þá ákvörðun sína að leyfa Jónasi Grana Garðarssyni, leikmanni liðsins, ekki að fara til annars félags í Landsbankadeildinni, þrátt fyrir að vera undir miklum þrýstingi frá stuðningsmönnum liðsins. Þeir hafa verið duglegir að tjá sig á spjallvef liðsins á netinu og lýst yfir furðu sinni á því af hverju FH vill aðeins leyfa honum að fara til liðs í neðri deildunum, en Jónas Grani hefur ekki átt fast sæti í liðinu og hefur beðið um að fá að fara frá félaginu. Pétur Stephensen, fram- kvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH, sagði við Fréttablaðið í gær að stjórnin myndi ekki láta undan þessum þrýstingi. „Við virðum þessar skoðanir sem hafa verið viðraðar á spjallsíðunum en það hefur alltaf legið ljóst fyrir að við erum ekki að láta Jónas Grana, né nokkurn annan leikmann FH, fara til annars úrvalsdeildarfélags svona stuttu fyrir mót,“ sagði Pétur. - vig Stjórnarmenn FH: Láta ekki undan þrýstingi KNATTSPYRNUDEILD FH Stendur ennþá fast á sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR HANDBOLTI Sigfús Sigurðsson, landsliðsmaður í handbolta og leikmaður Magdeburg, fær að vita örlög sín fljótlega. Sigfús býst við símtali frá þjálfara liðsins og við hann ætlar línumaðurinn sterki að ræða um framtíðarsýn hans. „Ef þjálfarinn vill nota mig en yfirmaður handknattleiksmála vill bola mér í burtu er málið alveg skýrt, ég verð bara áfram hjá Magdeburg. Ef ég á aftur á móti ekki að fá að spila þá sé ég enga ástæðu til að vera hérna áfram,“ sagði Sigfús við Fréttablaðið í gær. Hann hefur verið í ströngum samningaviðræðrum við danska félagið Holstebro, sem vill ólmt fá hann í sínar raðir. „Ég hef gert þeim tvö gagntil- boð og loksins er að komast skrið á viðræðurnar. Ef þeir koma með sömu hækkun og þeir hafa gert er við komin með mjög ásættanlega niðurstöðu. Það er að hluta til betra að vera þar en í Þýskalandi þar sem ég er ekkert unglamb lengur og í Danmörku er minna álag. Maður finnur fyrir því að beinin eru tekin að rýrna enda er ég stór og mikill maður og því er meira álag á álagspunkta. Ég horfði því svolítið til þess að fara að komast í aðeins minna álag,“ sagði Sigfús, sem er eftirsóttur af mörgum liðum í Þýskalandi. - hþh Sigfús Sigurðsson: Framtíðin fer að skýrast EFTIRSÓTTUR Sigfús hefur úr nægum tilboðum að velja, bæði í Danmörku og Þýskalandi. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR Annað tap Íslands Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði mark Íslands í 2-1 tapi fyrir Dönum í undan- riðli Evrópumóts U19 kvennaliða. Leikið er í Rúmeníu en íslensku stelpurnar mæta þeim rúmensku í lokaleiknum á morgun. Ísland varð að lúta í gras, 7-1, í fyrsta leiknum fyrir Englendingum, sem unnu Rúmena, 8-2, í gær. ������������� �������� ��������������� ����������������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.