Fréttablaðið - 28.04.2006, Blaðsíða 86
28. apríl 2006 FÖSTUDAGUR54
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
Opið alla laugardaga 10-14
Lokað á morgun laugardag,
því við verðum á
Stamford Bridge að sjá leik
Chelsea - Man Utd.
Sjáumst hress á þriðjudag, boltakveðjur
GEIR, VILLI, SIGGI, AUÐUNN, HÖGNI,
GOGGI, KWA OG MATTI.
LÁRÉTT
2 plat 6 þys 8 spíra 9 stykki 11 hröð
12 dá 14 svipað 16 2 eins 17 dýra-
hljóð 18 for 20 frá 21 íþróttafélag.
LÓÐRÉTT
1 löngun 3 skyldir 4 ofbjóða 5 loft-
þrýstieining 7 piltur 10 frostskemmd
13 spil 15 illgresi 16 kóf 19 guð.
LAUSN
LÁRÉTT: 2 gabb, 6 ys, 8 ála, 9 stk, 11
ör, 12 trans, 14 álíka, 16 kk, 17 urr, 18
aur, 20 af, 21 fram.
LÓÐRÉTT: 1 lyst, 3 aá, 4 blöskra, 5 bar,
7 strákur, 10 kal, 13 níu, 15 arfi, 16 kaf,
19 ra.
LEIÐRÉTTING
Í fyrirsögn á forsíðu Fréttablaðsins í gær var misritað að lágt gengi dollarans
gæti haft áhrif á tónleikahald hér á
landi en eins og greinilega kemur fram í
meginmáli greinarinnar er það hátt gengi
dollarans sem gæti haft þessi áhrif.
Ég tók eftir því um daginn hvað við erum fljót
að aðlagast nýjum hlutum og venjum. Ég hef til
dæmis alltaf grafið undan þeim sem hafa það
að sið að sleikja eyru! Svo sagði ein vinkona mín
mér á smá trúnó að kærastinn hennar sleikti á
henni eyrun til að kveikja í henni. Að sjálfsögðu
sagði ég „oj“ áður en hún náði að klára að segja
mér alla söguna og kúgaðist við tilhugsunina
um að tungan hans réðist af ákefð á eyrun á
henni. Ég gat reyndar verið sammála henni um
að smá eyrnasneplanart og dútl gæti verið sexí
en að troða tungunni allri upp í hlustina fannst
mér of mikið af hinu góða. Hún sagði mér að
þetta hefði líka verið hennar skoðun þangað til
hún hefði fundið eitt stykki eyrnasjúkling. Þá
hefði hún lært að meta listina og með tímanum
hefði hún snúist yfir á það að fátt væri jafn
eldfimt og eyrun á henni.
Þá fór ég að hugsa og mundi að ég hef lært að
meta svona undarlegan hlut sjálf. Sjálfur hlutur-
inn er af þeim toga að ég get eiginlega ekki sagt
það upphátt. Ég get þó sagt ykkur að í fyrsta
sinn sem maður reyndi þetta á mig missti ég
andlitið og hló eins og brjálæðingur innra með
mér. Á eftir hinu innra hláturskasti vöknuðu
hjá mér margar spurningar um náungann sem
heilbrigðan einstakling. Í tilraun minni til að
líta framhjá litlum og ómerkilegum hlut komst
ég að því að maðurinn var ekki skrítinn heldur
snillingur!
Hins vegar geta svona venjur verið undarlegar
og hreinasti dónaskapur. Sem dæmi má nefna
náunga sem tók alltaf um rassinn á mér þegar
við vorum á almannafæri eins og það væri
bara fullkomlega eðlilegt og ekkert við það að
athuga. Mér fannst það gersamlega óviðunandi
og tókst ekki að horfa framhjá því. Sá sami hafði
einnig þann ósið að vera sjúkur í að kyssa mig
þegar við vorum í kringum fólk. Ég er bara
ekki þannig gerð að ég fíli það að vera í
sleik fyrir framan aðra. Mér finnst það
vera hlutur sem ég og minn gerum í ein-
rúmi. Fyrir utan að þetta sé ósæmandi
má ekki gleyma því að þetta er argasti
dónaskapur við þá sem eru í kring.
Hvað haldiði að fólk langi til að horfa á
aðra í sleik og að strjúka rassa? Flestir fara
hjá sér þegar þeir sjá það í sjónvarpinu, hvað
þá með berum augum!
En svona að öllu gamni slepptu held ég
að staðreyndin sé sú að þarna úti eru ansi
margir hlutir sem við höfum fordæmt áður
en við höfum reynt þá. Svo þegar einhver
þorir að láta á reyna komumst við að því
að það er svo miklu meira til sem er þess
virði að prófa. Eitt er víst; við erum aldrei of
gömul til að læra eitthvað nýtt!
REYKJAVÍKURNÆTUR: HARPA PÉTURSDÓTTIR ER ALLTAF TIL Í AÐ LÆRA EITTHVAÐ NÝTT
Það er aldrei of seint að prófa!
Kvikmyndaframleiðandandum
Ingvari Þórðarsyni hefur verið
boðið að taka þátt í ráðstefnunni
„Producers on the move“ á Cannes-
kvikmyndahátíðinni í Frakklandi
sem fram fer dagana 17.-28. maí.
Um er að ræða dagskrá þar sem 22
evrópskir kvikmyndaframleiðend-
ur fá tækifæri til að kynna sig og
verk sín fyrir hver öðrum, blaða-
mönnum og kvikmyndaheiminum
en dæmi eru um að mörg sam-
starfsverkefni hafi orðið til út frá
þessum fundarhöldum, sem standa
í þrjá daga.
Ingvar hefur farið á kvikmynda-
hátíðina í Cannes síðastliðin tíu ár
en hann hefur aldrei áður tekið
þátt í „Producers on the move“ og
er því að vonum spenntur. „Þetta
eru alvöru framleiðendur sem ég
mun hitta þarna og ég fer bara með
opnum hug. Það er aldrei að vita
hvað kemur út úr þessu,“ segir
Ingvar. Nóg er um að vera hjá kvik-
myndafyrirtæki hans, Kisi
Production, en í sumar hefjast
tökur á myndinni Astropia og á
næsta ári er fyrirhugað að tvær
myndir fari í framleiðslu. Að sögn
Ingvars væri ekki verra ef sam-
starfsaðilar fyrir þær myndir
fyndust á hátíðinni. „Það er nóg um
að vera hjá okkur þannig að ég býst
við að öðrum framleiðendum finn-
ist ekki síður spennandi að komast
í samstarf við Ísland en okkur við
þá.“ Ár hvert velur kvikmynda-
sjóður hvers lands framleiðendur
til þess að taka þátt í „Producers on
the move“ og telur Ingvar að vel-
gengni kvikmyndarinnar Strákarn-
ir okkar hafi haft eitthvað með það
að gera að hann var valinn að þessu
sinni. Þess má líka geta að kappinn
fer afar vel vopnaður á hátíðina
því kvikmyndin Den Brysomme
mannen sem er samstarfsverkefni
Kisa og norsks kvikmyndafram-
leiðanda tekur þátt í Critic‘s Week
á hátíðinni.
- snæ
Ingvar á Cannes-hátíðina
Á LEIÐ TIL CANNES Ingvar Þórðarson fer vel
vopnaður til Cannes en kvikmyndin Den
Brysomme mannen sem er samstarfsverk-
efni við Norðmenn tekur þátt í Critic´s Week.
Sjónvarpsþátturinn Amma er í
framboði verður frumsýndur í
Ríkissjónvarpinu um miðjan
næsta mánuð.
Þátturinn var framleiddur af
nemendum í meistaranámi við
verkefnastjórnun, MPM, við
Háskóla Íslands og fjallar um
samfélags- og þjóðmál fyrir ungt
fólk. Markmið hans er að hvetja
ungt fólk til að sýna ábyrgð og
nýta kosningarétt sinn. Verður
þátturinn sýndur rétt fyrir sveita-
stjórnarkosningarnar í vor. Jón
Gnarr er umsjónarmaður þáttar-
ins, sem er í heimildarmyndastíl
en þó með léttu ívafi.
„Við vorum með fullt af hug-
myndum sem við settum síðan í
kerfi. Þar kom upp að þetta verk-
efni uppfylti best þau skilyrði sem
við gerðum til verkefnisins sem
yrði fyrir valinu. Þetta snerist um
að gera áætlun og framkvæma
hana síðan,“ segja framleiðendur
þáttarins, sem eru fimm talsins;
þau Ragnar Már Ragnarsson, Anna
Katrín Guðmundsdóttir, Baldur
Eiríksson, Laufey Karlsdóttir og
Linda Rut Benediktsdóttir.
„Við vildum reyna að brúa bilið
á milli stjórnmála og áhuga ungs
fólks á þeim því ungt fólk hefur
margt að segja en fær einhvern
veginn ekki nógu góð tækifæri til
að koma skoðunum sínum á fram-
færi,“ segja þau. „Við vildum líka
vekja athygli stjórnmálamanna á
viðhorfum unga fólksins.“
Bæta þau við að erfiður róður
hafi verið að fjármagna gerð þátt-
arins. Þrátt fyrir að margir hafi
verið ánægðir með gerð hans hafi
færri verið tilbúnir að setja pen-
inga í verkið og því hafi fjármögn-
unin tekið sex vikur í stað þeirra
tveggja sem þau bjuggust við.
Í tengslum við verkefnið var
framkvæmd könnun á meðal ungs
fólks og nýttust niðurstöðurnar
hópnum við gerð þáttarins. Náði
könnunin til 158 ungmenna á aldr-
inum 18 til 21 árs í fimm fjöl-
brauta- og menntaskólum. Í henni
kemur m.a. fram að aðeins þriðj-
ungur aðspurðra vissi hvaða kosn-
ingar færu fram í vor og aðeins 35
prósent töldu að atkvæði sitt
skipti mjög eða frekar litlu máli.
Jafnframt ætluðu 44 prósent ung-
mennanna ekki að nýta kosninga-
rétt sinn í sveitarstjórnarkosn-
ingunum.
Í þættinum sýnir Jón Gnarr
takta sem ættu að vekja ungt fólk
til umhugsunar um þjóðfélagið
sem það býr í. Fer hann á flakk og
hittir fólk á förnum vegi og er
jafnframt með sínar eigin pæling-
ar þess á milli. „Þetta eru oft
skringilegar spurningar hjá
honum en þetta ætti að fá fólk til
að hugsa meira um stjórnmál,“
segir vinnuhópurinn, sem verður
á Hótel Nordica á morgun klukk-
an 15.30 til að kynna verkefnið
ásamt Jóni Gnarr.
freyr@frettabladid.is
SJÓNVARPSÞÁTTURINN AMMA ER Í FRAMBOÐI: FRUMSÝNDUR Í MAÍ
Hvetja ungt fólk áfram
FRAMLEIÐENDURNIR Hópur nemenda í meistaranámi í verkefnastjórnun við verkfræðideild Háskóla Íslands framleiddi þáttinn.
FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
HRÓSIÐ
...fá söngkonurnar Ragnheiður
Gröndal og Eivör Pálsdóttir sem
hafa leitt saman hesta sína en
saman mynda þær hrífandi
dúett.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði,
upplýsir það í vefdagbók
sinni á síðunni haddi.is
að tónlistarmaðurinn
Mugison stefni að
því að reisa hljóðver
í bænum og þeir hafi
á mánudaginn undirritað viljayfirlýsingu
þess efnis að tónlistarmanninum verði
úthlutuð lóð undir einbýlishús og hljóð-
ver við Suðurtanga. „Í dag undirrituðum
við Örn Elías sem er betur þekktur
sem Mugison viljayfirlýsingu um að
úthluta honum lóð undir einbýlishús
og hljóðver skv. nýju rammaskipulagi
í Suðurtanga á Ísafirði.“ Bæjarstjórinn
segir nýja hverfið á Suðurtanga bjóða
upp á marga nýja möguleika og að um
spennandi kost við þróun byggðarinn-
ar á eyrinni sé að ræða. „Með þessu
rammaskipulagi erum við að
skapa skemmtilega fram-
tíðarsýn sem Mugison sér
mikil tækifæri í og þess
vegna ánægjulegt að
hann skuli ætla sér að
byggja á svæðinu.“
Risaveggspjald með nærfataauglýsingu frá Calvin Klein hefur vakið upp deilur
í Svíþjóð á síðustu dögum. Skiltið sýnir
sænsku knattspyrnuhetjuna Fredrik
Ljungberg og fyrirsætuna Natalíu Enligt
í munúðarlegum stellingum í nærbuxum
frá CK einum fata. Til stóð að hengja
auglýsingaskiltið utan á byggingu við Stur-
eplan sem hýsir meðal annars skrifstofur
KB banka í Stokkhólmi. Skipulagsyfirvöld
komu í veg fyrir áformin þar sem vegg-
spjaldið þykir líklegt til að særa blygðunar-
kennd vegfarenda. Blaðamaður Expressen
taldi bankann standa á bak við bannið og
sagði að Íslendingum væri nær að
leysa sín „mörgæsavandamál“
heima fyrir áður en þeir sneru
sér að öðrum. Hans Lineblad
yfirmaður hjá CK í Svíþjóð er
að vonum óhress með þessa
meintu skerðingu á tjáning-
arfrelsi en skellir skuldinni
alfarið á skipulagsyfirvöld.