Fréttablaðið - 28.04.2006, Blaðsíða 4
4 28. apríl 2006 FÖSTUDAGUR
LAGERSALA
50%
AFSLÁTTUR
AF ÖLLU !
OPIÐ 11-19
FELLSMÚLA 28
(GAMLA WORLD CLASS HÚSINU)
21. apríl
kl. 0:00
23. apríl
kl. 0:00
25. apríl
kl. 0:00
27. apríl
kl. 0:00
25 sm3
á sek.
629 sm3
á sek.
HLAUP Rennsli í Eldvatn við Ása er
enn ekki komið í sama horf og fyrir
Jökulsárhlaupið.
Á korti Vatnamælinga Orku-
stofnunar sést að á mótum miðviku-
og fimmtudags var rennslið í ána
rúmir 56 rúmmetrar á sekúndu.
Föstudaginn 21. apríl, daginn sem
það hófst og tveimur og hálfum degi
áður en hlaupið náði hámarki, var
rennslið rúmir 25 rúmmetrar á sek-
úndu. Rennslið náði mest tæpum
629 rúmmetrum á sekúndu.
Hlaupið er hið fertugasta og
annað síðan 1955 sem mælt er af
Vatnamælingum Orkustofnunar, en
þá hættu hlaupin að fara inn í Langa-
sjó og bárust út í Skaftá. - gag
Jökulsárhlaupi að ljúka:
Ekki komin í
sama horf
MÆLINGAR VIÐ ELDVATN VIÐ ÁSA
Hér sést rennsli í ána á vikutímabili.
Sekt fyrir fíkniefni Bónda var í gær
gert að greiða 45.000 króna sekt fyrir að
hafa fíkniefni í fórum sínum. Lögreglan í
Borgarnesi fann eitt gramm af hassi, 0,03
grömm af amfetamíni og 0,7 grömm af
tóbaksblönduðu kannabisefni á heimili
hans.
DÓMSMÁL
Íslenskur fulltrúi Svía Ása Jó-
hannsdóttir verður fulltrúi Södertälje í
landskeppni Svía um frumlegustu og
efnilegustu nýju fyrirtækin í landinu síð-
ustu þrjú árin. Ása hefur rekið fyrirtækið
Ása Jóhannsdóttir grafisk design í tvö ár.
SVÍÞJÓÐ
DÓMSMÁL Maður var fundinn sekur
og hlaut tveggja mánaða skilorðs-
bundinn dóm fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær vegna tilefnis-
lausrar árásar á lögreglumann á
Austurvelli fyrir ári.
Hlaut lögreglumaðurinn nokk-
ur meiðsl vegna átaka sinna við
manninn en hann hafði áður haft í
hótunum við lögreglumennina,
sem fóru þess á leit að hann gerði
grein fyrir sér þar sem hann lá á
bekk á Austurvelli. Maðurinn
hlaut skilorðsbundinn dóm þar
sem hann hefur aðeins einu sinni
áður komist í kast við lögin. Var
hann einnig dæmdur til greiðslu
miskabóta. - aöe
Réðst á lögreglumann:
Fékk tveggja
mánaða dóm
UMFERÐARMÁL Sérfræðingar í
umferðarmálum hér á landi telja
nauðsynlegt að opna svæði fyrir
áhugamenn um akstursíþróttir til
þess að draga úr hraðakstri innan
bæjarmarka.
Guðbrandur Sigurðsson, aðal-
varðstjóri lögreglunnar í Reykja-
vík, lýsti því yfir í viðtali við
Fréttablaðið á dögunum að ofsa-
akstur á götum innan bæjarmarka
væri vaxandi vandamál sem þyrfti
að bregðast við.
Sigurður Helgason, forstjóri
Umferðarstofu, telur opið
aksturssvæði, þar sem ökumenn
bifreiða og mótorhjóla gætu komið
saman, vel til þess að fallið að
draga úr ofsaakstri innan bæjar-
marka. „Það þarf að skapa aðstöðu
fyrir þá sem telja sig hafa þörf
fyrir að aka hratt. Mikilvægt er að
ökumenn fari að öllum reglum og
að aðstæður á svæðinu séu allar
hinar öruggustu.“
Ólafur Guðmundsson, sem á
sæti í Umferðarráði, tekur undir
þetta með Sigurði og telur glanna-
legan akstur vera viðverandi
vandamál. „Það eru ekki mörg
lönd í Evrópu sem eru ekki með
aksturssvæði fyrir ökumenn þar
sem þeir geta sinnt áhugamáli
sínu og þess vegna er nauðsynlegt
að því verði fundinn góður staður.
En svæðið er ekki allt, heldur
þurfa ökumenn að tileinka sér aga
og aksturslag sem samfélagið
samþykkir.“ - mh
Vilja koma upp svæði fyrir bílaáhugamenn:
Hraðakstur af götum
ÓLAFUR GUÐMUNDSSON Ólafur og Sigurð-
ur Helgason, forstjóri Umferðarstofu, telja
nauðsynlegt að akstursíþróttaáhugamenn
fái svæði þar sem þeir geta sinnt áhugamáli
sínu. Ólafur sést á myndinni við kappakst-
ursbrautina í Monza. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓLAFUR
SVALBARÐI Norsku konungshjónin
komu til Longyearbyen, höfuð-
staðar Svalbarða, á miðvikudag til
að hefja formleg hátíðarhöld í til-
efni af 100 ára afmæli bæjarins.
Bandaríkjamaðurinn John
Monro Longyear hóf námugröft á
þessum stað árið 1906, að því er
fréttavefur Aftenposten greinir
frá. Fyrstu áttatíu árin var bærinn
lítið annað en búðir námuverka-
manna, en á síðustu tveimur ára-
tugum hafa vísindarannsóknir,
menntun og ekki síst ferðaþjón-
usta komið fleiri stoðum undir
mannlíf á þessum ysta norður-
hjara.
Nærri 1.900 manns af ýmsum
þjóðernum búa í bænum að stað-
aldri, en stjórnsýslan þar heyrir
undir Noreg. Þess er vænst að um
50.000 ferðamenn sæki Svalbarða
heim í ár, flestir á skemmtiferða-
skipum. - aa
Tímamót á Svalbarða:
100 ára afmæli
Longyearbyen
LONGYEARBYEN Höfuðstaður Svalbarða-
eyjaklasans. NORDICPHOTOS/AFP
VERÐHÆKKUN Heimsferðir hafa
hækkað verð á utanlandsferðum
fyrir sumarið um tólf prósent. Við-
skiptavinir fengu ekki færi á að
greiða upp pantaðar ferðir fyrir
verðbreytinguna. Ferð fyrir fjög-
urra manna fjölskyldu til Mall-
orca sem áður kostaði 201.580
krónur kostar nú 223.996. Munur-
inn er 22.416.
Aðar ferðaskrifstofur hækka
einnig verðið. Bæði Plúsferðir og
Úrval Útsýn, í eigu sömu aðila,
hækka verðið um tíu prósent 3.
maí. Ekki fengust handhægar upp-
lýsingar um verðhækkanir hjá
systurfélaginu Sumarferðum en
því er neitað að ferðirnar hafi
hækkað í tvígang um tíu prósent.
Viðskiptavinum ferðaskrifstof-
anna þriggja var öllum sent bréf á
netinu og í pósti og gefið tækifæri
á að greiða upp ferðir sínar fyrir
verðhækkunina.
Bjarni Hrafn Ingólfsson, mark-
aðsstjóri Heimsferða, segir ferða-
skrifstofuna fara að reglum sam-
gönguráðuneytisins. „Við breytum
verðinu nákvæmlega eins og allir
hafa gert það hingað til.“ Hann viti
ekki af hverju eigandi ferðaskrif-
stofanna þriggja fari aðra leið í
þetta sinn. „Gæfum við fólki færi á
að greiða ferðina upp fyrir verð-
hækkunina þýddi það að við tækj-
um alla kostnaðaraukninguna á
okkur. Einhvers staðar endar sá
kostnaður sem aðrar ferðaskrifstof-
ur taka á sig. Við vitum það öll að í
viðskiptum er það hjá viðskiptavin-
inum, þó síðar verði,“ segir Bjarni
og bætir við: „Þetta er engin óska-
staða fyrir okkur. Enginn er ánægð-
ur með að borga meira.“ Heims-
ferðir hugi vel að kostnaðarþættinum
og nái þar með að vera samkeppnis-
hæfar um verð.
Laufey Jóhannsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Plúsferða, segir
suma kjósa að greiða ferðirnar
síðar þrátt fyrir hækkunina. Flest-
ir borgi þó strax, jafnvel þó þeir
fari ekki fyrr en í ágúst: „Hér var
fjögurra manna fjölskylda sem
greiddi um 190 þúsund fyrir sólar-
landaferð. Hún ákvað að greiða
ferðina upp, annars hefði ferðin
hækkað um 24 þúsund krónur,“
segir Laufey: „Viðskiptavinurinn
kann mjög vel að meta að fá að
vita af verðhækkunum því þá á
hann valið.“
Tómas Thor Tómasson, fram-
kvæmdastjóri Apollo og Kuoni,
segir verðið hjá ferðaskrifstof-
unni í það minnsta haldast óbreytt
fram í miðjan maí: „Mér sýnist
stefna í um það bil fimm prósenta
hækkun á ferðum til Búlgaríu. En
nóg er að staðfesta ferðina og
verðið breytist ekki hækki flug-
félögin ekki sætaverðið.“
gag@frettabladid.is
Sóldýrkendur borga
tugþúsundum meira
Sólarlandaferðir hækka í verði, flestar um tíu prósent. Rekstrarstjórar Kuoni og
Apollo hafa þó ákveðið að hækka ekki verð í bili. Heimsferðir hækkuðu verð
án fyrirvara. Ekki gafst færi á að greiða upp pantaðar ferðir fyrir hækkun.
TÓMAS THOR
TÓMASSON Fram-
kvæmdastjóri Apollo
og Kuoni.
LAUFEY JÓHANNS-
DÓTTIR Fram-
kvæmdastjóri
Plúsferða.
GENGISBREYTINGIN KEMUR NIÐUR Á FERÐAÞYRSTUM ÍSLENDINGUM Fólk greiðir nú hjá
flestum ferðaskrifstofum meira fyrir ferðirnar í sólina. Hjá Heimsferðum hækkaði veðrið
um tólf prósent en um tíu prósent hjá Plúsferðum og Úrvali Útsýn.
Ölvunarakstur í Keflavík Einn
ökumaður var í nótt kærður fyrir meinta
ölvun við akstur af lögreglunni í Keflavík.
Sá var stöðvaður á Hafnargötu. Þrír
ökumenn voru kærðir fyrir að nota ekki
bílbelti, einn fyrir að tala í farsíma við
akstur bifreiðar án handfrjáls búnaðar.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Ók á 132 km hraða Fjórir ökumenn
voru kærðir af lögreglunni í Keflavík fyrir
of hraðan akstur í gær. Sá sem hraðast
ók var mældur á 132 kílómetra hraða
þar sem leyfður hraði er 90 kílómetrar.
Einn ökumaður var stöðvaður á Grinda-
víkurvegi og í ljós kom að hann var ekki
með ökuleyfi.
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 27.04.2006
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur 73,81 74,17
Sterlingspund 131,67 132,31
Evra 91,68 92,2
Dönsk króna 12,29 12,362
Norsk króna 11,782 11,852
Sænsk króna 9,824 9,882
Japanskt jen 0,6438 0,6476
SDR 107,94 108,58
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
KAUP SALA
127,5226