Fréttablaðið - 28.04.2006, Blaðsíða 47
11
Það er gróðursæld í
gluggakistunum hjá Aðal-
fríði Pálsdóttur húsfreyju
í Laugarnesinu. Þar for-
ræktar hún sumarblóm
með góðum árangri.
„Ég er aðallega með tvær tegund-
ir, bara af því að ég þekki þær og
gengur svo vel að rækta þær inni.
Það eru stjúpur og morgunfrúr,“
segir Aðalfríður sem kveðst sá fyrir
stjúpunum í byrjun mars og morg-
unfrúnum um páskaleytið. Hún er
með einn bakka af hvoru í byrj-
un. „Ég strái fræinu á moldina og
klappa lauslega ofan á. Svo set ég
plastpoka yfir og sting göt á hann
því moldin vill mygla ef hún nær
ekki til sín lofti. Ég hef plastið yfir
rétt á meðan fræin eru að spíra,
sem tekur svona viku. Þá fara litlir
angar að myndast og ég passa að
gefa þeim hæfilega mikla vökvun.“
Það er vika síðan Aðalfríður sáði
fyrir morgunfrúnni sem er þegar
farin að koma upp. En nú þarf
hún að kaupa meiri mold og dreifa
stjúpunum í stærra pláss. „Ég set
þær í lítil box, ýmist eina eða tvær
í hvert og þá tekur ræktunin meira
pláss en ég fylli þau skot sem ég
get. Manni finnst þetta ekkert alltaf
sniðugt á meðan allt er úti um allt
en það líður,“ segir hún brosandi.
Til að blómin vaxi ekki upp í spír-
ur hefur Aðalfríður þau í norður-
glugga. „Svo set ég þetta út á svalir
eins fljótt og ég get en kippi þeim
inn ef kólnar um of. Ég er samt ekki
byrjuð á því í vor því stjúpur eru
viðkvæmar svona ungar, það eru
svo fín á þeim blöðin.“
Aðalfríður kveðst ekki vera í
vandræðum með að koma blóm-
unum út því þau dreifist. Sum fari
að sumarbústaðnum, sum upp í
kirkjugarð, önnur kringum húsið og
afkomendurnir fá afganginn. „Ég á
gamansaman son og spurði hann
hvort hann vildi ekki fá hjá mér fræ
en hann var fljótur að svara: „Mér
Með garð í glugganum
„Ég hef oft hugsað að þetta geri ég ekki
oftar en renn alltaf á rassinn með þá
ákvörðun,“ segir Aðalfríður um ræktunina.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { hús & garðar } ■■■■
þykir nú skemmtilegra að fá hjá þér
blóm!“„ segir hún og kveðst ánægð
með að plönturnar hennar hafi ekki
reynst síðri en þær sem eru keyptar.
Hún segir blómin þurfa heilmikla
umhirðu en ánægjan fylgi með. „Ég
hef oft hugsað þegar ég er búin að
fylla gluggana af bökkum að þetta
geri ég ekki oftar en renn alltaf á
rassinn með þá ákvörðun því mér
finnst þetta svo gaman og byrja
aftur að vori!“ segir þessi hressa
kona að lokum.
Sandkassar eru vinsælir hjá börn-
um á öllum aldri. Því er einkar
sniðugt að koma einum slíkum fyrir
í garðinum. Ekki er því að neita að
þeim fylgir nokkuð stúss. En það
breytir því ekki að sandkassar eru
skemmtileg leiktæki.
Skipta þarf reglulega um sand í
sandkössum. Þegar þörf er á hrein-
um sandi í sandkassa í garðinum er
þrennt til ráða: Fara á heimilisbíln-
um og flytja hann heim í skottinu í
pokum, útvega sér kerru eða pallbíl
og ná í lausan sand, sem er mun
ódýrara ef flutningstækið fæst frítt,
eða í þriðja lagi að fá hann keyrð-
an heim og annaðhvort láta sturta
honum eða blása í kassann. Fyrir-
tækin sem selja svona sand eru t.d.
Björgun og BM Vallá. Hjá Björgun
heitir hann sandkassasandur og BM
Vallá pússningasandur.
Sniðug lausn getur verið að fella
sandkassa ofan í palla þá sem marg-
ir hafa gert við hús sín. Þá er auð-
velt að moka sandinum aftur ofan í
kassann þegar leik er lokið.
Gott er að hafa lok á sandköss-
um. Kettir kunna vel við að gera
þarfir sínar í sandkassa og því er
snyrtilegra að loka þeim einfaldlega
þegar farið er inn eftir góðan dag í
kassanum.
Sandkassinn
Hér hefur sandkassi verið felldur ofan í pall.
Villtar plöntur hafa verið í tísku í
görðum undanfarin ár. Þar fer fremst
í flokki margarítan (chrysanthem-
um), sem minnir helst á baldursbrá.
Hana má setja í beð og ker.
Sumarblóm