Fréttablaðið - 28.04.2006, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 28.04.2006, Blaðsíða 44
8 Í Húsasmiðjunni fást viðarpott- ar sem hitaðir eru með eldi. „Við höfum selt nokkra potta. Þetta er ekki heitasta varan en þetta hent- ar sumum,“ segir Bergur Hjaltason innkaupastjóri og tekur sem dæmi að potturinn henti vel fólki sem eigi bústaði þar sem ekki er heitt vatn eða rafmagn í miklu magni en nóg af köldu vatni, runnum og skógi. Potturinn er hringlaga úr viði og um 120 sentimetrar á dýpt og tveir metrar í þvermál. Ofan í honum er skilrúm og þar er ryðfrír ofn. Pott- urinn sjálfur er fylltur af vatni, en hann tekur um 1.200 lítra af vatni. Síðan er viður settur í ofninn og kveikt í. Bergur segir að það taki eingöngu þrjá til fjóra tíma að hita vatnið sem er tiltölulega stutt miðað við marga aðra potta. „Skilrúmið er rimlagrind þannig að vatnið á greið- an aðgang að ofninum en ver jafnframt fólkið fyrir því að brenna sig,“ segir Berg- ur en hitinn á vatninu er stilltur með trekkspjaldi á ofninum. „Þeir sem hafa reynslu af pottin- um segja að um einn svartan rusla- poka af timburrusli þurfi til að hita pottinn,“ segir Bergur og bætir við að ekki skipti máli hvernig timb- ur er notað svo lengi sem það sé þurrt og brennanlegt. Þá þurfi ekki að bæta á ofninn meðan verið sé í pottinum enda sé fólk aldrei það lengi í einu. Slíkur viðarpottur kostar um 300 þúsund krónur í Húsasmiðjunni. Venjuleg skel án hitunarbúnaðar kostar 125 þúsund krónur en hins vegar er hægt að fá heita potta alveg upp í milljón krónur, að sögn Bergs. Þó að sala á pott- unum sé ekki rífandi eru alltaf einhverj- ir sem sýna þeim áhuga. „Það eru einnig sumir sem vilja heldur trépott- inn því það er svo n á t t ú r u l e g t , “ segir Bergur. Eldhitaðan pott í bústaðinn Sumir sumarbústaðaeigendur hafa ekki aðgang að heitu vatni eða rafmagni. Það er þó engin fyrirstaða til að koma sér upp heitum potti. Viðarpotturinn sem hægt er að kaupa í Húsamiðjunni hentar vel þeim sem hafa ekki greiðan aðgang að hitaveitu. Potturinn er náttúrulegur og fallegur og sómir sér vel við bústaðinn. ■■■■ { hús & garðar } ■■■■■■■■■■■ Stjúpur eru vinsæl blóm hér á landi enda harðgerar og henta vel íslensku tíðarfari. Þó að enn sé of snemmt að setja niður sum- arblóm styttist í það. Stjúpur er hægt að setja niður upp úr miðj- um maí ef veður er gott. Ráð er að byrja á því að setja stjúpur í ker í stað beða, þá er hægt að kippa kerinu inn ef útlit er fyrir kalda nótt. Stjúpur eru til í öllum litum og lífga því sannarlega upp á garðinn og svalirnar. Vorblóm 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.