Fréttablaðið - 28.04.2006, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 28.04.2006, Blaðsíða 61
Vaxtastefna Seðlabankans sætir nú gagnrýni úr óvæntri átt þar sem Illugi Gunnarsson, hagfræð- ingur og fyrrum aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar seðlabanka- stjóra, telur bankann hafa aukið verðbólgu með of snörpum vaxta- hækkunum! Þetta er sannarlega óvænt útspil enda hefur Illugi löngum verið talinn ötull talsmað- ur krónunnar og sjálfstæðrar pen- ingamálastefnu. Arnór Gunnars- son, aðalhagfræðingur Seðlabankans, svarar grein Illuga ítarlega í Fréttablaðinu 27. apríl sl. þar sem hann hafnar rökum hans og vísar í viðteknar kenning- ar þjóðhagfræðinnar. Hærri vextir auka einkaneyslu Þótt hnökrar séu á röksemdum Ill- uga um áhrif vaxta á verðbólgu er þó sannleikskorn í þeim. Snarpar vaxtahækkanir við skilyrði frjálsra fjármagnsflutninga geta styrkt gengið mjög líkt og gerðist með krónuna á síðasta ári. Við það lækkar verðlag innfluttrar vöru og þar með dregur úr verðbólgu. Hins vegar eykst einkaneysla í kjölfarið enda er um tæpur helm- ingur einkaneyslunnar innfluttur. Þannig eykur vaxtahækkun þjóð- arútgjöld í gegnum aukna einka- neyslu, þvert á viðteknar kenning- ar þjóðhagfræðinnar. Fræðilega ættu vaxtahækkanir að draga úr neyslu og hvetja til sparnaðar en vegna smæðar hag- kerfisins og þess hve háð við erum innflutningi gerist þetta ekki. Þetta veikir mjög getu Seðlabank- ans til að ná verðbólgumarkmiði sínu. Þessu ferli virðist reyndar lokið í bili a.m.k. enda ljóst með gengislækkun krónunnar að und- anförnu að þetta háa gengi fékk ekki staðist. Annað sem veikir peningastefnuna er víðtæk verð- trygging lána sem eru lítt háð stýrivöxtum og ótakmarkað aðgengi að erlendum lánum. Fallvaltur árangur Erfitt er að greina árangur pen- ingastefnunnar frá því að verð- bólgumarkmið var tekið upp í mars 2001 og Seðlabankanum veitt frelsi til að ná markmiði sínu. Síðan eru liðnir 63 mánuðir en verðbólga hefur aðeins verið undir verðbólgumarkmiðinu í 16 mánuði eða 25% þess tíma. Vissu- lega má segja að verðbólga hafi stundum verið minni en ella vegna hærri vaxta. Vandinn er hins vegar sá að þegar Seðlabankinn er í vaxtahækkunarferli styrkist gengið mjög og færist frá lang- tímajafnvægi sínu. Á tilteknum tímapunkti fær gengið ekki leng- ur staðist og fellur þrátt fyrir háa stýrivexti. Verðbólguskot er óhjá- kvæmilegt í kjölfarið og því má segja að vaxtahækkanir og geng- isstyrking stuðli að frestun verð- bólgu. Sagan endurtekur sig Það sem virðist vera að gerast í efnahagslífinu nú er nákvæmlega það sama og átti sér stað árið 2001. Í apríl það ár stóð gengisvísitala krónunnar í 122 stigum eftir að hafa veikst nokkuð mánuðina þar á undan. Þrátt fyrir vaxtahækkan- ir Seðlabankans og vonir hans um að halda gengi krónunnar sterku til að sporna gegn verðbólgu hríð- féll gengi krónunnar og vísitalan fór í 140 stig á einum mánuði. Kröftugt verðbólguskot fylgdi í kjölfarið og verðbólgan náði hámarki í janúar 2002 þegar hún mældist 9,4%. Þegar gengi krón- unnar féll árið 2001 höfðu stýri- vextir Seðlabankans náð hámarki og voru ekki hækkaðir frekar. Í raun voru vextir lækkaðir í miðju gengisfalli krónunnar. Þetta reyndist ágætlega enda minnkaði verðbólga hratt og var komin í 2,4% í nóvember það ár. Ef sagan endurtekur sig mun Seðlabankinn ekki hækka vexti umfram það sem orðið er og byrjar jafnvel að lækka vexti fyrr en síðar. Miðað við yfir- lýsingar bankans eru hins vegar ekki líkur á því. Eru mistök í vændum? Almennt er gert ráð fyrir að Seðla- bankinn hækki vexti enn frekar. Davíð Oddsson hefur líka lýst því ítrekað yfir að til allra mögulegra aðgerða verði gripið til að hemja verðbólguna, jafnvel að hækka stýrivexti í 16%. Það er skiljan- legt að hinn stefnufasti seðla- bankastjóri vilji berjast af krafti við verðbólguna enda löngu ljóst að einn versti óvinur atvinnulífs og heimila er þar á ferð. Vandinn er hins vegar sá að vaxtahækkun nú stöðvar ekki veikingu krónunn- ar og mun enn síður takast að styrkja hana á ný. Gengisleið miðl- unarferlis Seðlabankans hefur verið virkasta rásin/leiðin í ferl- inu en hætt er við að hún hafi nú lokast. Vaxtahækkanir í árið 2000 og nú í ársbyrjun 2006 sýna það glögglega enda féll krónan þrátt fyrir vaxtahækkanir. Hins vegar hafa vextir mikil áhrif á fram- leiðsluspennu hagkerfisins en það tekur mun lengri tíma fyrir vext- ina að draga úr eftirspurn með þeim hætti. Oft er talað um að það taki 12-18 mánuði fyrir vaxta- hækkun að hafa full áhrif. Sam- kvæmt spám Seðlabankans verð- ur hagvöxtur á næsta ári lítill og því væri afar óheppilegt að fá inn full áhrif vaxtahækkunar einmitt þegar slaki fer að myndast í efna- hagslífinu og atvinnuleysi að auk- ast. Skarpar vaxtahækkanir ofan á það sem orðið er gætu því reynst mistök. Horft frá núverandi stefnu Þó að Samtök iðnaðarins hafi mikl- ar efasemdir um ágæti sjálfstæðr- ar peningamálastefnu á Íslandi og að nota minnsta og sveiflukennd- asta gjaldmiðil veraldar er mjög mikilvægt að Seðlabankanum tak- ist ætlunarverk sitt. Til skamms tíma er mikilvægasta verkefni hagstjórnar að ná verðbólgunni niður. Til langs tíma litið er hins vegar full ástæða til að horfa til þess sveiflukennda ástands sem hér hefur ríkt og spyrja hvort við vilj- um búa við það áfram. Veikleikar í framkvæmd peningastefnunnar og árangur hennar hingað til sýna það glögglega. Þegar dyggir stuðningsmenn sjálfstæðrar peningamálastefnu eru farnir að efast er fullt tilefni til að horfa til annarra átta og Samtök iðnaðarins hafa lengi bent á marga augljósa kosti þess að hverfa frá núverandi peninga- málastefnu og ganga í Myntbanda- lag Evrópu og Evrópusambandið. Sjálfstæð peningastefna – gagn eða ógagn? UMRÆÐAN PENINGASTEFNA SEÐLABANKA ÍSLANDS BJARNI MÁR GYLFASON HAGFRÆÐINGUR SAMTAKA IÐNAÐARINS Vandinn er hins vegar sá að vaxtahækkun nú stöðvar ekki veikingu krónunnar og mun enn síður takast að styrkja hana á ný. SEÐLABANKI ÍSLANDS Greinarhöfundur telur það sama vera að gerast nú og 2001. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR FÖSTUDAGUR 28. apríl 2006 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.