Fréttablaðið - 28.04.2006, Blaðsíða 76
28. apríl 2006 FÖSTUDAGUR44
FRÉTTIR AF FÓLKI
Leikkonan Sarah Jessica Parker hefur kveðið niður orðróm þess eðlis að
hún sé ólétt af barni númer tvö. Slúð-
urblöðin fengu þá flugu í höfuðið þegar
hún klæddist víðum kjól sem var tekinn
saman undir brjóstin og
fékk sér ekkert vín á opin-
berum vetvangi. „Það
að klæðast kjól með
mitti í hertogastíl gerir
hana ekki ólétta. Og
hún drekkur mjög
sjaldan,“ sagði
talsmaður Parker.
Bandaríska poppsöngkonan Mandy Moore mun tala fyrir aukapersónu í
einum þáttanna um Simpson-fjölskyld-
una. Þátturinn kallast Homer and Marge
Turn a Couple Play. Persónan
sem Mandy talar fyrir,
Fiona, veldur leiðindum
hjá Simpson-fjölskyldunni
þegar hún biður Hómer
að nudda á sér hálsinn og
fer það að sjálfsögðu ekki
vel í Marge Simpson.
Þátturinn verður sýndur
í Bandaríkjunum hinn
21. maí.
Aðstandendur sjónvarpsþáttarins
Strákanna héldu til Manchester í
þeim tilgangi að fylgjast með leik
Liverpool og Chelsea í undanúr-
slitum FA-bikarsins á Old Traff-
ord. Skemmst er frá því að segja
að ferðin var í meira lagi eftir-
minnileg. Liðin tvö hafa lengi
eldað grátt silfur saman á knatt-
spyrnuvellinum og muna margir
eftir því þegar Luis Garcia, leik-
maður Liverpool, skoraði umdeilt
mark í undanúrslitum meistara-
deildarinnar í fyrra. Rígurinn er
því gríðarlega mikill milli stuðn-
ingsmanna liðanna.
Þó að Chelsea-bullurnar hafi
lengi haft orð á sér fyrir að vera
harðar í horn að taka sagði Auðunn
Blöndal að stuðningsmenn Liver-
pool hefðu verið mun geðveikari.
„Þeir voru alveg rosalega æstir,“
útskýrir Auðunn, sem komst
óþægilega að því hversu miklu
máli hollustan við liðið skiptir.
„Chelsea-aðáendur gera mikið úr
meintri fátækt í Liverpool og í
hvert skipti sem áhangendur
Liverpool kölluðu nafn liðs síns
öskruðu hinir bláklæddu að þeir
ættu að finna sér vinnu,“ útskýrir
Auðunn. „Ég vissi þetta ekkert og
fór því í mínu mesta sakleysi að
stuðningsmanni Liverpool og bað
hann um fara í Chelsea-búning
fyrir smá pening. Sá hélt auðvitað
að ég væri einhver ríkur Chelsea-
plebbi og ég varð virkilega hrædd-
ur,“ bætir sjónvarpsmaðurinn við.
Sjálfur er Auðunn gallharður
stuðningsmaður Manchester Unit-
ed og fannst heldur súrt í broti að
fyrsta heimsókn hans á heimavöll
liðsins skyldi vera vegna leiks
Liverpool og Chelsea. „Ég fer
alveg örugglega einhvern tímann
á leik með United þarna,“ lýsir
Auðunn yfir og bætir því við að
stuðningsmennirnir hafi ekki sýnt
félaginu sínu mikla virðingu. „Á
klósettinu voru menn ekkert að
vanda sig við að hitta ofan í pissu-
skálarnar heldu létu bara flakka á
veggina.“ - fgg
VILTU PENING? Auðunn Blöndal kom sér
í mikla klípu þegar hann bauð Liverpool-
áhanganda að klæðast Chelsea-treyju.
GUNNAR Í GÓÐUM HÓPI Áhangendur Liverpool voru í miklu stuði og naut Gunnar sín vel meðal þeirra.
Reittu boltabullur til reiði
Fjórða plata skosku hljómsveitar-
innar Snow Patrol kemur út á
þriðjudag. Síðasta plata sveitar-
innar, Final Straw, seldist í vel á
þriðju milljón eintaka um heim
allan, enda innihélt hún slagarann
Run.
Snow Patrol hefur verið starf-
andi í tíu ár. Sveitin var stofnuð af
forspakkanum Gary Lightbody og
trommaranum Jonny Quinn í
Dundee í Skotlandi, en þeir eru
reyndar báðir frá Belfast. Fyrsta
platan kom út 1997 hjá plötuútgáf-
unni Electric Honey og hét sveitin
þá Polar Bear. Næstu tvær plötur
komu út hjá Jeepster Records en
þá hafði sveitin breytt nafninu í
Snow Patrol.
Það var ekki fyrr en sveitin
gerði samning við útgáfurisann
Polydor sem hjólin fóru að snúast
á almennilegum hraða. Fyrrnefnd
Final Straw kom út undir því
merki árið 2003 og sló í gegn.
Nýja platan verður fáanleg í
tveimur útgáfum. Önnur útgáfan
er einungis fáanleg í takmörkuðu
magni, en hún inniheldur auka
DVD-mynddisk. Hann inniheldur
fimmtán mínútna heimildarmynd
um gerð plötunnar, heimildar-
mynd um gerð myndbandsins við
fyrsta smáskífulagið You´re All I
Have og myndbandið sjálft.
Fjórða plata
Snow Patrol
SNOW PATROL Hljómsveitin Snow Patrol er
að gefa út sína fjórðu plötu, sem ber heitið
Final Straw.