Fréttablaðið - 28.04.2006, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 28.04.2006, Blaðsíða 50
14 Einstaka menn eða konur hafa nú þegar orðið vör við sveim- andi býflugnadrottningar en koma geitunga og býflugna vekur hjá mörgum óhug. Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir eina tegund hunangs- flugunnar þegar vera komna á stjá en annars sé það breytilegt eftir árum og tegundum hvenær vissar tegundir fara af stað. „Geitungarnir fara yfirleitt seinna af stað eða í kringum miðjan maí,“ segir Erling, en í raun er aldrei hægt að segja til um hvenær herlegheitin dynja yfir. Erling segir of snemmt að spá fyrir um hvernig sumarið verð- ur í ár enda sveiflast stofnarnir eftir árum og aðstæðum. Búin geta sprottið uppi í trjám, jarðvegi, þakskeggjum, innan húsa og í raun hvar sem er. „Eina leiðin til að koma í veg fyrir að fá bú í garðinn er að uppræta allt sem í honum er og malbika,“ segir Erling en fyrir garðunnendur þykir það ekki vænlegur kostur. Erfitt er að koma auga á bú sem eru í myndun enda eru vikugömul bú á stærð við golfkúlu. Stærstu búin geta svo orðið á stærð við fótbolta þar sem, eftir tegundum, geta allt að fimm þúsund geitungar lifað. Fólk ætti að hafa bak við eyrað að búin þrífast víða og sýna nokkrar varúðarráðstafanir. Í flestum tilfellum er ráðlagt að eyða öllum búum sem finnast. Þó svo ekki sé mikið ónæði af þeim á byrjunarstigum þess getur ónæðið orðið æði mikið síðla sumars og þá sérstaklega undir lok þess þegar geitung- arnir verða árásargjarnari. Erling segir hafa færst í aukana síðustu ár að fólk eyði búunum á eigin spýtur. „Ég ráðlegg fólki að kalla til fagmenn,“ segir Erling. „Það er engin ein aðferð við að eyða búi og það getur farið mjög illa sé ekki rétt staðið að verki.“ Einnig ætti fólk að sýna aðgát við garðvinnu og nota hanska. Geitungar eru sólgnir í sætindi, bjór og vín sem geta dregið þá að ásamt því að ýmis ilmefni, til að mynda í krem, hafa sömu áhrif. Ágætt er að hafa flugnabana við höndina en hárlakk getur einnig dugað vel. Einnig skal forðast að ganga mikið um berfættur og passa vel að hafa þétt net yfir barnavögnum. Stunga frá geitungi er sársaukafull og getur framkallað sterk ofnæmisviðbrögð hjá sumum. Umfram allt skal ekki setja geitungagildrurnar á þá staði sem geitunganna er ekki óskað. Þessar gildrur draga geitunga til sín í þeim tilgangi að fanga þá og því ættu þær að vera í fjarlægð frá mönnum. Fólk getur nálgast ýmsar upplýsingar um geitunga, býflug- ur og lifnaðarhætti þeirra á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands, www.ni.is. „Verið er að endurhanna vefinn,“ segir Erling. „Eftir tvær til þrjár vikur verður vefurinn aðgengilegri til að leita sér gagnlegra upplýsinga.“ Svo er einfaldlega að bíða og sjá hvernig sumarið mun þróast fyrir geitungana. Eina ráðið að malbika garðinn Með nýrri árstíð koma nýir tímar. Sólin skín skærar og fuglarnir syngja. En að sama skapi fara vængjuð skordýr á stjá og þeir eru margir sem kvíða komu geitunga í garða sína. Í einum garði geta leynst mörg geitungabú og því ágætt að fara með gát þegar rótað er í beðum og trén klippt til. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Bú trjágeitunga getur hýst nokkur hundruð geitunga þegar líður á sumarið. Erling Ólafsson skordýrafræðingur. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Hér má sjá opið geitungabú frá síðasta sumri. Þó að geitungarnir séu hvim- leið kvikindi verður að gefa þeim hrós fyrir snilldar byggingarlist. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR ■■■■ { hús & garðar } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ C M Y CM MY CY CMY K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.