Fréttablaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 6
6 8. maí 2006 MÁNUDAGUR ��������������������������������������������������������������������� ������������� ������������ ���������������������� ������������������������������������������������������������������ ���� ����� ����� � KJÖRKASSINN Á að flytja Árbæjarsafn út í Viðey? Já 33% Nei 67% SPURNING DAGSINS Í DAG Á að reisa innanlandsflugvöll á Lönguskerjum? Segðu þína skoðun á Vísir.is BRUNI Eldur kom upp í Hampiðju- húsinu við Brautarholt í fyrrinótt. Þegar slökkvilið bar að garði var húsið fullt af reyk og gekk reyk- köfurum illa að finna eldinn í fyrstu, vegna stærðar hússins. Við rannsókn kom í ljós að eldur hafði kviknað í ruslagámi sem var fullur af pappír og logaði því glatt. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins og var húsið reykræst eftir að eld- urinn var slökktur. Að sögn varð- stjóra hjá slökkviliðinu hafa menn haft töluverðar áhyggjur af að eldur myndi koma upp í húsinu vegna þess að útigangsfólk hefur hafst þar við. Ekkert rafmagn er í þeim hluta hússins sem brann. -æþe Bruni í gömlu Hampiðjunni: Eldsupptök af manna völdum LÖGREGLA Lögreglan í Keflavík var kölluð út tvisvar með stuttu millibili að skemmtistaðnum H- punkti í fyrrinótt. Bæði útköllin voru vegna líkamsárása. Í fyrra tilfellinu, sem varð laust fyrir klukkan þrjú, sparkaði varnarliðsmaður í höfuð dyra- varðar þegar upp kom ósætti á milli þeirra við inngang skemmti- staðarins. Lögreglumenn sem komu á vettvang tóku ofbeldis- manninn höndum og færðu á lög- reglustöð þar sem hann var yfir- heyrður. Manninum var sleppt að lok- inni yfirheyrslu en dyravörðurinn mun ekki ætla að kæra árásina. Um stundu síðar var aftur óskað eftir aðstoð lögreglu á veit- ingastaðnum. Þá hafði ungur maður verið sleginn í höfuðið með flösku á dansgólfi staðarins. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans. Hann hlaut skurð á vinstra eyra. Maðurinn var að sögn varðstjóra mikið ölvaður þegar árásin átti sér stað og gat ekki lýst ofbeldismanninum. Engin vitni að árásinni hafa gefið sig fram og árásarmaðurinn því enn ófundinn. - æþe Lögreglan í Keflavík þurfti í tvígang að skerast í leikinn á sama skemmtistaðnum: Sparkað í höfuð dyravarðar Neikvæðni í garð Rússa Viðhorf Finna gagnvart útlendingum verða stöðugt jákvæðari, samkvæmt nýrri skýrslu. Það er þó mjög misjafnt hversu jákvæðir Finnar eru, sérstaklega eru þeir neikvæðir í garð Rússa og Sómala. Þeir neikvæðustu eru ungir menn og ellilíf- eyrisþegar, að sögn Helsingin Sanomat. FINNLAND SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Sjálf- stæðismenn í Kópavogi setja mál- efni fjölskyldunnar og eldri borg- ara á oddinn í stefnuskrá sinni fyrir komandi kosningar. Stefnuskráin var kynnt á fundi í gær. Fram kom að þeir hyggist koma á fót vöggu- stofum fyrir níu til tuttugu mánaða gömul börn og muni vinna að því að sem ódýrast verði fyrir barnafólk að búa í bænum. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri segir að vel sé staðið að fjölskyldu- málum í Kópavogi en alltaf megi gera betur. „Við höfum auðvitað dagmæður sem sjá um yngstu börnin en þær eru bara ekki nægi- lega margar, þess vegna bregðum við á það ráð að opna vöggustofur.“ Stefnt er að því að nýjar hjúkr- unar- og öryggisíbúðir fyrir eldri borgara við Boðaþing verði tilbún- ar á næsta ári, að unnið verði að því að afnema tekjutengingar lífeyris- bóta og að átak verði gert til að koma í veg fyrir félagslega ein- angrun eldri borgara. Íþrótta- og æskulýðsmál skipa einnig stóran sess en fyrirhugað er að setja á stofn íþróttaakademíu og framhaldsskóla við Vatnsenda, efla forvarnarstarf í skólum og byggja hesthúsahverfi með reiðhöll á Kjóa- völlum. Að sögn Gunnars mun verða „best að búa í Kópavogi“ að næsta kjörtímabili loknu. - sh Sjálfstæðismenn í Kópavogi kynna stefnumál sín: Boða vöggustofu, óperuhús og skóla TVÍEFLDUR Gunnar I. Birgisson segir að eftir næsta kjörtímabil muni verða best að búa í Kópavogi. RÓM, AP Tvær meginfylkingar ítalskra stjórnmála deila nú hart um hver verði næsti forseti lands- ins. Nýkjörið þing landsins geng- ur til atkvæða í dag um það hver verður eftirmaður Carlos Azeglios Ciampis á forsetastólnum. Romano Prodi og bandalag vinstriflokka unnu í þingkosning- um í síðasta mánuði nauman meiri- hluta bæði í efri og neðri deild þingsins. Þeir hafa lagt til að næsti forseti verði Massimo D‘Alema, fyrrverandi forsætisráðherra og leiðtogi stærsta flokksins í fylk- ingu Prodis. Hægriflokkarnir, undir forystu Silvios Berlusconis, vilja hins vegar að næsti forseti verði Gianni Letta, náinn samstarfsmaður Berlusconis. Í gær hélt Berlusconi því fram að D‘Alema væri ómögulegur í embættið og hótaði því að stjórn- arandstaðan myndi láta öllum illum látum framvegis í umræð- um á þingi ef vinstriflokkarnir keyra það í gegn að D‘Alema verði fyrir valinu. „Tillagan um stjórnmálamann frá vinstriflokki er hreinlega ósið- leg,“ sagði Berlusconi við frétta- menn í gær. „Okkar frambjóðandi, frambjóðandi miðju- og hægri- flokkanna, er Gianni Letta, og við krefjumst þess að atkvæðin falli honum í vil.“ Forsetinn hefur meðal annars það hlutverk að veita umboð til stjórnarmyndunar. Ciampi, sem lætur af embætti nú í maí, hefur sagt að hann vilji að eftirmaður hans í embætti veiti stjórnar- myndunarumboð, þannig að Prodi, sem er með meirihluta í þinginu, þarf að bíða eftir nýjum forseta til að geta myndað ríkisstjórn. Á Ítalíu er forseti kosinn af þingmönnum og héraðsstjórnar- mönnum, samtals um þúsund manns. Aðrir stjórnmálamenn hafa einnig verið nefndir til sögunnar sem hugsanleg forsetaefni, þar á meðal Giuliano Amato, fyrrver- andi forsætisráðherra, og Mario Monti, fyrrverandi framkvæmda- stjóri hjá Evrópusambandinu. Til þess að flækja málin enn frekar hefur Norðurbandalagið, samstarfsflokkur Berlusconis, sagt að leiðtogi þess ætti að verða næsti forseti og mun greiða honum atkvæði sín. gudsteinn@frettabladid.is BRÁ SÉR Á VÖLLINN Forsetaefni vinstriflokkanna, Massimo D‘Alema, sem er með sólgler- augu hægra megin á myndinni, brá sér á völlinn í Róm í gær, daginn áður en forsetakjör fer fram.FRÉTTABLAÐIÐ/AP Forsetakjör á Ítalíu Ítalskir þingmenn og sveitarstjórnarmenn ganga til kosninga um forseta lands- ins í dag. Fylkingar Prodis og Berlusconis deila hart um arftaka Ciampis. Eldfjallið Merap gýs enn Eldfjallið Merapi á indónesísku eynni Jövu heldur áfram að gjósa en eldvirkni hefur verið nokkur í því síðustu vikur. Jarðfræðingar fylgjast grannt með, því óttast er að kraftur gossins geti aukist á svipstundu, rétt eins og gerðist árið 1994 þegar fjallið gaus síðast en þá fórust sextíu manns. INDÓNESÍA LÖGREGLA Til átaka kom í tvígang á skemmtistað í Keflavík í fyrrinótt. PAKISTAN, AP Bréf, sem sagt er vera frá Osama bin Laden, gekk á milli manna í landamærahéruðum Pakistans í gær, rétt við Afganist- an. Bréfritarinn segist þar biðja fyrir því að Mus- harraf, forseti Pakistans, verði ráðinn af dögum. Hann sé „þræll“ George W. Bush Bandaríkjafor- seta. Óljóst var þó hvort bin Laden væri raunveru- legur höfundur bréfsins. Bréfinu var dreift á meðal her- skárra manna í Mir Ali, litlum bæ í héraðinu Norður-Waziristan, þar sem bin Laden gæti hugsanlega verið í felum. - gb Bréf frá bin Laden: Segir forseta réttdræpan OSAMA BIN LADEN Nýr prestur í Keflavík Dr. Gunnar Kristjánsson, prófastur í Kjalarnespró- fastsdæmi, setti séra Skúla S. Ólafsson inn í embætti sóknarprests í Keflavíkur- prestakalli í gærkvöldi. Séra Skúli þjón- aði fyrir altari ásamt séra Sigfúsi Baldvini Ingvasyni og Kór Keflavíkurkirkju söng. ÞJÓÐKIRKJAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.