Fréttablaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 18
 8. maí 2006 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Pétur Gunnarsson og Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Viltu fá frambjóðendur í heimsókn? Á þessu kjörtímabili hafa sjálfstæðismenn í Reykjavík farið í vel á þriðja hundrað heimsóknir til vinnustaða, fyrirtækja, skóla, stofnana og félagasamtaka. Þessar heimsóknir halda nú áfram daglega fram að kosningum. Hafið samband í síma 5151777 eða sendið póst á disa@xd.is TÍMI TIL AÐ HITTAST betriborg.is Á árum áður átti sér stað umfangs- mikil förgun gamalla húsa í Reykjavík. Við eigum ekki mikil verðmæti á þessu sviði vegna þess hve húsakostur var lélegur hér- lendis fram á síðustu öld. Áður fyrr var það talinn sósíalismi að vilja vernda gömul hús en það hefur sannarlega breyst því nú er það F-listinn, sem er hægra megin við miðju í litrófi stjórnmálanna, sem einn flokka í borgarstjórn hefur viljað þyrma húsum við Laugaveg. Borgarstjórn hefur þegar heimilað niðurrif á 24 húsum við Laugaveg og átta húsa á baklóðum við Laugaveg bíða sömu örlög. Meirihluti gamalla húsa við Laugaveg á að víkja. Það er ástæða til að óttast hvað kemur í staðinn. Hafa nýjar bygg- ingar við Laugaveginn hingað til bætt götumyndina? Nei, nýrri húsin hafa iðulega verið misheppn- uð eða orðið það innan fárra ára frá því þau voru reist af því bygg- ingarstíllinn fór úr tísku. Mörg gömlu húsanna eru ljót í dag, en við sjáum víða hversu auðvelt er að gerbreyta gömlum húsum ef þau eru gerð fallega upp. Gömul hús við Aðalstræti hafa t.d. endur- heimt sitt upphaflega útlit og götu- myndin er falleg. Stórverslanir eða verslunar- keðjur hreiðra ekki um sig í göml- um húsum, en þarf Laugavegurinn að vera eins og Kringlan eða Smára- lind? Verslun getur vel gengið þótt byggðin sé lágreist og samkvæmt gamalli byggingarhefð. Allar þjóð- ir í Evrópu hafa áttað sig á þessu nema við og eru stoltar af því að halda uppi litlum miðbæjarkjarna þar sem gömul hús eru í aðalhlut- verki. Fólk mun sakna þessara húsa og götumyndarinnar verði henni breytt. Við eigum að endurbyggja gömul hús í stað þess að rífa þau umhugsunarlaust. Þá verðum við ríkari þjóð en ella í menningarleg- um skilningi. Því verður ekki bjargað sem hefur verið fargað. Húsin við Laugaveginn UMRÆÐAN LAUGAVEGUR MARGRÉT SVERRISDÓTTIR VARABORGARFULLTRÚI F-LISTANS Á útmánuðum átti fjölskyldan helgi í sumarbústað. Þar var að finna örlítið sjónvarpstæki sem náði einni stöð. Eftir fréttir á laug- ardagskvöldi horfðum við á Ríkis- sjónvarpið og allt í einu rann upp fyrir mér að ég hafði ekki horft á RÚV í heilan vetur. Á þessu voru skýringar: Eftir heilan dag af fréttum á NFS og Rás eitt er maður orðinn fréttamettur klukkan sjö og matartími auk þess genginn í garð, sem stendur fram yfir klukkan átta, og því fer Kast- ljósið forgörðum. (Hér skortir sár- lega rás sem ætti að heita RÚV+.) Og þar með er það upptalið sem kallar á mann úr Ríkiskassanum. Því það verður að segjast eins og er að fyrir utan þessa föstu frétta- þætti er lítið um innlenda dag- skrárgerð í Efstaleitinu og ég er ekki maður sem nenni að horfa á bresk morð eða bandarískt setgrín. Í sumarbústaðnum komumst við að því að jafnvel hinn heilagi tími eftir fréttir á laugardagskvöldi var ekki lengur mannaður af okkar fólki heldur fylltur með dósahlátri. RÚV hafði náð nýjum og óvæntum botni, því satt að segja hélt ég að það væru óskráð lög að Ríkisvarp- ið sæi landsmönnum sínum fyrir innlendri skemmtun á laugardags- kvöldum, að minnsta kosti yfir vetrartímann. Snögg könnun á dagskrá þessar- ar viku leiðir í ljós að innlend dag- skrárgerð er öflugri á öðrum stöðv- um en RÚV sem lögum samkvæmt skal þó vera öfugt. Aðeins kynning á Listahátíð í Reykjavík og deilda- bikarinn í handbolta forða ríkis- stöðinni frá því að skila nær auðu í innlendri dagskrá eftir Fréttir og Kastljós þessa vikuna. Eina þáttar- gerðin sem hægt er að tala um er þáttur um ístölt á miðvikudags- kvöldið og „Út og suður“ á sunnu- dagskvöldið. Á Stöð tvö eru að jafn- aði tveir þættir á kvöldi, þar er íslenska jafnan töluð fram til kl. 21. Á meðan RÚV hefur bæði lokað á „Spaugstofuna“ og „Hljómsveit kvöldsins“ ganga „Stelpurnar“ og „Það var lagið“ enn á Stöð tvö. Á meðan RÚV býður ekki upp á neinn fastan vikulegan þátt á íslensku fyrir utan „Helgarsportið“ státar Skjár einn af tveimur (fyrir utan hinn daglega „Sex til sjö“) svo ekki sé talað um NFS sem sjónvarpar íslensku allan sólarhringinn. Ríkis- sjónvarpið rekur lestina í innlendri framleiðslu. Það var því dapurlega táknrænt að danska ríkissjónvarpið skyldi breyta Útvarpshúsinu í sendiráð Bandaríkjanna fyrir tökur á „Ern- inum“ sem fram fóru hér á landi fyrir skömmu. „American Embassy“ stóð skýrum stöfum yfir dyrunum í Efstaleiti í nokkra daga. Í ljósi þess að DR er nú orðið heims- frægt af framleiðslu sinni var þetta líkt og útpælt salt í sárið frá gömlu herraþjóðinni. Leiðrétti mig þeir sem betur vita en þær tölur hafa heyrst að RÚV fái 3 milljarða til árlegs rekstrar og af þeim fari einungis 100 milljónir í innlenda dagskrá. Í eyrum leikmanna hljómar þetta sem fáránlegt hlutfall en þó hefur maður á tilfinningunni að í Efsta- leitinu finnist mönnum þetta jafn- vel of mikið. Fræg er sagan af fyrr- um yfirmanni RÚV sem kynnti fjárhagsáætlun stofnunarinnar með þessum lokaorðum: „Og restin fer síðan í dagskrárhítina.“ Önnur fræg saga er af leikkonu sem framleiddi sýningu sem Sjón- varpið tók upp. Í framhaldi datt henni í hug að RÚV gæfi verkið út á sölumyndbandi og fór á fund eins af yfirmönnum stofnunarinnar. Hann taldi öll tormerki á að slíkt væri framkvæmanlegt. Þegar leik- konan fræddi hann um að það eina sem hann þyrfti að gera væri að gefa leyfi til verksins, hún myndi sjá um framkvæmdina, brást hann við með orðunum: „Ef ég samþykki það þá gæti fólk bara farið að ganga hér inn með hugmyndir!“ Eftir langt stapp í gegnum síma og tölvur fékkst leyfið þó loks. Hálfu ári síðar gerði leikkonan sér að leik að ganga inn á skrifstofu yfir- mannsins og leggja ávísun upp á eina milljón króna á borð hans án þess að segja orð: Tekjur RÚV af útgáfu leikverksins á sölumynd- bandi. Sjálfur hef ég reynt að viðra hugmynd að þáttaröð við þessa menn og leið eins og geðsjúklingi sem ræðst að fólki á Laugavegin- um og fer að tala við það. Ég hefði eins getað labbað út í strætóbið- skýli og viðrað hugmyndina við þá sem þar stóðu. Á liðnu hausti var ráðinn nýr Útvarpsstjóri og allir fengu á til- finninguna að hann kæmi sem ferskur vindur inn í staðnaða stofn- un. Ekki er sanngjarnt að skrifa eyðiveturinn á reikning hans, við erum sjálfsagt enn að súpa seyðið af dagskrárstjórn forvera hans. En ljóst er að Páll Magnússon á tröll- vaxið verk fyrir höndum. Innan- hússvandinn er ærinn og spurning hvort hann ætti ekki frekar að ein- beita sér að honum en að standa í hnútukasti við kollega sína. Höfuð- vandi Ríkisútvarpsins er sem fyrr hin andlausa yfirstjórn þess, þess- ar litlu bláu fjarstýringar sem flokkurinn hefur komið fyrir í lyk- ilstöðum gegnum tíðina, menn sem hræðast hugmyndir. Vetur án RÚV Í DAG RÚV HALLGRÍMUR HELGASON Fræg er sagan af fyrrum yfirmanni RÚV sem kynnti fjárhagsáætlun stofnunarinnar með þessum lokaorðum: „Og restin fer síðan í dagskrárhít- ina.“ Fátt þykir benda til annars að margra mati en að dagar Tonys Blair á forsætisráðherrastóli í Bretlandi séu á enda innan nokkurra mánaða. Hann hefur oft á undanförnum mánuð- um sagt að þetta sé síðasta kjörtímabil hans sem forsætisráð- herra, en ekki viljað gefa upp hvenær hann yfirgefi Downing Street 10. Andstæðingar hans innan flokksins hafa nú krafist taf- arlausrar yfirlýsingar um brottförina. Eftir ósigur Verkamanna- flokksins í sveitarstjórnarkosningunum í Bretlandi á fimmtudag gerði Blair strax miklar breytingar á stjórn sinni, en margir efast um að það dugi honum til að Verkamannaflokkurinn nái flugi á ný. Í breskum fjölmiðlum hefur föstudagsmorgunninn verið kall- aður „morgunn hinna löngu hnífa“ og er þá vitnað til ársins 1962 þegar þáverandi forsætisráðherra, Harold Macmillan, lét sex ráðherra fara á einu bretti. Tony Blair virðist hafa verið búinn að gera ráð fyrir hvernig færi í kosningunum nú, því strax á föstu- dagsmorgun kallaði hann ráðherrana hvern á fætur öðrum á sinn fund og tilkynnti þeim um örlög þeirra. Það mátti lesa á svip- brigðunum í andlitum þeirra þegar þeir komu út af fundi hans í forsætisráðherrabústaðnum, hver þau hefðu verið, að sögn breskra fjölmiðla. Við aðstæður sem þessar ríkja sterkar bresk- ar hefðir, því það mun ekki vera til siðs að boða fyrst fund í flokknum eða þingflokknum og tilkynna þar um breytingar á rík- isstjórninni, eins og venja er hér, heldur er það forsætisráðherr- ann einn og nánustu samstarfsmenn hans sem fjalla um breyt- ingarnar sem síðan eru tilkynntar viðkomandi. Þetta þætti ekki lýðræðislegt víða annars staðar, en svona er þetta í Bretlandi. Meðal fjölmargra breytinga sem Tony Blair hefur nú gert á ríkisstjórn sinni, vekur mesta athygli að Jack Straw er ekki leng- ur utanríkisráðherra heldur er sá mikli málaflokkur nú í hönd- um Margrétar Beckett, sem hefur setið óslitið í ríkisstjórninni frá 1997 og gegnt þar ýmsum embættum. Hún á langan stjórn- málaferil að baki og var meira að segja samstarfsmaður Har- olds Wilson á sínum tíma. Hún var talin mjög vinstrisinnuð á sínum tíma, þótt það hafi kannski elst af henni með árunum. Nú verður það hlutverk hennar að vera í forystu fyrir Breta á alþjóðavettvangi. Hún er fyrsta konan til að gegna þessu veiga- mikla embætti í Bretlandi, og prófraun hennar verður líklega í dag í New York, þegar hún hittir aðra stórveldautanríkisráð- herra á fundi þar um Írans-málið. Það var einmitt það mál sem þeir Tony Blair og Jack Straw voru ekki alveg sammála um. Það er ljóst af skipan hinnar nýju stjórnar í Bretlandi, að ekki hefur verið hlaðið undir stuðningsmenn Gordons Brown fjár- málaráherra, þess manns sem almennt hefur verið talið að muni taka við af Blair. Sagt er að forsætisráðherrann hafi ekki ráðfært sig mikið við Brown um þær breytingar á ríkisstjórninni sem gerðar voru á föstudagsmorguninn. Hann hafi þvert á móti leitt fram hugsanlega keppinauta hans sem leiðtoga eins og Alan John- son sem nú verður menntamálaráðherra, en það embætti er jafn- an í hávegum í Bretlandi. Fyrir utan nýjan utanríkisráðherra, var það einkum innkoma Charles Clark innanríkisráðherra sem vakti mikla athygli við ráðherrabreytingarnar. Hann hefur sætt miklu ámæli vegna erlendra fanga þar í landi og átti kost á tveimur öðrum ráðherraembættum, en hann sat við sinn keip og sagði að fyrst forsætisráðherrann treysti honum ekki fyrir innanríkis- ráðuneytinu, færi hann ekki að taka við öðrum ráðherrastöðum. Hann er líka einn af fáum ráðherrum, fyrrverandi og verðandi, sem hafa yfirhöfuð tjáð sig um þessar miklu breytingar á bresku stjórninni, ólíkt því sem gerist í mörgum öðrum löndum. SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Miklar breytingar á bresku stjórninni: Fjarar undan Blair í Bretlandi Gamla heygarðshornið Undir viðhorfspistli Andrésar Magnús- sonar, blaðamanns í Blaðinu, síðast- liðinn fimmudag um skipulagsmál og R-listann er hinn daglegi höfundarlausi pistill sem ber nafnið „Klippt og skorið“. Eitthvað var sá er þar hélt fimlega á penna úfinn í skapi í garð Jóns Baldvins Hannibalssonar sem skrifað hafði minningargrein í Morgunblaðið um bandaríska hagfræðinginn John Ken- neth Galbraith. Gerir höf- undur lítið úr hagfræði Galbraiths og aðdáun Jóns Baldvins á honum. Þarna eru rekin hornin í Jónana tvo frá hægri, enda til kallaður Milton Friedman, átrúnaðar- goð nýfrjálshyggj- unnar. „Hann var ekki hagfræðing- ur heldur predikari,“ skrifar höfund- ur pistilsins um Galbraith. Hvað heitir hann? Einhvern veginn hljómar mál- flutningurinn kunnuglega. Er það Hannes Hómsteinn Gissurarson sem heldur á pennanum? En hann vinnur ekki á Blaðinu, er það? En samt. Í ritinu „Markaðsöfl og miðstýring“ sem Hannes Hólmsteinn gaf út 1988, og kannski er kennt í stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins, er fjallað um Gal- braith í sama tóni, enda hafði Galbraith ekki verið frjálshyggjumönnum sérlega þægilegur. Í bók Hannesar stendur orðrétt á blaðsíðu 128: „Menn misskilja Galbraith hrapallega, ef þeir halda, að hann sé vísindamaður. Hann er umfram allt prédikari og spámaður.“ Kannski heitir höfundur dálksins í Blað- inu Andrés Gissurarson. Skoðanamyndun „Sá agi sem iðnaðurinn útheimtir, verður siðakerfi samfélagsins. Öll önnur markmið okkar í lífinu verða almennt álitin hégómleg, lítilvæg eða andfélagsleg. Við verðum andlega ofurseldir þjónar iðnaðarins.“ Þannig skrifaði Galbraith í „Iðnríki okkar daga“ fyrir 40 árum. Prófum að setja orðið „stóriðja“ í staðinn fyrir „iðnaður“: „Sá agi sem stóriðjan útheimtir verður siðakerfi samfélagsins.“ Vel að merkja: Þarf ekki að fara að setja rithöfundalög á Andra Snæ Magnason? Hann er áreiðanlega með meira en þriðjung lesendamarkaðarins í andránni með bók sinni „Draumalandið“. johannh@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.