Fréttablaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 73
MÁNUDAGUR 8. maí 2006 33 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? MAÍ 5 6 7 8 9 10 11 Mánudagur ■ ■ SJÓNVARP  16.00 Ensku mörkin á Rúv.  18.30 NBA-úrslitakeppnin á Sýn.  20.30 Ítölsku mörkin á Sýn.  21.00 Ensku mörkin á Sýn.  21.30 Spænsku mörkin á Sýn.  22.00 HM 2002 á Sýn. England gegn Brasilíu.  23.10 Ensku mörkin á Rúv. KÖRFUBOLTI Verðmætasti leikmað- ur NBA-deildarinnar, Steve Nash, og félagar í Phoenix Suns sýndu fádæma karakter þegar þeir unnu seríuna gegn Los Angeles Lakers 4-3, eftir að hafa lent 3-1 undir. Oddaleikur liðanna var aldrei spennandi því Suns flengdi Lakers, 121-90. „Við spilum ekki betur en þetta,“ sagði Mike D´Antoni, þjálf- ari Suns, en þess má geta að skotnýting Suns í leiknum var 61 prósent. Suns mætir næst hinu LA-liðinu, Clippers. Phil Jackson, hinn sigursæli þjálfari Lakers, var að tapa í fyrsta sinn á ferlinum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. - hbg NBA-körfuboltinn: Ótrúleg endur- koma Suns FARÐU FRÁ KOBE Steve Nash keyrir hér að körfunni gegn Kobe Bryant í oddaleiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES GOLF Hin ótrúlega 16 ára golfkona, Michelle Wie, hafnaði í 35. sæti á karlamóti sem fram fór í Suður- Kóreu. Wie komst í gegnum niður- skurðinn á mótinu en það var í fyrsta skipti í átta tilraunum sem henni tókst að ná þeim sögulega árangri. Hún náði ekki að fylgja eftir þeim fína árangri því hún lék loka- hringinn á tveim yfir pari en aðeins voru leiknir þrír hringir á mótinu þar sem slæmt veður aftraði leik á laugardag. - hbg Michelle Wie: Endaði í 35. sæti MICHELLE WIE Missti dampinn á loka- hringnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES NFL Hinn goðsagnakenndi leik- stjórnandi Green Bay Packers, Brett Favre, er loksins búinn að taka ákvörðun um að spila áfram en flestir bjuggust við því að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir sitt versta tímabil á ferlinum þar sem hann kastaði boltanum 29 sinnum í hendur andstæðinganna. „Ég mun spila, gefa allt sem ég á og ekki tala of mikið um framtíð- ina,“ sagði Favre sem útilokar ekki að halda áfram eftir næsta tímabil en Packers-liðið er ungt og óreynt. - hbg Brett Favre: Spilar áfram með Packers FORMÚLA 1 Þýski ökuþórinn Michael Schumacher fagnaði sigri í Evrópukappakstrinum sem fram fór á Nurburgring í Þýskalandi í gær. Hann háði mikla og harða bar- áttu við Spánverjann Fernando Alonso í keppninni og Schuma- cher var á eftir fram að síðasta viðgerðarhléi. Þá fór Alonso í pyttinn á undan og Schumacher notaði tækifærið og byggði upp nægilegt forskot til að taka sjálfur viðgerðarhlé og komast út á undan Spánverjan- um. Felipe Massa varð þriðji og Kimi Raikkonen fjórði. „Það kom mér alls ekki á óvart að þetta skyldi vera mjög jöfn keppni en ég vissi að við gætum staðið jafnfætis Renault í dag,“ sagði Schumacher sem var að sigra í Formúlu 1 í 86. skipti. „Það var erfitt að keyra á eftir Alonso lengi vel enda mikill vindur. Fernando keyrði mjög hart en sem betur fer gátum við haldið sama hraða.“ - hbg Hörkuspenna í Formúlunni í gær: Schumacher sigraði á heimavelli Í BANASTUÐI Þrátt fyrir 86 sigra í Formúlu 1-keppnum fær Michael Schumacher seint leið á því að fagna. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.