Fréttablaðið - 08.05.2006, Page 73

Fréttablaðið - 08.05.2006, Page 73
MÁNUDAGUR 8. maí 2006 33 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? MAÍ 5 6 7 8 9 10 11 Mánudagur ■ ■ SJÓNVARP  16.00 Ensku mörkin á Rúv.  18.30 NBA-úrslitakeppnin á Sýn.  20.30 Ítölsku mörkin á Sýn.  21.00 Ensku mörkin á Sýn.  21.30 Spænsku mörkin á Sýn.  22.00 HM 2002 á Sýn. England gegn Brasilíu.  23.10 Ensku mörkin á Rúv. KÖRFUBOLTI Verðmætasti leikmað- ur NBA-deildarinnar, Steve Nash, og félagar í Phoenix Suns sýndu fádæma karakter þegar þeir unnu seríuna gegn Los Angeles Lakers 4-3, eftir að hafa lent 3-1 undir. Oddaleikur liðanna var aldrei spennandi því Suns flengdi Lakers, 121-90. „Við spilum ekki betur en þetta,“ sagði Mike D´Antoni, þjálf- ari Suns, en þess má geta að skotnýting Suns í leiknum var 61 prósent. Suns mætir næst hinu LA-liðinu, Clippers. Phil Jackson, hinn sigursæli þjálfari Lakers, var að tapa í fyrsta sinn á ferlinum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. - hbg NBA-körfuboltinn: Ótrúleg endur- koma Suns FARÐU FRÁ KOBE Steve Nash keyrir hér að körfunni gegn Kobe Bryant í oddaleiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES GOLF Hin ótrúlega 16 ára golfkona, Michelle Wie, hafnaði í 35. sæti á karlamóti sem fram fór í Suður- Kóreu. Wie komst í gegnum niður- skurðinn á mótinu en það var í fyrsta skipti í átta tilraunum sem henni tókst að ná þeim sögulega árangri. Hún náði ekki að fylgja eftir þeim fína árangri því hún lék loka- hringinn á tveim yfir pari en aðeins voru leiknir þrír hringir á mótinu þar sem slæmt veður aftraði leik á laugardag. - hbg Michelle Wie: Endaði í 35. sæti MICHELLE WIE Missti dampinn á loka- hringnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES NFL Hinn goðsagnakenndi leik- stjórnandi Green Bay Packers, Brett Favre, er loksins búinn að taka ákvörðun um að spila áfram en flestir bjuggust við því að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir sitt versta tímabil á ferlinum þar sem hann kastaði boltanum 29 sinnum í hendur andstæðinganna. „Ég mun spila, gefa allt sem ég á og ekki tala of mikið um framtíð- ina,“ sagði Favre sem útilokar ekki að halda áfram eftir næsta tímabil en Packers-liðið er ungt og óreynt. - hbg Brett Favre: Spilar áfram með Packers FORMÚLA 1 Þýski ökuþórinn Michael Schumacher fagnaði sigri í Evrópukappakstrinum sem fram fór á Nurburgring í Þýskalandi í gær. Hann háði mikla og harða bar- áttu við Spánverjann Fernando Alonso í keppninni og Schuma- cher var á eftir fram að síðasta viðgerðarhléi. Þá fór Alonso í pyttinn á undan og Schumacher notaði tækifærið og byggði upp nægilegt forskot til að taka sjálfur viðgerðarhlé og komast út á undan Spánverjan- um. Felipe Massa varð þriðji og Kimi Raikkonen fjórði. „Það kom mér alls ekki á óvart að þetta skyldi vera mjög jöfn keppni en ég vissi að við gætum staðið jafnfætis Renault í dag,“ sagði Schumacher sem var að sigra í Formúlu 1 í 86. skipti. „Það var erfitt að keyra á eftir Alonso lengi vel enda mikill vindur. Fernando keyrði mjög hart en sem betur fer gátum við haldið sama hraða.“ - hbg Hörkuspenna í Formúlunni í gær: Schumacher sigraði á heimavelli Í BANASTUÐI Þrátt fyrir 86 sigra í Formúlu 1-keppnum fær Michael Schumacher seint leið á því að fagna. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.