Fréttablaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 71
Tölvuleikurinn Reservoir Dogs
verður gefin út í haust á vegum
Eidos Interactive fyrir Xbox, Play-
station 2 og PC.
Árið 1992 gaf þá óþekktur leik-
stjóri, Quentin Tarantino, út kvik-
mynd um fimm menn sem ákváðu
að framkvæma hinn fullkomna
glæp. Ránið klikkaði, fólk var drep-
ið og menn grunaðir um svik. Leik-
urinn er byggður á þessari klass-
ísku kvikmynd Quentins Tarantino
og inniheldur sama söguþráð og
tímaröð atburða.
Hér er á ferðinni þriðju persónu
skotleikur sem fylgir því eftir
þegar ránið er skipulagt og fram-
kvæmt og fyllir leikurinn í margar
eyður sem voru í myndinni. Hvað
varð um Mr. Blue og Mr. Brown?
Hvar faldi Mr. Pink demantana?
Hvað gerðist í raun við ránið?
„Við erum mjög stolt af því að
vinna að leik sem er byggður á
einni frumlegustu mynd okkar
tíma,“ segir Helen Lawson, mark-
aðsstjóri Eidos.
Leikurinn mun innihalda alla
tónlistina sem var í myndinni. Í
henni kom fram töluvert af sjóð-
heitum lögum frá áttunda áratugn-
um, þar á meðal Little Green Bag
og hið ógleymanlega Stuck In The
Middle With You. Leikmenn geta
spilað sem allar aðalpersónur
myndarinnar í leiknum.
Reservoir Dogs
breytt í tölvuleik
RESERVOIR DOGS Tölvuleikur byggður á
kvikmyndinni ódauðlegu er væntanlegur
í haust.
Nú fer að styttast í að Spice Girl-
pæjan Geri Halliwell verði léttari.
Geri hefur ekki gefið upp hver
barnsfaðirinn sé en menn giska á
að það sé handritshöfundurinn
Sacha Gervasi sem er 39 ára gam-
all. Sjálf er Geri 33 ára og hefur
hún undanfarin ár verið búsett í
Los Angeles.
Hún er sögð yfir sig ánægð með
óléttuna en þetta er hennar fyrsta
barn. Samkvæmt amerískum venj-
um verður að sjálfsögðu haldin
svokölluð „baby shower“ fyrir Geri
en það er góðvinur hennar, George
Michael, sem sér um að halda
veisluna. Vinskapur þeirra hefur
sveiflast mikið í gegnum árin en
þau eru sem sagt vinir núna og
hefur George heimtað að fá að sjá
um herlegheitin enda mikill smekk-
maður. Má búast við því að veislan
verði full af stórum blöðrum, frísk-
legum blómum, súkkulaði, kökum
og frægu fólki en gömlu hljóm-
sveitarvinkonur rauða kryddsins
eru allar boðnar í veisluna.
Þess má geta að Victoria Beck-
ham og Geri eru aftur orðnar vin-
konur sem er afar gott fyrir Geri
sem getur þá leitað til Victoriu
vanti hana ráð varðandi barnaupp-
eldið. Victoria ætti að geta ausið úr
viskubrunni sínum því Beckham-
hjónin eiga þrjá syni.
Ólétt og
alsæl Geri
VERÐANDI MAMMA Það verður fljótlega
eitthvað annað en hundur sem Geri ber í
fanginu en hún væntir nú síns fyrsta barns.
Keith Richards, gítarleikari The
Rolling Stones, þarf ekki að gang-
ast undir heilaskurðaðgerð eftir
að hafa dottið úr pálmatré á Fiji-
eyjum um síðustu helgi.
Upphaflega var talað um að
Richards hefði fengið vægan
heilahristing en síðan bárust
fregnir um að hann þyrfti að fara í
skurðaðgerð. Talsmaður Richards
segir kappann þvert á móti hafa
það gott þessa dagana og ekkert
alvarlegt ami að honum.
Talið er að hinn 62 ára Richards
hafi verið uppi í tré að ná í kókos-
hnetur ásamt félaga sínum úr
Stones, Ronnie Wood, þegar hann
féll til jarðar.
The Rolling Stones eiga að
hefja tónleikaferð sína um Evrópu
þann 27. maí í Barcelóna. Sveitin
er að fylgja eftir nýjustu plötu
sinni A Bigger Bang, sem fékk
fínar viðtökur á síðasta ári.
Richards ekki í aðgerð
KEITH RICHARDS
Gítarleikarinn síungi er að óðum jafna sig
eftir að hafa dottið úr pálmatré.
NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES
[KVIKMYNDIR]
UMFJÖLLUN
Í þriðju myndinni um njósnar-
ann Ethan Hunt (Cruise) og
félaga hans hefur aðalhetjan
dregið saman seglin hjá leyni-
þjónustunni SÓV – Samtökum
ómögulegra verkefna – og sér
eingöngu um þjálfun nýliða fyr-
irtækisins. Hann er alsæll með
heitkonu sinni (Monaghan) og
lifir hinu ljúfa borgaralega lífi
þegar fortíðin leitar hann uppi.
Útsendara, sem er Hunt sérlega
kær, er rænt af þorparanum
Owen Davian (Hoffman), sem
hefur auk þess í hyggju að festa
kaup á mikilli vítisvél. Hunt
rennur blóðið til skyldunnar og
sameinast gömlum félögum í
leiðangri til að frelsa útsendar-
ann. Föruneytið hefur ekki erindi
sem erfiði og í kjölfarið ákveður
Hunt að hafa hendur í hári Davi-
ans sem við fyrstu sýn virðist
ómögulegt verkefni, ekki síst
þar sem skúrkurinn á hauk í
horni innan SÓV.
J.J. Abrams, heilinn á bak við
sjónvarpsþættina Lost og Alias,
staðfestir í Mission: Impossible
3 að hann kann að búa til gott
aksjón og gott ef þetta er ekki
besta myndin í bálknum til þessa.
Allar myndirnar bera skýr ein-
kenni höfunda sinna; Brian De
Palma er meistari myndavélar-
innar eins og sást vel í fyrstu
myndinni en ofhlaðið framhald
Johns Woo var allt að því óbæri-
lega leiðinlegt. Abrams fangar
andann úr mynd De Palma en
leggur áhersluna fyrst og fremst
á keyrslu. Sem er vel. Myndin
heldur dampi allan tímann með
ógrynni af vel stílfærðum atrið-
um á borð við innbrot í Vatikanið
og fallhlífarstökk af háhýsum í
Shanghaí.
Leikhópurinn er vel valinn.
Tom Cruise gerir það sem hann
kann best; hleypur sperrtur
undan sprengingum og hangir á
hverjum bláþræðinum á eftir
öðrum. Þess á milli tekst hann á
við hina klassísku valkreppu
ofurhetjunnar að gera upp á
milli starfs og einkalífs. Leik-
gleðin skín af Philip Seymour
Hoffman sem skyggir á Cruise í
hvert skipti sem þeir sjást
saman. Aðrir fá svo sem úr litlu
að moða, Laurence Fishburne er
nánast eingöngu til sýnis. Magg-
ie Q er þó eftirminnileg sem einn
af liðsfélögum Hunts og þótt
rullan sé lítil lekur töffið af
henni.
Á heildina litið er óþarfi að
velta sér upp úr agnúunum.
Mission: Impossible 3 er pott-
þéttur sumarsmellur.
Bergsteinn Sigurðsson
Kröftug keyrsla
MISSION: IMPOSSIBLE 3
LEIKSTJÓRI: J. J. ABRAMS
Aðalhlutverk: Tom Cruise, Philip Seymour
Hoffman, Michelle Monaghan, Ving Rhames,
Laurence Fishburne.
Niðurstaða: Mission Impossible 3 er pottþétt-
ur sumarsmellur. Alls ekki hnökralaus en mikil
keyrsla og vel stílfærðir stælar sjá til þess að
hún heldur dampi allan tímann.