Fréttablaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 8. maí 2006 5 HVAÐ ER... HALLAMÁL? Gamlir ísskápar geta verið ein- staklega formfagrir, sérstaklega ef þeir fá að njóta sín frístandandi. Það er því engin ástæða til að henda þeim þótt þeir gefi upp önd- ina. Færðu gamla garminn inn í stofu, þar sem hann hefur gott pláss, taktu úr honum nokkrar hill- ur og breyttu honum í vínskáp. Í hurðinni má geyma staup og glös og frystihólfið er upplagður staður fyrir litla konfektkassa sem gott getur verið að grípa til þegar dreypt er á góðu víni í góðum félagsskap. Aðrir möguleikar eru að hafa ísskápinn í geymslunni eða bíl- skúrnum og geyma í honum eitt- hvað smálegt sem þú vilt hafa greiðan aðgang að. Til dæmis þvottaefni, máln- ingadót eða úti- legugræjurnar. Skíðaklossar, - hjálmar og -gler- augu eiga auð- vitað hvergi betur heima en í fallegum ísskáp. Nýttu gamla ísskápinn Hver segir að ísskápur þurfi endilega að vera notaður til að kæla matvæli? Þessi væri hreint ekki svo slæmur vínskápur. Hallamál er eitt nauðsynlegasta verkfæri allra framkvæmda. Allir iðn- aðarmenn eiga að minnsta kosti eitt slíkt og inni á hverju heimili á eitt stykki hallamál einnig að vera til. Hallamálið var fundið upp af Frakkanum Melchisedech Thevenot á 17. öld en hann var seinna í þjón- ustu Loðvíks fjórtánda. Á þeim tíma starfaði Thevenot með mörgum vel þekktum vísindamönnum sögunnar eins og Robert Hooke og Christiaan Huygens. Segir sagan að þeir hafi báðir reynt að eigna sér uppfinning- una í sínu heimalandi. Í hallamáli eru yfirleitt þrjár vatnspípur. Í þessum vatnspípum er haft loft eða loftbóla sem gefur tilkynna hvort hallamálið sé rétt eða ekki. Stundum nægja aðeins tvær vatnspípur og segja þær á einfaldan hátt hvort hlutur sé í beinni línu, lóðrétt eða lárétt. Þó eru komin á markað mun nákvæmari ,,hallamál“ sem notast við leiser-tækni. Á flest venjuleg heimili ætti gamla góða hallamálið þó að duga. Sumarið er skammt undan, en er einhver ástæða til að bíða? Nú er sumarið komið og um að gera að hafa allt sumarlegt í kringum sig. • Fjölgaðu skærlitum blómum á heimilinu. Gul og rauð blóm á grænum stilkum eru með því sumarlegra sem til er. • Hleyptu sólinni inn. Dragðu rimlagardínur upp og skiptu út dökku gluggatjöldunum fyrir ljós. Opnaðu alla glugga. • Gakktu í sumarfötum, líka heima hjá þér. Hawaii skyrta, hnébux- ur, sportsokkar, sandalar og málið er dautt. Geymdu samt sólgleraugun þangað til þú ferð út. Algjör óþarfi að líta kjána- lega út. • Hlustaðu á fjöruga sumartónlist. Sólstrandagæjarnir klikka aldrei. Þjóðhátíðarlög fyrri ára eru góð líka. Þeir sem eiga gamlar spólur með Sumargleðinni eru jafnvel enn betur settir. • Settu ávexti í skál á stofu- eða eldhúsborðið. Þeir vaxa í sól og yl og hvern langar ekki í svoleið- is? • Grillaðu við hvert tækifæri. Það er algjörlega nauðsynlegt núna að borða grillmat. • Farðu fyrr á fætur. Það er orðið vel bjart upp úr sex á morgnana og hitagráðurnar ekki slæmar heldur. Byrjaðu sumarið heima
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.