Fréttablaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 67
MÁNUDAGUR 8. maí 2006 27 VIÐ STÆKKUM DÖFNUM OG FLYTJUM! Next verður lokuð frá mánudegi til miðvikudags. Opnum nýja og glæsilega verslun í Kringlunni fimmtudaginn 11.maí. KRINGLUNNI 551 3200 Raddbandafélag Reykjavíkur heldur tónleika í Laugarneskirkju í kvöld en yfirskrift þeirra er „létt og laggott“. Á efnisskránni má finna rússn- esk lög, norræn söng- og þjóðlög, ættjarðarlög og dægurlög úr ýmsum áttum. Kórinn undirbýr nú þátttöku í norrænni tónlistar- hátíð „Nordic Music Festival“ sem haldin verður í St. Pétursborg í maímánuði og eru tónleikarnir á mánudaginn liður í þeim undir- búningi. Tónlistarhátíðin sem er haldin fyrir tilstuðlan hins þekkta stjórnanda Kristofers Wahlander er nú haldin í þriðja sinn en Íslend- ingar taka nú í fyrsta sinn þátt í hátíðinni. Píanóleikarar á tónleikunum verða tveir, þau Þuríður Helga Ingadóttir og rússneski píanóleik- arinn Konstantin Ganshin sem mun spila með Raddbandafélag- inu í Pétursborg. Sævar Örn Sæv- arsson mun leika á rafbassa en stjórnandi sönghópsins er Sigrún Grendal. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og eru miðar seldir við innganginn. - khh RADDBANDAFÉLAG REYKJAVÍKUR Sönghópur skipaður hressum og söngelskum karlmönnum. Létt og laggóð dagskrá Raddbandalagsins Norski rithöfundurinn Per Petter- son vann óvænt til verðlauna breska dagblaðsins The Independ- ent fyrir besta erlenda skáldverk ársins 2005. Þau hlaut hann fyrir fimmtu skáldsögu sína, Ut og stelje hester eða Úti að stela hest- um eins og það myndi útleggjast á íslensku. Meðal annarra sem tilnefndir voru til verðlauna The Independ- ent var ungverska nóbelskáldið Imre Kertesz. Saga Pettersons segir frá 67 ára gömlum manni sem þarf að rifja upp erfiða atburði úr æsku sinni sem settu varanleg áhrif á hann. Bókin sló í gegn þegar hún kom út í Noregi árið 2003 og var til dæmis kjörin besta bók ársins af bóksölum þar í landi. Enska þýð- ingin hlaut einróma lof gagnrýn- enda þegar hún kom út í Englandi í nóvember í fyrra undir titlinum Out Stealing Horses. Petterson var sérstaklega lofaður fyrir sterka persónusköpun og hefur verið líkt við landa sinn Knut Hamsun og bandaríska rithöfund- inn Raymond Carver en áhrif hins síðarnefnda þykja setja sterkan svip á Ut og stelje hester. Per Pettersson er fæddur árið 1952. Hann var bókasafnsvörður og bóksali áður en hann gaf út sitt fyrsta verk árið 1987. Bækur hans hafa enn sem komið er ekki verið þýddar á íslensku. - bs Norsk bók vann PER PETTERSON Bók hans var lofuð af breskum gagnrýnendum þegar hún kom út í enskri þýðingu fyrir jól. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES HVAÐ? HVENÆR? HVAR? MAÍ 5 6 7 8 9 10 11 Mánudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Raddbandalag Reykjavíkur heldur tónleika í Laugarneskirkju. Stjórnandi er Sigrún Grendal.  20.00 Vortónleikar Tónlistarskóla Kópavogs verða haldnir í Salnum. Nemendur á ýmsum stigum koma fram og flytja fjölbreytta efnisskrá. Tónleikarnir eru hluti af Kópavogsdögum sem nú standa yfir í bænum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. ■ ■ LEIKLIST  21.00 Leikfélagið Frú Emilía sýnir 100 ára hús eftir Jón Atla Jónasson á Ylströndinni í Nauthólsvík. Leikstjóri er Hafliði Arngrímsson. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.00 Dr. Gilad Livne, gestakenn- ari við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, heldur fyrirlestur í Odda um kostnað vegna opinberra skulda. Fyrirlesturinn fer fram á ensku í stofu 101. Allir velkomnir. ■ ■ SÝNINGAR  10.00 Útskriftarnemendur í Listaháskóla Íslands sýna verk sín í Hafnarhúsinu. Sýningin stendur til 25. maí.  11.00 Gunnar Þorsteinsson myndhöggvari sýnir í Hafnarborg. Sýningin Kvika í búri er opin frá 11-17 í dag.  13.00 Opið hús í Ásgarði í Mosfellsbæ. Sýning á handverki og kaffiveitingar. Allir velkomnir á uppákomu á vegum listahátíðarinnar Lista án landamæra.  13.00 Adam Bates sýnir í Galleríi Úlfi á Baldursgötu 11. Sýningin Sögur stendur yfir í maímánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.