Fréttablaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 70
Ný plata er komin út frá banda- rísku rokksveitinni Tool eftir fimm ára hlé. Platan heitir 10.000 Days og inniheldur m.a. smáskífu- lagið Vicarious, sem er þegar komið í mikla spilun á rokkstöðv- um hér á landi. Síðasta plata Tool, Lateralus, kom út árið 2001 og fór beint í fyrsta sæti Billboard listans og seldist einnig vel úti um allan heim. Innihélt hún m.a. lögin Schism, Lateralus og Parabola. Tool var stofnuð árið 1990 í Los Angeles, en sveitin hefur einungis gefið út fjórar plötur á fimmtán ára ferli, þar af eina EP-plötu. Árið 1997 vann sveitin til Grammy- verðlauna í flokki þungarokks og sama ár stofnaði söngvarinn Maynard James Keenan hliðar- bandið A Perfect Circle ásamt gít- arleikaranum Billy Howerdal. Er það starfandi enn þann dag í dag. Tool er þekkt fyrir að fara vel yfir sjö mínútna markið í lengd laga og er nýja platan engin undanteknin- ing þar á. Ný plata frá Tool TOOL Hljómsveitin Tool er mætt með glænýja plötu sem ber heitið 10.000 Days. [UMFJÖLLUN] TÓNLIST Það er að myndast svolítið und- arlegt samband á milli mín og The Fiery Furnaces. Mér finnst þau skrítin og skemmtileg, en samt fara þau stundum í taug- arnar á mér. Var ansi hrifinn af rokksett- inu þeirra á Airwaves núna síð- ast, en fannst svo þessi plata sem þau gerðu með ömmu sinni fyrr á árinu frekar mikið uppi í sínum eigin afturenda. Svo núna, allt of stuttu seinna, kemur heil plata full af nýjum skrítnum lögum sem eiga að heilla mann upp úr skónum. Ég var ekki alveg viss hvort ég treysti þeim nægilega vel til þess að gefa þeim athygli mína alveg strax. Finnst að þau hefðu átt að dúsa í skammar- króknum aðeins lengur. Og jújú, þessi nýja plata er öllu betri en ömmuflippið. En hún hefði nú mátt gerjast aðeins betur. Þessi systkini eru eins og pirrandi leikskólakrakkar sem eru að keppast um athyglina. Þau eru alveg virkilega hæfileikarík, og það fer ekki fram hjá neinum sem kynnir sér verk þeirra, en það má nú alveg leggja sig örlítið fram við það að leyfa hlustend- um sínum að taka þátt í gleðinni. Tónlist gerist varla sjálfum- glaðari eða tilgerðarlegri en þetta. Það virðist vera að The Fiery Furnaces sé bara alveg skítdrullu sama hvort þau eigi sér hlustendahóp eða ekki. Stund- um er maður á mörkunum að gef- ast upp á þeim. Svo man ég eftir því hversu stórkostleg mér fannst Blueberry Boat og ákveð að fyrirgefa þeim eina ferðina enn. En nú vil ég sjá þau hverfa í svona 2-3 ár, og snúa svo til baka með það meistaraverk sem þau eiga að geta skapað! Einu góðu lögin á þessu bitra te-i eru Teach Me Sweetheart og do-wop-lega ballaðan I´m Waiting to Know You. Bitter Tea hljómar eins og hún sé gerð af hljómsveit sem er föst í sínum eigin leikfangakassa, og þau systkinin eru löngu orðin of fullorðin til þess að passa ofan í hann. The Fiery Furnaces eru í augnablikinu ein skærasta sönn- un þess að þó að hlutir séu „artí“ geta þeir líka bara verið leiðin- legir. Það má alveg hafa lög á plötum sem maður getur munað eftir og raulað. Það skemmir a.m.k. aldrei. Ekki meira svona takk! Birgir Örn Steinarsson Sannarlega biturt te! THE FIERY FURNACES: BITTER TEA NIÐURSTAÐA: Niðurstaða: Fjórða plata The Fiery Furnaces er alveg virkilega pirrandi. Hvernig geta svona hæfileikaríkir krakkar mögulega skapað svona leiðinlega plötu? Jack White, meðlimur rokkdúetts- ins The White Stripes, hefur eign- ast stúlku með eiginkonu sinni, fyrirsætunni Karen Elson. Stúlkan, sem er þeirra fyrsta barn, hefur fengið nafnið Scarlett Terese. White og Elson keyptu sér nýlega hús í Nashville þar sem þau ætla að búa í framtíðinni. White, sem er þrítugur, og hin 27 ára Elson byrjuðu saman eftir að White hætti með kærustu sinni til tveggja ára, Renée Zellweger árið 2004. White var áður kvæntur Meg White, sem spilar með honum í The White Stripes. Tók hann upp eftirnafn hennar þegar þau gengu upp að altarinu árið 1996. Jack White einbeitir sér um þessar mundir að hljómsveitinni The Raconteurs, sem gefur út sína fyrstu plötu, Broken Boy Soldiers, þann 16. maí. Á meðan er The White Stripes í pásu en sveitin gaf út plötuna Get Behind Me Satan í fyrra. Stúlka í heiminn JACK WHITE Forsprakki The White Stripes hefur eignast stúlkuna Scarlett Terese. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Að mati leikarans Ian McKellen mun The Da Vinci Code alltaf vera í skugganum af sögum JRR Tolki- ens, The Lord Of The Rings. McKellen leikur í báðum myndun- um, Gandálf í The Lord Of The Rings og Sir Leigh Teabing í Da Vinci Code. „Það er ekki sami áhugi hjá fólki fyrir The Da Vinci Code eins og fyrir Tolkien. Það að kvikmynda bækur Tolkiens er fyrir sumum eins og að kvik- mynda Biblíuna. The Lord Of The Rings er ekki bara spennandi lesn- ing heldur hafa margir lesið hana aftur og aftur. Ég efast um að margir hafi lesið The Da Vinci Code oftar en einu sinni, hún er einfaldlega ekki þannig bók,“ sagði McKellen. Tolkien er betri IAN MCKELLEN Að hans mati mun The Da Vinci Code aldrei ná eins miklum vinsæld- um og The Lord of the Rings. Franska leikkonan Audrey Tautou hatar að snyrta sig og segist frek- ar myndu vilja vera með þurra húð en vera sífellt að hugsa um að setja á sig krem. Hún lifir einföldu og afar glamúrlausu lífi og hugsar ekki mikið um útlitið. „Ég nota hvaða andlitskrem sem ég finn inni á baði en myndi aldrei nenna að setja krem á líkamann. Þess vegna er ég alltaf með þurra húð. Ég þarf ekki svona vörur og lifi ekki þessu týpíska leikkonulífi,“ segir hin fagra Audrey og erfitt er að trúa að hún hugsi svo lítið um útlitið sem er nánast gallalaust. Hatar að snyrta sig AUDREY TAUTOU Hin fagra leikkona segist hugsa lítið um að snyrta sig og nennir í mesta lagi að setja á sig eitthvert andlits- krem. SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu INSIDE MAN kl. 8 og 10.25 B.I. 16 ÁRA RAUÐHETTA M/ÍSL. TALI kl. 6 ÍSÖLD 2 M/ÍSL. TALI kl. 6 LUCKY NUMBER SLEVIN kl. 8 og 10 B.I. 16 ÁRA RAUÐHETTA M/ENSKU TALI kl. 6, 8 og 10 RAUÐHETTA M/ÍSLENSKU TALI kl. 6 PRIME kl. 5.30, 8 og 10.30 THE HILLS HAVE EYES kl. 8 og 10.30 B.I. 16 ÁRA WHEN A STRANGER CALLS kl. 6, 8 og 10 B.I. 16 ÁRA MISSION IMPOSSIBLE 3 kl. 3.20, 6, 9 og 11.40 SÝND Í LÚXUS kl. 3.20, 6, 9 og 11.40 RAUÐHETTA M/ENSKU TALI kl. 4, 6, 8 og 10 RAUÐHETTA M/ÍSLENSKU TALI kl. 4 og 6 PRIME kl. 8 og 10.30 THE HILLS HAVE EYES kl. 10 B.I. 16 ÁRA ICE AGE 2 M/ENSKU TALI kl. 8 ÍSÖLD 2 M/ÍSLENSKU TALI kl. 4 og 6 Mannbætandi og þrælfyndin rómantísk gamanmynd með Uma Thurman og Meryl Streep í fantaformi! „Ég var ónýtur eftir myndina. Hún var svo fyndin“ - Svali á FM957 EIN FYNDNASTA MYND ÁRSINS SEM ENGIN MÁ MISSA AF! SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Birgitta Haukdal fer á kostum sem Rauðhetta í íslensku talsetningunni ÓHUGNANLEGASTA MYND ÁRSINS! FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA HVAÐ SEM ÞÚ GERIR, EKKI SVARA Í SÍMANN! - SV, MBL - LIB, Topp5.isSÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI STÆRSTA MYND ÁRSINS - VJV, Topp5.is - HJ MBL - JÞP Blaðið - Ó.Ö.H. - DV - SV - MBL - LIB. - TOPP5.IS STRANGLEGA BÖNN UÐ INNAN 16 ÁRA DYRAVERÐIR VIÐ SALINN! FYRSTA STÓRMYND SUMARSINS ER KOMIN! AF MÖRGUM TALIN VERA BESTA MISSION IMPOSSIBLE MYNDIN TIL ÞESSA!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.