Fréttablaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 22
[ ] Fornmunir, franskir og dansk- ir, fást í Antiksölunni í Skúla- túni 6. „Húsgögnin hér eru frá 80 og allt upp í 200 ára gömul. Þau eru flest smíðuð í Frakklandi og Danmörku á síðustu og þarsíðustu öld,“ segir Ragnar Bernburg, verslunarmað- ur í Antiksölunni, og bendir á hinar viðamiklu mublur í verslun sinni. Brosandi bætir hann við að reyndar hafi húsgögnin orðið til löngu áður en upprunaskýrslur Evrópusambandsins tóku gildi en þau séu keypt í fyrrnefndum lönd- um og stíllinn leyni sér ekki. „Þetta eru allt vönduð húsgögn sem einungis efnafólk hafði ráð á að kaupa og hafa í kringum sig. Almúginn í þessum löndum hefur eflaust verið með einfaldari muni á sínum heimilum.“ Húsgögnin eru útskorin og mörg hver íburðarmikil. „Það er ofboðsleg vinna í þessum munum og ekki á færi nema listamanna í tréskurði að skila svona verki,“ bendir Ragnar á. Dönsku húsgögn- in eru þó látlausari en þau frönsku og Ragnar segir þau líka flest bæði yngri og ódýrari. Hnota og eik eru mest notuðu viðartegund- irnar frá þessum tíma og á frönsku húsgögnunum eru greinargóðar upplýsingar um hvaða stíl þau til- heyra og á hvaða tímabili þau eru smíðuð. Þar eru gotn- esk- ur og endurreisn- arstíll áberandi en skyldi fólk sækj- ast mikið eftir þessum stílum í dag? „Já, það er alltaf töluverður fjöldi fólks sem hefur áhuga á ant- ikhúsgögnum því þau hafa karakter,“ svarar Ragnar. Hann kveðst í einstaka tilfellum taka við húsgögnum í sölu en einungis ef þau passi inn í heildarmyndina. „Við erum bara með sérstök húsgögn sem einhver klassi er yfir,“ segir hann að lokum. Gamall kollur kemur sér vel á öllum heimilum. Hann er hægt að nota til að stíga á, til dæmis þegar þarf að teygja sig í efstu hillur í eldhússkápunum. Þessi myndarlegi eikarskápur er danskur og smíðaður snemma á 20. öld. Það er fínn skurður á þessum franska skáp í nýrendurreisnarstíl. Hann er frá 1880 og viðurinn er hnota. Herragarðs- og hertogastíll Sérsmíðað spilaborð úr eik sem stendur traustum fótum sem skreyttir eru höfrungum. Það er í anda húsgagna sem hönnuð voru fyrir konung Frakka, Frans I. Eikarstóll sem hægt er að leggja saman. Franskur í endurreisn- arstíl, frá 1800-1830. Stóllinn heitir Dago Bert eftir konungnum sem hann var hannað- ur fyrir. Franskur bekkur í síðgotneskum stíl um 1860. Hann er úr eik og hægt er opna setuna þar sem ágæt hirsla er undir. Franskur bókaskápur í endurreisnarstíl frá 1830. Hann er úr vandaðri eik og var upphaflega byssuskápur. 534 1300 w w w . g l u g g a l a u s n i r . i s Góð lausn fyrir gluggann Hafðu samband og við komum heim til þín Annar hfRekstrarverkfræðistofan Suðurlandsbr. 46 • Sími 568 1020 • Annar.is a Eignaskiptay rlýsingar atvinnu- og íbúðahúsnæði fyrir ������ ��������� ������������������� ��� ���������������������������� ������������������������� Beygjanlegur harðviður - tilvalin í handlista ������� ������ ��������� ����������� ������������������ � � � �� �� �� ��� � ��������������������������������� ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir 7,6 M 157,5 m2Hús & Tæki ehf SKOGHEIM Verð á byggingarsettum 6,4 M 90 m2 + 23 m2 svefnl. 33 m2 sólpallur BERGLI Hin vönduðu og vinsælu Norsku hús. Íbúðarhús - Heilsárshús. Margar gerðir. Gott verð!!! www.hthus.is S - 540 9600 / 896 1081 Hjörtur / 863 6062 Þorkell
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.