Fréttablaðið - 08.05.2006, Page 22

Fréttablaðið - 08.05.2006, Page 22
[ ] Fornmunir, franskir og dansk- ir, fást í Antiksölunni í Skúla- túni 6. „Húsgögnin hér eru frá 80 og allt upp í 200 ára gömul. Þau eru flest smíðuð í Frakklandi og Danmörku á síðustu og þarsíðustu öld,“ segir Ragnar Bernburg, verslunarmað- ur í Antiksölunni, og bendir á hinar viðamiklu mublur í verslun sinni. Brosandi bætir hann við að reyndar hafi húsgögnin orðið til löngu áður en upprunaskýrslur Evrópusambandsins tóku gildi en þau séu keypt í fyrrnefndum lönd- um og stíllinn leyni sér ekki. „Þetta eru allt vönduð húsgögn sem einungis efnafólk hafði ráð á að kaupa og hafa í kringum sig. Almúginn í þessum löndum hefur eflaust verið með einfaldari muni á sínum heimilum.“ Húsgögnin eru útskorin og mörg hver íburðarmikil. „Það er ofboðsleg vinna í þessum munum og ekki á færi nema listamanna í tréskurði að skila svona verki,“ bendir Ragnar á. Dönsku húsgögn- in eru þó látlausari en þau frönsku og Ragnar segir þau líka flest bæði yngri og ódýrari. Hnota og eik eru mest notuðu viðartegund- irnar frá þessum tíma og á frönsku húsgögnunum eru greinargóðar upplýsingar um hvaða stíl þau til- heyra og á hvaða tímabili þau eru smíðuð. Þar eru gotn- esk- ur og endurreisn- arstíll áberandi en skyldi fólk sækj- ast mikið eftir þessum stílum í dag? „Já, það er alltaf töluverður fjöldi fólks sem hefur áhuga á ant- ikhúsgögnum því þau hafa karakter,“ svarar Ragnar. Hann kveðst í einstaka tilfellum taka við húsgögnum í sölu en einungis ef þau passi inn í heildarmyndina. „Við erum bara með sérstök húsgögn sem einhver klassi er yfir,“ segir hann að lokum. Gamall kollur kemur sér vel á öllum heimilum. Hann er hægt að nota til að stíga á, til dæmis þegar þarf að teygja sig í efstu hillur í eldhússkápunum. Þessi myndarlegi eikarskápur er danskur og smíðaður snemma á 20. öld. Það er fínn skurður á þessum franska skáp í nýrendurreisnarstíl. Hann er frá 1880 og viðurinn er hnota. Herragarðs- og hertogastíll Sérsmíðað spilaborð úr eik sem stendur traustum fótum sem skreyttir eru höfrungum. Það er í anda húsgagna sem hönnuð voru fyrir konung Frakka, Frans I. Eikarstóll sem hægt er að leggja saman. Franskur í endurreisn- arstíl, frá 1800-1830. Stóllinn heitir Dago Bert eftir konungnum sem hann var hannað- ur fyrir. Franskur bekkur í síðgotneskum stíl um 1860. Hann er úr eik og hægt er opna setuna þar sem ágæt hirsla er undir. Franskur bókaskápur í endurreisnarstíl frá 1830. Hann er úr vandaðri eik og var upphaflega byssuskápur. 534 1300 w w w . g l u g g a l a u s n i r . i s Góð lausn fyrir gluggann Hafðu samband og við komum heim til þín Annar hfRekstrarverkfræðistofan Suðurlandsbr. 46 • Sími 568 1020 • Annar.is a Eignaskiptay rlýsingar atvinnu- og íbúðahúsnæði fyrir ������ ��������� ������������������� ��� ���������������������������� ������������������������� Beygjanlegur harðviður - tilvalin í handlista ������� ������ ��������� ����������� ������������������ � � � �� �� �� ��� � ��������������������������������� ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir 7,6 M 157,5 m2Hús & Tæki ehf SKOGHEIM Verð á byggingarsettum 6,4 M 90 m2 + 23 m2 svefnl. 33 m2 sólpallur BERGLI Hin vönduðu og vinsælu Norsku hús. Íbúðarhús - Heilsárshús. Margar gerðir. Gott verð!!! www.hthus.is S - 540 9600 / 896 1081 Hjörtur / 863 6062 Þorkell

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.