Fréttablaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 72
32 8. maí 2006 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Landsliðsmaðurinn í handknattleik, Markús Máni Michaelsson, liggur undir feldi þessa dagana og íhugar framtíðina. Sem kunnugt er þá sagði hann upp samningi sínum við Dusseldorf en þrátt fyrir það er ekki útilokað að hann leiki með félaginu áfram. Til þess þarf félagið einfaldlega að bjóða honum betri samning. Gangi það ekki eftir verður Markús að skoða aðra möguleika í stöðunni. „Það eru nokkur félög hér í Þýskalandi búin að sýna áhuga og svo er félagið hans Ragga Óskars, US Ivry, einnig búið að hafa samband þannig að ég gæti farið þangað en það er góður klúbbur sem er í fjórða sæti í Frakklandi,“ sagði Markús Máni sem var að sleikja sólina í rólegheitum í gær. „Annars liggur mér ekkert á að ákveða mig. Framtíðarrekst- ur Dusseldorf er ekki tryggður og meðan svo er getur félagið ekki gert mér nýtt tilboð. Ég bíð því bara rólegur.“ Mark- ús Máni lætur sér ekki nægja að starfa sem handbolta- maður því hann starfar fyrir stórfyrirtækið 3M samhliða atvinnu- mennskunni og ef hann yfirgæfi Dusseldorf yrði hann væntan- lega að gefa eftir starfið. „Það var nauðsynlegt fyrir mig að komast í vinnu því mér var farið að leiðast bara í boltanum. Þetta starf er mjög skemmtilegt og ég vildi gjarna halda því áfram og það spilar inn í ákvörðunina um framtíðina. Ég hef mikinn metn- að fyrir því að vinna líka. Ég er að vinna á Evrópumark- aðsdeild bílaiðnaðarins hjá fyrirtækinu. 3M framleiðir íhluti fyrir fullt af bíla- framleiðendum á borð við Benz og Audi. Þetta er fjölbreytt og skemmtilegt starf,“ sagði Markús Máni sem segir ekkert hæft í þeim kjaftasög- um að hann sé aftur á leið heim til Íslands. MARKÚS MÁNI MICHAELSSON MAUTE: HEFUR ÚR MÖRGUM TILBOÐUM AÐ VELJA US Ivry meðal þeirra liða sem vilja Markús Sigurður í Keflavík Ísfirðingurinn ungi og efnilegi, Sigurður G. Þorsteinsson, hefur skrifað undir tveggja ára samning við Keflavík. Sig- urður, sem er 18 ára, er 203 sentimetrar á hæð og 111 kg og ætti að reynast Keflvíkingum góður liðsstyrkur. FÓTBOLTI Það gekk mikið á þegar lokaumferð ensku úrvalsdeildar- innar var leikin í gær. Man. Utd tryggði sér annað sætið með öruggum 4-0 sigri á Charlton en senuþjófar dagsins voru leik- menn Tottenham sem töpuðu fyrir West Ham, 2-1, og misstu þar með af fjórða sætinu í deild- inni sem og farmiða í Meistara- deildina þar sem Arsenal notaði tækifærið og stökk yfir þá með 4- 2 sigri á Wigan. Tottenham hafði fyrr um dag- inn farið fram á seinkun eða frest- un á leiknum þar sem fjöldi leik- manna liðsins hafði fengið matareitrun og óttaðist stjórinn, Martin Jol, að hann myndi ekki ná í lið. „Það lágu tíu leikmenn veik- ir og ég hef aldrei upplifað annað eins. Mig grunar ekki að það hafi verið eitrað viljandi fyrir okkur. Við fórum á hlaðborð með steik og kjúklingum og mig grunar hvað var eitrað,“ sagði Jol sem þorði ekki öðru en að mæta til leiks minnugur þess að stig voru tekin af Boro fyrir að mæta ekki til leiks fyrir nokkrum árum síðan. Það reyndist rétt ákvörðun því lyfin fóru vel í leikmennina og Jol kenndi því matareitruninni ekki um tapið. Arsenal kvaddi Highbury með virktum en liðið flytur nú af vell- inum eftir 93 ára veru. Arsenal er því öruggt með sæti í Meistara- deildinni að ári. Thierry Henry var stórkostlegur eins og venju- lega og Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hrósaði honum í hástert. „Þegar þú ert besti leikmaður heims þá viltu leika í bestu deild heims og því var mikilvægt að tryggja þetta sæti. Henry er ein- faldlega besti maður heims í dag og að hafa tekið við fyrirliðastöð- unni hefur þroskað hann sem leikmann.“ - hbg Dramatísk lokaumferð í ensku úrvalsdeildinni í gær, Chelsea tapaði lokaleiknum sem og Tottenham: Tottenham missti fjórða sætið í hendur Arsenal SVEKKTIR Martin Jol, stjóri Spurs, og markvörðurinn Paul Robinson voru fúlir í gær.FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES HINSTA KVEÐJAN Það var erfið stund fyrir marga stuðningsmenn Arsenal þegar Highbury- leikvangurinn var kvaddur í gær. Henry situr hér með sjálfum sér fyrir leik.FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES HANDBOLTI Það voru í raun fárán- lega margir mættir á völlinn í gær ef haft er til hliðsjónar að þetta var hugsanlega verst auglýsti leik- ur sögunnar. Hvað um það. Hauk- ar byrjuðu leikinn af miklum krafti og virtust ætla að ganga frá gestunum. Blessunarlega fyrir Valsmenn stóð Húsvíkingurinn Pálmar Pétursson á milli stang- anna hjá þeim og hann hélt Hlíðar- endapiltum inni í leiknum er hann varði hvert hraðaupphlaupið á fætur öðru á stórkostlegan hátt. Smám saman komust Valsmenn inn í leikinn og með skynsömum sóknarleik og frábærri mark- vörslu Pálmars tókst þeim að ná yfirhöndinni og leiða í hálfleik, 14- 15. Góður leikkafli þar sem liðið skoraði sex mörk gegn einu marki heimamanna lagði grunninn að forystunni en Valur breytti stöð- unni 12-9 í 13-15 sér í hag. Valsmenn voru skrefinu á undan fyrri hluta síðari hálfleiks en þá tók Birkir Ívar loks upp á því að verja nokkra bolta, hraða- upphlaup komu í kjölfarið og á skömmum tíma voru Haukar komnir með þægilega forystu. Valsmenn náðu aldrei að ógna Haukum eftir þennan góða sprett heimamanna og fimm marka sigur Hauka því staðreynd. Hornamennirnir Samúel Ívar og Guðmundur Pedersen voru bestu menn Hauka sem sigruðu þrátt fyrir að hafa ekki spilað vel. Birkir Ívar var slakur lengstum, varnarleikurinn gloppóttur og sóknarleikurinn tilviljanakennd- ur. Það dugði til sigurs sem segir meira en mörg orð um frammi- stöðu Valsliðsins. Þar var Pálmar í sérflokki og Fannar og Ingvar ágætir. Aðrir voru gjörsamlega úti á túni bæði í vörn og sókn. Vissulega vantaði mikið í Valsliðið en það afsakar ekki þessa slöku frammistöðu og ef ekki hefði komið til stórleiks Pálmars hefði Valsliðið verið illa flengt í leiknum. „Ég var ekki góður og reyndar ekki heldur liðið. Í seinni hálfleik small þetta aðeins hjá okkur og við sýndum karakter með því að hrista þá af okkur,“ sagði Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka, sem leikur sína síðustu leiki fyrir félagið í úrslitunum gegn Fylki. „Mér líst rosalega vel á þá rimmu. Fylkir er með skemmtilegt lið og þetta verða fjörugir leikir.“ henry@frettabladid.is Seiglusigur hjá Haukum Það verða Haukar sem mæta Fylki í úrslitum deildarbikars karla. Haukar lögðu Val í oddaviðureign, 32-27, á Ásvöllum. Jafnræði var lengi vel með liðunum en Haukar reyndust sterkari í lokin og innbyrðu öruggan sigur. HVAÐ ERTU EIGINLEGA AÐ GERA MAÐUR? Það var mikið um fáránlega tilburði á Ásvöllum í gær enda leikur margra mistaka. Gísli Jón Þórisson sýnir þó hér án vafa skemmtilegustu tilburði dagsins. Slíkir tilburðir dugðu til sigurs gegn slökum Völsurum.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Deildarbikar karla: HAUKAR-VALUR 32-27 (14-15) Mörk Hauka (skot): Guðmundur Pedersen 5 (5), Árni Þór Sigtryggsson 5 (12), Jón Karl Björnsson 5/5 (6/6), Samúel Ívar Árnason 4 (4), Arnar Pétursson 4 (7), Freyr Brynjarsson 3 (5), Ólafur Björnsson 2 (2), Orri Sturluson 1 (1), Kári Kristj- ánsson 1 (3), Andri Stefan 1 (3), Gísli Jón Þórisson 1 (2). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 10/1, Björn Viðar Björnsson 1. Hraðaupphlaup: 6 (Freyr 3, Guðmundur 2, Sam- úel). Fiskuð víti: 6 (Gísli 2, Guðmundur, Árni, Andri, Kári). Mörk Vals (skot): Mohamadi Loutoufi 7 (11), Ingv- ar Árnason 5 (6), Fannar Friðgeirsson 5/3 (9/4), Hjalti Pálmason 3 (8), Elvar Friðriksson 3 (12), Kristján Karlsson 2 (2), Ægir Jónsson 1 (1), Atli Rúnar Steinþórsson 1 (1). Varin skot: Pálmar Pétursson 21. Hraðaupphlaup: 6 (Loutoufi 2, Ingvar, Atli, Elvar, Fannar). Fiskuð víti: 4 (Elvar, Ingvar, Atli, Loutoufi). Enska úrvalsdeildin ARSENAL - WIGAN ATHLETIC 4-2 1-0 Pires (8.), 1-1 Scharner (10.), 1-2 Thompson (33.), 2-2 Henry (35.), 3-2 Henry (56.), 4-2 Henry (76.). ASTON VILLA - SUNDERLAND 2-1 1-0 Barry (43.), 2-0 Ridgewell (78.), 2-1 Collins (88.). BLACKBURN - MANCHESTER CITY 2-0 1-0 Khizanishvili (35.), 2-0 Kuqi (52.). BOLTON WANDERERS - BIRMINGHAM 1-0 1-0 Ricardo Vaz Te (65.). EVERTON - WEST BROMWICH ALBION 2-2 0-1 Gera (14.), 0-2 Martinez (47.), 1-2 Anichebe (84.), 2-2 Ferguson (92.). FULHAM - MIDDLESBROUGH 1-0 1-0 Heiðar Helguson (84.). MANCHESTER UNITED - CHARLTON 4-0 1-0 Saha (19.), 2-0 Ronaldo (23.), 4-0 Richard- son (58.). NEWCASTLE UNITED - CHELSEA 1-0 1-0 Titus Bramble (73.). PORTSMOUTH - LIVERPOOL 1-3 0-1 Fowler (52.), 0-2 Crouch (84.), 1-2 Koroman (85.), 1-3 Cisse (89.). WEST HAM UNITED - TOTTENHAM 2-1 1-0 Fletcher (10.), 1-1 Defoe (35.), 2-1 Benayoun (81.) LOKASTAÐAN: CHELSEA 38 29 4 5 72-22 91 MAN. UNITED 38 25 8 5 72-34 83 LIVERPOOL 38 25 7 6 57-25 82 ARSENAL 38 20 7 11 68-31 67 TOTTENHAM 38 18 11 9 53-38 65 BLACKBURN 38 19 6 13 51-42 63 NEWCASTLE 38 17 7 14 47-42 58 BOLTON 38 15 11 12 49-41 56 WEST HAM 38 16 7 15 52-55 55 WIGAN 38 15 6 17 45-52 51 EVERTON 38 14 8 16 34-49 50 FULHAM 38 14 6 18 48-58 48 CHARLTON 38 13 8 17 41-55 47 MIDDLESBR. 38 12 9 17 48-58 45 MAN. CITY 38 13 4 21 43-48 43 ASTON VILLA 38 10 12 16 42-55 42 PORTSMOUTH 38 10 8 20 37-62 38 BIRMINGHAM 38 8 10 20 28-50 34 WBA 38 7 9 22 31-58 30 SUNDERLAND 38 3 6 29 26-69 15 Norska 1-deildin SK BRANN - STABÆK FOTBALL 2-2 0-1 Veigar Páll Gunnarsson (29.), 0-2 Daniel Nannskog (36.), 1-2 Migen Memelli (80.), 2-2 Kristján Ön Sigurðsson (88.) Ítalska A-deildin AS ROMA - TREVISO 1-0 1-0 Damiano Tommasi (36.). INTERNAZIONALE - SIENA 1-1 1-0 Cruz (60.), 1-1 Gastaldello (93.). JUVENTUS - PALERMO 2-1 1-0 Pavel Nedved (31.), 2-0 Zlatan Ibrahimovic (51.), 2-1 Denis Godeas (62.). PARMA - AC MILAN 2-3 0-1 Kaká (29.), 0-2 Cafu (44.), 1-2 Bernardo Cor- radi (54.), 1-3 Clarence Seedorf (56.), 2-3 Bernar- do Corradi (89.). ÚRSLIT GÆRDAGSINS FÓTBOLTI Framtíð hollenska fram- herjans Ruuds Van Nistelrooy hjá Man. Utd er í mikilli óvissu eftir að Nistelrooy yfirgaf Old Trafford í fússi þrem tímum fyrir leikinn gegn Charlton í gær. Samkvæmt fréttum breskra miðla fauk í Hol- lendinginn markheppna þegar hann frétti að hann ætti ekki að vera í byrjunarliðinu í leiknum en hann hefur lítið leikið síðustu vikur. Viðbrögð knattspyrnustjór- ans Sir Alex Ferguson eru túlkuð á þann veg að dagar Nistelrooys hjá félaginu séu taldir. „Það hafa verið tvö atvik á æfingum í vikunni sem hafa feng- ið mig til að hugsa um liðsandann. Þetta var mjög mikilvægur leikur fyrir okkur og ég vildi að það væri góð stemning þannig að ég skildi Ruud eftir. Stundum þurfa fram- kvæmdastjórar að taka erfiðar ákvarðanir og þessi ákvörðun var til góða fyrir Man. United,“ sagði Ferguson sem hefur fórnað mönn- um á borð við David Beckham, Roy Keane og Jaap Stam síðustu ár. - hbg Ruud Van Nistelrooy: Hættur hjá Man. Utd? NISTELROOY Ætli hann sé næstur á leið út hjá Sir Alex? FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES > Valur meistari meistar- anna Bikarmeistarar Vals gerðu sér lítið fyrir og skelltu sjálfum Íslandsmeistur- um FH í hinum árlega leik Íslands- og bikarmeist- aranna en leikið var á frjálsíþrótta- vellinum í Kaplakrika. Það var Matthías Guðmundsson sem skoraði eina mark leiksins og voru úrsltin nokkuð sanngjörn enda Valur að leika ívið betur. Leikurinn var annars frekar lítið fyrir augað og fátt um færi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.