Fréttablaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 60
 8. maí 2006 MÁNUDAGUR40 Í Kópavogi eru starfandi hvorki fleiri né færri en tíu barnaskólar, þar af einn einkarekinn. Einn þess- ara skóla er Kársnesskóli. Kársnesskóli tók til starfa 1. ágúst 2001. Áður voru tveir skólar í Vesturbæ Kópavogs, annars vegar Kársnesskóli sem vígður var 1957 og var hefðbundinn barnaskóli, og hinsvegar Þinghólsskóli, sem tók til starfa 1969 og var gagnfræðaskóli. Skólarnir tveir störfuðu sem tvær sjálfstæðar stofnanir fram til 2001 en þá voru þeir sameinaðir í eina stofnun undir nafninu Kársnesskóli. Skólinn er því tvískiptur. Yngsta stigið (1.-4. bekkur) er í gamla Kársnesskólahúsinu við Skólagerði og mið- og elsta stig (5.-10. bekkur) eru í Þinghólsskólahúsinu við Kópavogsbraut. Nemendur skólans eru nú 606 og er Guðrún Péturs- dóttir skólastjóri. KÁRSNESSKÓLI Samið hefur verið um stækk- un Heilsulindarinnar Bláa lónsins. Byggt verður við Heilsulindina á þrjá vegu. Til austurs verða bún- ingsklefarnir stækkaðir og til vesturs verður bætt við verslun- ina, ásamt því að aðstaða starfs- fólks stækkar. Nýr veitingasalur verður svo byggður til suðurs og einnig eldhús þannig að um veru- lega viðbót er að ræða í heildina. „Byggingarnar stækka um rúman helming, eða um ríflega 3.000 fer- metra, þannig að við stöndum í stórræðum,“ segir Hartmann Kárason, fasteignastjóri Heilsu- lindarinnar, og tekur fram að áhersla sé lögð á að bæta við rýmið fyrir hvern og einn gest. Það er fyrirtækið ATAFL sem áður hét Keflavíkurverktakar sem hefur tekið að sér framkvæmdir við byggingarnar sem miðað er við að komist í gagnið næsta sumar. Byggt við Bláa lónið Aðstaða starfsfólks og gesta Bláa lónsins kemur til með að stækka og batna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SELDAR EIGNIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU* *þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisisins. 300 250 200 150 100 50 0 FJÖLDI 17/3- 23/3 190 24/3- 30/3 214 31/3- 6/4 207 7/4- 13/4 114 14/4- 20/4 93 21/4- 27/4 169 Bolli Thoroddsen hefur ákveðna skoðun á því hvernig draumahúsið eigi að líta út, enda verkfræðinemi. „Ég sé fyrir mér hús á sjávarlóð, með fjallasýn en samt í miðbænum. Þannig að líklega er ég að tala um Skúlagötu eða Laugarnesið. Húsið sjálft þarf að vera með stórum gluggum og hátt til lofts en aðallega þó stórt eldhús, þar sem ég get tekið á móti og borðað með vinum mínum og fjölskyldu,“ útskýrir Bolli, hálf dreyminn. Hann eldar þó ekki mikið sjálfur heldur vill frekar vera í því að panta matinn. „Lykilatriðið er samt gott útsýni og að hafa bjart inni.“ Bolli heldur áfram og hefur sínar hugmyndir um húsbúnaðinn líka. „Ég vil blanda saman sígildum dönskum hönnuðum eins og Börje Mogensen, og ungum íslenskum hönnuðum. Svo vil ég auðvitað hafa allar nýjustu græjurnar en án þess þó að þær skyggi á hina klassísku mynd húsbúnaðarins.“ Þetta er þó einungis draumahúsið, því í raun og veru býr Bolli í þröngum, niðurgröfnum kjallara í vesturbænum. Þar segist hann ekki einu sinni geta skilið eftir opinn glugga án þess að fá alla ketti hverfisins í heimsókn með tilheyrandi afleiðingum. „Markmið næstu tíu ára er að komast upp úr jörðinni og síðan næstu tuttugu í áðurnefnt draumahús.“ DRAUMAHÚSIÐ MITT: BOLLI THORODDSEN BORGARSTJÓRNARFRAMBJÓÐANDI Gott útsýni og bjart inni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.