Fréttablaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 16
 8. maí 2006 MÁNUDAGUR16 fréttir og fróðleikur Tollskýrslugerð Hagnýtt og ítarlegt námskeið í gerð tollskýrslna, um meðferð allra innflutningsskjala og allar helstu reglur er varða innflutning. Á námskeiðinu er notað nýtt og sérútbúið kennsluefni, kennslubók og ítarefni. Einnig er kennt að nota forrit í tollskýrslugerð í Navision frá Maritech. Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að geta; Þekkt fylgiskjöl með vörusendingum og hvaða tilgangi þau þjóna Gert tollskýrslur og reiknað út aðflutningsgjöld Notað tollskrána til að tollflokka vörur Haft grunnskilning á fríverslunarsamningum og gildi þeirra Þekkt helstu reglur varðandi innflutning, innflutningstakamarkanir og undanþágur Lengd: 21 kennslustund. Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga og er hægt að velja um morgunnámskeið kl. 8:30 - 12:00 eða kvöldnámskeið kl. 18:00 - 21:30. Hefst 16. maí og lýkur 30. maí. Verð: kr. 28.000,- (Allt kennslu- og ítarefni innifalið) S T A R F S N Á M Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími: 544 2210 • www.tsk.is • skoli@tsk.is Pyntingar eru alltaf reglulega í fréttum og nú er ljósinu varpað á meintar pyntingar Bandaríkja- manna á föngum sínum. Þessar pyntingar eru taldar eiga sér stað í Afganistan, fangabúðum á Kúbu og í Írak. Þau samtök sem vekja athygli heimsbyggðarinnar á þessu eru alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty International. Hver er sagan á bak við Amnesty Inter- national? Í byrjun sjöunda áratugs síðustu aldar voru tveir portúgalskir stúdentar dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir að lyfta glösum til heiðurs frelsinu. Þessi saga vakti svo mikinn hrylling hjá breska lögfræðingnum Peter Benenson, að hann skrifaði til blaðsins The Observer og hvatti til alþjóðlegrar herferðar til stuðnings þeim sem hann kallaði „gleymdu fangana“. Þann 28. maí 1961 hóf blaðið þátttöku í herferðinni „Appeal for Amnesty“ (ákall um sakaruppgjöf), þar sem fólk um heim allan var hvatt til að mótmæla því að menn og konur væru fangelsuð fyrir stjórnmála- eða trúarskoðanir. þannig varð til hugtakið „samviskufangi“. Innan mánaðar höfðu meira en þúsund lesendur sent bréf til stuðnings við herferðina, boð um hjálp og frekari upp- lýsingar um fleiri samviskufanga. Innan sex mánaða hafði þessi herferð þróast og orðið að varanlegri alþjóðahreyfingu. Innan árs höfðu þessi nýju samtök sent sendinefndir til fjögurra landa til að tala máli fanga og málin, sem samtökin fengust við, orðin 210. Þá þegar höfðu félagar stofnað landsdeildir í sjö löndum. Árið 1977 var Amnesty Internation- al veitt friðarverðlaun Nóbels fyrir starf sitt að mannrétt- indum. Ári síðar fengu samtökin Mannréttinda- verðlaun Sameinuðu þjóðanna. Hverjar eru grundvallarreglur samtak- anna? Grundvallarreglur samtakanna fjalla um hlutleysi og sjálfstæði og hefur mótað starf Amnesty Internation- al frá upphafi. Lögð hefur verið áhersla á mannréttindavernd einstaklinga um heim allan. Með auknum umsvifum Amnesty International var aukið við starfssvið samtakanna og auk mannréttindabrota á samviskuföngum fóru samtökin að fást við pyntingar, „mannshvörf“ og dauðarefsingar. Heimild: Amnesty.is FBL-GREINING: AMNESTY INTERNATIONAL Alþjóðleg mannréttindasamtök Minjavernd og Þyrping hafa kynnt hugmyndir um að flytja húsasafnið í Árbæ út í Viðey. Hvert er hlutverk Árbæj- arsafns? Árbæjarsafn er úti- safn, þar eru varðveitt gömul hús, sem hafa mikið gildi sem vitnisburður um bygg- ingarlist, sögu og menningu borgarinnar. Með sýningum í safnhúsum og ýmiss konar fræðslustarfi er fólki gefin sýn inn í líf íbúa Reykjavíkur á fyrri tímum. Er Árbæjarsafni betur fyrirkomið í Viðey? Það verður ekkert Árbæjarsafn í Viðey. Árbæjarsafn hlýtur alltaf að vera þar sem Árbær- inn er, hann er upphafið að Árbæjarsafni og hann verður ekki fluttur. Safn sem er ann- ars staðar er eitthvað annað. Það kæmi vel til greina að koma á fót húsasafni í Viðey en það ætti þá að gera það á forsendum þeirrar sögu sem gerst hefur í Viðey. Það væri hægt að stofna safn með sömu markmið úti í Viðey, að varð- veita og miðla fróðleik um sögu borgarinnar, en Árbæjarsafn er hér í Árbæ. Mér þætti mikill missir að Árbæjarsafni eins og það er núna. SPURT & SVARAÐ ÁRBÆJARSAFN GUÐNÝ GERÐUR GUNNARSDÓTTIR borgarminjavörður Svona erum við > Fjöldi hrossa á Íslandi Missir að Árbæjarsafni Heimild: Hagstofa Íslands 2004 52 .1 32 72 .2 22 78 .5 17 1994 1984 fjö ld i Þrálátar ásakanir um pynt- ingar, leynileg fangelsi og leynilegt flug með fanga á vegum bandarísku leyni- þjónustunnar eru þessa dagana mjög til umræðu bæði austan hafs og vestan. Í lok síðustu viku sátu fulltrúar Bandaríkjastjórnar fyrir svörum í höfuðstöðum Sameinuðu þjóðanna í Genf. Þeir þurftu að gera grein fyrir því hvernig bandarísk stjórn- völd hefðu staðið sig í að fram- fylgja ákvæðum alþjóðasamnings gegn pyntingum eða annarri grimmilegri og ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Sá samningur gekk í gildi árið 1987. Á fundinum staðfesti Charles Stimson, aðstoðarvarnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, að alls hefðu 120 fangar látist í bandarísk- um fangelsum í Írak og Afganist- an, en enginn hefði látið lífið ífangabúðum Bandaríkjahers við Guantanamoflóa á Kúbu. Hann tók einnig fram að flestir fangarnir hefðu ýmist látist af eðlilegum orsökum, vegna sára sem hlutust í bardaga eða vegna árása sem þeir urðu fyrir í fangelsinu frá hendi annarra fanga. Bandarískir embættismenn höfðu áður viðurkennt að 29 þess- ara 120 fanga, sem létu lífið í Írak og Afganistan, hefðu látist af völd- um slæmrar meðferðar sem þeir urðu fyrir í fangelsunum. Stimson fullyrti hins vegar að þessi 29 til- vik hefðu öll verið ítarlega rann- sökuð og þegar hefði verið „gripið til viðeigandi ráðstafana“. Skaðar samskiptin við Evrópu John B. Bellinger, lögmaður í bandaríska utanríkisráðuneytinu, fór fyrir bandarísku fulltrúanefnd- inni á þessum fundi. Hann sagðist ekki geta svarað öllum spurning- um varðandi þessi mál, en fullyrti að Bandaríkjastjórn væri umhug- að um að fara að alþjóðasamning- um um meðferð fanga. „Ég vil biðja ykkur um að trúa ekki öllum ásökunum sem þið hafið heyrt. Ásakanir um athafnir banda- rískra hermanna eða njósnara hafa vaxið svo úr öllu valdi að fáránlegt er,“ sagði hann. Á fimmtudaginn hafði Bellinger sagt að allar þessar ásakanir væru farnar að skaða samvinnu milli Bandaríkjanna og Evrópu í njósna- málum. „Þessi læti út af fangaflutning- um, og sérstaklega lætin út af flug- inu einu, þegar gefið er í skyn að flugið eitt sé einhvern veginn ekki við hæfi, er nú þegar farið að grafa undan samstarfi um upplýsinga- þjónustu,“ sagði Bellinger við blaðamenn í Brussel, áður en hann hélt til höfuðstöðva Sameinuðu þjóðanna í Genf. „Næst gæti svo farið að Banda- ríkin verði treg til að flytja fólk til Evrópu eða skiptast á upplýsing- um,“ sagði hann. Lagasetning í Bandaríkjunum Bellinger neitaði því þó ekki að flugvélar í leynilegum erinda- gjörðum á vegum CIA hefðu komið við í Evrópulöndum. Hann hélt því ekki heldur fram að aldrei hefðu verið fangar um borð í vélunum, en fullyrti þó að fangar hefðu ekki alltaf verið um borð. Hann sagði vel mögulegt að í flugvélunum hefðu verið njósnarar og sérfræð- ingar í baráttunni gegn hryðju- verkum eða jafnvel sönnunar- gögn. Annar fundur verður haldinn í Genf í dag þar sem bandarísku fulltrúarnir svara nánar munnleg- um spurningum frá fulltrúum Sam- einuðu þjóðanna. Í dag heldur síðan af stað til Bandaríkjanna hópur evrópskra þingmanna sem ætlar að hitta að máli ýmsa ráðamenn, embættis- menn og blaðamenn til þess að varpa ljósi á hvað hæft er í þessum ásökunum. Í Bandaríkjunum hafa þessi mál einnig verið mjög til umræðu í vetur, allt frá því að dagblaðið Washington Post skýrði frá því að leyniþjónustan CIA hefði flutt fanga milli landa og notað til þess flugvelli í Evrópulöndum. Á síðasta ári setti Bandaríkja- þing lög sem banna grimmilega, ómannúðlega eða niðurlægjandi meðferð á föngum. Það var John McCain öldungadeildarþingmaður sem átti frumkvæðið að þessu laga- ákvæði, en hann er fyrrverandi stríðsfangi frá Víetnam þar sem hann mátti sjálfur sæta pyntingum á sínum tíma. Lögin voru nánast einróma samþykkt í deildinni. Jafnframt þessu hugðist þingið samræma þær aðferðir sem banda- rískir hermenn beita við yfir- heyrslur, en sú vinna hefur dregist mjög á langinn. Það sem þing- nefndin vill, er að Bandaríkjastjórn gefi út lögfræðilegt álit sitt á því „hvort tilteknar yfirheyrsluaðferð- ir teljist grimmilegar, ómannúð- legar eða niðurlægjandi“. Deilur um handbók Jafnframt var hugmyndin sú að gera bandarískum embættismönn- um skylt að fara í einu og öllu eftir handbók bandaríska hersins, þar sem gefnar eru ítarlegar leiðbein- ingar um yfirheyrsluaðferðir. Unnið var að því að uppfæra hand- bókina, en þeirri vinnu er ekki lokið. Rætt var um að birta ekki opin- MÓTMÆLI Í GRIKKLANDI Víða um Evrópu hefur verið efnt til mótmæla gegn pyntingum, sem Bandaríkjamenn eru sakaðir um að hafa stundað í stríði sínu gegn hryðjuverkum. Þessi mynd er tekin á mótmælafundi á vegum Amnesty International í Aþenu í síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Pyntingar og leyniflug
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.