Fréttablaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 61
MÁNUDAGUR 8. maí 2006 21 Málþing á Fosshóteli Húsavík 9. maí 2006 um álver og efnahagsáhrif þess á Norðurlandi Fyrir skömmu tilkynnti Alcoa að það hefði áhuga á að reisa annað álver sitt á Íslandi á Húsavík. Hér er hugsanlega um að ræða álver sem myndi framleiða 250 þús. tonn af áli á ári og ráða um 300 starfsmenn, en afleidd störf yrðu um eða yfir 300. Rætt verður um þætti eins og: Hvaða áhrif hefur álver á N-Austurlandi á afkomu svæðisins og tekjur þjóðarbúsins? Verður álverið knúið vistvænni orku frá háhitasvæðum við bæjardyr Húsavíkur? Hver hefur reynslan verið á Austurlandi þar sem gróska ríkir? Liggur Húsavíkurhöfn vel við siglingaleiðum til helstu hafna álfunnar? Er staðarvalið ekki kostur? Fulltrúar launþega, atvinnurekenda og úr stjórnmálum eru sérstaklega hvattir til að mæta. Fundurinn er opinn öllum sem hafa áhuga á byggingu álvers á Húsavík. Málþingið verður þriðjudaginn 9. maí nk. frá kl. 17:00 til kl. 18:30. Dagskrá: Hagrænir þættir og tækifæri í nærumhverfi Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans Samspil umhverfisverndar og athafnalífs Árni Sigurbjarnarson, fulltrúi Húsgulls Hagræn áhrif álvers Sveinn Agnarsson, hagfræðingur við Hagfræðistofnun HÍ Ört vaxandi athafnalíf á Austurlandi Tómas Már Sigurðsson, formaður Viðskiptaráðs Austurlands og forstjóri Alcoa Fjarðaáls Stóriðja og flutningar Einar Eyland, svæðisstjóri Eimskips á Norðurlandi Umræður og fyrirspurnir Fundarstjóri: Tryggvi Finnsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga. Á Húsavík sér framtíð? Að fundinum standa: Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Viðskiptaráð Austurlands, OrkuÞing, Alcoa, Landsbankinn, KEA, Eimskip og Alli Geira hf. K O M a lm a n n a te n g s l/ s v a rt h v ít t Ég er á þeirri skoðun að eitt af grundvallaratriðum í stefnumörkun er varðar innflytjendur sé raun- veruleg hvatning og stuðningur íslenska samfélagsins sem myndi stuðla að því að þeir gætu tekið þátt í þjóðfélaginu eins og inn- fæddir Íslendingar. Hugtakið „þátttaka“ á því að vera lykilatriði í allri umræðu og stefnumótun í málaflokknum. Um daginn fór ég á kosningafund í Reykjavík, þar sem saman voru komnir fulltrúar fimm aðal- stjórnmálaflokkanna og svöruðu spurningum innflytjenda. Ég spurði þá hver þeir teldu að þátttaka inn- flytjenda almennt í samfélaginu væri og hvert væri mikilvægi hennar? Frambjóðandi Sjálfstæðis- flokksins sagði að honum fyndist skrítið að kanna þátttöku innflytj- enda sérstaklega þar sem þeir væru ekki einsleitur hópur. En er það meginatriði hér? Þegar hópur í samfélaginu er aðgreindur frá öðrum með ein- hverjum hætti og jafnvel „tækni- legum“ einkennum eins og útlend- ingar, fatlaðir, samkynhneigðir og fleiri og þátttaka þeirra og aðgengi er bersýnilega minni en eðlilegt getur talist í þjóðfélagi sem hefur það skráð í lög að gæta jafnræðis þá er það um leið fullkomlega eðli- legt að spyrja slíkra spurninga. Er eitthvað í samfélagskerfinu sem hindrar það að þessi hópur taki þátt í þjóðlífinu? Ef slík hindrun er til staðar ætti að vera markmið að fjarlægja hana. Meginmálið varðar ekki ein- ungis þennan „ákveðna hóp,“ heldur frekar viðhorf samfélags, sem byggist þegar á tilvist viðkomandi hóps og kerfisvanda samfélagsins sem virkar ekki almennilega. Að mínu mati er þátttaka innflytjenda almennt í íslensku samfélagi mjög lítil miðað við mjög hátt hlutfall (90%) þátttöku í atvinnulífi. (Ég vil gera tillögu um að búa til þátttökuvísitölu innflytjenda á ýmsum sviðum þjóðfélagsins). Álit frambjóðanda Samfylkingar- innar var alveg í hina áttina. Hann viðurkenndi mikilvægi þess að innflytjendur tækju þátt í sam- félaginu, en af reynslu sinni kvað hann að erfitt væri að fá fulltrúa þeirra til þátttöku. Þetta er skiljanlegt en athuga- semdir mínir eru eftirfarandi: Í fyrsta lagi varðar „þátttaka“ á mismunandi sviðum almenna inn- flytjendur og ekki bara fulltrúa þeirra. Í öðru lagi þá tel ég ekki vænlegt að leita aðeins að „full- trúa“ innflytjenda, þar sem þeir eru ekki einn hópur (eins og sjálf- stæðisframbjóðandi benti á) og hagsmunasamband þeirra á meðal geta verið mjög flókin. Í þriðja lagi lýsir það ákveðnu viðhorfi að ,,bjóða fulltrúum á fund og hlusta á þá“ um aðgrein- ingu á milli „okkar og hinna.“ Það sem skortir, er ekki aðeins að hlusta á innflytjendur, heldur meira en það, að vinna með inn- flytjendum og búa. Það er nefni- lega „þátttaka“ innflytjenda og ég trúi því að það sé kjarni innflytj- endastefnu framtíðarinnar. Þar sem undanfarna daga hefur vaknað mikil umræða um innflytjenda- stefnu, þar sem óttast er um „of marga innflytjendur,“ þá langar mig að lokum að beina einni spurn- ingu til allra frambjóðenda í kom- andi kosningum: Í núverandi kosningaherferð og á samkomum, hafið þið upplifað það að of margir innflytjendur hafi hertekið fundar- sali? Erum við innflytjendur og margir? UMRÆÐAN INNFLYTJENDUR TOSHIKI TOMA PRESTUR INNFLYTJENDA Slá má margar flugur í einu höggi með því að hengja íslensku krón- una á EVRU, þegar EVRAN verður um það bil 100 krónur íslenskar, með því að gera 100 ísl. kr. að einni EVRU til framtíðar. Margt vinnst við að nota tæki- færið núna og breyta krónunni í EVRU: Gengið er lágt og því hag- stætt til að ná jöfnuði í viðskiptum við útlönd. Spákaupmennska með íslensku krónuna hverfur. Sveiflur í íslenska hagkerfinu munu minnka og alþjóðaviðskipti íslenskra fyr- irtækja mun færast frá US$ í EVRU í verulegum mæli. Innflytj- endur eiga erfiðara með að hækka verð á innfluttri neysluvöru, þar sem krónan gildir áfram sem jafn- gildi EVRU, meðan umbreytingin á sér stað og íslenskir neytendur geta þá betur borið verð saman við það sem er erlendis. Möguleikar hins venjulega meðal Íslendinga og lítilla fyrirtækja aukast til að fá hagstæð lán í Evrópu, sem stór- fyrirtæki, fyrirtækjasamsteypur, ríki og stærri sveitarfélög á Íslandi hafa nú þegar. Þannig fæst jöfnuður milli þeirra smærri og þeirra stóru. Vextir munu leita jafnvægis við það sem gerist á meginlandi Evrópu. Samkeppni í banka- viðskiptum mun aukast og verða sambærilegri við það sem gerist á meginlandi Evrópu. Kostnaður Íslendinga vegna kaupa og sölu á EVRU mun hverfa að mestu. Afnema má hið séríslenska fyrir- bæri verðbætur á lán í einu vetfangi og þar með gera alla eignarmyndun og bókhald fyrir- tækja gegnsærra bæði fyrir meðal Íslendinginn og erlendar fjár- málastofnanir sem skilja ekki þetta fyrirbæri. Minnka má umfang Seðlabankans, fækka seðlabankastjórum og breyta Seðlabankahúsinu í Alþjóðlega listamiðstöð eða eitthvað enn arð- bærara. Nálægð við hótel þeirra ríkustu og söngleikjahöll í hafnar- mynninu ætti ekki að draga úr verðmætinu. Nú er lag. Ókostir þessarar breytingar eru hverfandi. Útgjöld Seðlabanka verða í lágmarki þar sem 100 kr. myntin hefur gildi einnar EVRU á Íslandi og 1 kr. eins EVRU sents meðan ástæða þykir til að nota íslensku myntina innanlands. Bönkum yrði gert að skipta smám saman út íslensku krónunni fyrir EVRU, þegar við- skiptavinur óskar þess, án kostn- aðar fyrir viðskiptavininn. ÉG skora því á ríkisstjórn og alþingismenn að bregðast nú skjótt við og keyra þessa breytingu í gegnum vorþingið 2006, meðan EVRAN er um það bil 100 krónur. Hengjum krónu við Evru UMRÆÐAN PÉTUR TH. PÉTURSSON GRUNNSKÓLA- KENNARI SKRIFAR UM EVRUNA Gengið er lágt og því hagstætt til að ná jöfnuði í viðskipti við útlönd. Spákaupmennska með íslensku krónuna hverfur. SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Ein- göngu er tekið á móti efni sem sent er frá Skoðanasíðunni á visir.is. Þar eru nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.