Fréttablaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 20
 8. maí 2006 MÁNUDAGUR20 Skráningarlýsingin er gefin út vegna tveggja hlutafjárhækkana í Icelandic Group hf. Hlutafé var hækkað samtals um 720.040.532 hluti. Fyrri hækkuninni, 585.040.532 hlutum, var ráðstafað sem greiðslu fyrir hluti í Pickenpack-Hussmann & Hahn Seafood GmbH og var hækkunin skráð í Kauphöll Íslands hf. 15. mars 2006. Síðari hækkuninni, 135.000.000 hlutum, var ráðstafað sem greiðslu fyrir hluti í Saltur Holding APS og var hækkunin skráð í Kauphöll Íslands hf. 27. apríl 2006. Heildarfjöldi hluta í Icelandic Group hf. er nú 2.888.131.914 hlutir. Allir hlutir í Icelandic Group eru skráðir á Aðallista Kauphallar Íslands hf. undir auðkenninu IG. Þar sem hlutafé Icelandic Group hf. hefur verið hækkað um meira en sem nemur 10% af heildarhlutafé ber félaginu að gefa út skráningarlýsingu samkvæmt 1. gr. A-lið 3. tl. viðauka IV við reglugerð nr. 434/1999 og bráðabirgðaákvæði í reglugerð nr. 242/5006, um almenn útboð verðbréfa að verðmæti 210 m.kr. eða meira og skráningu verðbréfa á skipulegan verðbréfamarkað. Skráningarlýsinguna er hægt að nálgast hjá Icelandic Group hf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík, á vefsíðu félagsins www.icelandic.is, hjá umsjónaraðila skráning- arinnar, Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans, Hafnarstræti 5, 155 Reykjavík og á vef- síðu Landsbankans, www.landsbanki.is. Skráningarlýsing Icelandic Group hf. – maí 2006 410 4000 | www.landsbanki.is Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 3 25 56 04 /2 00 6 Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 3 25 56 04 /2 00 6 Reykvíkingar eru bíó- og leikhús- glatt fólk sem gerir kröfur um úrval og gæði. Kvikmyndahátíðir hér í borg eru mjög vel sóttar, oft svo vel að nauðsynlegt er að fram- lengja sýningarfjölda kvikmynda svo að allir geti barið dýrðina augum. Leikhúslíf borgarinnar er spriklandi fjörugt og sýningar ótal margar á ári hverju. Ríkis- og borgarreknu leikhúsin standa fyrir sínu en sjálfstæðu leikhúsin hafa síður en svo verið þeirra eftirbátar. Árlega taka sjálfstæðu sviðs- listahóparnir á móti 150 til 200 þúsund áhorfendum, hvorki meira né minna! Það er ótrúlega hátt hlutfall af öllum leikhúsgestum á ársgrundvelli og á sér varla hlið- stæðu í öðrum löndum. Leikhóp- arnir eru æði fjölbreyttir og snerta flesta fleti leiklistarinnar í starfsemi sinni. Þeir heita marg- víslegum nöfnum: Vesturport, 540 gólf, Kómedíuleikhúsið, Sögu- svuntan, Draumasmiðjan, Sokka- bandið, Möguleikhúsið og mörg, mörg fleiri. Leikhóparnir vinna öfluga grasrótarvinnu og það er áberandi hvað konur njóta sín vel innan vébanda sjálfstæðra leik- hópa. Oft er talað um slæma stöðu kvenna í íslensku leikhúsi en hjá sjálfstæðu leikhópunum eru konur áberandi, bæði sem listamenn og stjórnendur. Fjölmenningin hefur fengið sitt pláss undir merkjum SL og er það afar jákvætt, enda snýst leikhús fyrst og fremst um fólk, ekki bara um menningararf þess svæðis sem leikhúsið er stað- sett á. Tjarnarbíó Í átta ár hafa sjálfstæðu leikhúsin rekið Tjarnarbíó, í sögufrægu og gömlu íshúsi við Tjarnargötu. Leikhóparnir hafa þó sýnt víðs vegar um bæinn í hinum ýmsu sölum, á litlum og stórum sviðum. Reykjavíkurborg hefur lagt þeim húsið til án gjalds en SL hafa haft leigutekjur af Tjarnarbíói og Reykjavíkurborg hefur greitt rekstrarkostnað hússins. Nýverið styrktu Reykjavíkurborg og Menntamálaráðuneyti SL til að gera úttekt á húsinu og áætlun um breytingar á því. Hljómburður er frábær í húsinu og það hentar vel fyrir bíósýningar enda hefur húsið verið vinsæll vettvangur fyrir kvikmyndahátíðir. En aðstaða fyrir leikhópa og til leiksýninga er slæm og húsið í marga staði óheppilegt fyrir leik- hússtarfsemi eins og staðan er í dag. Búninga- og leikaraaðstaða er varla til staðar, anddyri of lítið, ekkert skrifstofurými og sjálfur salurinn gallaður að mörgu leyti. SL lét gera fyrir sig teikningar að endurbótum á húsinu og þær lofa góðu. Í teikningunum er gert ráð fyrir að hið fallega og sérstaka útlit hússins haldi sér, sem og hvelfingin í lofti salarins, en það er einmitt hún sem gerir hljóm- burðinn svo afburða góðan. Einnig er gert ráð fyrir að reisa glerskála við aðra hlið hússins þar sem yrði aðstaða fyrir sýningar, fyrirlestra, kaffihús og aðra blómlega starf- semi. Hagræðing Það vinnst margt með því að koma starfsemi sjálfstæðu leikhúsanna undir eitt þak, markaðssetning og miðasala yrði öll á einni hendi og frábær tækniaðstaða í fullbúnu leikhúsi fyrir allar tegundir leik- húss. Síðastliðin ár hefur það viljað brenna við að kraftar leik- hópanna hafa að stóru leyti farið í að viða að sér tækjabúnaði, sinna markaðsmálum og ófáum aurum kastað á glæ sökum óhagræðisins sem í þessu felst. Það er lýjandi að byrja alltaf frá grunni á nýjum stað og finna hjólið upp í hvert skipti. Endur- reisn Tjarnarbíós yrði sem happ- drættisvinningur fyrir sjálfstæðu leikhúsin og þá hundruði þúsunda leikhúsgesta sem sækja sýningar þess á ári hverju og það má hnykkja á því að stór hluti gest- anna eru börn sem sjálfstæðu leik- húsin hafa glatt og örvað af miklum myndugleik. TjarnarBÍÓ En kvikmyndir eru ekki síður vel sóttar af Reykvíkingum en leik- sýningar. Lengi hefur verið þörf fyrir kvikmyndahús sem sinnir þeim bíógestum sem vilja sjá eitt- hvað annað en það sem rennur í stríðum straumi frá draumaborg- inni Hollywood. Þeir bíógestir hafa flykkst á kvikmyndahátíðirn- ar en sá böggull fylgir skammrifi að þá eru fleiri tugir frábærra kvikmynda í boði á nokkrum vikum og sannir bíóáhugamenn verða helst að taka sér frí í vinn- unni til að vera nálægt því að hest- húsa öll herlegheitin. SL hafa sýnt því verulegan áhuga að sinna óhefðbundinni og óháðri kvikmyndagerð í húsinu, með reglulegum sýningum og vinna með þeim aðilum sem standa að kvikmyndahátíðum í Reykja- vík, hvort sem um er að ræða langar eða stuttar myndir, erlendar eða íslenskar. Reykjavíkurborg er menningarborg og víðfræg sem slík. Leiðin hefur einungis legið upp á við síðastliðin ár og mikið í húfi að tryggja skapandi og kraft- miklu fólki sæti í borgarstjórn í kosningunum í vor. Áfram Reykja- vík! Oddný er í 5. sæti og Dofri í 7. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Leikhús- og bíó- borgin Reykjavík UMRÆÐAN MENNING ODDNÝ STURLUDÓTTIR OG DOFRI HERMANNSSON FRAMBJÓÐENDUR Lóðaúthlutanir og lóðamál í Kópa- vogi hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri. Mikil umræða skapaðist síðastliðið haust um þessi mál, bæði vegna afskipta bæjarráðs af úthlutunum og einn- ig það fyrirkomulag sem hefur verið notað. Núverandi úthlutun- arreglur gefa alltof mikið svig- rúm fyrir gamaldags vinavæð- ingu og fyrirgreiðslupólitík. Vinstri græn í Kópavogi hafa gagnrýnt harðlega þetta fyrir- komulag. Þær reglur sem nú er notast við eru þannig að vilji meirihluti bæjarstjórnar að ákveðinn verktaki eða einstakl- ingur fái tiltekna lóð þá er þeim í lófa lagið að haga því þannig, svo loðnar eru reglurnar. Sem dæmi má nefna að í 4. grein reglnanna segir m.a.: „Þrátt fyrir lágmarks- viðmið skv. ofansögðu áskilur bæjarráð sér rétt til þess að meta með hliðsjón af fjárhagstöðu umsækjenda að öðru leyti hvort ætla megi að aðilar geti lokið framkvæmdum á tilsettum tíma.“ Í 7. grein er talað um að „[h]afi umsækjandi eða maki/ sambúðaraðili hans, fengið áður úthlutað byggingarlóð í bænum er heimilt að taka mið af reynslu bæjarfélagsins af umsækjanda eða maka/sambúðaraðila hans, sem lóðarhafa“ og í 10. grein segir að taka skuli tillit til atriða eins og fjölskylduaðstæðna, núver- andi húsnæðisaðstöðu, hvort við- komandi hafi áður sótt um lóð og ekki fengið og möguleika umsækj- anda á að klára framkvæmdir á tilsettum tíma. Hvergi er sagt með hvaða hætti eigi að meta, túlka, skoða, ætla eða hafa til hliðsjónar þau atriði sem að ofan getur, slíkt er algerlega háð duttlungum bæjar- stjórnar. Í höndum ráðríkra sveit- arstjórnarmanna er hægt að beygja þessar reglur eins og hent- ar hverju sinni og tryggja þannig „réttum aðilum réttar lóðir.“ Vinstri græn í Kópavogi hafa lagt fram tillögur að nýjum, ein- földum úthlutunarreglum. Við leggjum til kerfi þar sem ákveðið er að umsækjendur fái stig fyrir þrjá meginþætti, búsetu í bænum, fyrri umsóknir og fjölskyldu- stærð. Búseta 0-2 ár = 1 stig, 3-8 ár = 2 stig, yfir 8 ár = 3 stig. Fyrri umsóknir: 1 ums. = 1 stig, 2 ums. = 2 stig, 3 ums. = 3 stig. Fjöl- skyldustærð 1-2 = 1 stig, 3-4 = 2 stig, fleiri en 4 = 3 stig. Dugi taflan ekki til að ákveða röðun, þá fái þeir sem hafa jafn- mörg flest stig, að taka þátt í útdrætti þar sem sá sem er dreg- inn fyrstur fær að velja lóð fyrst á hinum skipulagða reit, og svo koll af kolli. Verð lóða verði ákveðið fyrirfram, og verð hverr- ar lóðar liggi fyrir þegar val fer fram. Ekki verði úthlutað nema einni lóð til eins aðila í hverri úthlutun, og ekki tekin gild nema ein umsókn frá hverri fjölskyldu við hverja úthlutun. Við úthlutun lóða til verktaka verður einnig að gæta hlutlægra sjónarmiða. Allir umsækjendur verða að sitja við sama borð. Það er alger- lega óviðunandi að þeir sem fá úthlutað lóðum þurfi í kjölfarið að sitja undir ásökunum í fjöl- miðlum um að hafa notið einhvers forgangs. Þessu vilja vinstri græn breyta. Vinstri græn - hreinar línur. Einfaldar reglur í lóðaúthlutunum UMRÆÐAN LÓÐAÚTHLUTANIR ÓLAFUR ÞÓR GUNNARSSON Þann 8. maí heldur Rauða kross fólk í yfir 180 löndum upp á Alþjóðadag Rauða krossins og Rauða hálfmánans, á fæðingar- degi Henry Dunants stofnanda hreyfingarinnar. Þessi dagur er venju fremur helgaður níutíu milljón sjálfboðaliðum um allan heim og þeirri aðstoð og stuðningi sem þeir veita meðbræðrum sínum í neyð. Verkefni Rauða krossins og Rauða hálfmánans í heiminum eru margvísleg og störf sjálfboðaliða þeirra gætu í fyrstu virst jafn ólík og löndin eru mörg. Hvað á sjálfboðaliði Rauða kross Íslands til að mynda sameiginlegt með sjálfboðaliðunum í Afríku sem hlúa að alnæmissjúkum eða þeim sem brugðust við hamfarabylgj- unni í Asíu og jarðskjálftanum í Pakistan í fyrra? Svarið er einfalt. Sjálfboðaliðar Rauða krossins og Rauða hálfmán- ans um gjörvallan heim hafa það að leiðarljósi að veita þeim aðstoð sem minnst mega sín í þjóðfélaginu - hvort sem um velferðarsamfélag eða þróunarríki er að ræða. Á hverju ári koma þeir milljónum manna til aðstoðar vegna stríðs- átaka eða náttúruhamfara, en að öllu jöfnu vinna sjálfboðaliðarnir að því að byggja betra samfélag meðal eigin þjóðar með því að hlúa að þeim hópum sem eiga erfitt uppdráttar, oftar en ekki sökum fátæktar, einangrunar eða mis- mununar. Rauði kross Íslands er þar engin undantekning. Auk þess að sinna alþjóðastarfi gegnir Rauði krossinn veigamiklu hlutverki í neyðarvörnum landsins og starfar með þeim hópum sem minnst mega sín í samfélaginu. Félagið hefur um árabil staðið að skipu- legum athugunum undir for- merkjunum „Hvar þrengir að?“ til að nálgast þá hópa sem hallar á í velferðarríkinu Íslandi. Stefna Rauða krossins er að miða verk- efni sín innanlands við þarfir þeirra hópa sem minnst mega sín hverju sinni og hafa fæst úrræði til úrbóta. Fyrsta könnun Rauða krossins undir formerkinu „Hvar þrengir að?“ var gerð árið 1994 og í kjölfar hennar var sett á fót verkefni til að auðvelda ungum atvinnulausum mæðrum að sækja sér menntun. Árið 2000 var önnur könnun birt undir sömu formerkjum. Út frá niðurstöðum hennar var verkefnum hrint úr vör sem lutu að heimsóknar- þjónustu fyrir þá sem eru félags- lega einangraðir, stuðningi við geðfatlaða, og forvarnarstarfi með börnum og unglingum. Rauði kross Íslands mun efna til málefnaþings þann 21. maí næstkomandi til að fjalla um niðurstöður nýjustu könnunar sinnar um „Hvar þrengir að?“ í íslensku þjóðfélagi. Fyrstu niður- stöður sýna að kjör þeirra sem minnst mega sín hafa síst farið batnandi á síðustu sex árum og að margir búa við fátækt, fordóma og einsemd. Enn sem fyrr búa ákveðnir hópar bótaþega og láglaunafólks við svo þröngan kost að hægt er að tala um fátækt. Hér má einkum benda á hóp eignalausra aldraðra, öryrkja og sjúkra, tekjulítilla fjöl- skyldna og einstæðinga, og svo innflytjendur sem margir hverjir búa við erfið skilyrði í samfélag- inu. Á málefnaþinginu mun Rauði krossinn efna til víðtækrar umræðu um raunhæfar leiðir til að leysa þessa hópa úr vítahring fátæktar og fordóma. Sameigin- legur vilji atvinnulífs, stjórnvalda, félagasamtaka og almennings er nauðsynlegur til að árangur náist. Rauði krossinn er fjölda- hreyfing borin uppi af sjálfboða- liðum sem hefur það að markmiði að aðstoða þar sem þörfin er mest hvar sem er í heiminum. Það á einnig við um Rauða kross Íslands. Í kjölfar málefnaþingsins mun félagið á næstunni endurskoða verkefni sín og leita leiða með sjálfboðaliðum sínum til að það geti best aðstoðað þar sem mest þrengir að. Hvar þrengir á? UMRÆÐAN RAUÐI KROSS ÍSLANDS ÚLFAR HAUKSSON FORMAÐUR RKÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.