Fréttablaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 78
8. maí 2006 MÁNUDAGUR38
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
VEISTU SVARIÐ
svör við spurningum á bls. 8
1 Gunnar Þór Gíslason
2 Kristján Jóhannsson
3 St. Helens í Bandaríkjunum
HRÓSIÐ
...fær rithöfundurinn og ljóðskáld-
ið Þorsteinn frá Hamri fyrir
ómetanlegt framlag sitt til
íslenskra bókmennta.
Mikill uppgangur er á Laugaveg-
inum þessa dagana og með komu
sólar og hlýinda er upplagt fyrir
landann að leggja leið sína niðri
miðbæ til að versla.
Nýlega opnuðu Anna Clausen
stílisti og Bjarni Einarsson kvik-
myndagerðarmaður búð á Lauga-
vegi 55. Búðin heitir Belleville og
stendur hún undir nafni. Hönnun
búðarinnar er sótt í sundlaugar
Reykjavíkurborgar með mintu-
grænum gólfum og viðarhúsgögn-
um.
Búðin býður upp á nýstárlega
blöndu af hjólabrettum, tímarit-
um, dóti og tískufatnaði frá ungum
hönnuðum. Að sögn Önnu stílar
búðin inn á strákaföt og aftast í
búðinni getur á að líta marglit
hjólabretti frá merkinu Krooked
frá San Francisco. Merkið er
hannað af hjólabrettasnillingnum
Mark Gonzales sem þykir mikill
frumkvöðull brettamenningar og
þykja brettin líka sóma sér vel
sem listaverk.
Fatamerkin sem þau bjóða upp
á eru af margvíslegum toga. Lit-
rík munstur sem minna helst á
mjólkurhristing eða „confetti“
skraut eru aðalsmerki franska
hönnuðarins Bernhards Willhelm
og er hægt að fá fatnað, skemmti-
lega hönnuð sólgleraugu með deri
og munstraðar töskur. Einnig eru
þau með pönkaðan fatnað frá
sænska hönnuðinum Patrik Söder-
stam og fatnað frá Yuko Yos-
hitake, hönnuð frá Japan sem
vann hönnunarkeppni á vegum
Topman 2003 og mun hún gera
sérstaka hluti fyrir Belleville.
Búðin sker sig út frá verslunum
af sama toga vegna þess að þau
bjóða upp á leikföng eða eins og
Bjarni orðar það, listræn leikföng
með tilvísun í jaðarmenningu.
Leikföngin eru framleidd af leik-
fangarisanum Medicom Toys í
samvinnu við hönnuði víðast hvar
í heiminum og hafa ákveðið söfn-
unargildi vegna þess að aðeins
kemur eitt af hverju og það sama
gildir um fatnaðinn sem er í boði
hjá þeim skötuhjúum.
Belleville – sameina tísku og leikföng
BELLEVILLE
Í nýju búðinni fæst allt frá hjólabrettum til
listrænna leikfanga.
Huldar Freyr Arnarson hljóðmaður hefur stundað hjól-
reiðar undanfarin sjö ár. Hann á tvö hjól, Giant Iguana
sem hann notar á veturna og Gary Fisher sem hann notar
á sumrin.
Þó svo að Huldar Freyr sé nokkuð duglegur við að
hjóla innanbæjar er hann enn duglegri við að fara upp
á hálendið og hjóla þar. Má segja að hann sé orðinn
sérfræðingur í slíkum ferðum.
Huldar tekur stundum rútu til Þingvalla og hjólar
síðan Kaldadal. Einnig hefur hann m.a. hjólað Kjölinn
og á Arnarvatnsheiði. Nauðsynlegt er að hafa nóg af
aukabúnaði ætli maður að hjóla uppi á hálendi því slíkar
ferðir geta tekið marga daga. „Ég er með bretti á framan
og aftan og vatnsþéttar töskur. Svo er ég með alls konar
aukabúnað sem fylgir því að lifa af í viku,“ segir Huldar.
„Ég er með lista um klæðnað sem er léttur og andar vel
því maður svitnar og getur lítið skipt um föt.“ Hann bætir
því við að mikilvægt sé að drekka nóg vatn. Tekur hann
með sér þurrmat í svona ferðalög sem gefur mikla orku
og sem hægt er að blanda saman við vatn.
Innanbæjar mælir Huldar með því að fólk hjóli þar
sem umferð er lítil til að vera laus við hættu frá bílum.
Einn hringur sem hefur reynst honum vel í gegnum tíðina
hefst á Sæbrautinni. Þaðan fer hann upp að Gróttu, næst
niður að Nauthólsvík og þaðan í Elliðaárdalinn. Eftir það
liggur leiðin í Mosfellsbæ þar sem Huldar hefur stundum
tekið hring í kringum Hafravatn.
Huldar vill að lokum minnast á að enn vanti hjólreiða-
braut frá Kópavogi til Hafnarfjarðar og hvetur stjórnvöld til
að gera eitthvað í málinu. - fb
SÉRFRÆÐINGURINN HULDAR FREYR ARNARSON OG BESTU HJÓLALEIÐIRNAR
Hjólreiðaferð um Kaldadal í uppáhaldi
UPPI Á HÁLENDI
Huldar Freyr er duglegur við að hjóla uppi á
hálendi, þar sem túrinn getur tekið eina viku.
LÁRÉTT:
2 gáski 6 í röð 8 keyra 9 keyra 11
klafi 12 glatast 14 móðir 16 í röð 17
andi 18 pota 20 þreyta 21 spik.
LÓÐRÉTT:
1 teikning af ferli 3 guð 4 skotskífa
5 draup 7 veitti gleði 10 karlfugl 13
skilaboð 15 vingjarnleiki 16 hrós 19
bardagi.
LAUSN:
LÁRÉTT: 2 ærsl, 6 rs, 8 aka, 9 aka, 11
ok, 12 ferst, 14 mamma, 16 lm, 17 sál,
18 ota, 20 lú, 21 fitu.
LÓÐRÉTT: 1 graf, 3 ra, 4 skotmál, 5
lak, 7 skemmti, 10 ara, 13 sms, 15
alúð, 16 lof, 19 at.
Listmálarinn Þorlákur Morthens,
betur þekktur sem Tolli, tók nýlega
á móti 50 krökkum af leikskólan-
um Krakkakoti á Álftanesi á
vinnustofu sinni.
Þar áttu krakkarnir notalega
stund með listamanninum sem
sleppti þeim lausum í litasafn sitt
og leyfði þeim að mála á striga.
„Útkoman kom mér skemmtilega
á óvart,“ segir Tolli sem hefur nú
fullunnið myndina. „Krakkarnir
gáfu grunninn sem ég svo kláraði
og útkoman er mjög flott mynd,“
segir Tolli ánægður. Þetta er ekki
í fyrsta sinn sem listamaðurinn
tekur á móti krakkahóp á vinnu-
stofuna sína en hann er með mjög
stóra og góða vinnustofu í hús-
næði sem Bónus á. „Þegar börnin
mín voru á leikskóla fékk þeirra
leikskóli oft að koma til mín í
svona „workshop“,“ upplýsir Tolli.
Hann segir synd að leikskóla-
krakkar séu yfirleitt látnir vinna
með forgengileg efni eins og
pappír og tússliti sem gufi upp,
þar sem þeir séu svo skapandi á
þessum aldri. Hann segir að ef
foreldrar legðu aðeins út til efnis-
kaupa gætu leikskólarnir jafnvel
keypt olíu og stiga og þannig
fengju foreldrarnir flott abstrakt
verk eftir börn sín.
Hjördís Ólafsdóttir, leikstjóra-
stjóri á Krakkakoti, segir heim-
sóknina til Tolla hafa verið afar
vel lukkaða en venjulega fari þau
á söfn en ekki á vinnustofur lista-
manna. „Við erum afar umhverfis-
væn hérna á leikskólanum og
málum neðst á gamla Cheerios
pakka og slíkt, en krökkunum
fannst mjög gaman að fá að prófa
strigann,“ segir Hjördís. Að sögn
Tolla fer myndin, sem er 180x170
að stærð, nú á frjálsan markað og
verður enginn svikinn af því að
eignast þetta samvinnuverk leik-
skólakrakkanna og hans.
- snæ
LISTMÁLARINN TOLLI: ÚTKOMAN KOM SKEMMTILEGA Á ÓVART
Sleppti fimmtíu krökkum
lausum á vinnustofuni
UPPRENNANDI LISTAMENN Krakkarnir á leikskólanum Krakkakoti voru afar ánægðir með heimsóknina til Tolla en þeir eru allir fæddir árið
2000 og fara á skólabekk í haust. Myndin sem krakkarnir gáfu Tolla grunninn af er nú fullbúin og er hin glæsilegasta.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Áhorfendur Ríkissjónvarpsins hafa væntanlega sopið hveljur þegar nor-
rænu Eurovision-spekingarnir tjáðu sig
um lag Silvíu Nætur, Congratulations, í
vikulegum umræðuþætti um lögin sem
keppa í Grikklandi. Flestallir voru sam-
mála um að grínið færi fyrir ofan garð
og neðan en Silvía fékk þó stuðning frá
norsku rokkurunum í Wig Wam sem
gerðu allt brjálað í Úkraínu. Í sjónvarps-
sal sat Eiríkur Hauksson og reyndi
að sannfæra viðstadda um hvers eðlis
grínið væri og taldi Silvíu skopstælingu
á þekktum persónum á borð við Paris
Hilton og sjálfum sér. Dyggir stuðnings-
menn Silvíu ættu þó að taka þessum
spám með miklum fyrirvara því í fyrra
voru hinir útvöldu sammála um að
Selma Björnsdóttir og lagið If I Had Your
Love myndi komast auðveldlega upp úr
undankeppninni og hafa
sigur í aðalkeppninni.
Mörgum er í fersku
minni hvernig henni
til tókst og því ættu
þessar „hrakspár“
að vera vatn á
myllu þeirra
sem spá Silvíu
velgengni í
Grikklandi.
Manchester-tónleikarnir hjá Grími Atlasyni og félögum hjá Austur-
Þýskalandi fóru fram í Laugardalshöll
á laugardagskvöldið. Eitthvað virðist
áhugi fyrir tónleikahaldi vera farinn að
dvína uppi á Fróni því seint verður sagt
að húsfyllir hafi verið. Echo and the
Bunnymen gerðu litlar rósir og Elbow
var kannski sú sveit sem flestir muna
eitthvað eftir. Plötusnúðurinn Andy
Rourke hafði verið auglýstur á milli
atriða en lítið fór fyrir honum. Hálftómt
var um að litast þegar þessar tvær sveitir
stigu á stokk og ljóst að flestir biðu eftir
húfutöffaranum Badly Drawn Boy því þá
tóku áhorfendur að þyrpast inn í salinn.
Hvort svona vel hafi verið veitt baksviðs
skal ósagt látið en Badly virtist vera hálf-
drukkinn uppi á sviði. Mestu kátínuna
fékk sagan um fimm ára gamlan son
tónlistarmannsins sem á víst að hafa
komið undir á ferðalagi hans um Ísland.
Badly virtist eiga í erfiðleikum með að
byrja tónleikana og stoppaði í miðjum
klíðum til að láta taka myndir af
sér. „Óþægilegt þegar
ljósmyndarinn er
miklu myndarlegri
en sá sem á að taka
mynd af,“ sagði Badly
en þar með var grínið
líka búið. - fgg
��������
��� ��� ��� ��� ���
������� ��� ��� ������
��� ��� ��
�� �� �� �� �
�� �� �� �� �
���������
�����������������������
�������������
������������������������������
�
��������
�����������
��������������
���� ���������
������������������������������