Fréttablaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 2
2 12. maí 2006 FÖSTUDAGUR KOSNINGAR Fréttablaðið og vefurinn visir.is bjóða kjósendum að leggja spurningar fyrir frambjóðendur flokkanna sem bjóða fram í Reykja- vík fyrir bæjar- og sveitarstjórnar- kosningarnar 27. maí. Sérstakur kosningavefur hefur verið opnaður á visir.is þar sem hægt er að koma á framfæri spurn- ingum um hvað eina sem skiptir borgarbúa máli. Nú gefst tækifæri til að spyrja frambjóðendur beint. Svörin birtast síðan í Fréttablaðinu og á vefnum visir.is. - ssal Lesendur spyrja frambjóðendur SVEITARSTJÓRNAR- KOSNINGAR 2006 NATO, AP Hermálasérfræðingar Atlantshafsbandalagsins segja hættuna fara vaxandi á því að gerðar verði eldflaugaárásir á bandalagsríki. Þeir hvetja stjórn- völd í aðildarríkjunum til að íhuga alvarlega að láta þróa varnarkerfi gegn slíkum árásum í Evrópu. Billingslea marskálkur, vara- framkvæmdastjóri NATO og ábyrgur fyrir hergagnamálum, var í forsvari þegar tíu þúsund síðna skýrsla sérfræðinganefndar um hættuna á flugskeyta- og eld- flaugaárásum á NATO-ríki og hugsanlegar varnir gegn þeirri vá var kynnt í höfuðstöðvum NATO í Brussel í vikunni. „Það er vaxandi hætta á árás- um með langdrægum sprengi- flaugum á NATO-landsvæði, og það er tími til kominn að kanna leiðir til að mæta þeirri ógn,“ sagði Billingslea. Að hans mati ættu NATO-ríkin 26 að geta komið sér upp skilvirku neti nema og gagneldflaugastöðva til að skjóta niður flaugar sem að þeim kynni að verða skotið, án þess að það sprengdi útgjalda- rammann til varnarmála. „Eldflaugavarnakerfi fyrir Evrópu er tæknilega vel fram- kvæmanlegt,“ sagði hann. „Kostn- aðurinn við að koma slíku kerfi upp er hóflegur.“ Gert er ráð fyrir að leiðtogar NATO-ríkjanna ræði málið á fundi í Riga í Lettlandi í nóvem- ber. - aa ÍRÖNSK SPRENGIFLAUG Sérfræðingar NATO segja vaxandi hættu á að evrópsk NATO-ríki verði fyrir eldflaugaárás. NORDICPHOTOS/AFP Sérfræðingaskýrsla NATO um hættuna á eldflaugaárásum: Ræða evrópskar eldflaugavarnir LÖGREGLUMÁL Unglingur á Akra- nesi hefur viðurkennt að hafa fals- að fimm 500 krónu seðla og notað þá til greiðslu. Fyrstu tveir seðlarnir komu fram hjá gjaldkera KB banka á Akranesi, en þrír til viðbótar í Brekkubæjarskóla og Grunda- skóla á sama stað. Lögreglan hafði ákveðinn ungl- ing grunaðan en áður en lögreglu- menn höfðu tal af honum gaf hann sig fram og viðurkenndi að hafa falsað seðlana. Munu hafa runnið á hann tvær grímur þegar hann las í fjölmiðlum að athæfi af þessu tagi gæti varðað allt að 12 ára fangelsi. - jss Falsaðir peningar á Akranesi: Unglingspiltur játar fölsun 1 VINNUMARKAÐUR Gylfi Arnbjörns- son, framkvæmdastjóri ASÍ, segir að engin von sé til þess að þróun efnahagsmála verði innan marka við endurskoðun kjarasamninga 15. nóvember. „Til þess hefur tím- inn runnið frá okkur,“ segir hann um það að verðbólga sé 7,6 pró- sent. „Til að ná stjórn á efnahags- málunum verður ríkisstjórnin að skilgreina þetta sem efnahagsleg- an vanda, skoða sína stefnu og breyta henni. Mér hefur ekki heyrst að það sé í bígerð.“ „Við sem munum eftir verð- bólguárunum óttumst að sigla inn í víxlhækkanir og tveggja stafa verðbólgutölur. Það er spurning hvort ríkisstjórninni og aðilum vinnumarkaðarins takist að koma böndum á þessa þróun,“ segir Sveinn Hannesson, framkvæmda- stjóri SI. Guðlaugur Stefánsson, hag- fræðingur SA, segir að einhver jákvæð teikn séu á lofti. „Fast- eignamarkaðurinn er að kólna. Það mun draga úr verðbólgu lengra fram á þetta ár en vissu- lega er illt í efni.“ Guðlaugur telur að fólk á vinnu- markaði verði að vinna sameigin- lega að því að koma í veg fyrir að Íslendingar festist ekki í víxlverk- un verðlags og launa. Hið opin- bera verði að draga úr fram- kvæmdum. - ghs VERÐBÓLGAN EYKST Aðilar vinnumarkaðar- ins hafa áhyggjur af því að verðbólguþró- unin stefni framlengingu kjarasamninga í haust í hættu. Aðilar vinnumarkaðarins um verðbólgumælingu upp á 7,6 prósent: Vandinn er efnahagslegur STÓRIÐJA Orkuveita Reykjavíkur og Alcan á Íslandi skrifuðu í gær undir samning sem tryggir Alcan um 200 MW af raforku vegna fyr- irhugaðrar stækkunar álversins í Straumsvík. Þetta jafngildir um 40 prósentum af áætlaðri orkuþörf sem 280 þúsund tonna framleiðslu- aukning álversins krefst. Samning- urinn er til 25 ára og gerir ráð fyrir að orkan verði tilbúin til afhend- ingar um mitt ár 2010 og hún komi frá jarðvarmavirkjunum Orkuveit- unnar á Hellisheiði. Orkuveitan telur að samningurinn sé að verð- mæti rúmlega 60 milljarða króna. Undirritun samningsins í gær breytir því ekki að ákvörðun um stækkun álversins hefur ekki endanlega verið tekin. Alcan er í viðræðum við Lands- virkjun um þá raforku sem upp á vantar og Landsnet vegna flutn- ings á raforkunni. Stefnt er að því að ljúka þessum viðræðum síðar á þessu ári en einnig vantar starfsleyfi frá Hafnar- fjarðarbæ. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að endanleg ákvörðun um stækkun álversins í Straumsvík sé háð samkomulagi bæjarins og Alcan sem lúta að mengunarmálum, umhverfismál- um og fjárhagslegum atriðum. Endanleg ákvörðun verði síðan í höndum Hafnfirðinga sjálfra. „Um leið og eitthvert slíkt samkomulag væri komið á borðið og áður en það hlýtur formlega afgreiðslu þá mun það fara fyrir íbúa bæjarins í sér- stakri kosningu.“ Lúðvík segir að slík kosning verði lík- lega á næsta ári. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan á Íslandi, segir að mikilvægt skref hafi verið tekið í því ferli sem hófst árið 1999. Hann segir að samning- ar við Landsvirkun gangi ágætlega en nokkuð sé ennþá í land. Spurður hvort samningurinn þýddi að móð- urfélagið væri hætt að skoða val- kosti félagsins í öðrum löndum til að auka álframleiðslu sína svaraði Hrannar neitandi. „En þessi áfangi í dag segir að Alcan hefur mikla trú á þessu verkefni og áhuga á því.“ Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að fleiri en Alcan ásælist orku frá Landsvirkjun en ákveðið hafi verið að fara í einkaviðræður við Alcan sem stæðu fram á mitt ár 2006 en þær viðræður verði framlengdar. Efnislega vildi Þorsteinn ekki tjá sig um viðræðurnar. svavar@frettabladid.is Hafnfirðingar kjósa um stækkun álvers Alcan og Orkuveita Reykjavíkur skrifuðu í gær undir samning sem leysir úr 40 prósentum orkuþarfar fyrirhugaðrar stækkunar álversins í Straumsvík. Samn- ingurinn tekur gildi 2010 og er til 25 ára. Hannn er metinn á 60 milljarða. HRANNAR PÉTURSSON LÚÐVÍK GEIRSSON FRÁ STRAUMSVÍK Ef fyrirætluð stækkun gengur eftir mun framleiðslugeta álversins aukast um 280 þúsund tonn á ári. Stjórnvöld hafa gefið vilyrði fyrir því að framleidd séu 460 þúsund tonn á ári. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI SPURNING DAGSINS Jakob, er þreytandi að svara pillum frá ráðherra? Það er ekkert þreytandi ef maður tekur réttu pillurnar. Lyfjaverð hefur verið til umræðu að und- anförnu. Jakob Falur Garðarsson, formaður Frumtaka sem eru samtök framleiðenda frumlyfja, segir óþolandi að heilbrigðis- ráðherra setji þá í sama flokk og Actavis í umræðunni um hátt lyfjaverð. WASHINGTON, AP Bandarísk stjórn- völd hafa með leynd safnað saman upplýsingum um símtöl óbreyttra borgara í Bandaríkjunum. Til- gangurinn er sá að búa til gagna- grunn yfir öll símtöl í landinu. Bandaríska dagblaðið USA Today skýrði frá þessu í gær. Blað- ið segir að fljótlega eftir hryðju- verkin 11. september árið 2001 hafi bandarísku símafyrirtækin AT&T, Verizon og BellSouth byrj- að að senda skrár yfir símtöl við- skiptavina sinna til bandaríska þjóðaröryggisráðsins, NSA. Við- skiptavinir þessara fyrirtækja skipta tugum milljóna. - gb ÞJÓÐARÖRYGGISRÁÐIÐ Bandarísk stjórn- völd ætla að búa til gagnagrunn yfir öll símtöl sem eiga sér stað í landinu. Stjórnvöld safna upplýsingum: Fylgst með öll- um símtölum VIÐSKIPTI Miklar hreyfingar voru með bréf bresku verslunarkeðj- unnar Marks og Spencer í gær. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hefur Baugur selt sinn hlut í keðjunni. Baugur hóf að kaupa bréf í keðj- unni síðsumars í fyrra, en þá var gengið 320 pens á hlut. Að undan- förnu hefur gengið farið vel yfir sexhundruð pens. Áætla má að söluhagnaður af sölu hlutarins í Marks & Spencer liggi á bilinu 45 til 50 milljónir punda eða 6 til 6,5 milljarðar íslenskra króna. Þar með hafa íslensk fyrirtæki innleyst hagnað af erlendum fjár- festingum fyrir hátt í þrjátíu milljarða á undanförnum vikum. Þrettán milljarða af EasyJet, um tíu af Carnegie og nú rúma sex. Forsvarsmenn Baugs hvorki neituðu né játuðu sölu á hlutnum. Baugur á hlut í House of Fraser og þar er talið líklegra að stefnt sé að því að eignast það fyrirtæki að fullu - hh Baugur selur í M&S: Sex milljarða söluhagnaður Á ofsahraða Lögreglan í Hafnarfirði stöðvaði í fyrrakvöld ökumann á bifhjóli sem mældist á 130 kílómetra hraða á Reykjavíkurvegi þar sem hámarkshraði er 50. Ökumaður bifhjólsins reyndist ekki vera með réttindi á hjólið en maðurinn var sviptur ökuleyfi sínu á staðnum. LÖGREGLUFRÉTT MARKS OG SPENCER Baugur hóf að kaupa bréf í keðjunni síðsumars í fyrra. j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.