Fréttablaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 47
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { heilsa og útivist } ■■■■ 11 „Ég hef aldrei verið mikið fyrir líkamsræktarstöðvar og kýs frekar að hjóla og ganga,“ segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona spurð hvernig hún haldi sér í formi. „Svo- leiðis hreyfing hentar mér vel, þar sem ég hef verið önnum kafin við sýningar á Litlu hryllingsbúðinni fyrir norðan, en það stykki er á leiðinni suður og verður frumsýnt 13. maí hjá Íslensku óperunni.“ „Ég reyni að hreyfa mig meira í daglegu lífi, geng til dæmis í staðinn fyrir að nota bílinn og labba töluvert í Þingholtunum þar sem ég á heima. Svo sleppi ég lyftum og tek frekar tröppurnar,“ segir Vigdís Hrefna. „Ég syndi í Vesturbæjarlauginni þegar ég get og slappa af í heitu pott- unum á eftir. Mér finnst gott að vera heima í garðinum mínum á sumrin. Það er svo þægilegt að hvíla hugann við garðstörfin og endurnærandi að hreinsa beð og hugsa um blómin,“ segir Vigdís Hrefna. Vigdísi er umhugað um það sem hún borðar og neytir mikils af ávöxtum og grænmeti. „Ég geri mikið af mínum matarinnkaupum í Yggdrasil, þar sem ég er fremur hlynnt neyslu á lífrænt ræktaðri fæðu. Svo drekk ég mikið af vatni og tek inn gamla góða lýsið,“ segir hún að endingu. Ræktar garðinn sinn Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona finnur hugarró í garð- störfum. Vigdís Hrefna er mikið úti við á sumrin. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Í Hafnarfirðinum hefur borið á dularfullum hóp fólks sem stendur í ýmiss konar líkamsræktaræfing- um utandyra. Hóparnir sem eru á ferðinni eru í herþjálfun hjá Láru Erlingsdóttur hjá líkamsræktar- stöðinni Hress. Líkamsræktarstöðin tók nýverið skref í þá átt að færa líkamsræktina utandyra og bjóða nú upp á námskeið í kerrupúli og herþjálfun. „Fólk hefur tekið þessu námskeiði svakalega vel og erum við búin að fylla nokkra hópa og biðlisti er kominn á næsta nám- skeið,“ segir Linda Hilmarsdótt- ir hjá Hress. Farið er með hópana út um allan Hafnarfjörð og hefur Herþjálfun í Hafnarfirðinum Hér hleypur hópurinn upp og niður kirkju- tröppur með lóð í höndunum .FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Líkamsræktarstöðin Hress í Hafnarfirði býður orðið upp á nokkur námskeið utandyra. Víðistaðatún verið notað mikið. „Þar er Víkingagarður með mörg- um rekadrumbum sem nýtast okkur vel, eins og í magaæfingunum og fleiru,“ segir Linda. Námskeiðið er byggt upp eins og hefðbundin her- þjálfun þar sem hópnum er skipt í lið. „Hver hópur fær ákveðið verk- efni sem hann þarf að ljúka í sam- einingu, og ef einn mætir ekki lend- ir það á hinum að ljúka verkefninu. Hver hópur á kannski að klára 150 magaæfingar og ef aðeins einn mætir er það á hans ábyrgð að klára þær,“ segir Lára Erlingsdótt- ir, sem þjálfar hópana. Hún segir þetta byggt upp á aga, snerpu og þoli. Aðspurð hvort fólk þurfi að vera í góðu formi til að taka þátt í herþjálfuninni segir hún það ekki skilyrði. „Maður kemst í gott form við þetta,“ segir Lára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.