Fréttablaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 4
4 12. maí 2006 FÖSTUDAGUR ��������������������������� �������������������������������� �������������������������������������� �������������� ��������������� ��������� ������������������������� ������������ �������������������� ���� ����������� ���������������������������������������������������������� ��������������������������� F A B R IK A N 2 0 0 6 SVÍÞJÓÐ, AP Ökumenn sem áttu leið um þjóðveginn inn til Stokkhólms undir kvöld á þriðjudag rak í roga- stans þegar þeir sáu fíla standa við veginn og bíta gras í makindum. Sænska ríkisútvarpið greindi frá þessu. Fílarnir höfðu sloppið úr flutn- ingabíl fjölleikahúss er bíllinn valt í beygju á veginum, rétt norðan við Stokkhólm. Fjórði fíllinn meiddist lítillega, auk ökumannsins, en náði sér fljótt. Fílarnir fengu síðan far með öðrum vörubíl á áfangastað. - aa Óvenjuleg sjón í Svíþjóð: Fílar á beit við Stokkhólm DÓMSMÁL Maður sem ítrekað hefur reynt að kveikja í eignum foreldra sinna hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 7. júní. Maðurinn kærði þann úrskurð Héraðsdóms Reykjaness til Hæstaréttar, sem staðfesti hann. Málið er þannig vaxið, að Kópa- vogslögregla var kvödd að heimili fjölskyldu mannsins að morgni 7. maí. Þar logaði mikill eldur í bif- reið sem var í eigu föður hans. Eldurinn barst í tvo aðra bíla sem stóðu rétt hjá. Maðurinn játaði við yfirheyrslur að hafa kveikt í bíl föður síns með því að brjóta hlið- arrúðu og kasta logandi hand- klæði inn í hann. Skýringin sem hann gaf var sú, að hann hefði verið föður sínum reiður fyrir sífelld afskipti af málum sínum. Áður hafði maðurinn játað að hafa kveikt í blaðabunka í stofu í íbúð foreldra sinna. Verulegt eignatjón varð á íbúðinni, en engin slys á fólki. Maðurinn hefur marg- oft gerst brotlegur við umferðar- lög, fíkniefnalög og almenn hegn- ingarlög. Þann 7. desember hlaut hann dóm vegna hótana gagnvart barnsmóður sinni. Maðurinn hefur átt við fíkniefnavanda að etja og tvívegis verið lagður inn á geðdeild. - jss ÚRSKURÐUR Hæstiréttur staðfesti gæslu- varðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir brennuvargi. Hæstiréttur staðfesti úrskurð um gæsluvarðhald yfir manni í Kópavogi: Kveikti í bíl foreldra sinna GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 11.05.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 70,22 70,56 Sterlingspund 131,01 131,65 Evra 89,28 89,78 Dönsk króna 11,971 12,041 Norsk króna 11,501 11,569 Sænsk króna 9,553 9,609 Japanskt jen 0,6315 0,6351 SDR 104,39 105,01 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 123,898 ÁFRAM Í EINANGRUN Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykja- víkur um framlengingu varðhaldsvistar yfir einum fimmmenninganna sem sæta lög- reglurannsókn vegna tilraunar til smygls á 25 kílóum af fíkniefnum í bensíntanki bíls. Samkvæmt úrskurðinum er manninum gert að sæta gæsluvarðhaldi til 23. maí. HÆSTIRÉTTUR MENGUN Líklegast er að urðunar- svæði fyrir spilli- og eiturefni verði nokkuð utan höfuðborgar- svæðisins þegar það verður sett upp. Þetta segir Haraldur Johannesen, aðstoðarmaður Sigr- íðar Önnu Þórðardóttur umhverf- iráðherra, en undirbúningsvinna vegna staðarvals fyrir urðunar- svæði stendur yfir og er niður- stöðu að vænta í sumar eða haust. Sérfræðingar hjá Reykjavík- urborg og Umhverfisstofnun hafa í viðtölum við Fréttablaðið síð- ustu daga lýst því yfir að nauð- synlegt sé að koma upp urðunar- svæði fyrir spilliefni þar sem þau séu farin að hlaðast upp í miklu magni inn á svæðum fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Meira en hundrað tonn af PCB- menguðum jarðvegi eru geymd í sekkjum á svæði fyrirtækisins Hringrásar í Klettagörðum við Sundahöfn. Fyrirtækið getur ekki losað sig við efnin nema með stór- felldum flutningum á urðunar- svæði erlendis. Helga Hreinsdóttir, hjá Heil- brigðiseftirliti Austurlands, hefur viðrað þá hugmynd að finna urð- uninni stað í landi Steggjastaða skammt frá Bakkafirði. „Þar er landsvæði sem ég hef bent á að sé hægt nýta í þessum tilgangi, til atvinnusköpunar. En það þyrfti að skoða þau mál vel áður en ráðist yrði í framkvæmdir. Það er hægt að finna urðunarsvæðinu stað á landsbyggðinni þar sem það gegn- ir mikilvægu hlutverki, í atvinnu- legu tilliti.“ Urðunarsvæðið má ekki vera nálægt vatnsbólum eða byggð. Að sögn Haraldar má telja líklegt að lögð verði á það áhersla að svæðið verði vel útbúið og ekki of langt frá höfuðborgarsvæðinu. „Það tekur töluverðan tíma að vinna að undirbúningi svæðisins en sú vinna gengur vel. Líklegast er að urðunarsvæðið verði ekki of langt frá höfuðborgarsvæðinu þar sem mikill meirihluti efnanna sem þarf að urða kemur þaðan. Of miklir flutningar með efnin geta verið varasamir.“ Helgi Jensson, deildarstjóri framkvæmda- og eftirlitssviðs hjá Umhverfisstofnun, segir nauðsynlegt að vinna að uppbygg- ingu svæðisins með yfirveguðum hætti. „Það er engin ástæða til þess að hræðast stöðu mála hér á landi. Það þarf að finna urðunar- svæðinu stað þar sem almenn sátt er um að það valdi ekki óþægind- um.“ magnush@frettabladid.is Efnin líklega urðuð á Suðvesturhorninu Aðstoðarmaður umhverfisráðherra telur líklegast að urðunarsvæði fyrir spilliefni verði ekki langt frá höfuðborgarsvæðinu. Hægt að nýta starfsemina til uppbyggingar atvinnu á landsbyggðinni, segir Helga Hreinsdóttir. FRÁ SVÆÐI HRINGRÁSAR Töluverð umræða hefur skapast að undanförnu um nauðsyn urðunarsvæðis fyrir spilli- og eiturefni, en meira en 100 tonn af PCB-menguðum jarðvegi eru geymd í lokuðu rými á svæði fyrirtækisins Hringrásar. FRÉTTABLAÐIÐ/HARALDUR DÓMSTÓLAR Hæstiréttur hnekkti í gær dómi Héraðsdóms Reykjavík- ur sem dæmt hafði Olíufélagið ehf. til að greiða tæpar fimm millj- ónir króna í miskabætur. Málavextir eru þeir að kona var við vinnu á bensínstöð Olíufé- lagsins við Borgartún. Starfsmenn þar nota tæplega eins metra háa stóla, sem á er hvíldargrind fyrir fætur. Konan mun hafa verið að setjast upp í slíkan stól þegar talið er að stóllinn hafi runnið undan henni þannig að hún datt á rassinn á flísalagt gólfið. Hæstiréttur sýknaði Olíufélagið af kröfu kon- unnar og málskostnaður í héraði og Hæstarétti fellur niður. -jss Dómur Hæstaréttar: Féll af stól en fær ekki bætur VEGABRÉF Stjórnvöld hafa ekki boðið Dorrit Moussaieff forsetafrú íslenskt ríkisfang svo sem unnt er að gera með lögum. Ekki hefur hún heldur farið fram á slíka undanþágu. Dorrit og Ólafur Ragnar eiga þriggja ára brúðkaupsaf- mæli 14. maí næst- komandi. „Það er undir hverjum og einum komið að óska eftir íslensk- um ríkisborgararétti og við slíkum óskum er brugðist eins og lög heim- ila,“ segir Björn Bjarnason dóms- málaráðherra. Dorrit var kyrrsett á flugvelli í Ísrael á mánudag þar sem hún framvísaði bresku vegabréfi sínu. Lögreglukona krafðist framvísun- ar á ísraelsku vegabréfi vegna upp- runa hennar. Málið vakti athygli í fjölmiðlum, ekki síst ummæli hennar um að aðgerð lögreglunnar væri ein ástæða þess að mönnum væri illa við Gyðinga. - jh Dorrit Moussaieff: Íslenskt ríkis- fang í augsýn HRAÐAKSTUR Lögreglan í Reykjavík veitti bifreið eftirför sem mælst hafði á 121 kílómetra hraða á Reykjanesbraut um hálf sex leytið í gærmorgun, þar sem hámarks- hraði er 70. Konan sem ók bifreiðinni hlýddi ekki merkjum lögreglum um að stöðva og reyndi að komast undan í iðnaðarhverfi skammt frá Smiðju- vegi í Kópavogi. Eftir skamma stund tókst lögreglu að fá konuna til þess að stöðva bifreiðina. Konan reyndist ekki hafa rétt- indi til þess að aka bifreiðinni, sem að auki var á röngum númerum. - mh Ökumanni veitt eftirför: Réttindalaus á ofsahraða DORRIT MOUSSAIEFF HETTUSÓTT Í RÉNUN Einungis þrír greindust hér á landi með hettusótt í apríl, að því er fram kemur í nýjum Far- sóttarfréttum Landlæknisembættisins. LANDLÆKNIR STÓRIÐJA Andstæðingum virkjana- framkvæmda á Íslandi verður að ósk sinni en Landsvirkjun hefur ákveðið að verða við beiðni þeirra um að þeirra sjónarmið komi fram á hornsteini þeim er reistur verður við aflstöð Kárahnjúkavirkjunar. Mat Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, mat það svo að þar sem virkjunin væri umdeild meðal þjóðarinnar væri eðlilegt að ólík sjónarmið yrðu varðveitt á fyrr- nefndum hornsteini en með því væru náttúruverndarsinnar að viðurkenna að virkjunin væri staðreynd sem ekki er hægt að breyta. - aöe Hornsteinn við Kárahnjúka: Andstæðingar fá sitt fram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.