Fréttablaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 44
■■■■ { heilsa og útivist } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■8 Jóna Hildur hefur kennt stafgöngu í þrjú ár og segist verða vör við aukinn áhuga á íþróttinni. „Maður sér sífellt fleira fólk á göngustígum borgarinnar með stafi. Margir virð- ast hins vegar ekki átta sig á því að það þarf töluverða tækni til þess að fá sem mest út úr þessu. Fólk sem kemur til okkar á byrjenda- námskeið og hefur jafnvel verið að ganga eitthvað með stafina verður oft undrandi á því að þetta er tölu- verð tækni sem menn verða að til- einka sér,“ segir Jóna og bætir því við hlæjandi að hún rekist stundum á fólk á göngustígunum og langi til að segja þeim að koma á námskeið og læra réttu tökin. Tæknin er ekki flókin og að sögn Jónu geta allir tileinkað sér hana. „Þetta gengur út á að hreyfa efri hluta líkamans rétt. Axlirnar verða að vera slakar og það þarf að hreyfa handlegg- ina á réttan hátt til þess að fá þá virkni í líkamann sem á að koma fram. Hvað gönguna sjálfa varð- ar eru líka ýmis atriði sem þarf að hafa í huga. Við tökum til dæmis stærri skref en í venjulegri göngu og nýtum vöðvana í fótleggjunum betur,“ segir Jóna og bætir því við að hægt sé að ná mun meiri árangri en við venjulega göngu. „Þú nærð 20 prósenta meiri brennslu með því að nota stafi og þar að auki styrk- irðu þig meira. Þú notar stærri og fleiri vöðvahópa þannig að styrk- ingin getur verið 40 prósentum meiri en við hefðbundna göngu.“ Jóna segir að námskeiðin hjá ÍSÍ hafi verið vinsæl og að fólk á öllum aldri sæki í þetta sport. „Þetta er kjörin leið fyrir alla til að koma sér í form og á námskeiðunum hefur verið fólk á aldrinum 18 til 80 ára. Stafgangan hentar sérlega vel fyrir eldri borgara því stafirnir eru stuðn- ingstæki. Á þeim er líka broddur sem veitir viðnám í hálku þannig að stafgangan er íþrótt sem hægt er að stunda allan ársins hring.“ Að sögn Jónu er ekki um dýrt sport að ræða. Mestu skiptir að vera í góðum skóm og klæða sig eftir veðri. „Stafirnir eru auðvitað aðalmálið og það eru til ýmsar gerðir. Við notum sérstaka stafgöngustafi og það er afar mik- ilvægt að velja góða stafi, ólarnar þurfa að falla þétt að úlnliðnum og á stöfunum má ekki vera of harður oddur því það er slæmt að fá högg upp í handleggina,“ segir Jóna. Námskeiðin hjá ÍSÍ hafa verið vinsæl en þau eru haldin allan árs- ins hring. „Við erum líka með fram- haldsnámskeið eða gönguhópa fyrir þá sem hafa komið á námskeið hjá okkur og vilja stunda sportið áfram undir leiðsögn. Fólk finnur að þetta er góð hreyfing og fyrir marga er þetta orðinn pastur punktur í þeirra lífsstíl og tilveru,“ segir Jóna sem sjálf er dugleg að ganga með staf- ina. „Þetta er eitthvað sem ég mæli alveg hundrað prósent með, sér- staklega fyrir þá sem hafa verið að ganga mikið en treysta sér ekki til að fara að hlaupa. Þá er þetta kjör- in viðbót til að fá aukna brennslu. Stafgangan er líka góð við vöðva- bólgu. Þú notar efri hluta líkamans mikið svo blóðflæði eykst um háls og bak og þetta eru áhrif sem fólk finnur fyrir,“ segir Jóna og bendir á að það sé ánægjulegt að fylgjast með því hvað fólk fari ánægt út af námskeiðunum. „Fólk finnur að það er styrkara en áður og áhuginn eykst, það eru bestu meðmælin.“ Á laugardaginn verður staf- göngudagur ÍSÍ haldinn hátíðlegur um allt land. „Við munum ganga á tólf stöðum víðs vegar um land- ið og kynna gönguna fyrir nýlið- um. Hér í Reykjavík verður gengið frá skautahöllinni en allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu ÍSÍ: www.isisport.is. Svo erum við í samstarfi við Kelloggs þannig að allir fá gjafapakka sem inniheldur meðal annars skrefmæli sem nýtist vel við gönguna.“ Jóna hvetur sem flesta til að kynna sér stafgönguna á morgun. Ef áhuginn vaknar er síðan tilval- ið að skrá sig á næsta námskeið sem hefst þann 30. maí. Námskeið- in standa yfir í fimm vikur og æft er tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum, milli klukkan 17.30 og 18.30. Skráning er hafin á heimasíðunni www.stafganga.is en þar má einnig nálgast fleiri upplýs- ingar um þessa góðu íþrótt. Mikilvægt að læra rétta tækni Stafgöngudagur ÍSÍ verður haldinn hátíðlegur á morgun. Jóna Hildur Bjarnadóttir er ein af frumkvöðlum íþróttarinnar hér á landi. Hún segir stafgönguna skemmtilega og góða hreyfingu og hvetur sem flesta til þess að kynna sér íþróttina á morgun. Jóna Hildur fremst í flokki áhugasamra stafgöngugarpa á námskeiði í Laugardalnum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Ég hugsa töluvert um það sem ég læt í kroppinn á mér, til að halda mér í formi,“ segir Harpa Harð- ardóttir söngkona. „Ég borða til dæmis ekki sykur, ger, gosdrykki og hveiti, sem fer illa í magann á mér. Svo held ég kjötneyslu í lágmarki, af því að hún hentar ekki mínum líkama.“ „Ég geng líka mikið og finnst þá gott að hafa eitthvað jákvætt og uppbyggilegt í eyrunum,“ segir Harpa. „Ég nota tímann í göngunni til að hlusta á og læra texta fyrir söngatriði. Ég held að það komi fólki reyndar svolítið furðulega fyrir sjónir að sjá mig á vappi, þylj- andi texta í gríð og erg eins og ég sé að tala við sjálfa mig,“ bætir hún við og hlær. „Svo er ég líka nýbyrjuð að stunda líkamsrækt í Jazzballettskóla Báru. Ég fer í morguntíma fimm til sex sinnum í viku, þar sem mér finnst tækin vera svo leiðinleg. Í tímun- um er góð blanda af lyftingum, teygjum og suðrænni sveiflu. Svo eru öndunaræfingar nauðsynlegar fyrir manneskju í minni atvinnu- grein, þannig að ég geri þær dag- lega. Mér finnst líka gott að stunda hugleiðslu í einveru, en þá kveiki ég á kerti og læt hugann reika,“ segir Harpa loks. Lítil kjötneysla, ganga og hugleiðsla Harpa Harðardóttir söngkona leggur jafna áherslu á and- lega og líkamlega leikfimi. Harpar stundar hugleiðslu, en hún segir andlega uppbyggingu vera jafn nauðsyn- lega og þá líkamlegu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Hér sést Harpa kenna einum nemenda sinna rétta öndun, en hún kennir bæði við Söng- skólann í Reykjavík og Kórskóla Langholtskirkju.FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Hreyfing utandyra kallar á það að húðin sé vernduð fyrir sólinni, sérstaklega yfir sum- artímann. Þegar farið er út að hlaupa er gott að vera með derhúfu og sólgleraugu til að skyggja á andlitið. Gott er að bera sólarvörn á alla líkamshluta sem eru berir og alls ekki má gleyma að setja vörn aftan á háls- inn. Þunnir hálsklútar úr gerviefni geta þá einnig komið sér vel til að vernda hálsinn. Sólarvörn skal bera á hálftíma eða þremur stundarfjórðungum áður en farið er út í sólskinið. Vörn- ina þarf að bera á a.m.k. á tveggja tíma fresti, oftar sé farið í vatn á milli. Til að forðast skaðleg áhrif sól- argeislanna skal nota sólarvörn með a.m.k. sólar- varnarstuðul inn 15. Sólarvarnar- stuðullinn gefur til kynna hversu lengi er óhætt að sóla sig án þess að húðin fari að roðna. Stuð- ullinn 15 þýðir að hægt sé að vera 15 sinnum leng- ur úti í sólskininu en ella. Þetta á ekki síður við á láglendinu en á sólarströnd sem og á fjöllum og snjósvæðum þar sem sólskinið er sterkara. Börn þarf að vernda sér- staklega fyrir sólinni. Rannsóknir sýna að sólbruni hjá börnum getur haft áhrif á það að húðkrabbamein brjótist út síðar á ævinni. Notið sól- arvörn með stuðulinn 20 eða meira fyrir börnin. Ungabörn eiga ávallt að vera í skugga. Húðin vernduð í sólinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.