Fréttablaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 66
 12. maí 2006 FÖSTUDAGUR34 timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1412 Einar Herjólfsson andast. Talið er að svarti dauði hafi borist með honum til Íslands árið 1402. 1882 Konur fá ótvíræðan en takmarkaðan kosningarétt til sveitarstjórna. Rétturinn náði aðeins til ekkna og ógiftra kvenna sem voru orðnar 25 ára. 1932 Sonur Charles Lindbergh finnst látinn. Honum hafði verið rænt tíu vikum áður. 1935 Golf er leikið í fyrsta sinn á Íslandi þegar völlur Golfklúbbs Íslands er vígður í Laugardal. 1961 Lyndon B. Johnson, þá varaforseti Bandaríkjanna, heimsækir Víetnam. 2000 Opnun Tate safnsins í London. Georg VI og kona hans lafði Elísabet voru krýnd konungur og drottning Bretlands í Westminster þennan dag árið 1937. Georg sem stundaði nám við sjóherskólann í Dartmouth og barðist í fyrri heimstyrjöldinni varð erfingi að hásætinu eftir að eldri bróðir hans, Edward VIII konungur, sagði af sér í desember 1936. Edward var fyrsti þjóðhöfðingi Englands sem afsalaði sér sjálfviljugur hásætinu og titlinum. Það gerði hann til að ganga að eiga Wallis Warfield Simpson, sem var fráskilin Bandaríkjakona. Árið 1939 varð Georg konungur fyrsti þjóðhöfðingi Breta til að heimsækja Ameríku og Kanada. Hann og kona hans héldu kyrru fyrir í Buckinghamhöll í seinni heimstyrjöldinni þrátt fyrir að stöðug hætta væri á árásum. Þá hélt hann útvarpsræður til að efla baráttuvilja Breta, en til þess varð hann að sigrast á mál- helti sem hann var haldinn. Konungurinn veiktist alvarlega árið 1949. Þrátt fyrir það hélt hann áfram að inna af hendi emb- ættisskyldur sínar allt til dauðadags árið 1952. Elsta dóttir hans varð arftaki hans og var Elísabet önnur krýnd Englandsdrottning í júní 1953. ÞETTA GERÐIST: 12. MAÍ 1937 Nýr konungur krýndur í Bretlandi GEORG SJÖTTI KRÝNDUR KONUNGUR Tólfta maí ár hvert halda hjúkrunar- fræðingar alþjóðlegan dag á fæðingar- degi Florence Nightingale. Dagurinn í dag er tileinkaður mönnun hjúkrunar- fræðinga og afleiðingum ónógrar mönnunar. Þetta verður til umræðu um allan heim og stendur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fyrir dagskrá um efnið í Hringsal Barnaspítala Hrings- ins. „Yfirskrift dagsins, sem ég leyfði mér að þýða sem „Vel mannað verndar líf“, er komin til vegna þess að skortur er á hjúkrunarfræðingum um allan heim,“ segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga. „Verið er að vekja athygli á að stjórnvöld þurfi að gera átak í að fjölga hjúkrunarfræðingum. Vísinda- rannsóknir hafa sýnt að eftir því sem hjúkrunarfræðingar sem starfa innan heilbrigðisþjónustunnar eru fleiri og betur menntaðir reiðir sjúklingunum betur af.“ Elsa segir að skorturinn nái jafnt til þróunarlandanna og hins vestræna heims. „Vandamálið er vissulega ólíkt og misalvarlegt. Í þróunarríkjunum kemur skorturinn að vissu leyti til vegna þess að hjúkrunarfræðingar þaðan fara til Vesturlanda til að komast í betri aðstöðu og betri laun. Í vestrænu löndunum er aftur á móti flókin þjón- usta sem gerir kröfur um mikinn mann- afla og hjúkrunarfræðingar, til dæmis hér á landi, eru mjög eftirsóttir í önnur störf vegna þess að menntunin þykir góð og nýtast vel á almennum mark- aði.“ Í Hringsalnum verður aðaláherslan lögð á stöðuna í mönnun hjúkrunar- fræðinga hérlendis. „Við viljum vekja athygli á þörfinni fyrir fleiri hjúkrun- arfræðinga í nánustu framtíð, meðal annars vegna þess að nú fara stórir árgangar að fara á eftirlaun, og ekki síður minna á hvaða afleiðingar það muni hafa fyrir heilbrigðisþjónustu og sjúklinga ef ekki verður brugðist við og menn undirbúi sig til að fyrirbyggja frekari skort. Skorturinn á hjúkrunar- fræðingum og áhrifin sem hann hefur á sjúklingana er þekkt, og öryggi sjúk- linga og öryggi hjúkrunarfræðinga fara alveg saman.“ Dagskráin hefst klukkan 14 og stendur til klukkan 16. Fundurinn verður, eins og áður sagði, haldinn í Hringsal Barnaspítala Hringsins og verður honum varpað, með hjálp fjar- fundabúnaðar, út um allt land. Elsa segir að sá háttur hafi verið hafður á hátíðahöldunum undanfarin ár. „Dag- urinn hefur verið haldinn hátíðlegur hérna áratugum saman. Okkur þykir ákaflega vel við hæfi að varpa honum út því þá sitja í rauninni allir hjúkrun- arfræðingar sem geta og vilja hátíð- arfundinn hvar sem þeir eru á land- inu.“ ALÞJÓÐADAGUR HJÚKRUNARFRÆÐINGA Í DAG: Umræða um allan heim ELSA B. FRIÐFINNSDÓTTIR FORMAÐUR FÉLAGS ÍSLENSKRA HJÚKRUNARFRÆÐINGA Aljóðadagur hjúkr- unarfræðinga er að þessu sinni tileinkaður mönnun hjúkrunarfræðinga sem er vandamál um allan heim. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM JEAN DUBUFFET (1901-1985), LÉST ÞENNAN DAG. „Fyrir mér er geðveiki ofurheilbrigði. Það sem er eðlilegt er geðveikt. Venjulegt þýðir skortur á ímyndunarafli og sköpunar- gleði.“ Franski listamaðurinn Jean Dubuffet fór ótroðnar slóðir í listsköpun sinni. F32110506 13. maí er fimmtugur Sigurður Höskuldsson Fannborg 1, Kópavogi (áður á Lundi). Af því tilefni ætlar hann að taka á móti ættingjum og vinum í Félagsheimili Kópavogs, Fannborg 2, milli kl. 16.00-18.00 á afmælisdaginn þann 13. maí. 50 ára afmæli Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, systir, amma og frænka, Rakel Benjamínsdóttir Bóndi á Læk í Holtum, lést á Landspítala í Fossvogi 9. maí sl. Jarðsett verður í Hagakirkju í Holtum laugardaginn 20. maí kl. 13.00. Andrés Eyjólfsson Sigurborg Andrésdóttir Kristján Nilsen Guðrún Andrésdóttir Lilja Björk Kristján Ingi Magnússon Helga Sigurjónsdóttir Anton Bogason börn og barnabörn. 14.00 Rósa Guðjónsdóttir, Garða- vegi 8, Hvammstanga, verður jarðsungin frá Hvamms- tangakirkju. 15.00 Guðrún Ágústa Guð- mundsdóttir, Kleppsvegi 24, Reykjavík, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju. 15.00 Jónatan Helgi Rafnsson, Vesturtúni 26, Álftanesi, verður jarðsunginn frá Vídal- ínskirkju í Garðabæ. 15.00 Sigrún Maren Jóhanns- dóttir verður jarðsungin frá Háteigskirkju. 15.00 Sigurður G. H. Ingason fyrrverandi póstrekstrarstjóri, Hvassaleiti 58, verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni. 15.00 Stefán Karlsson handrita- fræðingur, verður jarðsung- inn frá Neskirkju. Á sama tíma (kl. 17) verður haldin minningarathöfn um Stefán í Húsi Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn. 10.30 Jón Bergþór Arngrímsson vélstjóri, Skarðshlíð 18, Akureyri, verður jarðsunginn frá Glerárkirkju. 13.00 Atli Þór Hauksson, Hrís- móum 2a, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Digranes- kirkju. 13.00 Eiríkur Hreinn Finnboga- son, Sléttuvegi 15, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni. 13.00 Laufey Pálsdóttir ljósmóðir, frá Fossi á Síðu, Dvergabakka 12, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Breiðholtskirkju. 13.00 Ólafur Björgúlfsson hdl., fyrrverandi skrifstofustjóri Tryggingastofnunar Ríkisins, Miðleiti 5, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grensás- kirkju. 13.00 Sigþrúður Kristín Thorder- sen (Dúa), áður til heimilis í Drápuhlíð 10, verður jarð- sungin frá Grafarvogskirkju. JARÐARFARIR Faðir minn, tengdafaðir og afi, Stefán Karlsson handritafræðingur, sem lést í Kaupmannahöfn 2. maí síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn 12. maí kl. 15. Á sama tíma (kl. 17) verður Stefáns minnst í Húsi Jóns Sigurðssonar, Øster Voldgade 12 í Kaupmannahöfn. Steinunn Stefánsdóttir Arthur Morthens Helga, Anna og Halla Tryggvadætur. Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir, sonur, afi og langafi, Atli Elíasson Suðurgerði 2, Vestmannaeyjum, lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja að morgni 6. maí. Útför fer fram frá Landakirkju í Vestmanna- eyjum laugardaginn 13. maí kl 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans, er bent á líknarsjóð Kiwanis- klúbbsins Helgafells í Vestmannaeyjum. Reikningur nr. 5821582016 kt 360672 0239. Kristín Frímannsdóttir Atli Freyr Hjörleifsson Aldís Atladóttir Kristinn Ævar Andersen Elías Atlason Geirþrúður Þórðardóttir Freyr Atlason Eva L. Þórarinsdóttir Sigurdís Ösp Jón Valgeir Hlynur Már Hulda Sif Birgir Hannes, Elín Björk, Davíð, Þórður Jón, Elva, Aldís Freyja, Daníel Ingi og Tanja Björt. Okkar ástkæra Dagbjört Davíðsdóttir frá Borgarlandi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 15. maí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Grund, Hringbraut 50. Halldóra Davíðsdóttir Kristín Davíðsdóttir og aðrir aðstandendur. Þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar ástkærrar dóttur, fósturdóttur, systur, mágkonu og frænku, Lilju Guðmundsdóttur Birkilundi 18, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyfjadeildar 2 á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar og starfsfólks hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar . Kristjana Kristjánsdóttir Birgir Laxdal Guðmundur Örn Njálsson Guðrún Birna Jóhannsdóttir Sjöfn Guðmundsdóttir Sigurður Áki Eðvaldsson Anný Rós Guðmundsdóttir Birkir Freyr Stefánsson Katrín Lind Guðmundsdóttir Jóhann Eyþórsson Dagný Guðmundsdóttir og litlu frænd- og fóstursystkinin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.